Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 35 kuli innheimta sóknargjöld eða með- ld fyrir öll skráð trúfélög. Það hefur llengi á Íslandi en það var fyrst árið m þetta var gert í Svíþjóð og fylgir því ir kölluðu aðskilnað ríkis og kirkju tta fyrirkomulag ber vott um það að æmdavaldið á Íslandi viðurkennir ægi trúariðkunar og uppeldis.“ segir ótal spurningum varðandi áhrif aðar, ef til hans komi, ósvarað. Hvað trúfrelsi og hvað merkir jafnræði úarbragða? Hvað merkir fjölmenning- élag? Þetta eru t.d. spurningar sem að arls þarf að ræða. „Við þurfum að og skilgreina hvort núverandi staða kjunnar hafi áhrif á þessa þætti og g. Þetta eru málefni sem snerta kirkj- amtíð hennar og möguleika hennar til gott af sér leiða í samfélaginu. En þeir snerta líka menningu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar.“ Hvað felur aðskilnaður í sér? En hvernig er sambandi ríkis og kirkju háttað í dag, t.d. lagalega séð? „Þjóðkirkjan nýtur verndar og stuðnings ríkisvaldsins samkvæmt stjórnarskrá en það er ekki ríkið sem rekur þjóðkirkjuna. Hér er engin rík- iskirkja. Þessi stuðningur og vernd á sér sögulegar skýringar og hefur í för með sér að þjóðkirkjan ber almannaskyldur umfram önnur trúfélög. Hún er t.d. skyldug að halda uppi þjónustu um allt land og þjóna öllum landsmönnum án manngreinarálits. Þetta eru skyldur sem þjóðkirkjunni ber að sinna vegna stærðar sinnar, sögu og hefðar. Það hvílir á kirkjunni skylda til að halda uppi sögustöðum og gæta menningararfs þjóðar- innar. Að mínu mati er stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna mikilvæg áminning um þann grundvöll sem íslensk menning stendur á, um okkar kristnu rætur. Þjóðin má ekki gleyma þessum rótum.“ Auk stjórnarskrár- ákvæðisins hafa sérstök lög verið sett um þjóðkirkjuna, að sögn Karls, sem skilgreina stöðu hennar. Á grundvelli þeirra laga og meðfylgjandi samkomulags milli ríkis og kirkju um fjármál markast staða þjóðkirkj- unnar gagnvart ríkisvaldinu. Þá getur Al- þingi sett lög sem varða ytri umbúnað þjóð- kirkjunnar. Karl nefnir einnig að forseti Íslands skipi biskupa og kirkjumálaráðherra sóknarpresta, en þó sé aðeins um formsatriði að ræða þar sem kosning liggi ætíð að baki valinu. „Þannig hefur það verið á Íslandi um langan aldur ólíkt því sem er á hinum Norð- urlöndunum þar sem stjórnmálamenn hafa skipt sér mun meira af stöðuveitingum kirkn- anna.“ En hvað myndi frekari aðskilnaður hafa í för með sér að mati kirkjunnar? „Þessu er ákaflega erfitt að svara, þar sem þessi mál hafa ekki verið rædd. Stundum er haft á orði að kirkjan og trúariðkun eigi að fara á markaðinn og ríkið eigi ekki að skipta sér að því. Ef markaðurinn á að ráða myndi væntanlega kirkjulegt starf víða um land leggjast af í þeirri mynd sem við þekkjum það. Það væri stórkostlegt menningarslys. Er verið að óska eftir því að helgidagarnir verði teknir út úr almanakinu og trúartákn afmáð, krossinn úr þjóðfánanum, Guðs nafn úr þjóðsöngnum? Er verið að tala um að vídeoleigurnar séu opnar á aðfangadags- kvöld? Þetta allt er partur af siðnum í land- inu. Hvað er verið að tala um? Aðrir segja að með aðskilnaði sé aðeins verið að tala um að afnema formleg stjórnunartengsl sem eftir standa. En þessu er öllu ósvarað, en er nauð- synlegt að ræða og leita svara við. Það er reyndar vandfundið þjóðfélag á jörðinni þar sem hið opinbera lætur sig trú og siði engu varða. Trúin er svo stór hluti af menningu og rótum samfélaga. Við þurfum að skilgreina þetta miklu betur, þess vegna kalla ég eftir upplýstri umræðu.“ Karl segir að í vestrænum samfélögum séu trúarleg gildi að verða sífellt mikilvægari. Í því ljósi er einnig nauðsynlegt að ræða samband ríkis og kirkju. „Það er mikilvægt að muna að menn- ing okkar og siður og margt af því sem okkur þykir mest um vert í íslensku samfélagi hefur mótast af þeim gildum sem kirkjan ber fram. Ég nefni sem dæmi bænina og athafnir á krossgötum mannsævinnar, og hrynjandi daganna, sunnudaginn, jól, páska, hvítasunn- una. Siðurinn í landinu er runninn af rótum trúarinnar en nærist á uppeldi og iðkun á heimilinum, í skólum og í kirkjunni árið um kring. Þetta er vefur þar sem sérhver þessara þátta er gríðarlega mikilvægur og ef við slít- um þá úr samhengi þá trosnar vefurinn. Við verðum að varast það.“ ndi umræðu um samband ríkis og kirkju di að verða lvægari“ Morgunblaðið/Árni Sæberg rkjan verði að leita eftir því hvað kirkju. i þegar skilið að borði og lja lögskilnað en hvað Sigurbjörnsson biskup jónabandið sem haldið lókið að gera upp búið. ta kerfi riðlast og asta. En kirkjan að að hið opinbera tek- af þeim leigutekj- gerist fyrst með lög- lltaf haldið sér. Þau a og undirstaða sama hætti til ríkisins nar menn eru að tala er að það hefur mikið dsins. Viðræður ríkis og kirkju um þetta hafa gengið út á það að skilgreina eign- arréttinn því þó að kirkjan haldi því fram að þetta séu eignir kirkjunnar hafa ýmsir í ríkiskerfinu ekki viljað viðurkenna það. En með þeim lögum og samningum sem nú eru í gildi er fólgin mikilvæg viðurkenning á eignarrétti kirkjunnar í þessum efnum. Og á því byggjast núverandi viðræður. Þessar eignir hafa í aldanna rás verið ætlaðar til að halda uppi starfi og þjónustu kirkjunnar. Ef farið yrði út í lög- skilnað ríkis og kirkju, þyrfti að taka upp öll þessi eignamál, alveg frá byrjun. Þá þarf að fara ofan í marga þætti og það er gríðarlega umfangsmikið.“ ðförum ríkisins HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði í setningarræðu sinni á árs- fundi sambandsins á Hótel Selfossi í gær, að hreyfingin þyrfti að fara að huga að undirbúningi næstu kjarasamninga. Að vísu væri vinna í kringum endurskoðun launaliðar núgildandi kjarasamninga nær í tíma, þ.e.a.s. í febrúar á næsta ári. ,,Útlitið virðist aftur á móti vera þannig að það séu litlar líkur á að við þurfum að grípa til neinna sér- stakra aðgerða í því sambandi, án þess að ég vilji slá því föstu,“ sagði Halldór. Lagði hann áherslu á samstiga undirbúning verkalýðshreyfingar- innar í undirbúningi að gerð næstu kjarasamninga. Segir fjárlagafrumvarp auka enn á ójöfnuð í landinu Halldór gagnrýndi fjárlagafrum- varpið harðlega í ræðu sinni og sagði það fela í sér að skattar á há- tekju- og eignafólk og fyrirtækin í landinu yrðu lækkaðir verulega. ,,Á sama tíma telur ríkisstjórnin ekki svigrúm til að rétta hlut öryrkja, eldri borgara og sjúklinga, fólks án atvinnu og láglaunafólks. Þetta fjárlagafrumvarp er til þess fallið að auka enn á ójöfnuð í landinu. Við hljótum að þrýsta á um að hafin verði alvarleg umræða um framtíðarsýnina í skattamálum. Við viljum að skattkerfið standi undir öflugu velferðarkerfi sem tryggir öllu fólki lágmarksframfærslu. Rík- isstjórnin virðist því miður vera að feta sig í átt frá þeim markmiðum,“ sagði hann. Heimilum var forðað frá tugmilljarða útgjöldum Halldór og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sem einnig ávarpaði fundinn í gær, lögðu báðir áherslu í ræðum sínum á að tekist hefði að styrkja samheldni og innviði laun- þegahreyfingarinnar á undanförn- um misserum. Grétar þakkaði m.a. þann mikla árangur sem náðst hefði með samkomulaginu sem und- irritað var í desember sl. um frestun á endurskoðun launaliðar kjarasamn- inga, þeirri víðtæku samstöðu sem náðst hefði innan verkalýðshreyfing- arinnar. Grétar sagði að tekist hefði með markvissum aðgerðum að snúa þróuninni við. Fyrir ríflega ári stefndi allt í óefni í efnahagslífinu en núna blasti árangurinn við. Verð- bólga væri 2,9% á ársgrundvelli og stýrivextir Seðlabankans hefðu lækkað um rúm fjögur og hálft pró- sentustig. ,,Greiðslubyrði heimila og fyrir- tækja af lánum hefur stórlækkað og erlendar skuldir fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga hafa lækkað um stórar fjárhæðir vegna styrkingar krónunn- ar. Þetta hefur forðað heimilum í landinu frá tugmilljarða útgjöldum,“ sagði hann. Grétar kvaðst einnig vera sann- færður um að nú mætti sjá þess merki að þær skipulagsbreytingar sem verkalýðshreyfingin hefur geng- ið í gegnum á undanförnum miss- erum væru farnar að skila árangri og viðhorfsbreyting hefði orðið innan hreyfingarinnar. ,,Framundan er aft- ur endurskoðun á launalið kjara- samninga í febrúar á næsta ári. Horfurnar í því sambandi eru óneit- anlega bjartari en fyrir ári, þótt ég ætli ekkert að fullyrða um niður- stöðuna fyrirfram. Síðan styttist í að undirbúningur fyrir gerð næstu kjarasamninga hefjist fyrir alvöru. Þá reynir á við- horfsbreytinguna. Við skulum ekki blekkja okkur sjálf með því að hún sé árangur sem við náum í eitt skipti fyrir öll og þurfum ekki að hugsa um hana frekar. Við verðum að halda vöku okkar og vinna að því að viðhalda þessari viðhorfsbreytingu og festa hana í sessi,“ sagði Grétar. Halldór Björnsson gefur kost á sér til endurkjörs Meðal helstu mála ársfundar Starfsgreinasambandsins er um- ræða um kjaramál, atvinnumál, hús- næðismál, kynning á þjónustu- könnun meðal aðildarfélaga sambandsins og kosning stjórnar, sem fer fram í dag, á síðari degi árs- fundarins. Halldór Björnsson, for- maður Starfsgreinasambandsins, gefur kost á sér til endurkjörs í embætti formanns. Halldór Björnsson gagnrýndi fjárlagafrumvarpið í setningarræðu á ársfundi Starfsgreinasambandsins Litlar líkur á aðgerð- um við endurskoðun á launalið í febrúar Morgunblaðið/Jón Þórðarson Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, flutti ræðu á þingi Starfsgreina- sambandsins á Selfossi. STJÓRN Félags íslenskra heim- ilislækna, fulltrúar heilsugæslunn- ar á Suðurnesjum og í Reykjavík og formaður Félags landsbyggð- arlækna voru boðaðir á fund Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra í gær vegna úrskurðar kjaranefndar um laun heilsu- gæslulækna. Að sögn Þóris Björns Kolbeins- sonar, formanns Félags íslenskra heimilislækna, var á fundinum skipst á skoðunum um úrskurðinn en þeim boðum jafnframt komið á framfæri við ráðherra að læknar vildu fá meiri tíma til að kynna sér úrskurðinn. Annar fundur með ráðherra var ákveðinn í næstu viku að loknum almennum félagsfundi heimilislækna næst- komandi þriðjudag. Þórir sagði að á fundinum hefði ekki verið rætt um önnur atriði en úrskurðurinn fæli beint í sér. Stöðugt fleiri atriði væru að koma í ljós, sem vantaði staðfestingu á frá kjaranefnd, enda væri úr- skurðurinn mjög flókinn og áhrif hans einstaklingsbundin. Kjara- nefnd væri að koma með ákveðnar úrbætur um leið og sumar greiðslur væru felldar niður. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að talsmenn lækna hefðu kosið að fá meiri tíma til að fara yfir úrskurðinn. Af þeim sökum myndi hann bíða með að tjá sig frekar um túlkun ráðuneytisins á úrskurðinum. Þeirri vinnu væri heldur ekki lokið í ráðuneytinu. Áríðandi væri að skilningur beggja aðila á úrskurðinum lægi betur fyrir áður en lengra yrði haldið. Í yfirlýsingu frá stjórn Félags ís- lenskra heimilislækna frá því í gær eru dregin í efa þau ummæli heil- brigðisráðherra að úrskurðurinn þýddi 17–20% launahækkun að jafn- aði fyrir heimilislækna. Spurður um viðbrögð við þessu sagði Jón að hann hefði verið að vitna til túlk- unar formanns kjaranefndar sem nefnt hefði þessar tölur opinber- lega. Þær væru ekki komnar úr ráðuneytinu. Félag ungra lækna sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu um málefni heimilislækna. Þar er þungum áhyggjum lýst vegna þró- unar heimilislækninga á Íslandi. Fáir ungir læknar leggi fyrir sig sérnám í heimilislækningum. Í dag fái heimilislæknar laun samkvæmt „geðþóttaákvörðun“ kjaranefndar og heilbrigðisráðherra. Bendir félagið á að 30 starfandi heimilislæknar hafi þegar sagt upp störfum og aðeins 7–8% úr hverj- um árgangi unglækna leggi heim- ilislækningar fyrir sig. Með áfram- haldandi þróun megi gera ráð fyrir að heimilislækningar í landinu leggist af á næstu 10–20 árum. „Við viljum því skora á heilbrigð- isráðherra að sýna nú hvað í hon- um býr, því hingað til hefur hann frekar rekið nagla í líkkistu heim- ilislækninga á Íslandi en að stuðla að uppbyggingu fagsins,“ segir að endingu í yfirlýsingunni. Heilbrigðisráðherra fundaði með heimilislæknum í gær Ákveðið að hittast aftur í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.