Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 16
SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar-
sveitar ræddi um framtíð félags-
heimilisins Sólgarðs á fundi sínum í
vikunni. Hólmgeir Karlsson oddviti
sagði að uppi væru hugmyndir um að
gera Sólgarð og helst Saurbæ líka,
að ferðamannastað. Hann sagði að
eigendur Saurbæjarkirkju hefðu nú
sýnt henni mikinn áhuga og að unnið
hefði verið á endurbótum á henni.
Í Eyjafjarðarsveit eru þrjú félags-
heimili, Freyvangur, Sólgarður og
Laugaborg, sem tengdust þeim
þremur sveitarfélögum sem samein-
uðst í Eyjafjarðarsveit. Hólmgeir
sagði að Freyvangur hefði verið
eyrnamerktur leikhússtarfi og að
Laugaborg hefði verið að breytast í
tónlistarhús. Hugmyndin er svo að í
Sólgarði verði komið upp safni og að-
stöðu fyrir ferðamenn.
Sverrir Hermannsson, húsasmið-
ur á Akureyri, hefur gefið Eyjafjarð-
arsveit safn sitt en hann hefur í
gegnum tíðina safnað ótrúlegustu
hlutum sem tengjast byggingasög-
unni, verkfærum, skrúfum, nöglum,
spýtum úr gömlum húsum sem hann
hefur unnið við lagfæringar á og
fleiru. Hólmgeir sagði að ef þessar
hugmyndir yrðu að veruleika yrði
byrjað á því að setja safn Sverris upp
í Sólgarði.
Hugmyndir
um að setja
upp safn í
Sólgarði
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sín-
um í gær að leggja til við bæjarstjórn
að skipaður verði fimm manna starfs-
hópur til að fara yfir framtíðar-
áherslur í atvinnumálum Akureyrar-
bæjar og skili starfshópurinn
tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1.
desember nk. Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri sagði nauðsynlegt að fara
yfir þessi mál en hins vegar væri allt
of snemmt að segja til um niðurstöð-
ur.
Í skýrslu frá Pricewaterhouse-
Coopers, PwC, um framtíðar-
áherslur í atvinnumálum Akureyrar-
bæjar, er m.a. lagt til að Akur-
eyrarbær dragi sig út úr rekstri
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
AFE. Jafnframt er lagt til að at-
vinnumálanefnd verði starfrækt
áfram en að nafni hennar verði
breytt í „markaðs- og atvinnumála-
nefnd“ og hlutverk hennar lagað að
breyttu fyrirkomulagi. Hólmar
Svansson framkvæmdastjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrir viku,
að það væri dauðadómur yfir félag-
inu ef Akureyrarbær drægi sig út úr
rekstrinum, enda greiðir bærinn um
70% af framlögum sveitarfélaganna á
svæðinu til AFE. Kristján Þór sagði
að ekki hefði verið tekin nein ákvörð-
un um að draga Akureyrarbæ út úr
rekstri Atvinnuþróunarfélagsins.
„Eins og fram kemur í skýrslunni
er Akureyrarbær það sveitarfélag á
Íslandi sem er að leggja mest fjár-
magn til þessara mála á íbúa. Og
burtséð frá því hvaða stofnanir um er
að ræða þá er spurningin hvað skatt-
greiðendur á Akureyri eru að fá fyrir
þessa fjármuni og er hægt að nýta þá
betur en við höfum gert með ein-
hverju öðru skipulagi? Þetta er
spurning sem svara verður í þeirri
vinnu sem framundan er en það get-
ur svo vel verið að menn komist að
þeirri niðurstöðu að núverandi fyr-
irkomulag sé það besta eða að breyt-
inga sé þörf.“
Kristján Þór sagði að eins og mál-
um væri háttað í dag, byggðist stoð-
kerfi atvinnulífsins á Akureyri m.a. á
Atvinnuþróunarfélagi, atvinnumála-
nefnd, Frumkvöðlasetri Norður-
lands, Nýsköpunarmiðstöð og einnig
mætti nefna Tækifærissjóðinn,
Framtakssjóðinn, Hámarkssjóðinn,
Byggðastofnun og styrkjakerfi í
ferða- og landbúnaðarmálum.
Starfshópur fari yfir framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar
Hvað fá skattgreiðendur fyrir
fjármuni til atvinnumála?
Fyrirlestrar á
haustdögum
„FYRIRLESTRAR á haustdögum“
er yfirskrift fyrirlestraraðar sem
hefst í dag, 18. október, kl. 15 í Deigl-
unni. Guðmundur Andri Thorsson tal-
ar þar um fjölmiðla og lífsstíl og tíð-
aranda í aldarbyrjun.
Fyrirlestrarnir eru ætlaðir nem-
endum listnámsbrautar Verkmennta-
skólans á Akureyri sem og áhugasöm-
um almenningi. Markmiðið er að
varpa ljósi á menningarumhverfi okk-
ar, segir í frétt um fyrirlestraröðina.
Næsti fyrirlestur verður laugar-
daginn 26. október kl. 15 í Ketilhúsinu
en þar fjallar Guðmundur Oddur
Magnússon um hönnun, ímyndir og
myndmál. Árni Ólafsson fjallar um
byggingalist og bæjarskipulag með
dæmum frá Akureyri og víðar í þriðja
fyrirlestrinum sem verður 1. nóvem-
ber og loks fjallar Orri Harðarson um
popptónlist í íslenskri samtímamenn-
ingu föstud. 8. nóv. en fyrirlestrarnir
verða í Ketilhúsinu og hefjast kl. 15.
Hæ hobbs-
así í Lóni
KELTNESK kráarstemning verður
í hávegum höfð í Lóni um helgina
þegar félagar úr Karlakór Akureyr-
ar-Geysi bregða á leik með nokkrum
stórmerkum hljóðfæraleikurum í
söngdagskránni „Hæ hobbsasí“.
Þessi dagskrá var flutt við góðar
undirtektir sl. vor en vegna fjölda
áskorana er hún nú tekin upp á ný.
Um er að ræða flutning á ýmsum
fjörugum írskum og keltneskum
sönglögum, sem flest fjalla um
drykkjuskap, ástir og örlög eða sjó-
mennsku, og eru lögin sungin við
texta eftir lífskúnstnerinn Jónas
Árnason. Allt eru þetta þekkt lög og
landsfrægir textar.
Ekki er hér um hefðbundna tón-
leika að ræða heldur hressilegt
skemmtikvöld með tveimur stuttum
hléum og verður barinn opinn fyrir
þá sem þannig eru sinnaðir, enda
hugmyndin að skapa sem raunveru-
legasta kráarstemningu.
Auk félaga úr Karlakórnum mun
Kolbrún Jónsdóttir syngja einsöng,
en í hljómsveitinni eru þau Snorri
Guðvarðarson, Eiríkur Stephensen,
Þorleifur Jóhannsson og Björn Þór-
arinsson.
Sýningar verða í kvöld, föstudag-
inn 18. október, og á morgun, laug-
ardaginn 19. október, kl. 21 og gert
er ráð fyrir einni sýningu föstudag-
inn 25. október. Húsið verður opnað
kl. 20 og eru allir unnendur fjörugrar
þjóðlagatónlistar hvattir til að láta
sjá sig og taka undir í söngnum.
ÓLI G. Jóhannsson myndlistar-
maður opnaði í vikunni mál-
verkasýningu á Karólínu Restaur-
ant í Gilinu á Akureyri. Sýningin
ber yfirskriftina; „Efst við norðr-
ið“ og þar sýnir Óli 7 olíumálverk.
Þetta er jafnframt þriðja einka-
sýningin sem Óli opnar um þessar
mundir, því að auki er hann með
sýningu hjá Sævari Karli í Reykja-
vík og í gær var opnuð sýning á
verkum hans í Kaupmannahöfn.
Hann sagði við opnun sýning-
arinnar að myndir sem þessar
hefðu verið að fleyta sér niður til
Evrópu. „Það er gaman að þessu
og skrambi gott að vera myndlist-
armaður á Akureyri.“
Óli G. er sjálfmenntaður mynd-
listarmaður sem hélt sína fyrstu
einkasýningu árið 1973 á Akur-
eyri. Á áttunda áratugnum var
stofnað til Myndlistarfélags Ak-
ureyrar og undir merkjum þess
var unnið ötult brautryðj-
endastarf. Óli var um tíma for-
maður félagsins og beitti hann sér
ásamt nokkrum öðrum fyrir stofn-
un Myndsmiðjunnar, sem var for-
veri Myndlistarskólans á Ak-
ureyri.
Um árabil rak Óli Gallerí Háhól
sem markaði tímamót í sögu
myndlistar á Akureyri en þá voru
í fyrsta sinn haldnar myndlist-
arsýningar norðan heiða með
reglubundnu millibili. Myndverk
Óla eru óhlutbundin, eins og hann
segir sjálfur en grunnurinn er
nánasta umhverfi, jafnt á Ak-
ureyri sem í Danmörku og sí-
breytileg skaphöfn listamannsins.
Óli var bæjarlistamaður Akureyr-
ar 2001 til 2002. Sýning Óla á
Karólínu Restaurant er sú áttunda
sem þar er haldin á síðustu fjórum
en það var Erró sem fyrstur reið á
vaðið.
Óli G. opnar málverkasýningu
á Karólínu Restaurant
Morgunblaðið/Kristján
Óli G. Jóhannsson framan við verk sín á Karólínu Restaurant.
Er með þrjár einka-
sýningar í gangi
Villibráðarhelgi verður á Karól-
ínu Restaurant í dag, föstudaginn
18. október, og á morgun, 19. októ-
ber, sem nefnist Villibráð og vín.
Boðið er upp á fjölrétta matseðil
og vín með hverjum rétti ásamt
fordrykk og koníaki/líkjör. Birkir
Elmarsson vínþjónn hjá Rolf Jo-
hansen verður á staðnum alla
helgina.
Á matseðlinum er villibráðarpaté
með salati og cumberland sósu, lax
með fennel og kryddjurtamauki,
hreindýr og svartfugl með smá-
kartöflum og cassis súkkulaðisósu
og bláberjaostaka.
Verð með víni 8.990 kr. en án víns
4.990 kr. Aðeins þessa einu helgi.
Einnig er hægt að velja af fjöl-
breyttum sérréttamatseðli.
Í DAG
HREPPSTJÓRINN í Grímsey,
Bjarni Reykjalín Magnússon í Mið-
túni, lét langþráðan draum rætast
nú í sumar þegar hann keypti sér
kappaksturskerru frá Danmörku.
Forsagan er sú, að Bjarni sá fyrir
fjölda mörgum árum úti í Noregi
hestakapphlaup sem fór fram á
svona kerrum. Honum fannst þá
að það hlyti að vera stórgaman að
eignast eina slíka.
Fyrir nokkrum árum fékk
Bjarni sér hest sem heitir Mö, en
lítil sonardóttir Bjarna nefndi
hestinn því nafni. Mö þeysist nú
um Grímseyjargötur með hús-
bónda sinn í kerrunni góðu. Oftar
en ekki er nafni hans, Bjarni
Reykjalín Magnússon, fjögurra ára
með afa í þessum skemmtiferðum.
Bjarni sagði að geysileg ásókn
væri hjá börnunum í eyjunni að fá
einn og einn rúnt, í þessu merki-
lega farartæki. Bjarni hreppstjóri
hefur meira segja farið á kapp-
aksturskerrunni eftir traktors-
slóðum upp um alla eyju. Að lok-
um sagðist hann væra alsæll með
að gamli draumurinn frá í Noregi
væri nú loksins orðinn að veru-
leika.
Lét gaml-
an draum
rætast
Morgunblaðið/Helga Mattína
Bjarni hreppstjóri og nafni hans í hestakerrunni og hesturinn Mö.
Grímsey
♦ ♦ ♦
Söngnám-
skeið
KANADÍSKA söngkonan Tena
Palmer heldur rytmískt söngnám-
skeið í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri laugardaginn 19. og sunnudag-
inn 20. október frá kl. 10–18. Tena
Palmer hefur verið söngvari að at-
vinnu í 20 ár, kennari djasssöngs í
Tónlistarskóla FÍH frá árinu 1996 og
sungið með nokkrum hljómsveitum.
Námskeiðið er opið söngvurum á öll-
um stigum eða hverjum þeim sem
hefur alltaf langað til að syngja bet-
ur. Frekari upplýsingar: Tena
Palmer, tölvupóstur; tenalpal@-
yahoo.ca – sími 659 1808.
Herradeild Akureyri,
sími 462 3599.
LEÐUR
JAKKAR
FÉLAGSFUNDUR
Almennur félagsfundur
Léttis verður haldinn
25/10 í Skeifunni.
Dagskrá:
Landsmótsmál
Félagsstarf í vetur
Önnur mál
Stjórnin