Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ARTHUR Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
gagnrýndi Hafrannsóknastofnunina
harðlega á aðalfundi sambandsins
sem hófst í gær. Sagði hann að nauð-
synlegt væri að slíta á tengsl stofn-
unarinnar við hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi og að endurskoða þyrfti
aðferðir við stofnstærðarmat.
Arthur sagði Hafrannsóknastofn-
unina ítrekað hafa hunsað kröfur um
rannsóknir á umhverfisáhrifum
veiðarfæra. Stofnunin gæti fyrir
löngu verið byrjuð að mynda hafs-
botninn í kring um landið og þá sér-
staklega þar sem vitað er af við-
kvæmum búsvæðum og þar með
verið byrjuð að kortleggja ástand
þeirra. „Allar upplýsingar um hvar
þessi svæði er að finna eru fyrir-
liggjandi, til dæmis í skipsbókum
togaraflotans. En því er heldur ekki
sinnt.“
Arthur sagði að til þess að Haf-
rannsóknastofnunin endurheimti
það traust sem hún þyrfti að njóta
yrði hún að skera á tengslin við
hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sagði
Arthur það óeðlilegt að fulltrúar eins
öflugasta hagsmunagæslufélags Ís-
landssögunnar sætu í stjórn stofn-
unarinnar. Samstarf um einstök
verkefni væri allt annað mál en bein
stjórnartengsl. Eins væri nauðsyn-
legt að stofnunin væri fjárhagslega
sjálfstæð. „Það er ótækt að áður-
greint hagsmunagæslufélag geti
gumað af því í tíma og ótíma að það
hafi beinlínis gefið eða greitt fyrir
stærsta og dýrasta rannsóknartækið
sem nokkru sinni hefur komist í eigu
Hafrannsóknastofnunarinnar, rann-
sóknarskipið Árna Friðriksson.“
Togararallið finnur
ekki þorskinn
Arthur sagði ennfremur að Haf-
rannsóknastofnunin þyrfti að endur-
skoða frá grunni aðferðir þær sem
notaðar væru við stofnstærðarmat
eða m.ö.o. togararallið. Hann benti á
að krókaafli væri þannig meiri nú en
nokkru sinni fyrr. „Þegar veiði á línu
er að meðaltali orðin yfir 500 kíló á
bjóð á stórum svæðum, þá er mikið
af fiski undir. Þegar einn maður á
handfæri kemst upp í að veiða á sjö-
unda tonn yfir daginn, þá er mikið af
fiski undir. Þorskstofninn er, undir
svona kringumstæðum, ekki í lægð
og ljósár frá því að vera nálægt
sögulegum lágmörkum, eins og mæl-
ingar úr togararalli vilja segja okk-
ur. Þorskstofninn er öflugur sem
sjaldnast fyrr. Þorskurinn hefur því,
samkvæmt þessu, geymst í sjónum.“
Arthur sagði að þessi styrkur
þorskstofnsins færðist ekki í gagna-
banka fiskifræðinganna vegna þess
að stofnstærðarmælir þeirra, tog-
ararallið, finnur hann ekki. „Þorsk-
stofninn hefur flutt sig nær landi nú
nokkur undangengin ár og þar með
haft umfangsmikil vistaskipti frá því
að mælistikan, togararallið, var sett
saman og hrint í framkvæmd. Þetta
þýðir með öðrum orðum að vísinda-
mennirnir verða að endurskoða
þessa aðferðafræði,“ sagði Arthur.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra ávarpaði fundinn og sagði
að smábátar hefðu aukið hlut sinn í
flestum tegundum í gegnum árin og
geti vel við unað. Nefndi hann sér-
staklega ýsuveiðar smábáta en fyrir
10 árum hafi ýsuafli smábáta verið
2.000 tonn en á yfirstandandi fisk-
veiðiári fengju krókaaflamarksbátar
úthlutað 7.600 tonnum af ýsu.
Meðal þess sem rætt verður á
fundi smábátaeigenda verður krafa
um að setja svokallað gólf í fjölda
sóknardaga handfærabáta, þannig
að þeir verði aldrei færri en 23. Sjáv-
arútvegsráðherra vék máli sínu
einnig að málefnum sóknardagabát-
anna í ávarpi sínu. Hann sagði að á
síðasta fiskveiðiári hafi hann ákveðið
að sóknareiningar yrðu miðaðar við
klukkustundir í stað sólarhringa og
að hafa dagafjöldann óbreyttann eða
23 daga en fækka þeim ekki niður í
21 eins og lögin kváðu á um. For-
svarsmenn smábátaeigenda hafi
enda talið að það myndi lítil sem
engin áhrif hafa á sóknina þar sem
draga myndi mjög úr spennu í kerf-
inu við breytt fyrirkomulag. Reynsl-
an á síðasta fiskveiðiári hafi hinsveg-
ar sýnt að afli sóknardagabátanna
hafi aukist. Bátar í dagakerfinu hafi
veitt 12.329 tonn á síðasta fiskveiði-
ári í stað 7.879 tonna árið áður en
reyndar hafi þakbátarnir svo kölluðu
bæst í hóp sóknardagabátanna á síð-
asta fiskveiðiári en þeir voru um 75
talsins. Meðalveiði á hvern bát í
kerfinu hafi hinsvegar verið 36 tonn
á fiskveiðárinu 2000/2001 en 41 tonn
á því síðasta.
Línuívilnun lyftistöng
fyrir hinar dreifðu byggðir
Afli smábáta á síðasta fiskveiðiári
var alls rúm 64 þúsund tonn, 12 þús-
und tonnum minni en í fyrra og hef-
ur aflinn ekki verið minni í fimm ár.
Mestu munar um afla krókaafla-
marksbáta en þar fór heildaraflinn
úr 53 þúsund tonnum í 39 þúsund
tonn. Afli aflamarksbáta fór úr 13
þúsund tonnum í um 8.500 tonn en
sóknardagabátar juku afla sinn um
2.500 tonn og enduðu í tæpum 13
þúsund tonnum. Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri LS sagði að samdrátt-
urinn hefði komið mjög illa við marg-
ar útgerðir. Ýsan sem hafði verið
fyrir utan kvóta væri nú kvótasett og
hafi ýsuaflinn minnkað úr 10.200
tonnum niður í 5.760 eða um 44%.
Örn sagði að eins væri kvótasetning
á aukategundum að sliga margar
smábátaútgerðir. Því væri eitt
helsta baráttumál LS nú að koma á
línuívilnun til allra dagróðrabáta þar
sem beitt er eða stokkað upp í landi.
„Línuívilnun er einföld aðgerð, kall-
ar ekki á að frá öðrum væri tekið, en
gæti orðið bjargvættur fjölmargra
útgerða og lyftistöng fyrir hinar
dreifðu byggðir,“ sagði Örn.
Örn vék einnig máli sínu að þeim
sameiningum sem orðið hafa í sjáv-
arútvegi að undanförnu. Hann sagði
að LS hafi lýst sig andvígt því að lög
um hámarkseign veiðiheimilda yrðu
rýmkuð og varað við afleiðingum
þess. Hann sagðist þeirrar skoðunar
að löggjafin hafi þarna gert mistök,
enda hafi ekki verið tekið nægilegt
tillit til þess fólks, þeirra byggðar-
laga sem eigi allt sitt undir sjávar-
útveginum. „Samkeppnin játar sig
sigraða, einokunin nær yfirráðum.
Minni aflamarksútgerðir verða ekki
færar um að keppa við þessa risa um
kaup á veiðiheimildum. Minni afla-
marksútgerðum, einyrkjum sem
gera út 50 til 200 tonna báta mun
enn fækka og veiðiheimildir færast
til risanna sem hafa ekki taugar til
lífsafkomu hinna dreifðu byggða,“
sagði Örn.
Formaður Landssambands smábátaeigenda gagnrýnir Hafrannsóknastofnunina
Morgunblaðið/Sverrir
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræða málin á aðalfundi sambandsins.
Skera þarf á
tengsl við hags-
munaaðila
FJÖLSKYLDUR Sveins og Ágúst-
ar Valfells hafa selt eignarhlut
sinn í móðurfélagi Steypustöðv-
arinnar, Basalti ehf. Basalt ehf. er
eignarhalds- og fjárfestingarfélag
sem á dótturfélög í byggingariðn-
aði, en auk Steypustöðvarinnar eru
Einingaverksmiðjan og Steypustöð
Suðurlands þeirra á meðal.
Sá eignarhlutur í Basalti sem
seldur hefur verið er mikill meiri-
hluti félagsins og að sögn Jóns
Ólafssonar fjármálastjóra Steypu-
stöðvarinnar er stefnt að því að
kaupa allt félagið. Kaupandi meiri-
hluta Basalts er Fjárfestingar-
félagið Esjurætur ehf., en eigendur
þess eru Jón Ólafsson fjármála-
stjóri Steypustöðvarinnar og hóp-
ur byggingarmeistara og stærstu
viðskiptavina fyrirtækisins. Sömu
menn sitja í stjórn Basalts og Fjár-
festingarfélagsins Esjuróta. Þeir
eru Guðmundur Ingi Karlsson for-
maður, framkvæmdastjóri Sands
Ímúrs, Hörður Jónsson, bygging-
arverktaki, og Gissur R. Jóhanns-
son, byggingarmeistari.
Steypustöðin var stofnuð árið
1947 og var stofnandi hennar
Sveinn B. Valfells, faðir Sveins og
Ágústar sem nú selja sinn hlut.
Fyrirtækið hefur verið með sterka
markaðsstöðu og er markaðs-
hlutdeild þess nú um 35–40% í sölu
á steinsteypu og forsteyptum ein-
ingum á suðvesturhorni landsins.
Helstu keppinautar Steypustöðv-
arinnar eru BM Vallá og Stein-
steypan. Velta Basalts-samstæð-
unnar á síðasta ári nam tæpum
1.300 milljónum króna. Að sögn
Jóns Ólafssonar var reksturinn við-
unandi, en hann segir að verð á
steypu hafi farið lækkandi.
Spurður um aðdraganda kaup-
anna segir Jón að frumkvæði söl-
unnar hafi komið frá seljendum og
frést hafi að fyrirtækið væri til
sölu. Um framtíðaráform sagði
hann að nú væri verið að móta nýja
stefnu og endurskipulagning stæði
yfir. Of snemmt væri að segja til
um hvaða breytingar yrðu gerðar
á rekstrinum.
Kaupþing banki var milligöngu-
aðili við sölu Steypustöðvarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valfells-fjölskyldan selur Steypustöðina
STJÓRN Eignarhaldsfélagsins
Brunabótafélag Íslands hefur
ákveðið að greiða samtals 150
milljónir króna í framlag til
ágóðahlutar í ár, segir í tilkynn-
ingu frá félaginu. Greiðslan mun
renna til sveitarfélaga sem aðild
eiga að Sameignarsjóði EBÍ í
réttu hlutfalli við eignaraðild.
Aðildarsveitarfélögin eru 81
og fær Akureyri hæstu greiðsl-
una, rúmar 16 milljónir króna.
Til Kópavogs renna tæpar 13
milljónir, Reykjanesbær fær
rúmar 10 milljónir í sinn hlut,
Ísafjarðarbær ríflega sjö millj-
ónir og Vestmannaeyjabær rúm-
ar sex milljónir króna.
Stjórn og fulltrúaráð EBÍ
mælast til þess að framlaginu
verði m.a. varið til forvarna,
greiðslu iðgjalda af tryggingum
sveitarstjórna og brunavarna í
sveitarfélaginu.
680 milljónir á síðustu árum
Í tilkynningu EBÍ segir að
ágóðahlutur frá EBÍ hafi t.a.m.
orðið til þess að nokkur sveit-
arfélög hafa endurnýjað slökkvi-
bifreiðar sínar svo og annan
slökkvibúnað. EBÍ hefur um
langt skeið greitt sveitarfélög-
unum framlag til ágóðahlutar af
starfsemi sinni. Greiðslurnar
hófust árið 1934 en á síðustu
fimm árum hafa aðildarsveitar-
félögin fengið samtals greiddar
um 680 milljónir króna í ágóða-
hlut.
EBÍ greiðir 150
milljónir til
sveitarfélaga