Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 32

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SANDRA Bullock fer meðhlutverk Siddu Lee Walker,sem haslað hefur sér völl í New York sem ungt leikritaskáld, langt í burtu frá heimabæ sínum í Louisiana-fylki og í öruggri fjar- lægð frá sinni ástríku, en sérlund- uðu móður Vivian, sem leikin er af Ellen Burstyn. Sidda Lee sam- þykkir viðtal við tímaritið Times sem á að vera mjög opinskátt og á helst að fjalla um nýja leikritið hennar, en endar í umræðum um hve vansæl hún hafi verið í barn- æsku vegna móður sinnar Vivian. Þetta leiðir til þess að mæðg- urnar fara í hár saman sem ógnar ekki aðeins sambandi þeirra tveggja heldur ekki síður ógnar þetta upphlaup mæðgnanna hald- litlum hjúskaparáformum Siddu við mann, sem beðið hefur í sjö ár eftir því að hún komist yfir ótta sinn við að stofna eigin fjölskyldu. Eftir að Vivian klippir á sam- bandið við dóttur sína í kjölfar tímaritsviðtalsins, ákveða vinkon- ur Siddu, sem stofnuðu leyni- félagið The Ya-Ya Sisterhood eða Ya-Ya Systrafélagið á barnsaldri, að grípa til sinna ráða. Þær ræna Siddu Lee frá heimili sínu í New York og fara með hana aftur heim til Louisiana og leiða henni fyrir sjónir, með hjálp Ya-Ya úr- klippualbúmsins, hvers vegna móðir hennar var eins og raun bar vitni. Til að hún skilji móður sína til fulls trúa vinkonurnar því að þær þurfi að fara með Siddu aftur í tíma svo að hún skynji hvers konar persóna móðirin var sem ung kona. Þetta er söguþráður gaman- myndarinnar The Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood, sem frumsýnd verður í dag, í leikstjórn Callie Khouri, sem vann m.a. handritið í samvinnu við Rebeccu Wells og Mark Andrus. Khouri hlotnuðust margvíslegar viður- kenningar, m.a. Óskarsverðlaun, fyrir frumraun sína í handritsgerð að myndinni um Thelmu og Louise árið 1991. Næst skrifaði hún handrit að bíómyndinni Some- thing to Talk About, sem skartaði stjörnum á borð við Juliu Roberts, Dennis Quaid, Gena Rowlands, Robert Duvall og Kyra Sedgwick. Khouri, sem er fædd í Texas og uppalin í Kentucky, nam leiklist- arfræði við Purdue-háskólann og hóf feril árið 1985 með framleiðslu auglýsinga og tónlistarmynd- banda. Sem stendur er hún að vinna að nokkrum handritum, sem hún kemur sjálf til með að leik- stýra, en hún er nú búsett í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum, handritshöfundinum og framleið- andanum David Warfield. Myndin er framleidd af All Girl Product- ions, Gaylord Films og Sisterhood Productions. Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood er stjörnum hlaðin með Söndru Bullock, Ashley Judd, Ellen Burstyn og Maggie Smith í aðalhlutverkum. Systrafélagið kemur til bjargar Sambíóin og Háskólabíó frumsýna The Divine Secrets of the Ya Ya Sisterhood. Leikarar: Sandra Bullock, Ellen Burst- yn, Fionnula Flanagan, James Garner, Ashley Judd, Shirley Knight, Angus MacFadyen og Maggie Smith. Leikstjóri: Callie Khouri. TVÆR átján ára gamlar stúlk-ur dreymir um frægð ogframa í fótbolta enda eiga þær sér átrúnaðargoðið David Beckham sem þær líta gjarnan mjög svo upp til. Foreldrar þeirra eru hinsvegar með allt aðrar áætl- anir fyrir þær og vilja bara að þær hegði sér eins og aðrar góðar stúlk- ur og finni sér sómakæra eig- inmenn. Þessar mismunandi lang- anir og væntingar til lífsins leiða af sér bráðfyndna árekstra og frábæra fótboltatakta, eins og gefur að skilja, þar sem þeim stöllum er ætl- að að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt í stað þess að ganga á snið við breskar hefðir til að fá drauma sína og þrár uppfylltar. Þetta er í stuttu máli söguþráður bresku gamanmyndarinnar Bend It Like Beckham eða Skoraðu eins og Beckham, sem frumsýnd verður í dag, í leikstjórn Gurinder Chadha eftir handriti Paul Mayeda Berges og Guljit Bindra. Leikstjórinn Chadha, sem fæddur er í Kenýa, starfar ekki aðeins við leikstjórn, heldur hefur hann jafnframt komið nálægt framleiðslu og handrits- skrifum, en meðal bíómynda hans má nefna: What’s Cooking? (2000), A Nice Arrangement (1994), What Do You Call an Indian Woman who’s Funny? (1994), Bhaji on the Beach (1993) og Acting Our Age (1992). Mynd þessi hefur notið mikillar aðsóknar hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd og var t.d. í fyrsta sæti í Bretlandi í tvær vikur. Gagn- rýnendur þar í landi hafa lofað myndina og hafði gagnrýnandi The Daily Mail t.d. þau orð um myndina að hún væri besta breska gam- anmyndin, sem fram hafi komið, síðan Bridget Jones’s Diary kom fram á sjónarsviðið. Sagt hefur verið um gamanmyndina Bend it Like Beckham að hún sé besta breska gamanmyndin sem fram hafi komið síðan Bridget Jones’s Diary. Í fótspor Beckhams Kringlubíó og Smárabíó frumsýna Bend It Like Beckham. Leikarar: Parminder K. Nagra, Keira Knightley, Jonathan Rhys-Meyers, An- upam Kher, Archie Panjabi, Shaznay Lewis, Frank Harper, Juliet Stevenson, Shaheen Khan og Ameet Chana. Leikstjóri: Gurinder Chadha. SPENNUMYNDIN RedDragon í leikstjórn BrettsRatners er gerð eftir fyrstu bók rithöfundarins Thomasar Harr- is um geðsjúklinginn og mann- ætuna Hannibal Lecter og gerist því í raun á undan myndunum Sil- ence of the Lambs og Hannibal. Það er enginn annar en Anthony Hopkins sem fer enn á ný með að- alhlutverkið, en myndin skartar að auki fjölda annarra stórleikara. Handrit að myndinni skrifaði Ted Tally. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að FBI-maðurinn Will Graham er sestur í helgan stein eftir að hafa eytt þremur árum í að fanga mann- ætuna og fjöldamorðingjann Hanni- bal Lecter og koma honum á bak við lás og slá. Friðurinn er hins vegar úti þegar félagi hans hjá lög- reglunni biður hann að aðstoða sig við að finna óhugnanlegan morð- ingja, sem hefur slátrað nokkrum fjölskyldum að undanförnu. Morðin eiga það sameiginlegt að hafa öll verið framin þegar tunglið er fullt og því hafa þeir aðeins þrjár vikur til að finna morðingjann áður en hann leggur til atlögu á ný. Will ákveður að leita til Hannibals Lect- ers í von um að fá hjá honum að- stoð við að hafa uppi á „tannálf- inum“, eins og fjöldamorðinginn er kallaður, en eins og menn muna kannski er Hannibal ekki aðeins út- smoginn morðingi heldur einnig snjall sálfræðingur. Will og félagar hans eiga eftir að komast að því að í þessu máli situr Hannibal nokkur Lecter báðum megin borðsins og fyrr en varir hefur Will, sem sá fram á náðuga daga, stofnað sinni eigin fjölskyldu í verulega hættu. Eins og marga kvikmynda- áhugamenn rekur eflaust minni til, þá gerði leikstjórinn Michael Mann myndina Manhunter árið 1986, en hún var einnig byggð á bókinni Red Dragon eftir Thomas Harris. Þessi nýjasta kvikmyndaútgáfa af Red Dragon er hins vegar fyrsta reynsla leikstjórans Bretts Ratners í heimi spennumyndanna, en hér er hann að leikstýra sinni fimmtu kvikmynd í fullri lengd. Ratner, sem alinn er upp í Miami á Flórída, hefur verið staðráðinn í því frá átta ára aldri að gerast leikstjóri og hef- ur nú haslað sér völl sem einn af frambærilegustu leikstjórum Holly- wood. Fyrst leikstýrði hann kvik- mynd í fullri lengd árið 1997 sem var Money Talks með Charlie Sheen, Chris Tucker, Paul Sorvino og Heather Locklear. Næsta mynd frá honum kom árið 1999 sem var Rush Hour með Jackie Chan og Chris Tucker. Þriðja mynd Ratners var The Family Man árið 2000 með Nicolas Cage og Tea Leoni og í fyrra sendi hann svo frá sér Rush Hour 2. Nýjasta kvikmyndaútgáfa af Red Dragon er fyrsta reynsla leikstjórans Bretts Ratners í heimi spennumyndanna. Anthony Hopkins er Hannibal. Fjöldamorð á fullu tungli Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóin, Álfabakka, og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Red Dragon. Leikarar: Anthony Hopkins, Edward Norton, Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Emily Watson, Mary-Louise Parker, Philip Seymour-Hoffman, Anthony Heald, Ken Leung, Frankie Faison og Tyler Patrick Jones. Leikstjóri: Brett Ratner.BRESKI spennutryllirinn Kill-ing Me Softly, sem frum-sýndur verður í dag, er byggður á skáldsögu Nicci French, en kvikmyndahandritið skrifaði Kara Lindstrom. Leikstjóri er hinn kín- verski og margverðlaunaði Chen Kaige, en þetta mun vera fyrsta mynd hans utan heimalandsins. Með- al mynda hans má nefna: Farewell My Concubine, Yellow Earth, The Big Parade, King of Children, Life on a String, Temptress Moon og The Emperor and the Assassin. Allar þessar myndir hafa tekið þátt í kvik- myndahátíðinni í Cannes. Nýjasta myndin, Killing me Softly, segir frá bandarísku vísindakonunni Alice, sem býr í Lundúnum og leikinn er af Heather Graham. Hún hættir með viðkunnanlegum kærasta sínum og stofnar til sambands við hinn bráð- myndarlega fjallgöngugarp Adam, sem hún hittir á förnum vegi í Lund- únum og er leikinn af Joseph Fienn- es. Samband þeirra gengur mjög vel til að byrja með eða þar til Adam tek- ur upp á því að hegða sér afskaplega undarlega og bersýnilega kemur í ljós að hann hefur eitthvað skugga- legt að fela úr fortíðinni. Joseph Fiennes er yngri bróðir Ralphs Fiennes, sem lék m.a. í Schindler’s List og Quiz Show, og munar þar átta árum. Leið þeirra bræðra til frægðar og frama hefur ekki verið eins þyrnum stráð og margra annarra enda þykja þeir báð- ir hæfileikaríkir og að sama skapi bráðmyndarlegir. Joseph á að baki myndir eins og Stealing Beauty (1996), Martha, Meet Frank, Daniel and Laurence (1998), Elizabeth (1998), Shakespeare in Love (1998) og Enemy at the Gates (2001). Systir þeirra bræðra er leikstýran unga Martha Fiennes, sem leikstýrði Onegin árið 1999 með bróður sinn Ralph og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Killing me Softly var filmuð í Lund- únum seint á árinu 2000 og var fram- leidd af Ivan Reitman og Tom Pollock hjá Montecito Pictures, sem þeir fé- lagar stofnuðu árið 1998, en Reitman er sjálfur leikstjóri og Pollock er fyrr- verandi stjórnarformaður Universal. Fyrsta mynd þeirra var Road Trip og vinna þeir nú að framleiðslu kvik- myndarinnar Evolution í samvinnu við Dreamworks Pictures. Breski spennutryllirinn Killing me Softly er byggður á skáldsögu Nicci French. Heather Graham og Joseph Fiennes í hlutverkum Alice og Adam. Ekki má treysta hverjum sem er Regnboginn frumsýnir Killing me softly. Leikarar: Heather Graham, Joseph Fi- ennes, Helen Grace, Jason Hughes, Ul- rich Thomsen, Natascha McElhone, Ian Hart, Kika Markham og Ronan Vibert. Leikstjóri: Chen Kaige. Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum FASTEIGNIR mbl.is Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.