Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 42

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLESSUNARLEGA tókst sjálf- boðaliðum er hófu skipulagt íþróttastarf hér á Íslandi að sann- færa ráðamenn þjóðarinnar um þörf á stuðningi við slíka starfsemi úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. Í dag er starf íþróttahreyf- ingarinnar stutt með beinum fram- lögum úr ríkissjóði, samkvæmt fjárlögum, og að auki njóta flest íþróttafélög stuðnings sveitarfé- laga. Svo virðist þó að jafnræði ríki ekki milli íþróttagreina, hvorki hjá ríki né sveitarfélögum. Að auki virðist íþróttahreyfingin sjálf, ÍSÍ, ekki þess umkomin að starfa sam- kvæmt jafnræðissjónarmiðum. Til eru íþróttagreinar hér á landi sem beinlínis leggja öðrum íþróttum til fé, á óbeinan hátt þó, en njóta ekki stuðnings ríkis, og lítils stuðnings sveitarfélaga. Þess- ar íþróttagreinar þurfa að sækja um leyfi fyrir hverri og einni um- ferð Íslandsmóta, greiða fyrir það leyfisgjald til ríkis svo og lög- gæslukostnað ef ráðamönnum sýn- ist svo. Þó eru þessar íþróttagrein- ar stundaðar undir merkjum landssambands hér á Íslandi, landssambands sem er aðili að al- þjóðasamtökum, viðurkenndum af Sameinuðu þjóðunum og alþjóðaól- ympíunefndinni. Samsvarandi landssamtök eru hluti íþróttasam- banda annarra þjóða, meðal ann- ars hjá öllum hinum Norðurlanda- þjóðunum. Í alþjóðasamtökunum eru nú yfir 150 landssambönd 117 þjóða með tæplega 100 milljónir félagsmanna http://www.fia.com/ Brochure/structure_GB.htm. Sam- tök þessi voru stofnuð árið 1904. Nafn þessara samtaka er Federa- tion Internationale De L’Automo- bile, skammstafað FIA. Landssamband íslenskra akst- ursfélaga, LÍA, er fullgildur aðili að FIA, sá eini hér á landi, og tók við því hlutverki af FÍB seint á síðustu öld. LÍA er landssamband íþróttafélaga sem hafa aksturs- íþróttir á stefnuskrá sinni, sum hver með aðild að íþróttabandalög- um í sinni heimabyggð, svo sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur, sem er aðili að Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur, ÍBR. Til þess að vera aðili að LÍA þarf viðkomandi íþróttafélag að hlíta lögum LÍA rétt eins og LÍA sem aðili að FIA þarf að hlíta lögum FIA. Staða LÍA hér á landi er um margt lík stöðu KSÍ, HSÍ, KKÍ, FRÍ og þannig mætti lengi telja. Undir merkjum Landssambands íslenskra akstursfélaga, LÍA, hef- ur á þessu ári verið keppt í fjórum greinum, karti, ralli, rallykrossi og torfæru. LÍA nýtur ekki stuðnings ríkis þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um, LÍA nýtur ekki stuðnings sveitarfélaga, eðlilega, því hér er um landssamband að ræða og LÍA kemst ekki inn í ÍSÍ því forusta ÍSÍ vill ekki LÍA þar inn. Meginhlutverk LÍA er, líkt og meginhlutverk FIA, að stuðla að auknu öryggi í akstursíþróttum http://www.fia.com/Brochure/ fwmsc_GB.htm, samræma keppn- isreglur og keppnishald aðildar- félaga sinna og vera tengiliður þeirra við yfirvöld. Hér fyrr í þessari grein er vikið að því að „leggja öðrum íþróttum til fé“. Undirritaður æfir og keppir í karti. Í hverri keppni þarf und- irritaður að brenna 20 lítrum af 98 oktana bensíni sem kosta um 2.000 krónur. Af hverjum lítra renna 30,43 krónur í ríkissjóð í formi vegagjalds og hluti þeirra peninga rennur til byggingar reiðvega. Að auki hefur undirritaður æft stíft og samtals, í tveimur keppnum og fjölda æfinga, keypt bensín til þessara þarfa fyrir um 20.000 krónur. 6.086 krónur hafa því runnið til vegamála vegna kaupa á bensíni sem brennt hefur verið auk annarra gjalda af bensíni sem renna í ríkissjóð, samtals 12.200 krónur. 12.200 krónur frá einum keppanda sem þó hefur aðeins keppt í tveimur af sjö keppnum sem farið hafa fram í þessari grein í ár. Keppendur þurfa einnig að greiða fullt verð fyrir afnot af æf- ingaaðstöðu og fyrir hverja keppni þurfa félögin að greiða fullt verð fyrir leigu brautar og tæpar 50.000 krónur í tryggingar. Samkvæmt íslenskum lögum er heimilt að stunda hér aksturs- íþróttir og samkvæmt reglugerð þar um er heimilt að hefja ástund- un og keppni við tíu ára aldur. Þessi íþrótt er afar krefjandi og ætli menn sér árangur í keppni þarf líkamlegt atgervi og mikla ástundun. Akstursíþróttir hafa verið stundaðar hér á landi frá árinu 1975, fyrst að undirlagi FÍB og síðar undir merkjum og eftirliti LÍA. LÍA átti farsælt samstarf við ríkið allt þar til í febrúar árið 2000 er dómsmálaráðherra breytti reglugerð um akstursíþóttir með afar óábyrgum hætti. Síðan þá hefur slysum fjölgað mjög og fjár- hagur allra akstursíþróttagreina versnað til muna. Ekki er óvarlegt að ætla að akstursíþróttamenn hafi í heild sinni tapað um og yfir 100 milljónum króna síðan þá en meira um það í næstu viku. Búa íþróttamenn á Íslandi við jafnræði? Eftir Birgi Þór Bragason „Ég hef greitt 12.200 krónur til ríkissjóðs í formi bensínskatta og hef þó aðeins keppt í tveimur af sjö keppnum þetta árið.“ Höfundur hefur umsjón með sjón- varpsþætti um íslenskar akstursíþróttir á Stöð 2. NOKKRA undanfarna daga hef- ur fjárhagsstaða Mosfellsbæjar verið til umræðu í fjölmiðlum. Nýr meirihluti bæjarstjórnar Mosfells- bæjar hefur þar haft hátt um laka stöðu bæjarins og reynir með því að réttlæta verulega hækkun þjón- ustugjalda bæjarfélagsins. Einnig er tækifærið notað til þess að leggja niður stöður verk- efnisstjóra Staðardagskrár 21, jafnréttisfulltrúa og atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Við þetta sparast u.þ.b. 10 millj- ónir króna. Það er augljóst að þessi sparnaður skiptir afar litlu máli í bæjarfélagi sem er með út- gjöld upp á annan milljarð. En það vill svo til að í áður- greindum stöðum eru konur sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en núverandi meirihluti. Ekki stendur til að segja upp fleiri starfsmönnum er haft eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjar- stjóra í Morgunblaðinu. Auðvitað segja þessar uppsagnir líka ým- islegt um það hvaða skoðun hægri- flokkur eins og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á jafnréttismálum og Staðardagskrá 21, en hvort tveggja eru málaflokkar sem miða að betra mannlífi. Mosfellsbær hefur verið í far- arbroddi íslenskra sveitarfélaga við að koma hugsjónum Staðar- dagskrár 21 að í stofnunum bæj- arins og kynnt þær á margvísleg- an hátt fyrir bæjarbúum. Hægrimenn sýna, með þessum uppsögnum, enn og aftur að það sem skiptir þá mestu máli er tekjur og eyðsla líðandi stundar. Á síðasta kjörtímabili reyndum við vinstrimenn, með Staðardagskrá 21, að fá menn til að hugsa um þann heim sem börnin okkar munu erfa. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar hafa sýnilega engan áhuga á því að taka þátt í þeirri viðleitni, enda eru þeir nú að reyna að eyðileggja það frábæra starf sem unnið hefur verið á þess- um vettvangi hér í Mosfellsbæ. Ekki þætti mér ólíklegt að fyrir næstu kosningar yrði aftur ráðinn starfsmaður Staðardagskrár 21. Það yrði þá gert bæði til þess að þykjast hafa einhvern áhuga á þessum málaflokki og um leið yrði þess gætt að viðkomandi aðhylltist réttar stjórnmálaskoðanir. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alltof oft komist upp með svona vinnubrögð. Vert væri að fjalla um margt fleira sem nú er á döfinni hjá sjálfstæð- ismönnum í Mosfellsbæ, enda vekja málflutningur þeirra og ákvarðanir síðustu dagana furðu og þá ekki síst einræðistilburðir bæjarstjóra Mosfellsbæjar, en í þetta sinn verður látið nægja að vekja athygli Mosfellinga á áður- nefndum uppsögnum. Ég trúi því ekki að Mosfellingar hafi kosið Ragnheiði til þannig verka. Pólitískar uppsagnir sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ Eftir Ólaf Gunnarsson Höfundur er formaður félags VG í Mosfellsbæ. „Hægrimenn sýna, með þessum upp- sögnum, enn og aftur að það sem skiptir þá mestu máli er tekjur og eyðsla líðandi stundar.“ MARGIR hafa orðið til þess undanfarin misseri að undrast ár- angur fiskveiðistjórnarinnar í upp- byggingu botnfiskstofna við Ís- land. Hreinskiptinn stjórnarþingmaður Vestfirðinga kallaði árangurinn hörmulegan í þingræðu og af ærnu tilefni. Láta mun nærri, að botnfiskstofnarnir teljist nú helmingur á við það, sem var við áratuga óheftar veiðar áð- ur en verndunarviðleitni síðustu áratuga hófst fyrir alvöru. Afleið- ingin er sú, að þjóðin nýtur nú minna en einskis af þeim ávinn- ingi, sem vænst var við útfærslu fiskveiðilögsögunnar á sínum tíma. Þrátt fyrir algert forræði okkar sjálfra á öllum þessum hafsvæðum hefur afraksturinn af botnfisk- stofnunum langt til helmingast. Opinber umræða um þessa skelfilegu og óútskýrðu þróun hef- ur verið dapurlega lítil. Varnarlið fiskveiðistjórnarkerfisins hefur verið þeim mun háværara að lof- syngja hagræðinguna, sem af því hefur leitt, þegar útgerðarmanna hefur verið freistað til að selja meira og minna veiðiheimildirnar úr heilu sjávarbyggðunum, jafnvel með röklausum fullyrðingum um að þangað renni kvótinn sem hag- kvæmast er að nýta hann. Við bætist, að minnkaðir kvótar gera sífellt fleiri einyrkjum nánast ómögulegt að halda útgerð áfram. Hafró er ekki krafin skýringa á þessari þróun og hún er látin kom- ast upp með að afgreiða 600 þús. tonn af þorski, sem hún týndi á tveimur árum eins og útsynnings- hret, sem er gleymt um leið og það er gengið niður. Nú hefur komið fram nýtt tilefni til að ræða þessa þróun. Gamal- reyndur vísindamaður til áratuga í fiskiðnaðarrannsóknum, dr. Jónas Bjarnason, hefur í mörgum blaða- greinum, síðast í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum, sett fram mjög athyglisverða tilgátu sem skýringu á þróuninni. Þessa til- gátu hefur hann útlistað og rök- stutt með sínum fræðimanns hætti, m.a. með mörgum ívitnun- um í erlendar vísindagreinar þekktra fræðimanna. Þegar mál- flutningur dr. Jónasar og skrif hinna erlendu fræðimanna skoðast í samhengi lætur býsna nærri, að tilgátan hafi þróast yfir í að vera ný þekking – raunveruleg, fræði- leg skýring á fyrirbærinu, sem hér er að gerast og lék þorskveiðar við Kanada svo grátt fyrir röskum áratug. Grunntilgátan var sú, að stærð- arveljandi veiðarfæri eins og botn- varpa með stóran möskva, veiði fyrst og mest þann fisk á hverri veiðislóð, sem hraðast vex, en sá fiskur, sem lifir af að smjúga úr vörpunni, hafi í vaxandi mæli erfðahneigð til að vaxa hægt. Þeg- ar þessu er fram haldið ár eftir ár og áratug eftir áratug, breyti veið- arnar smám saman erfðaeiginleik- um stækkandi hluta þeirra þorsk- stofna, sem botnvörpuveiðar ná til. Þetta mætti kalla að kynrýra þorskstofnana með stórtækum og markvissum hætti (að kynrýra, ný- yrði, andstæða þess að kynbæta). Ört vaxandi togara- og dragnóta- veiðar þá áratugi, sem botnfisk- stofnunum hefur hrakað, er þannig orsök þess, að sístækkandi hluti þorskstofnanna er markvisst rækt- aðir afturúrkreistingar, sem aldrei geta orðið uppistaða í sterkum veiðistofnum. Fleira og ekki síður alvarlegt kemur til. Dr. Jónas getur á grundvelli þekkingar sinnar á fóð- urfræði fisks fullyrt, að þorskur, sem er svo hægvaxta, að hann nær 2 kílóa þyngd á sjö árum, þarf til þess fjórfallt magn fóðurs á við þorsk, sem nær sömu þyngd á fimm árum. Áraun hins kynrýrða þorsks á fæðuframboð á fiskislóð- inni er þannig margföld á við áraun fljótvaxins fisks og afrakst- ur fiskislóðarinnar þá að sama skapi minni. Skrifari þessarar greinar hefur orðið margs frekar vísari um þessi efni af símtölum við dr. Jónas. Dæmi: Þegar fiskur er veiddur hlýtur það að öðru óbreyttu að rýmka til fyrir þeim fiski, sem óveiddur er og hann að komast betur af. Dr. Jónas lýsti fyrir mér grafísku yfirliti úr rannsóknum dr. Sigfúsar Schopka, sem sýnir að frá 1930 og fram á miðjan sjöunda áratuginn gerðist einmitt þetta hjá þorskinum. Þyngd hans eftir aldri fór jafnt og þétt vaxandi allan þennan tíma. En þá varð brestur og síðan hefur þyngd þorsks eftir aldri sífellt minnkað. Kuldaskeið gat skýrt þetta í byrjun, en ekki undanhaldið fram á þennan dag. Þetta er ískyggileg vísbending um að togveiðarnar séu að hreinrækta seinvaxinn fisk. Dr. Jónas kallar þetta Kanadaveikina og hefur sín- ar ástæður til, eins og vísað var til hér fyrr. Annað af sama toga. Dr. Jónas les úr skýrslum Hafró, að sístækk- andi hlutfall hinna yngri árganga þorska, 3-5 ára, verði með ári hverju kynþroska. Þetta rímar enn við skýringar dr. Jónasar. Hinir kynrýrðu hlutar stofnanna vaxa seint og illa, en verða engu að síð- ur kynþroska og hætta þá mikið til að vaxa. Fyrirbærið er alþekkt úr laxeldinu. Íslenski laxinn var ónot- hæfur af því að hann átti kyn til að verða snemma kynþroska og hætta þar með að nýta fóðrið í seljanlega vöru. Norski laxinn verður ekki kynþroska hins vegar fyrr en eftir að hann hefur náð sláturstærð. Í þessum skrifum dr. Jónasar Bjarnasonar eru fram komnar vís- indalega vel grundaðar skýringar á orsökunum til undanhalds botn- fiskstofnanna við Ísland. Fjöl- miðlar eins og Morgunblaðið og Ríkisútvarpið verða að koma í veg fyrir, að Hafró komist upp með að þegja þessar skýringar í hel eins og hvers konar gagnrýni, sem að henni hefur verið beint á undan- förnum árum. Hin pólitísku stjórnvöld og Al- þingi þurfa ekki síður að hugsa sinn gang. Skýringin felur í sér, að hinn stækkaði möskvi í togveið- arfærum hafi verið misráðinn frá upphafi af því að menn vissu ekki betur. Það er því á ábyrgð stjórn- valda að marka stefnuna – gera hvort tveggja, að minnka möskv- ann og minnka áhersluna á tog- veiðar, en gefa strandveiðiflotan- um lausan taum með línu- og handfæraveiðum í staðinn. Þetta síðasttalda fer vel saman með eðli- legri nýtingu á þeim ókjörum af fiski, sem nú er á grunnslóð við landið, aldeilis utan þeirra svæða, sem Hafró mælir með sínum tog- ara- og netaröllum. Hvers vegna þessi slaki árangur? Eftir Jón Sigurðsson „Afleiðingin er sú, að þjóðin nýtur nú minna en einskis af þeim ávinningi, sem vænst var við útfærslu fiskveiðilögsögunnar á sínum tíma.“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.