Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 29
ÚTFLUTNINGUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 29 mundur að það sé mikilvægt að hafa aðgang að Bandaríkjamarkaði enda fáist hvergi hærra verð fyrir lamba- kjöt sem flutt er úr landi. Hér verður þó að geta þess að Norðlenska ber af- ar lítinn kostnað af markaðssetningu lambakjötsins heldur sér Áform, sem er átaksverkefni sem var sett á lagg- irnar árið 1995, algjörlega um þá hlið viðskiptanna. Mikið magn til að standa undir kostnaði Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, gerir ráð fyrir að selja 25–30 tonn (um 35–40 ígild- istonn) til Minneapolis-svæðisins á þessu ári. Verslanirnar Lund og Byerlys hafa greitt ágætisverð fyrir kjötið, um 750 kr/kg fyrir þá hluta skrokksins sem fluttir eru út enda eru verslanirnar með þeim allra dýr- ustu á svæðinu. Á móti kemur að kjötið er mikið unnið, umbúðir dýrar og flutnings- og umsýslukostnaður er mjög hár. Sýnatökur úr kjötinu sem Bandaríkjamenn krefjast kosti t.d. um eina milljón á hausti. Áætlað er að skilaverð miðað við heilan skrokk sé 300–330 kr/kg eftir stærð og sam- setningu sendinga. Salan til Banda- ríkjanna svarar til um 15% af útflutn- ingskvöð SS á þessu hausti. Kjötið er selt í gegnum fyrirtækið Cetus sem er í eigu Björgvins Sævarssonar og Útflutningsráð hefur styrkt mark- aðssetninguna. SS ber því lítinn kostnað af markaðsstarfi. Steinþór segir að til þess að útflutningurinn standi undir sér þurfi að vera hægt að flytja út umtalsvert magn til að vega upp undirbúningskostnað. Horfur eru á að það takist í haust og magnið aukist á næstu árum. Best væri að selja kjötið í neytendapakkningum Eitt af því sem hefur hamlað sölu á lambakjöti er að illa hefur gengið að selja Bandaríkjamönnum frosið kjöt og því hefur það aðeins verið í boði í um 2½ mánuð á haustin. Norðlenska er nú að gera tilraunir með að pakka kjötinu í loftskiptar umbúðir en með þeirri aðferð lengist geymsluþol kjötsins úr 30 dögum í 60 daga. Reyn- ist aðferðin vel mun sölutímabilið lengjast og draga má úr flutnings- kostnaði með því að senda hluta af kjötinu sjóleiðis. Þá hefur komið til tals að gera átak í að selja frosið lambakjöt en þá fæst ekki eins hag- stætt verð fyrir það. Sigmundur segir brýnt að vinna kjötið sem allra mest hér á landi, helst í neytendapakkn- ingar, þannig skili kjötið mestu verð- mætum heima fyrir. Vilja bestu bitana Sigmundur segir að miðað við nú- verandi tækjabúnað fyrirtækisins geti það ekki framleitt meira en um 70 tonn af kjöti á Bandaríkjamarkað á ári (150 ígildistonn). Annar tak- markandi þáttur á útflutninginn er að Bandaríkjamenn vilja nær eingöngu bestu bitana af skrokknum. Þeir borga gott verð fyrir hrygginn en verð á öðrum bitum er litlu betra en fæst á öðrum útflutningsmörkuðum fyrir lambakjöt. Sigmundur segir að menn verði að reikna dæmið til enda, hvað það kosti að sitja uppi með af- ganginn af skrokkunum. Frampart- urinn sé vinsæll hér á landi en t.d. gangi frekar erfiðlega að selja slögin. Miðað við núverandi aðstæður í land- búnaði hljóti útflutningur á lamba- kjöti ávallt að verða hliðargrein fyrir sauðfjárbændur. Milliliðakostnaður og skriffinnska Bandaríkjamenn gera miklar kröf- ur um hreinlæti og innflutningur á kjöti þangað krefst mikillar skrif- finnsku. Milliliðakostnaður getur orð- ið mjög hár og þar sem hann er mest- ur, í New York, má gera ráð fyrir að jafnmikið kosti að flytja kjötið frá flugvelli og í búðirnar eins og frá Ís- landi til Bandaríkjanna. Á hverju ári kemur eftirlitsmaður frá Bandaríkj- unum til að skoða sláturhúsin hjá fyr- irtækjunum fjórum sem hafa leyfi frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu til að flytja þangað kjöt; Sláturhús Norðlenska á Húsavík, Sölufélag Austur-Húnvetninga á Blönduósi, Sölufélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og Sláturfélag Suður- lands á Selfossi. Kröfurnar verða sí- fellt harðari og hafa íslensk sláturhús þurft að leggja í umtalsverðan kostn- að vegna þessa. Verður allra besti markaðurinn Eins og fyrr segir hefur markaðs- setning á íslenska lambakjötinu í Whole Foods-verslanirnar verið í höndum Áforms sem hefur frá árinu 1995 fengið 25 milljónir króna á ári á fjárlögum til að afla markaða fyrir ís- lenskar landbúnaðarafurðir á grund- velli hreinleika og gæða. Verkefn- isstjóri og eini starfsmaður Áforms er Baldvin Jónsson en hann telur að um 40% af því fé hafi farið í markaðs- starf, aðallega á lambakjöti, en 60% í rannsóknir. Verkefninu lýkur um áramót en þegar hefur verið ákveðið að verja 25 milljónum á ári til næstu fimm ára við markaðssetningu á landbúnaðarafurðum. Baldvin segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig peningunum verður ráðstafað. Að- spurður segir Baldvin að óvíst sé hvað taki við hjá sér eftir að Áformi lýkur. Spurður hverju verkefnið hefur skilað segir Baldvin að lambakjötið hafi nú náð öruggri fótfestu á Banda- ríkjamarkaði og fyrirsjáanlegt að eft- irspurn muni halda áfram að aukast á næstu árum. Kjötið sé nú selt í ein- hverjum dýrustu matvælaverslunum Bandaríkjanna sem lúxusvara og hvergi á erlendum mörkuðum fái bændur betra verð. „Menn eiga ekki að einblína á magnið því það er fyr- irsjáanlegt að þetta mun þróast í að verða allri besti markaður sem ís- lenskt lambakjöt hefur komist á,“ segir hann. runarp@mbl.is astaða í Washington DC HEIMILDARMYNDIN er að mörgu leyti kjörið form til að varpa ljósi á störf og hugmyndir myndlist- armanna, ekki síst nú á dögum þegar myndlistarsköpun fer fram ekki að- eins á tvívíðum myndfleti, heldur með hjálp allra hugsanlegra miðla, s.s. hljóðs, gjörninga og kvikmynd- unar. Hljóðlát sprenging er sterk- byggð heimildarmynd sem þjónar hlutverki sínu vel, þ.e. að gefa áhorf- endum innsýn í feril og hugarheim myndlistarmannsins Magnúsar Páls- sonar, en óhætt er að telja hann einn af brautryðjendum nýlistastefnunn- ar hér á landi. Þór Elís Pálsson stýrir verkinu og vinnur handrit í samvinnu við Gunn- ar J. Árnason listheimspeking. Þessi samvinna hefur tekist vel, og er það tækifæri nýtt sem viðfangsefnið gef- ur tilefni til, að varpa ljósi á þær list- hræringar á 7. og 8. áratug nýliðinn- ar aldar, sem Magnús Pálsson er hluti af og átti þátt í að móta hér á landi. Rakinn er ferill Magnúsar allt frá því að hann hóf störf sem leikmynda- hönnuður, en hann er menntaður á því sviði, fram til dagsins í dag, en þar birtist okkur virkur myndlistar- maður sem hefur þroskað hugmynd- ir sínar og færir þær stöðugt lengra. Leið Magnúsar lá úr leikhúsinu, þar sem hann var m.a. einn af stofnend- um framúrstefnuleikhópsins Grímu, yfir í myndlist, þar sem hann lagði frá upphafi mark sitt á sviðið með framsæknum verkum, sem byggðust á skúlptúrum og gjörningum og sóttu nokkuð til leikhússins. Ferli Magnúsar er þó ekki lýst í beinni tímaröð í myndinni. Áhorfand- inn er kynntur fyrir manninum með samtölum við Magnús sjálfan, þar sem hann deilir hugmyndum sínum með viðmælandanum og ræðir um líf sitt og einstök verk. Þetta eru stutt atriði, sem gefa vísbendingar sem áhorfandinn fær síðan að vinna frek- ar með eftir því sem nánar er fjallað um verk og feril listamannsins. Þulur myndarinnar brúar síðan bilin milli þess sem er sýnt og rætt um, í vönd- uðum frásagnartexta. Tónlistin í myndinni er fyrst og fremst í formi áhrifahljóða og hljóðverkanna sjálfra sem Magnús hefur unnið. Áhugi Magnúsar á þeim þáttum sem móta manneskjuna og tilveru hennar, er nokkuð sem birtist skýrt í umfjöllun um gifsverkin og skúlp- túrana sem Magnús vann snemma á ferlinum og verður sú tenging að nokkurs konar leiðarminni í umfjöll- un myndarinnar um list Magnúsar. Þetta á ekki síður við um hljóðverkin og hin þjóðlegu viðfangsefni og kall- ast þemað skemmtilega á við þá lífs- speki sem lýsir af listamanninum í samtölum þeim sem aðstandendur myndarinnar eiga við hann. List hans mótast af mannkærleika og áhuga á því sem lifið hefur fram að færa, og gefur sú lífsspeki sem fram kemur í myndinni, listumfjölluninni meiri dýpt. Myndin nýtur góðs af því að byrjað var að fylgjast með myndlistarmann- inum með það í huga að gera um hann heimildarmynd fyrir nær tíu ár- um. Áherslan liggur þannig á Magn- ús Pálsson sem virkan og skapandi listmann, á meðan myndin í heild dregur upp mynd af þeim ferli þeirri hugmyndalegu vinnu sem hann á að baki. Eftir að hafa fylgt Magnúsi svo lengi eftir búa aðstandendur mynd- arinnar yfir frábæru efni, sem dæmi má þar nefna uppsetningu yfirlits- sýningar um list Magnúsar á Kjar- valsstöðum árið 1994, einkasýningu hans í galleríi i8 meðan það var enn á Ingólfsstrætinu og frá hljóðgjörningi Magnúsar sem tekinn var upp í sam- vinnu við Ævar Kjartansson í Rík- isútvarpinu. Öðrum sýningum, verk- um og störfum listamannsins eru gerð skil með því að sýna eldra myndefni, bæði upptökur og ljós- myndir, auk þess sem alltaf er hægt að mynda þau eldri verk sem enn eru til. Vikið er að fyrstu myndlistarsýn- ingu Magnúsar í Ásmundarsal árið 1967 og þar sýnt gamalt sjónvarpsviðtal þar sem Gísli Sigurðsson skoðar sýn- inguna með listamanninum og undir- strikar viðtalið það hversu nýstárleg verk Magnúsar hafa verið á þeim tíma. Þá er skemmtilegur kafli í myndinni þar sem fjallað er um það hvernig Magnús Pálsson átti þátt í að færa nýja strauma inn í kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum. Ljósmyndir sem til eru af nemenda- hópi og kennslustörfum Magnúsar í skólanum eru notaðar á lifandi hátt sem stuðningur við skemmtileg við- töl við Hildi Hákonardóttur, fyrrum skólastjóra MHÍ, og tvo af nemend- um Magnúsar, þá Birgi Andrésson og Guðmund Odd Magnússon. Hljóðlát sprenging er faglega unn- in og fróðleg heimildarmynd sem miðlar myndlist og hugmyndaheimi Magnúsar Pálssonar á næman og að- gengilegan hátt. Það sem mótar manninn KVIKMYNDIR Regnboginn – Bíófélagið 101 Stjórn: Þór Elís Pálsson. Handrit: Þór Elís Pálsson og Gunnar J. Árnason. Mynda- taka: Haraldur Friðriksson, einnig Páll Reynisson, Friðþjófur Helgason og Þór El- ís Pálsson. Hjóðupptaka: Pétur Ein- arsson og Óskar Eyvindur Arason. Hljóð- blöndun: Óskar Eyvindur Arason. Klipping: Þór Elís Pálsson. Samsetning: Sigríður Bergsdóttir. Ísland. Hvíta fjallið – Niflungar, 2002. HLJÓÐLÁT SPRENGING  Magnús Pálsson myndlistarmaður. Heiða Jóhannsdóttir LISTIR EITT af því sem einkenndi hug- myndir manna á millistríðsárunum var sú hugmyndafræði, að samstilla alvarleg vinnubrögð og tónmál dæg- urlaga, en einnig, að hamla gegn þeirri alvöru og virðuleika sem ein- kennt hafði konserthald yfirstéttar og efnafólks í Evrópu, allt frá tímum barokks til rómantískrar tónlistar. Á tónleikum 15:15-hópsins í Borg- arleikhúsinu sl. laugardag gat að heyra nokkuð af þeirri frönsku tónlist sem tók mjög mið af djassi og léttri dægurtónlist með flutningi þriggja verka eftir Jean Francaix (1912–97). Verk hans eru sérlega skemmtilega rituð fyrir hljóðfærin og hafði ritunar- máti hans fyrir tréblásturshljóðfæri sérstaklega mikil áhrif. Francaix, sem var afburða píanóleikari, samdi mikið af alls konar tónlist en hefur haldið sínu sérlega vel á sviði kamm- ertónlistar. Fyrsta viðfangsefni tón- leikanna var tríó fyrir óbó, fagott og píanó eftir Francaix er var mjög vel leikið af Eydísi Franzdóttur, Kristínu Mjöll Jakobsdóttur og sérstaklega Unni Vilhelmsdóttur. Annað við- fangsefnið var einnig tríó eftir Francaix, fyrir fiðlu, víólu og selló, hressilega leikið af Bryndísi Pálsdótt- ur, Herdísi Jónsdóttur og Richard Talkowsky. Þriðja verkið eftir Francaix var kvartett fyrir þrjá strengi og enskt horn, sem áður- nefndir strengjaleikarar og Eydís fluttu ágætlega. Það sem helst mætti finna að var að það vantaði „swing“- bragðið í flutninginn, sem í heild var þó nokkuð góður, þótt þrjú verk í röð eftir Francaix séu helst til mikið á ein- um og sömu tónleikunum. Miðhluti tónleikanna var borinn uppi af Þórunni Guðmundsdóttur og Hrefnu Unni Eggertsdóttur en þær fluttu söngverk eftir Gabriel Fauré, Francis Poulenc og Erik Satie. Lögin eftir Fauré voru Au bord de l’eau, Le secret og Mandoline. Eftir Poulenc söng Þórunn Les chemins de l’amour og síðasta lag hennar var hið fræga La diva de l’empire eftir Satie. Allt eru þetta vel gerð lög, sérstaklega lögin eftir Fauré, sem Þórunn söng mjög vel, með viðeigandi þýðleika og innilegri túlkun, við frábæran undir- leik Hrefnu. Í laginu eftir Poulenc þarf söngv- arinn að sleppa fram af sér beislinu í svífandi valsinum og ofleikur á mjög vel við í Divu-lagi Satie. Því miður gætti nærri því feimni í þessum galsa- fengnu lögum, sem fyrir bragðið voru án þess yfirdrifna skringileika, sér- staklega Divu-lagið, sem fer slíkri revíutónlist svo vel. Frönsk gamansemi TÓNLIST Nýja svið Borgarleikhússins 15:15-hópurinn flutti franska kammertónlist og ljóðasöngva. Laugardaginn 12. október. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Sýningum lýkur Gerðarsafn Tveimur sýningum lýkur á sunnu- dag: Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/Ný verk. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Listasafn Reykjanesbæjar Myndlistarsýningu Einars Gari- balda lýkur á sunnudag. Listamaður- inn verður með leiðsögn um sýn- inguna kl. 15 þann dag. Norræna húsið Sýningunni Clockwise – Ný nor- ræn samtímalist lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru verk níu samtíma- listamanna frá Danmörku, Finnlandi og Noregi; ljósmyndir, innsetningar, teikningar og myndbönd. Upplýsing- ar um sýninguna er að finna á heima- síðu Norræna hússins: www.nord- ice.is. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýningu Kimmo Schroderus og Carlottu Mickelson lýkur á sunnudag. Galleríið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu Sýningu Kristjáns Logasonar á tölvuunnum ljósmyndaverkum lýkur á sunnudag. Sýningin er opin kl. 14–18 fram á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.