Morgunblaðið - 18.10.2002, Síða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 55
www.lyfja.is
20% kynningarafsláttur
af OROBLU sokkum
og sokkabuxum.
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt.
oroblu@islensk-erlenda.is
Kynnum OROBLU
haustvörurnar
í Lyfju Smáratorgi
í dag, föstudag,
kl. 14-18,
Lyfju Lágmúla
kl. 13-17
Með nýja, betrumbætta Advanced
Stop Signs kreminu geturðu miðað
beint á smáhrukkur og húðlitarbreyt-
ingar sem farnar eru að angra þig.
„Advanced“ vísar til hraðfleygra
framfaranna í því að slétta úr fínum
línum og hrukkum enn betur og
nákvæmar en áður.
„Advanced“ vísar líka til þess að
einstök, afar skilvirk efnasamsetningin
dregur úr húðlitarbreytingum þannig
að húð þín fær jafnari lit og fallegri
áferð.
Þetta krem, sem vinnur svo vel
gegn öldrun, er góð vörn gegn óæski-
legum umhverfisáhrifum. Það er að
þakka samhæfðum andoxunarefnum,
sem löngu hafa sannað virkni sína.
Fæst einnig sem létt húðmjólk,
án olíu.
Viltu ráðast gegn hrukkum og
húðlitarbreytingum?
Með Advanced Stop Signs geturðu
verið viss um að hitta í mark.
Advanced Stop Signs
húðmjólk 50 ml .............. kr. 5.299
Advanced Stop Signs
krem 50 ml ..................... kr. 5.299
Advanced Stop Signs
krem 30 ml ..................... kr. 3.969
3ja þrepa pakki fylgir öllum keyptum
Clinique vörum.
www.clinique.com
100% ilmefnalaust.
Þú hittir í mark með
Advanced Stop Signs
100% ilmefnalaust
Kringlunni, snyrtivörudeild, sími 568 9300.
Ráðgjafi frá Clinique verður í Hagkaup Kringlunni í dag,
föstudag kl. 13-18, laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-17.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Alcoa
vegna stofnunar nefndar um þjóð-
garð norðan Vatnajökuls:
„Það er Alcoa mikil ánægja að ís-
lensk stjórnvöld hafi falið nefnd að
kanna hvernig best verður staðið að
verndun hálendisins á Austurlandi, á
sama tíma og framkvæmdir eru
hafnar á svæðinu.
Við hjá Alcoa viljum starfa með
ríkisstjórninni, bæjarfélögum og
umhverfisverndarsamtökum svo
hægt sé að tryggja að ókomnar kyn-
slóðir fái notið óbyggða Íslands um
aldur og ævi. Við teljum að hug-
myndin um verndarsvæði norðan
Vatnajökuls sé góð og eigi að skoða
gaumgæfilega svo ekki sé talið að
þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að iðn-
væða stærri hluta svæðisins.“
Yfirlýsing
frá Alcoa
Fulltrúafundur Landssamtakanna
Þroskahjálpar Fulltrúafundur
Landssamtakanna Þroskahjálpar
árið 2002 verður haldinn Í Reykholti
í Borgarfirði dagana 18. og 19. októ-
ber. Yfirskrift fundarins er „Þátt-
taka og áhrif“. Dagskráin hefst á
föstudagskvöld kl. 20 og verður síð-
an framhaldið á laugardag kl. 9.30
og stendur til kl. 15.
Fyrirlesarar munu m.a. fjalla um
áhrif fólks með þroskahömlun á eig-
ið líf og áhrif foreldra á skólaþjón-
ustu. Stefnuskrá samtakanna verður
til umfjöllunar. Dagskráin er öllum
opin.
Í DAG
Alþjóðleg ganga í Kópavogi Í til-
efni alþjóðaviku í Kópavogi er fólk
frá öllum þjóðum boðið velkomið í
Hana–nú-gönguna, laugardaginn 19.
október. Lagt er af stað frá Gjábakka
kl. 10. Komið er við í Gullsmára og
gengið í Smáralind þar sem fjölþjóð-
legir sölubásar verða opnaðir kl. 11.
Á MORGUN
Ráðstefna um greiðsluþátttöku
Greiðsluþátttaka ríkisins í lyfjum
er efni ráðstefnu sem lyfjahópur
Samtaka verslunarinnar heldur í
Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum í dag,
föstudaginn 18. október, kl. 14.
Fyrirlesarar verða: Inga J. Arn-
ardóttir, deildarstjóri lyfjadeildar
Tryggingastofnunar ríksins, Einar
Magnússon, yfirlyfjafræðingur í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, Katrín Fjeldsted, alþingis-
maður, Hjörleifur Þórarinsson,
framkvæmdastjóri og formaður
lyfjahóps Samtaka verslunarinnar,
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land-
læknir og stjórnarmaður í Félagi
eldri borgara, og Garðar Sverr-
isson, formaður Öryrkjabandalags-
ins. Að loknum erindum verða pall-
borðsumræður undir stjórn
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, for-
manns Landssamtaka hjartasjúk-
linga. Ráðstefnustjóri verður Andr-
és Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar.
Aðalfundur húsbílaeigenda Fé-
lag húsbílaeigenda heldur aðal-
fund sinn laugardaginn 19. októ-
ber kl. 13 á Hótel Örk,
Hveragerði. Um kvöldið verður
árshátíðin á sama stað, segir í
fréttatilkynningu.
Basar á Grund Basar verður hald-
inn á Grund, dvalar og hjúkr-
unarheimili Hringbraut 50, Reykja-
vík, laugardaginn 19. október og
mánudaginn 21. október og hefst kl.
13.
Á boðstólum eru margs konar munir
sem heimilisfólkið hefur unnið, m.a.
íkonamyndir, selskinnstöskur,
dúkkuföt og ýmiss konar prjóna-
vara. Boðið verður upp á kaffi og eru
allir velkomnir.
MS-félagið heldur námskeið fyrir
fólk sem nýlega (innan 2–3 ára) hef-
ur fengið greiningu um MS-sjúk-
dóminn, þriðjudaginn 22. október kl.
18–20, í húsi MS-félagsins við Sléttu-
veg 5, Reykjavík. Á námskeiðinu
verður megináhersla lögð á fræðslu
og umræður um MS. Leiðbeinendur
verða Margrét Sigurðardóttir, fé-
lagsráðgjafi, og Jónína Guðmunds-
dóttir, félagsráðgjafi. Í vetur verður
jafnframt boðið upp á þátttöku í
sjálfshjálparhópum og námskeið fyr-
ir maka fólks með MS, segir í frétta-
tilkynningu. Nánari upplýsingar fást
á skrifstofu MS-félagsins.
Námskeið hjá
MS-félaginu
Alþjóðleg sýning Kynjakatta Al-
þjóðleg sýning Kynjakatta, Katta-
ræktarfélags Íslands, verður hald-
in í Reiðhöll Gusts í Kópavogi
laugardaginn 19. og sunnudaginn
20. október, kl. 10–18 báða dag-
ana.
Á sýningunni verða um 150 kettir
og verða þar helstu tegundir, þ.e.
allt frá venjulegasta húsketti til
hinna mestu furðukatta. Hárlausir
kettir, sphynx, verða sýndir í
fyrsta skipti á Íslandi, einnig er
von er á krullhærðum köttum til
landsins.
Á sýningunni dæma erlendir
kattadómarar og meðal þeirra
verður Eric Reijers, formaður
FIFe. (Alþjóðakattaræktarfélags-
ins). Hann hefur m.a. verið helsti
hagsmunavörður katta og rækt-
enda í samningum reglugerða hjá
ESB.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir full-
orðna og 300 kr. fyrir börn.
ÞEIR sem fæddir eru 1961 og voru í
Réttarholtsskóla, ætla að hittast í
Lionssalnum Auðbrekku 25 Kópa-
vogi, föstudaginn 25. október kl. 21.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 20.
október, segir í fréttatilkynningu.
Nemendur í
Réttó hittast
Í TILEFNI af 30 ára afmæli
SPOEX – Samtaka psoriasis- og
exemsjúklinga – 15. nóvember nk.
hafa samtökin gefið út barnabók
um dreng með húðsjúkdóm. Bókin
heitir Lalli og fagra Klara, en hún
var fyrst gefin úr af sænsku psor-
iasissamtökunum. Ætlunin er að
gefa bókina í yngstu bekki grunn-
skólans og eins í leikskólana og
reyna að fá kennara og hjúkr-
unarfræðinga skólanna til sam-
starfs við SPOEX um að kynna
börnunum hvernig áhrif það get-
ur haft á börn að vera með húð-
sjúkdóm, segir í fréttatilkynningu.
Á myndinni afhenda þær Val-
gerður Auðunsdóttir, formaður
SPOEX, og Helga Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri mennta-
málaráðherra, Tómasi Inga Olrich
fyrstu barnabókina sem heitir
Lalli og fagra Klara, en hún var
fyrst gefin út af af sænsku psor-
iasissamtökunum.
SPOEX
gefur út
barnabók
Morgunblaðið/Golli
Bankastræti 3, 551 3635
blue mat; eau de parfum
japanski herrailmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA
ÍBÚAÞING í Grafarvogi verður
haldið hinn 19. október kl. 10 til
14. Þingið fer fram í Borgarholts-
skóla og er opið öllum íbúum og
hagsmunaaðilum í Grafarvogi.
Þingið er liður í því að efla
samráð við almenning og er
þriðja íbúaþingið sem Reykjavík-
urborg býður til. Íbúar Kjarlar-
ness riðu á vaðið á vetrarmán-
uðum og þinguðu um vistvæna
byggð undir Esjunni. Í Vesturbæ
var svo þingað í vor um lífsgæði í
Vesturbæ.
Í Grafarvogi munu þátttakend-
ur setja fram hugmyndir um það
hvernig hverfi þeir vilja búa í.
Jafnframt verða þeir beðnir að
skilgreina hvað þurfi að gera til
að bæta hverfið og hvernig eigi að
gera það.
Aðferðin sem notuð verður á
þinginu byggist á umræðu í
litlum hópum þar sem hver og
einn fær tækifæri til þess að láta
sínar skoðanir í ljós.
Niðurstöður þingsins verða síð-
an kynntar á fundi í hverfinu, í
Grafarvogsblaðinu og á Grafar-
vogur.is og Reykjavik.is.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setur þingið. Nem-
endur úr grunnskólum Grafar-
vogs kynna barnaþing Grafar-
vogs. Vinnuhópar starfa á
þinginu. Fundarstjóri er Stefán
Jón Hafstein, formaður hverfis-
ráðsins í Grafarvogi.
Íbúaþing í Grafar-
vogi á laugardag
Framlag vörsluaðila
Framtakssjóðs
Í frétt blaðsins í gær um fjárfest-
ingar Framtakssjóðsins, sem er í
umsjá Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs-
ins, féll út hluti þar sem greint var
frá mótframlagi fjögurra vörsluaðila
sjóðsins, alls 500 milljónum króna.
Beðist er velvirðingar á þessu en
sjóðsféð nemur alls 1.500 milljónum
króna, eins og fram kom í fréttinni.
Milljarður var lagður til sjóðsins af
sölu ríkisins á hlut sínum í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins, FBA, á
sínum tíma.
LEIÐRÉTT