Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 19
örugg stýring viðskiptakrafna
80 ung-
lingar á
námskeiði
Vogar
SAMSUÐ, Samtök félagsmiðstöðva á
Suðurnesjum, halda námskeið fyrir
fulltrúa í nemenda- og unglingaráð-
um í dag. Námskeiðið fer fram í fé-
lagsheimilinu Glaðheimum í Vogum,
hefst klukkan 9 og stendur til 15.
Tilgangur námskeiðsins er að
styrkja unglingana sem sæti eiga í
ráðunum þannig að þeir verði betur í
stakk búnir að takast á við verkefni
vetrarins. Unglingar af öllum Suður-
nesjum taka þátt í námskeiðinu og er
búist við rúmlega 80 þátttakendum.
Ungmennanámskeiðið er einn af
mörgum atburðum sem SamSuð
stendur fyrir í vetur. Aðrir atburðir
sem verða á vegum samtakanna eru
meðal annars billjardmót 19. október,
starfsmannanámskeið 16. nóvember
og karaokekeppni í byrjun janúar.
Hausthátíð
varnarliðsins
Keflavíkurflugvöllur
ÁRLEG hausthátíð varnarliðsins
verður haldin á Keflavíkurflugvelli á
morgun, laugardag.
Hátíðin er með „karnival“-sniði og
fer fram í stóra flugskýlinu næst
vatnstanki vallarins frá klukkan ell-
efu að morgni til þrjú síðdegis. Í boði
verður fjölbreytt skemmtun fyrir
alla fjölskylduna - lifandi tónlist,
þrautir, leikir, matur og hressing og
sýningar af ýmsu tagi, og flugvélar
og annar búnaður varnarliðsins til
sýnis á svæðinu.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu frá
varnarliðinu. Umferð er um Grænás-
hlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vin-
samlega beðnir að hafa ekki með sér
hunda.
Tilboð í tilefni
opnunar
Blómavals
Keflavík
BLÓMAVAL opnar í dag verslun í
húsnæði Húsasmiðjunnar á Smiðju-
völlum 5 í Keflavík. Vöruúrval verður
svipað og í Blómavali í Reykjavík,
meðal annars afskorin blóm og
skreytingar, gjafavara, pottaplöntur.
Vöruverð verður hið sama og í
Reykjavík, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá Blómavali.
Rekstrastjóri Blómavals í Reykja-
nesbæ er Ómar Ellertsson sem und-
anfarin ár hefur rekið Blómasmiðjuna
í Keflavík. Þeirri verslun hefur nú
verið lokað, starfsfólkið hefur flutt sig
um set og býður gamla og nýja við-
skiptavini velkomna í Blómaval.
Í tilefni af opnun verslunarinnar
mun Blómaval gefa öllum pottaplöntu
sem versla á opnunardaginn, allir
krakkar fá ís á laugardag kl. 14 og til-
boð verða á ýmsum vörum um
helgina.
BÆJARFULLTRÚAR Samfylking-
arinnar og Framsóknarflokksins vilja
að sótt verði um lán vegna byggingar
25 félagslegra leiguíbúða á næsta ári.
Tillaga þessa efnis var felld með at-
kvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
á bæjarstjórnarfundi í vikunni.
Sveindís Valdimarsdóttir mælti
fyrir tillögu bæjarfulltrúa Samfylk-
ingarinnar en í henni felst að tekið er
undir samþykkt fjölskyldu- og félags-
málaráðs um byggingu 25 félagslegra
leiguíbúða á næsta ári samkvæmt
áætlun sem gerð var á síðasta ári. Í
greinargerð kemur fram það álit að
vegna húsnæðisskorts í bænum sé
þörf á því að vinna eftir þessari áætl-
un. Nú þegar liggi fyrir yfir 70 um-
sóknir eftir slíkum íbúðum.
Vakin er athygli á því að bæjar-
félagið eigi kost á lánum í þessu skyni
hjá Íbúðalánasjóði á 3,5% vöxtum en
almenn byggingafélög þurfi að sætta
sig við hærri vexti. Vaxtakostnaður-
inn lendi því óhjákvæmilega á leigj-
endum í hærra leiguverði. „Það hlýt-
ur að vera hlutverk bæjaryfirvalda að
standa vörð um þá sem verst eru sett-
ir í samfélaginu,“ segir meðal annars.
Tillagan var felld með atkvæðum
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Vísuðu þeir til bókunar sinnar í bæj-
arráði þar sem fram kom að 247 fé-
lagslegar leiguíbúðir bjóðast nú í
Reykjanesbæ og að nýlega hafi verið
samþykkt lán fyrir 18 til viðbótar. Þá
hafi tvö byggingarfélög, auk Búseta,
sótt um lán til byggingar leiguíbúða.
„Æskilegt er að fylgjast með þróun
leiguverðs með tilliti til þessa, áður en
sótt er um sérstök lán á vegum
Reykjanesbæjar til frekari bygginga
leiguíbúða,“ segir í bókuninni.
Hafna því að sækja um lán til
byggingar 25 félagslegra íbúða
Reykjanesbær