Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 43

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 43 Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur 3. október sl. var til- lögu minni um að borgarstjórn skoraði á ríkisstjórn og Alþingi að hækka skattleysismörk til sam- ræmis við þróun verðlags og kaup- gjalds frá árinu 1988 vísað til borg- arráðs með 9 samhljóða atkvæðum borgarfulltrúa F-listans og R- listans. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá. Skattleysismörk eru nú tæplega 67.500 krónur en væru ríflega 82.000 krónur hefðu þau fylgt þró- un verðlags frá árinu 1990 og tæp- lega 104.500 krónur hefðu þau fylgt þróun kaupgjalds. Vegna of lágra skattleysismarka nýtast ýms- ar bótagreiðslur og félagsleg að- stoð veitt af sveitarfélögum ekki sem skyldi. Auk þess er ljóst að hækkun skattleysismarka nýtist best þeim lakast settu í þjóðfélag- inu. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988 var því lýst yfir að skattleysismörk myndu fylgja þróun verðlags og kaupgjalds. Þessu til viðbótar hefur það verið yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins um árabil að afnema skuli tekju- skatt af almennum launatekjum. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn þar á bæ og skattalækk- anir á stóreignafólk og stórfyrir- tæki hafðar í fyrirrúmi. Skatta- lagabreytingar í þágu þessara aðila ásamt gífurlegri fjölgun svo- nefndra einkahlutafélaga kosta ríki og sveitarfélög milljarða króna ár- lega. Þau útgjöld valda ráðamönn- um landsins ekki sýnilegum áhyggjum en þeir reka hins vegar upp ramakvein þegar rætt er um að hækka skattleysismörkin. Það kosti svo mikið. Þannig vantar all- an vilja hjá ríkisvaldinu til að lækka skatta láglaunafólks, aldr- aðra og öryrkja á meðan skarað er eldi að köku gæðinga og einkavina ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stundar í raun öfuga Hróa hattar pólitík, þar sem fjármunir eru færðir í stórum stíl frá hinum efnaminni til stóreigna- fólks og stórfyrirtækja. En hún lætur ekki þar við sitja því mark- visst er unnið að því að koma sam- eiginlegum eigum og náttúruauð- lindum þjóðarinnar undir forræði fárra útvaldra en það mun auka enn frekar á yfirgengilega mis- munun þegnanna í landinu. Áðurnefndar staðreyndir ber að hafa í huga þegar viðbrögð borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins við tillögu minni í borgarstjórn 3. október sl. eru skoðuð. Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar, vék lítið sem ekkert efn- islega að tillögunni í svarræðu sinni heldur eyddi kröftum sínum í að gagnrýna framgöngu Gísla Helgasonar, fulltrúa F-listans, á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Á þeim fundi sat Gísli Helgason hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksisns um lækkun fasteigna- skatta fyrir lífeyrisþega og hol- ræsagjalds fyrir alla greiðendur. Tekjuviðmið lækkunar fasteigna- gjalds skyldi hækka í allt að 2,2 milljónir króna fyrir einstakling en 3,2 milljónir króna fyrir hjón. Til- lagan um lækkun holræsagjaldsins fyrir alla greiðendur er athyglis- verð því öruggt mátti telja að R- listinn myndi fella þá tillögu. Til- löguflutningur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn 5. september sl. virðist því fyrst og fremst hafa haft þann tilgang að valda pólitísku uppnámi. Gísli Helgason hefur um árabil verið í forystusveit Öryrkjabanda- lagsins og þekkir störf ríkisstjórn- arinnar í málefnum aldraðra og ör- yrkja flestum betur, en þau birtust með skýrum hætti þegar öryrkja- dómnum var hnekkt um áramótin 2000/2001. Óhætt er að segja að Gísla Helgasyni hafi þótt nóg um framgöngu oddvita Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn í ljósi verka hans í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, enda sagði Gísli orðrétt á borgarstjórnarfundinum 5. sept- ember sl: „Ég er ennþá á þeirri skoðun að besta leiðin til þess að jafna kjör aldraðra og þá tek ég líka kjör ör- yrkja með í reikninginn væri sú leið að Björn Bjarnason hæstvirtur borgarfulltrúi myndi beita sér fyrir því á Alþingi að skattleysismörk yrðu hækkuð. Þetta er gamalt bar- áttumál Öryrkjabandalagsins og þessu hefur verið marghreyft en aldrei fengist almennilega útrætt.“ Það eru til fjármunir í þjóðfélag- inu til að hækka skattleysismörkin í þágu þeirra sem eru lakast settir. Skattastefnu ríkisstjórnarinnar er ætlað að hygla þeim sem þurfa síst á því að halda, þ.e. auðmönnum og stórfyrirtækjum, ásamt einkavin- um og gæðingum ríkisstjórnarinn- ar. Það ber að hafna þessari órétt- látu skattastefnu, sem er vörðuð vanefndum og óheilindum. Skattastefna vanefnda og óheilinda Eftir Ólaf F. Magnússon „Það ber að hafna órétt- látri skatta- stefnu sem er vörðuð vanefndum og óheil- indum.“ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Borð 184x108 cm 6x leðurstólar Tilboð 189.000,- Olga borðstofusett Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt I N T E R N A T I O N A L KYNNING Á ÞVÍ NÝJASTA Hafnarfirði Föstudag Smáralind Föstudag og laugardag Allt í gildi! ekkert brudl- Ferskur Holtakjúklingur Verð nú 395kr.kg kr.Merkt verð 659 T ilb oð in gi ld a í d a g, fö st ud a g e ða á m e ða n b ir gð ir e nd a st * A llt a f b e tr a ve rð ! B ón us b ýð ur a llt a f b e tu r. .. L a n d lis t Opið til hálf átta í kvöld Opnum klukkan tíu! Nýtt kortatímabil afsláttur við kassann 40% Föstudagstilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.