Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Fischer hreinsiklútar Frábær vara á verði sem kemur á óvart Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru ótrúlega auðveldir og þægilegir í notkun því þeir fjarlægja allan farða á augabragði, hvort sem um er að ræða andlits- eða augnfarða. Í hreinsiklútunum er andlitsvatn auk kamillu (Chamomille), sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og hjálpar til við að halda rakastigi húðarinnar réttu. Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Útsölustaðir: Allir helstu stórmarkaðir og apótek landsins. Hólmgarði 2 • Reykjanesbæ • sími 421 1501 Suðurnesjamenn! Blómalagerinn • beint frá bóndanum Fjölbreytt úrval afskorinna blóma, pottablóma, kransa og krossa vegna jarðarfara. Gæði og gott verð varla undan. Við komust strax inn í verslanir Bónuss og Samkaupa og erum einnig með fiskinn í versl- unum um allt land. Við höfum aldrei þurft að auglýsa, fiskurinn kynnir sig sjálfur,“ segir Pétur. Hann er að undirbúa útflutning á harðfiski, til Færeyja og Norður- Noregs. Segir að heildsali í Fær- eyjum hafi lengi flutt inn harðfisk frá Íslandi. Hann hafi nú komist á bragðið með Stjörnuharðfisk og vilji fá hann til sölu. Verðið hafi verið í lægra lagi en nú séu menn að ná saman og útflutningur verði hafinn um leið og nauðsynleg leyfi til þess hafi fengist. Pétur kannast við að mörgum þyki harðfiskur dýr. Hann segir að það stafi einkum af því hvað hrá- efnið sé dýrt og nýtingin lítil. Þannig hafi hann verið að kaupa undirmálsýsu á allt upp í 240 krón- ur kílóið og þótt verðið sé nú 150– 160 krónur teljist verðið hátt. Út úr þessu fáist aðeins 7% nýting þegar búið sé að vinna fiskinn og þurrka og minna ef eitthvað fari úrskeiðis í vinnslunni. Hins vegar sé harðfiskurinn óskaplega nær- ingarmikill og góður og fólki þyki vel þess virði að kaupa hann. Stjörnufiskur framleiðir einnig fiskibollur fyrir almennan markað og saltaðan og reyktan fisk og fleira fiskmeti fyrir mötuneyti sem eru í föstum viðskipum. Mömmu- fiskibollurnar voru víðar til sölu en Pétur segist ekki hafa getað stað- ist ódýrari framleiðslu snúning í verði. „Við framleiðum bollurnar úr glænýrri ýsu og steikjum hana á pönnu alveg eins og mömmurnar gera á heimilunum. Fiskibollurnar hafa líkað mjög vel og margir kaupa þær enn vegna gæðanna en þær eru aðallega til sölu hér á Suðurnesjum. Það er hins vegar „ÞAÐ er gaman að framleiða góða vöru, það skiptir öllu máli. Við fáum oft hringingar þar sem verið er að hæla fiskinum okkar og það er óneitanlega gaman,“ segir Pét- ur Gíslason í Stjörnufiski ehf. í Grindavík en fyrirtækið framleiðir harðfisk undir því merki, einnig Mömmufiskibollur og fleira fisk- meti. Pétur segist eingöngu nota glæ- nýja smáýsu, veidda á línu, í harð- fiskinn. Gott hráefni sé undirstaða góðra afurða. Pétur handflakar sjálfur allan fiskinn strax og hann er kominn í hús. Síðan er hann drifinn beint á grindur og í þurr- kofn. Segist Pétur vera með þann- ig þurrkun að loftið sé tekið að ut- an og leitt í gegn og því svipi þurrkuninni til hjallaþurrkunar. Eftir fimm daga eru flökin tekin inn, völsuð og þeim pakkað. Tengdafaðir Péturs, Bjarni Þór- arinsson fyrrverandi hafnarstjóri í Grindavík, sat við völsun en Guð- rún Bjarnadóttir, kona Péturs, var við útkeyrslu á vörunum í Reykja- vík þegar blaðamaður leit við í fiskvinnslunni. Þetta voru einu starfsmennirnir þennan daginn og er Stjörnufiskur því sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Draumurinn að stofna fiskvinnslu Pétur stofnaði Stjörnufisk fyrir fjórum árum. Áður hafði hann stundað sjómennsku og fyrr á ár- um var hann fisksali í Reykjavík. Guðrún er úr Grindavík og þangað flutti Pétur fyrir 25 árum. „Það var alltaf draumur minn að stofna litla fiskvinnslu. Harðfiskurinn náði strax vinsældum og salan hef- ur aukist stöðugt, svo við höfum erfitt að keppa við framleiðendur sem nota marning úr frystihús- unum sem er mun ódýrara hráefni. Það er alltaf munur á Trabant og Benz,“ segir Pétur. Wall Street bæjarins Stjörnufiskur er ásamt fjölda annarra smáfyrirtækja í húsa- lengju við Staðarsund, ofan tog- arabryggjunnar, húsum sem oftast voru kölluð Langavitleysa. Jafn- langur veggur skýlir húsunum frá götunni. Þar hefur Pétur hengt upp skiltið Wall Street sem vísar til fjármálahverfisins í New York. Segist hann hafa viljað auka virð- ingu þessarar götu, vekja athygli á mikilvægi hennar og ná athygli bæjaryfirvalda sem ekki hafi enn séð sóma sinn í því að leggja þang- að bundið slitlag. Starfsemi Stjörnufisks ehf. vex og eigandinn hyggur á útflutning á harðfiski til Færeyja og Noregs Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Pétur Gíslason og Bjarni Þórarinsson taka fisk, sem búið er að þurrka, af grindunum og undirbúa völsun. Gaman að framleiða góða vöru Grindavík MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Grindavíkur hefur lýst því yfir að nýr leikskóli verði staðsettur í Lautarhverfi, eins og skólinn sem hann á að leysa af hólmi. Hins veg- ar hefur ekki verið tímasett hve- nær hann verður byggður. Umræður hafa verið í stjórn- kerfi Grindavíkurbæjar um bygg- ingu nýs leikskóla í stað leikskól- ans við Dalbraut sem talinn er þörf á að endurnýja. Ýmsir kostir hafa verið þar til skoðunar, meðal ann- ars nýbygging í sama hverfi eða stækkun leikskólans við Stamphól. Við umræður í bæjarstjórn Grindavíkur í fyrradag lét meiri- hlutinn, sem skipaður er fulltrúum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, bóka að bygging nýs leikskóla væri í málefnasamningi meirihlutans og það væri stefna hans að leikskólinn verði staðsettur í Lautarhverfi. Jafnframt var tekið fram að stækk- unarmöguleikar leikskólans við Stamphól yrðu nýttir sem þriðji áfangi í uppbyggingu leikskólahús- næðis í bænum. Fulltrúar Framsóknarflokksins, sem eru í minnihluta, skoruðu á meirihlutann að bæta á stefnu sína að skólinn verði tekinn í notkun þegar á næsta ári. Ómar Jónsson, formaður bæjar- ráðs, segir að hafist verði handa við byggingu nýs leikskóla í Lautar- hverfi um leið og fjárhagurinn leyfi. Áætlað er að nýr fjögurra deilda leikskóli kosti 130 milljónir. Hann segir að vegna mikilla fram- kvæmda á síðasta kjörtímabili verði að fara varlega nú. Vonast hann til að skólinn rísi á árinu 2004 en tekur fram að tímasetning hafi ekki verið ákveðin. Segir Ómar að vissulega sé að verða brýnt að end- urnýja leikskólann við Dalbraut og hverfið muni byggjast upp á næstu árum. Hins vegar séu engir biðlist- ar eftir leikskólaplássum eins og er og mikilvægt að tímasetja fram- kvæmdina rétt. Nýr leikskóli í Lautarhverfi Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.