Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEFIRÐU manni fisk, seður þú hungur hans í eitt skipti, en kennir þú honum að veiða, seður þú hungur hans til frambúðar. Þetta kínverska spakmæli var á baksíðu fyrsta ís- lenska kynningarbæklingsins um iðjuþjálfun fyrir 20 árum og er enn í fullu gildi. Markaðssókn nú til dags gengur út á að skapa sífellt nýjar þarfir og heil- brigðiskerfið er þar engin undan- tekning. Heilbrigðiskerfi okkar Ís- lendinga þykir með því besta sem fyrirfinnst og það er hárrétt miðað við þær forsendur að gefa skuli hungruðu fólki fisk. Við kæmum aft- ur á móti illa út ef gengið yrði út frá þeim forsendum að kenna ætti fólki að veiða fiskinn. 10. október er dagur geðheilbrigðis og í ár var hann tileinkaður geðheil- brigði barna og ungmenna. Geðhjálp sá um fræðslu í tilefni dagsins og yf- irskriftin var á hvern hátt ofbeldi og áföll hafa áhrif á geðheilbrigði barna og unglinga. Andlegu heilbrigði barna hefur hrakað síðustu áratugi og foreldrar geta ekki firrt sig ábyrgð eða skellt skuldinni á það þjóðfélg sem við höfum kosið að vera hluti af. Ég fæ alltaf hroll þegar upp koma há- værar raddir um að við þurfum að fjölga stofnunum með fleiri fræðing- um. Þetta er í mínum huga það að fá fleira fólk til að gefa fleira fólki fisk. Vitundarvakning hefur orðið um að geðheilbrigði skiptir alla máli og hafa þar margir lagt hönd á plóg. Til að hrósa örfáum aðilum sem haft hafa frumkvæði í að hrinda af stað þessari vakningu vil ég nefna Landlæknis- embættið, Geðrækt, Heilsueflandi skóla, Vinnueftirlit ríkisins og síðast en ekki síst einstaklinga sem deilt hafa reynslu sinni opinberlega; ein- staklinga sem miðla okkur af reynslu sinni af því að „fiska“, á máli sem við skiljum og getum heimfært í okkar daglega líf. Geðræktinni var komið á fót til að miðla þekkingu til almennings á að- gengilegan hátt. Þannig gæti hinn al- menni borgari eflt heilsu sína með því að taka ábyrgð á þeim þáttum sem vitað er að hafa áhrif á vellíðan og þar með geðheilsu. Aðferðir Geðræktar- innar felast ekki í skyndilausnum eins og samfélag okkar byggist orðið á, heldur er markmiðið að allir græði. Dæmi um verkefni Geðræktarinnar er fræðsluefni ætlað forskóla- og grunnskólabörnum, um tilfinningar og andlega líðan. Efnið eflir tilfinn- ingagreind og er hugsað sem viðbót- arefni í lífsleiknikennslu. Síðastliðinn vetur fór af stað samstarf Jafningja- fræðslunnar og Geðræktarinnar varðandi sjálfsmynd; hvað hefur áhrif á sjálfsmyndina? Hvað getum við gert til að efla hana? Góð sjálfsmynd er besta streituvörnin. Geðorðin 10 hafa verið prentuð á póstkort og boli í yfir 70.000 eintökum sem dreift hefur verið um landið. Þau eru einfaldur boðskapur um hugmyndir að eflingu jákvæðrar hugsunar og þar með ár- angurs í lífinu. Síðasta verkefni Geð- ræktarinnar er samvinna við Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur sem bíður félagsmönnum sínum upp á námskeið þar sem markmiðið er að auka vellíðan í vinnu. Heilbrigðisráðherra hefur blásið í herlúðra og ætlar nú að láta endur- skoða heilbrigðiskerfið, enda tími til kominn þar sem það þenst út eins og illkynja æxli og þjóðin virðist ekki sýna nein batamerki. Mikilvægt er að í breiðfylkingu ráðherra hljómi líka raddir notenda. Ráðherra og fólki hans óska ég velfarnaðar í þessu starfi svo starfsheiti hans og ráðu- neyti standi undir nafni. Vonandi fær hann fólk í lið með sér sem getur nálgast vandann á annan hátt en gert hefur verið; liðsmenn sem geta, þora og vilja spyrja: Hversu hátt hlutfall ráðstöfunarfjár heilbrigðismála fari í „að gefa fisk“ og hve stór hluti fari í að kenna fólki „að veiða“? Hvernig er árangur í heilbrigðiskerfinu mældur? Telst árangurinn meiri eftir því sem fleiri eru „meðhöndlaðir“ eða kunn- um við að meta það sem gert er til þess að fólk geti sjálft tekið ábyrgð á eigin heilsu. Í Kína í keisarans tíð fékk líflæknirinn einungis laun þegar keisarinn var við góða heilsu en þau voru felld niður þegar hann veiktist. Mikið virðist þetta fjarlægt okkar fari. Miklir hagsmunir eru í húfi, og enginn vill missa spón úr aski sínum. Íslenska tryggingakerfið hefur kom- ið á fót einokun í líkingu við Danskinn forðum. Öngstræti heilbrigðiskerfisins Eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur „Íslenska trygginga- kerfið hefur komið á fót einokun í lík- ingu við Danskinn forð- um.“ Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við HA. Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. SAMEIGINLEG forsjá foreldra yfir börnum sínum við skilnað eða sambúðarslit verður regla en ekki undantekning ef frumvarp mitt og nokkurra þingmanna Samfylking- arinnar verður að lögum. Hinn 1. júlí 1992 voru í fyrsta sinn lögtekin hér á landi ákvæði sem heimila foreldrum sem ekki eru í samvist að fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Hún er bundin því skilyrði að foreldrar séu sammála um þessa skipan mála og er staðfesting sýslumanns skilyrði fyrir samkomulaginu. Nokkrar umræður hafa orðið um hvort rétt sé að breyta þessu. Í júní 1999 skilaði forsjárnefnd, skipuð af dómsmálaráðherra, áfangaskýrslu þar sem fjallað er um reynsluna af sameiginlegri forsjá hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Kemur þar fram að bæði í Finnlandi og Svíþjóð hafi sameiginleg forsjá verið gerð að meginreglu við hjónaskilnað og er það niðurstaða nefndarinnar að rétt sé að feta í fótspor þeirra. Samrýmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Ein helsta röksemd forsjár- nefndar fyrir sameiginlegri forsjá sem meginreglu er sú að það sam- rýmist best samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem Ísland hefur fullgilt. Þar segir: „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að for- eldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Foreldrar eða lögráða- menn, ef við á, bera aðalábyrgð á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga.“ Með því að gera sameiginlega forsjá að meginreglu er íslenska ríkið að gera það sem í þess valdi stendur til að tryggja sameiginlega ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna. Réttur foreldris til að fara með forsjá barns síns er réttlætis- og tilfinningamál einnig fyrir barn- ið, þótt foreldri geti vissulega fyr- irgert þessum rétti sínum með því að bregðast skyldum sínum. Eflir ábyrgð foreldra Réttur foreldris til að fara með forsjá barns síns er tilfinningamál. Ætla má að sameiginleg forsjá sé til þess fallin að efla ábyrgðar- kennd foreldra gagnvart barni og hvetja þá til að ná samkomulagi um ráðstafanir sem varða hags- muni þess og framtíð. Forsjárnefnd lagði til að sameig- inleg forsjá yrði gerð að megin- reglu. Þrátt fyrir það er þessa breytingu ekki að finna í nýju frumvarpi til barnalaga, en úr því má bæta í meðförum málsins í þingnefnd. Sameiginleg forsjá verði meginregla Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er alþingismaður. „Þrátt fyrir vilja for- sjárnefndar er þessa breytingu ekki að finna í nýju frumvarpi til barna- laga.“ VERÐLAGSMÁL hafa verið nokkuð til umræðu og eðlilega því verðlag skiptir máli í flestum þátt- um hins daglega lífs okkar. Eitt atriði hefur þó lítið sem ekkert verið fjallað um og það er sú refs- isekt, sem ríkisvaldið innheimtir af okkur, sem búum „úti á landi“, fyrir það eitt að búa úti á landi og vilja nota neysluvörur okkar heima hjá okkur. Þessi refsisekt er lögð á nánast allt, sem við kaupum í heimabyggð. Ég skal nefna dæmi til að skýra mál mitt. Ég kaupi mér heimilis- tæki, sem kostar 50.000 krónur. Þar af eru u.þ.b. 10.000 kr. virð- isaukaskattur til ríkissjóðs. Ég fæ þetta heimilistæki flutt til mín austur á Seyðisfjörð. Það kostar 10.000 krónur. Þar af eru u.þ.b. 2.000 kr. undir nafninu virð- isaukaskattur, en í mínum huga refsisekt til ríkissjóðs fyrir að nota ekki þetta heimilistæki í Reykja- vík. Þannig er með alla hluti á mínu heimili, ég hef greitt ríkissjóði þessa refsisekt fyrir að vera með þá á heimilinu. Eins er með neysluvörurnar. Fyrir ýmsa vöru, sem ég borga ríkissjóði 25 krónur fyrir að kaupa í Reykjavík, þarf ég að borga sama ríkissjóði 40 krónur fyrir að kaupa í heimabyggð. Ég er ekki að amast við versluninni, sem ég skipti við. Ég hef á því fullan skilning að hún þurfi að leggja meira á hverja ein- ingu vegna minni veltuhraða en stórverslun syðra. En ég felli mig illa við að skattkerfi ríkisvaldsins skuli mismuna fólki eftir því hvar það býr. Mér þykir hart að rík- Lands- byggðarsektin Eftir Cecil Haraldsson „Ég felli mig illa við að skattkerfi ríkisvaldsins skuli mis- muna fólki eftir því hvar það býr.“ ALÞJÓÐARÁÐSTEFNAN um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg er mönnum enn í fersku minni enda stutt síðan henni lauk. Ýmislegt er rætt um það hvort okkur hafi nokkuð miðað í átt að sjálfbærri þróun frá því Ríó-ráðstefnan var haldin árið 1992 eða hvort við séum bara að fjalla um fyrirheit um bjarta framtíð sem eng- inn er að fara eftir. Sú nefnd, sem Gro Harlem Brundt- land var í forsvari fyrir, komst að þeirri niðurstöðu að: „Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.“ Þetta virð- ist nokkuð vefjast fyrir fólki, einkum og sér í lagi að skilgreina hverjar þarfirnar eru. Mikið vill alltaf meira og því er erfitt að setja mörkin við eitthvað. Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu Þar sem ferðaþjónusta er hvort tveggja í senn, eitt af aðaláhugamál- um mínum og starf mitt, hef ég beint sjónum mínum að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Við búum í stórkost- legu landi sem er að verða vinsæll áfangastaður ferðamanna. Við eigum ekki langa sögu að baki í ferðaþjón- ustu og þurfum því að læra hratt og vel, af velgengni og mistökum ann- arra, þótt Ísland sé á vissan hátt svo sérstakur áfangastaður að við verðum mest að læra af því hvernig landið er og hvað það þolir. Flestir eru sammála um að nú þeg- ar sjái á landinu undan ágangi ferða- manna og þeir sem hugsa fram í framtíðina gera sér grein fyrir því að við verðum að gera okkur ákveðna heildaráætlun um þróun ferðamála á landinu almennt ef við ætlum ekki að missa tökin á mótun þeirra og láta fjölda ferðamanna fara úr böndunum. Nýverið hlustaði ég á athyglisverðan fyrirlestur hjá spænskum háskóla- kennara, Francecs Romangosa, þar sem hann fjallaði um ferðamanna- landið Spán. Í ljós hefur komið að Spánverjar, sem hafa gert út á fjölda- ferðamennsku, hafa þurft að tak- marka aðgang að þjóðgörðum sínum þar sem land var að eyðileggjast vegna ágangs og vinna nánast að end- urreisn Mallorca með hliðsjón af Staðardagskrá 21 og undir vottunar- áætlun Green Globe 21, þar sem Mal- lorca var að verða úr sér genginn ferðamannastaður. Verndum Ísland Stundum hefur mér fundist að í okkur Íslendingum búi lítill innri maður sem óttast að ferðamenn hætti að koma til landsins ef við setjum ein- hverjar reglur og mörk um um- gengni. Sennilega er það rétt að ein- hverjir ferðamenn hætta við að koma hingað en í stað þeirra koma áreið- anlega aðrir ferðamenn sem vilja helst af öllu koma til lands sem vel er hugsað um og þar sem unnið er mark- visst og sýnilega að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Við vitum að Ísland er einstakt og jafnframt viðkvæmt land. Setjum mörkin núna og lærum af reynslu þeirra sem hafa þurft að snúa við ferl- inu eftir að allt er komið í óefni. Bíð- um ekki eftir að enda á slíkum stað með landið okkar, verndum það með því að marka okkur stefnu sem þjóð, sem bæjarfélög, sem fyrirtæki og sem einstaklingar sem miðar að því að við skilum landinu til komandi kyn- slóða ekki í síðra ástandi en það er í nú og jafnvel í betra ástandi. Fylgjum stefnunni svo eftir minnug þess að þeir sem setja ákveðin takmörk njóta jafnan meiri virðingar en þeir sem eru með algert takmarkaleysi. Við setjum mörkin Eftir Guðrúnu G. Bergmann „Við vitum að Ísland er einstakt og jafnframt viðkvæmt land. Setjum mörkin núna og lærum af reynslu þeirra sem hafa þurft að snúa við ferlinu eftir að allt er komið í óefni.“ Höfundur er aðili að ferðaþjónustu- rekstri á Hellnum og stundar nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. PRÓFKJÖR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.