Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
NORSKA blaðið Aftenposten fullyrðir að við end-
urnýjun samningsins um Evrópska efnahags-
svæðið muni Norðmenn þurfa að greiða miklum
mun meira en þeir gera nú og er jafnvel talað um
tugföldun í því sambandi.
EFTA-ríkin hafa greitt í sérstakan þróunarsjóð
sem veitir styrki og niðurgreidd lán til fátækari
ríkja ESB og hafa Íslendingar greitt um 4,55% af
heild eða tæpar 110 milljónir í ár. Norðmenn
greiða nú um 200 milljónir norskra króna, jafn-
virði liðlega 2,3 milljarða íslenskra króna, en
spurst hefur út að ESB muni gera kröfu um að
Norðmenn greiði allt að 29 milljörðum við stækk-
un ESB. Talsmenn framkvæmdastjórnar ESB
hafa á hinn bóginn hafnað slíkum fullyrðingum.
Ríkidæmi Noregs ekki fallið
til þess að draga úr kröfunum
Viðræður um endurnýjun EES-samningins fara
fram í haust og vetur vegna væntanlegrar stækk-
unar Evrópusambandins í austur.
Samkvæmt heimildum Aftenposten stefnir
framkvæmdastjórn ESB að því að miða framlög
EFTA-ríkjanna vegna EES-samningsins við
verga þjóðarframleiðslu hvers lands og efnahags-
legan styrk þeirra. Þá er og bent á að Norðmenn
verði sífellt ríkari vegna olíunnar; landið sé eina
eða eitt örfárra ríkja í heiminum sem eru með bull-
andi jákvæðan viðskiptajöfnuð eða meira en 10%
af vergri þjóðarframleiðslu. Fullyrt er að sú stað-
reynd verði ekki til þess að draga úr kröfum ESB
á hendur EFTA-ríkjunum.
Aftenposten telur vera ljóst að norsk stjórnvöld
séu í reynd tilbúin til þess að kosta nokkru meira
til þess að halda í EES-samninginn, en bæði Ís-
land og Liechtenstein séu hins vegar treg til að
greiða meira. Blaðið segir að á Íslandi gæti
óánægju með afstöðu Norðmanna; í huga ís-
lenskra stjórnvalda séu takmörk fyrir því hvað
menn séu tilbúnir til þess að greiða á meðan versl-
un með fisk er ekki frjáls.
Afstaða Norðmanna
ekki farið framhjá ESB
Aftenposten segir að norskir stjórnmálamenn
hafi gefið í skyn að Norðmenn séu tilbúnir til þess
greiða meira til að halda í EES-samninginn og
ummæli þess efnis hafi engan veginn farið
framhjá framkvæmdastjórninni í Brussel. Þá seg-
ir blaðið að forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne
Bondevik, hafi opnað á þann möguleika að Norð-
menn greiði meira þegar hann heimsótti fram-
kvæmdastjórnina í Brussel fyrir mánuði. Því sé
ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að kröfur Evr-
ópusambandsins verði miklum mun meiri þegar
sest verður að samningaborðunum um endurnýj-
un EES-samningsins í haust og vetur.
Hafa brugðist við
vegna orðrómsins
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa
engar upphæðir eða tölur verið nefndar við íslensk
stjórnvöld. Fyrir liggur að þau hafa þó heyrt af
þessum orðrómi og háum upphæðum sem nefndar
hafa verið í fjölmiðlum í Noregi og munu raunar
hafa brugðist við vegna þess, þ.e. komið skila-
boðum um afstöðu sína til málsins til ESB og til
norskra stjórnvalda.
Þá má benda á að utanríkisráðherra, Halldór
Ásgrímsson, hefur látið þau orð falla á Alþingi að í
viðræðum muni hann tengja saman greiðslur til
ESB og frjálsan markaðsaðgang með fisk og að
hann muni ekki leggja fyrir Alþingi kröfur um
aukin framlög vegna stækkunar ESB ef ekki fáist
neitt á móti í verslun með fisk.
Rætt er um að ESB krefjist að EFTA-ríkin hækki greiðslur í þróunarsjóð
Fullyrt að Norðmenn séu
tilbúnir til að greiða meira
HÁTT upp í himininn bláa rólaði
hún sér þessi unga Skagastúlka á
lóðinni við Grundaskóla á Akra-
nesi í vikunni. Svo hátt fór hún
að sterkir geislar haustsólarinnar
byrgðu öðrum bekkjarfélaga
hennar sýn sem gerði sig kláran
fyrir samskonar flugferð. Ról-
urnar eru þannig úr garði gerðar
að leggjalangir krakkar leika sér
gjarnan að því að láta tærnar
snertast þegar upp er komið.
Morgunblaðið/Golli
Hátt upp í himininn …
HVAÐA vikudagur var 13. ágúst
1917, 2. júlí 1952 og 28. júlí 1970? Ef
Andri Freyr Hilmarsson, 19 ára, er
spurður af handahófi um vikudag
tiltekinn mánaðardag tiltekið ár
hefur hann svarið umsvifalaust á
takteinum. Líka ef hann er spurður
hvað lögin í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva fengu mörg
stig í heild, hversu mörg frá hinum
löndunum, hvað lögin hétu og hverj-
ir flytjendurnir voru allar götur frá
1984. Andri Freyr er einhverfur, en
hefur sérstaka hæfileika í tíma-
útreikningi. Þótt hann eigi í erf-
iðleikum með stærðfræði og skilji
ekki verðgildi peninga er hann
einkar minnugur á dagsetningar og
tölur og ýmislegt sem er raðað upp
á skipulagðan hátt, t.d. í stafrófsröð.
Jón Gunnarsson, 20 ára, er líka
einhverfur, en hæfileikar hans fel-
ast í teikningu. Hann teiknar m.a.
teiknimyndaseríur fríhendis, þar
sem hann sjálfur, vinir hans, þekktir
leikarar og teiknimyndafígúrur eru
oft í hlutverkum.
Samkvæmt erlendum rann-
sóknum eru 10% einhverfra með
svokallað sérgáfu-heilkenni.
Þetta er brot úr langri teikni-
myndaseríu eftir Jón Gunnarsson.
Sérstakir
hæfileikar
Sérstakt fólk/B4
HRAÐFRYSTIHÚS Eski-
fjarðar hf. hefur samið um
kaup á Hópi ehf. og Strýthóli
ehf. í Grindavík. Búið er að
samþykkja og undirrita samn-
inginn í stjórnum félaganna
en hann er framvirkur og mið-
ast við upphaf næsta fiskveiði-
árs eða 2. september 2003.
Stærstu eignir hinna
keyptu félaga eru fiskveiði-
heimildir sem nema rúmum
1.357 þorskígildistonnum,
miðað við núgildandi úthlutun
aflaheimilda, ásamt bátnum
Þorsteini GK. Áætlað er að
rekstur félaganna falli í fram-
haldinu inn í rekstur Hrað-
frystihúss Eskifjarðar. Heild-
arverðmæti samningsins er
1.300 milljónir.
Hraðfrystihús
Eskifjarðar hf.
Eignast
aflaheim-
ildir í
Grindavík
HRESK kaupir/23
EKIÐ var á gangandi vegfaranda í
Akraseli í Breiðholti á tólfta tím-
anum í gærkvöldi. Vegfarandinn
var fluttur á slysadeild Landspít-
alans í Fossvogi en þar fengust
ekki upplýsingar um líðan hans áð-
ur en Morgunblaðið fór í prentun.
Lögreglan í Reykjavík vildi á sama
tíma ekki gefa frekari upplýsingar
um slysið.
Ekið á
gangandi
vegfaranda