Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 38
MENNTUN
38 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
upphafi kosningavetrar
spyrja menn gjarna
sjálfa sig og aðra hver
verði helstu kosninga-
málin. Mestu mun sjálf-
sagt varða hvert ástand og útlit
efnahagsmála verður í vor. Þar
sem útlitið er nú ágætt mun
stjórnarandstaðan vitaskuld
beina athyglinni að hverju því
sem henni dettur í hug að geti
dregið athyglina frá efnahags-
málunum. Einstaka þingmenn
hafa þegar hafist handa – þó að
það sé ef til vill frekar vegna
prófkosninga en þingkosninga –
og finna til mál sem þeir telja
að geti skaðað ríkisstjórn-
arflokkana en aukið veg þeirra
sjálfra. Allt er þetta eins og við
mátti búast, þó að málin séu að
vísu ekki endilega umbótamál
heldur frekar
auglýsinga-
eða jafnvel
upphlaups-
mál.
Hins vegar
eru þrjú mál,
sem líklega
verða ekki kosningamál, en eru
afar mikilvæg sé horft til lengri
framtíðar þótt þau séu ekki fall-
in til skyndivinsælda. Eitt
þeirra er aukin þátttaka einka-
aðila í menntun ungmenna
landsins, annað er aukin þátt-
taka einkaaðila í að veita heil-
brigðisþjónustu og það þriðja er
að stofna ekki til nánari kynna
við Evrópusambandið.
Síðastnefnda málið hefur
raunar oft verið nefnt sem
hugsanlegt kosningamál nú, en
þá með öfugum formerkjum.
Aðildarsinnar láta gjarna í það
skína að þeir vilji að þingkosn-
ingarnar snúist um aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu. Til
lengri tíma litið er hins vegar
mikilvægt að Íslendingum takist
að halda sjálfstæði sínu og fái
áfram að ráða sínum málum.
Aðildarsinnar reyna með
reglulegu millibili að rugla um-
ræðuna með nýjum „upplýs-
ingum“ um það hvaða kostir
kynnu að standa okkur til boða
færum við inn í sambandið.
Þegar á þá er gengið við-
urkenna þeir þó flestir að mik-
ilvægasta auðlind landsins yrði
óhjákvæmilega undir stjórn
Evrópusambandsins en ekki Ís-
lands. Í trausti þess að enginn
muni á milli daga eftir þessu
grundvallaratriði er umræðunni
haldið áfram og þess krafist að
eytt verði miklum tíma og fjár-
munum í aðildarviðræður sem
engu geta breytt.
Hin málin tvö eru allt annars
eðlis en snúast líka um það
hvernig framtíðin verður hér á
landi. Útgjöld ríkisins vegna
mennta-, heilbrigðis- og velferð-
armála nema nálægt 60% af
heildarútgjöldum þess. Við
þetta bætist kostnaður sveitar-
félaga vegna fræðslumála, en
sem dæmi má nefna að 30% af
skatttekjum Reykjavíkurborgar
fara í þann málaflokk. Og það
er ekki eins og ríki og sveit hafi
náð tökum á þessum útgjöldum;
þau fara ört vaxandi og engin
leið virðist að hafa nokkra
stjórn á þeim í núverandi kerfi.
Það er þess vegna áhyggju-
efni að flestir stjórnmálaflokkar
landsins mega ekki heyra á það
minnst að gerðar séu þær
breytingar á kerfinu sem kynnu
að duga. Talsmenn þeirra láta
sér nægja að þrasa um einstök
mál og kvarta ef fjármagn
skortir. Það sem meira er; þeir
beita jafnvel völdum sínum til
að hindra allar tilraunir til um-
bóta og eru samskipti nýrrar
bæjarstjórnar í Hafnarfirði við
einkarekinn skóla dæmi þar um.
Þegar heilbrigðiskerfið er
annars vegar er jafnvel enn
meiri fyrirstaða og flestir
stjórnmálamenn keppast við að
sverja við allt sem þeim er heil-
agt að aldrei skuli verða gerðar
nokkrar breytingar sem auki
hlut einkaaðila. Ríkið er að mati
þessara manna eini aðilinn sem
fær er um að reka þjónustu á
heilbrigðissviði. Húsnæðið skal
vera í eigu ríkisins, tækin skulu
vera í eigu ríkisins og umfram
allt skulu starfsmenn á heil-
brigðissviði vera ríkisins. Það
gleður áköfu ríkissinnana vafa-
laust að þegar sjúklingarnir
leggjast inn er hengdur á þá
skrýtinn sloppur þar sem þeir
eru merktir „Eign Þvottahúss
ríkisspítalanna“. Lengra verður
vart gengið í ríkisvæðingunni.
Í þessum efnum má segja að
íslenskir félagshyggjumenn séu
kaþólskari en páfinn, því meira
að segja Svíar hafa fyrir nokkru
komist að því að nýta má kosti
einkaframtaksins í heilbrigðis-
þjónustu. Þeir hófust handa fyr-
ir nær tveimur áratugum við að
leyfa einkaaðilum að reka heil-
brigðisþjónustu og þar sem
reynslan var góð hafa þeir fetað
sig áfram á þessari braut. Ríkið
greiðir áfram fyrir þjónustuna,
en einkaaðilar sjá um fram-
kvæmdina og eru meðal annars
valdir til þess með útboðum. Til
að bæta rekstur sjúkrahúsa hef-
ur þeim verið breytt í hluta-
félög, en hætt er við að „nú-
tímalegir“ vinstrimenn hér á
landi myndu reka upp mikið
ramakvein ef ríkið reyndi að
bæta rekstur ríkisspítala með
því að breyta stofnun í hluta-
félag.
Skólum má einnig breyta í
hlutafélög og það er tiltölulega
einföld aðgerð. Og það er líka
einfalt í framhaldi af því að
selja skólann og kaupendur
gætu til að mynda verið kenn-
ararnir sjálfir, enda hafa þeir
þekkingu á þessu sviði. Þeir
gætu þannig orðið eigendur og
þátttakendur í rekstri skólanna.
Ríki og sveit gætu áfram greitt
fyrir hvern nemanda sem sækti
skólann, en eigendur skólans
myndu vitaskuld keppast við að
veita sem besta þjónustu, þ.e.
menntun, til að fá sem flesta
nemendur og þar með sem
mestar tekjur. Með slíku móti
væri kominn nýr og áhrifaríkur
hvati í kerfið og líklegt að
menntunin batnaði.
Það er kominn tími til hér á
landi að aðkoma ríkisins að heil-
brigðis- og menntamálum verði
tekin til endurskoðunar. Þar
sem vasar skattgreiðenda eru
ekki botnlausir geta sífellt meiri
útgjöld ekki verið svarið við
vanda á þessum sviðum. Í stað
aukins fjármagns þarf nýja
hugsun og nýjar aðferðir.
Engin kosn-
ingamál
Aukin þátttaka einkaaðila í menntun
og heilbrigðisþjónustu og það að stofna
ekki til nánari kynna við Evrópusam-
bandið eru allt mikilvæg framtíðarmál.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj-
@mbl.is
LANGTÍMAMARKMIÐskólastarfs er m.a. að eflalýðræðisvitund nemenda;að búa nemendur undir að
taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi.
Mikilvægt er því að efla lýðræðisleg
vinnubrögð í skólastarfinu, þar sem
nemandinn fær tækifæri til að taka
ákvarðanir, tjá skoðanir sínar,
standa á sínu, vera sjálfstæður, um
leið og hann fær tækifæri til að læra
að taka tillit til skoðana annarra. Af-
leiðingin er líka sú að nemendur
verða ánægðari og áhugasamari í
námi. Forsendan fyrir því að þetta
heppnist er gagnkvæm virðing milli
nemenda annars vegar og nemenda
og kennara hins vegar.
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir,
prófessor við uppeldis- og menntun-
arfræðiskor við Háskóla Íslands,
flutti erindi á norrænni ráðstefnu í
september um gildismat í skólum.
Norræna ráðherranefndin stóð fyrir
ráðstefnuröð um lýðræði í skólum í
tilefni hálfrar aldar afmælis Norð-
urlandaráðs. Önnur grein um þetta
efni var á menntasíðu 27. september.
Sjálfstæði og umhyggja
Sigrún glímdi við nokkrar spurn-
ingar á ráðstefnunni í erindi sínu „Að
rækta lýðræðisleg gildi – Lykillinn
að betri heimi“ og spurði m.a.
„Hvernig getum við ræktað lýðræð-
isleg gildi og um leið eflt borgaravit-
und barna og unglinga, siðferðis-
kennd þeirra og samskiptahæfni?“
Hvernig má efla samskiptahæfni?
„Hæfnin að setja sig í spor ann-
arra er grundvallarhæfni í því hvern-
ig við skiljum félagsleg og siðferðileg
mál; hún er grundvallarhæfni í
mannlegum samskiptum,“ segir Sig-
rún Aðalbjarnardóttir. „Eða hvernig
getum við skilið aðra ef við getum
ekki sett okkur í spor þeirra? Fundið
til með öðrum? Eða hlúð að gagn-
kvæmri virðingu?“
Sigrún segir að hæfnin að setja sig
í spor annarra feli í sér að börn, ung-
lingar og fullorðnir geti greint á milli
eigin sjónarmiða og annarra og sam-
ræmt þessi sjónarmið á sveigjanleg-
an hátt. Hæfnin felst í því að geta
skoðað mál frá ólíkum sjónarhornum
og að greina á milli þeirra og að sam-
ræma þau.
Sigrún segir að í skólastarfi gefist
gott tækifæri til að efla hæfni barna
til að setja sig í spor annarra og efla
siðferðiskennd, samskiptahæfni og
borgaravitund þeirra. Hún hefur
sjálf unnið að slíku lífsleikniverkefni
í áratug í grunnskólum, og samið
námsefnið Samvera ásamt Árnýju
Elíasdóttur.
Í því námsefni er áherslan á sjálf-
stæðið og umhyggjuna sem samein-
ast í ábyrgð við að deila réttindum og
skyldum. Sigrún segir að þessi gildi
séu grunnur virðingar, bæði sjálfs-
virðingar nemenda og virðingar fyrir
öðrum. Þau séu í raun grunnur lýð-
ræðishugjónarinnar um frelsi, jafn-
rétti og bræðralag.
Gildi þess að tilheyra
Sigrún hefur unnið mörg verkefni
um hvernig rækta megi lýðræðisleg
gildi, og stundað rannsóknir um
hvernig mæla megi áhrifin, t.d.
framfarir í samskiptahæfni; bæði í
hugsun og hegðun í daglegum að-
stæðum. Niðurstöður rannsókna
hennar mæla greinilegar framfarir
nemenda sem eru hjá kennurum sem
eru þjálfaðir í að veita nemendum
sjálfstæði og frelsi til að setja fram
skoðanir sínar, sýna frumkvæði og
taka af skarið. Og þeirra kennara
sem veita nemendum tækifæri til að
þroska með sér umhyggju hver fyrir
öðrum, og láta þá finna að þeir til-
heyri öðrum, en það vekur sam-
kennd og umburðarlyndi og traust.
„Þessir nemendur huguðu oftar að
mismunandi sjónarmiðum þeirra
sem hlut áttu að máli og settu sig í
spor annarra í ríkari mæli,“ segir
hún og nefnir sem dæmi að þegar
þeir glímdu við ágreiningsmál
spurðu þeir fremur en að skipa,
ræddu í stað þess að rífast. Hún seg-
ir að rannsóknir á verkefnum erlend-
is á svipuðum vettvangi sýni álíkar
niðurstöður. Hún nefnir t.d. erlend
verkefni um að skapa samfélag í
skólanum og samfélagskennd, þar
sem nemendur eru umhyggjusamir,
réttlátir, ábyrgir og stunda nám sitt
af kostgæfni. Þar hefur m.a. komið
fram að áhættuhegðun eins og
áfengisneysla, hassreykingar og
áflog minnkaði hjá þeim nemendum
sem tóku þátt í verkefninu.
„Sú tilfinning að tilheyra skiptir
miklu máli,“ segir Sigrún, „að til-
heyra hópi þeirra sem sækir skóla
skiptir miklu um ábyrgðarkennd
nemenda í framtíðinni. Sýnt hefur
verið fram á að þeir eru líklegri til að
skuldbinda sig við að ná markmiðum
í þágu almennings og þjóna sam-
félagi sínu ef þeir upplifa samkennd í
félagahópnum í skólanum.“
Sigrún segir að umfjöllun um sið-
ferðileg, félagsleg og tilfinningaleg
gildi megi aldrei verða hornreka í
uppeldisstarfi. „ Eftir því sem þjóð-
félagið verður flóknara og fjölþjóð-
legra verður æ meira knýjandi að
taka á slíkum viðfangsefnum og efla
hæfni barna og unglinga í samskipt-
um,“ segir hún, því lýðræðisleg um-
ræða þeirra um ýmis álitamál í sam-
félaginu er jafnframt góður undir-
búningur undir lífið. „Áhugaverð
bresk rannsókn sýnir að börn allt
niður í 7 ára aldur geta tekið þátt í
umræðu um pólitísk mál og frá 9 ára
aldrei geta þau rætt um hugtökin
lýðræði, leiðtogi og ábyrgðarskylda
stjórnvalda,“ segir hún. Jafnframt
segir Sigrún: „Æskan þarf að fá
tækifæri til að rökræða raunveruleg
gildi. Hún þarf að þjálfa sig í að setja
fram ýmis sjónarmið, vera gagnrýn-
in, færa rök með og á móti í álita-
málum, greina hinar margvíslegu
hliðar þeirra og samræma og mynda
sér skoðun; æskan þarf að fá tæki-
færi til að hafa áhrif, láta raddir sín-
ar heyrast og sjást í verki.
Eiga börn að taka þátt í pólitík?
Sigrún segir að í ofangreindum
anda hafi ýmsir á síðustu árum lagt
sérstaka áherslu á pólitíska virkni
ungmenna og þátttöku í samfélags-
þjónustu til að efla borgaravitund
þeirra. Unga fólkið getur komist í
snertingu við lýðræðið ef starf skól-
ans við samfélagið ljái þeim rödd og
áhrif í nánasta umhverfi sínu. Það
eflir skilning á því að vera borgari.
Þrennt skiptir máli …
Sigrún nefndi þrjá hæfnisþætti
sem mikilvægt er að hlúa að til að
þetta heppnist. Í fyrsta lagi að efla
pólitískt læsi, sem vísar til þekkingar
á málefnum samfélagsins og þeim
pólitísku viðfangsefnum sem borgar-
arnir geta haft áhrif á og breytt, og
jafnframt um hvar megi leita upplýs-
inga ef þær skortir.
Í öðru lagi að þjálfa borgaralega
færni, sem vísar til hæfni í að ná
fram markmiðum sem hópar setja
sér. „Virk hlustun, hæfnin að setja
sig í spor annarra, leiðtogahæfni, að
tala máli sínu, að hafa samband við
embættismenn og skipuleggja fundi
sem tryggja að allir þátttakendur
hafi rödd, flokkast undir borgara-
lega færni,“ segir hún.
Í þriðja lagi er það borgaraleg
hollusta, sem vísar til tilfinningalegs
sambands við samfélagið eða stjórn-
skipulagið. „Borgaraleg hollusta fel-
ur í sér þá tilfinningu að maður skipti
máli, hafi rödd, áhrif í málefnum
samborgaranna og vilji þess vegna
leggja sitt af mörkum til samfélags-
ins,“ segir hún og að mikilvægt sé að
ungmenni upplifi slíka hollustu, ann-
ars er hætta á að þeim finnist þau
ekki tilheyra samfélaginu.
Í verkefnum sem snúast um þetta
þrennt er áhersla lögð á að unglingar
taki virkan þátt í samfélaginu og
reyni hlutina sjálfir; þeir finni að
þeir geti haft áhrif og rækti með sér
ábyrgðarkennd. „Unga fólkið upplif-
ir þá tilfinningu að gefa af sér; að það
hafi látið gott af sér leiða,“ segir Sig-
rún og að með slíkri reynslu í dag-
legu lífi öðlist það dýpri merkingu á
ýmsum ögrandi viðfangsefnum sam-
félagsins, sem skiptir miklu um
borgaravitund þeirra.
Sofa Norðurlöndin á verðinum?
Sigrún segir að á Norðurlöndun-
um megi ekki missa sjónar á þeirri
dýrmætu reynslu sem ungmenni fái
við að sinna velferðarmálum sem
sjálfboðaliðar, þótt velferðarkerfið
sé þar tiltölulega gott. „Ungt fólk
gæti unnið með fólki á öllum aldri
sem á við einhvers konar fötlun að
stríða, innflytjendum á öllum aldri til
Lýðræði í skólum II/ Starf í skólum með gildi getur bjargað lýð-
ræðinu. Virðing nemenda og kennara bætir samfélagið. Gunnar
Hersveinn spurði fræðikonu um skólabörn og samskiptahæfni.
Samkennd
gegn dofa
Kennarar gegna lykilhlutverki við
að efla siðferðiskennd
Áhættuhegðun dvínar hjá þeim sem
læra öflugt lýðræði í skólum
Meiri þátttaka og ábyrgð
ungmenna í lýðræðinu dreg-
ur úr neyslu. „Lögreglan í
Reykjavík segir að aðgengi
ungmenna á aldrinum 13–17
ára að ólöglegum fíkniefnum
sé of mikið og vinna þurfi á
því bót. Slíkt krefjist sam-
vinnu miklu fleiri einstak-
linga og stofnana en lögregl-
unnar.“ (mbl.is. 17/9/02)
Erindi sínu á ráðstefnunni
lauk Guðmundur Andri
Thorsson með eftirfarandi
orðum, sem voru í sam-
hljómi við niðurstöðu Sig-
rúnar Aðalbjarnardóttur:
„Þá held ég að hollt væri á
þessum viðsjárverðu tímum
að rækta með okkur ein-
hvern undursamlegasta eig-
inleika mannsins sem hefur
verið um of forsmáður í
seinni tíð af vansælum
stríðsflytjendum heimsins
en hann er sá að geta sett
sig í spor annarra.“
Áhrif
ábyrgðarkenndar