Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 5

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 5
VÍSINDI UM BORG OG BÝ – dagskrá Vísindadaga laugardaginn 2. nóvember VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002 – kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is Háskóli Íslands Kl. 11–18 Opið hús hjá Líffræðistofn- un í Aðalbyggingu HÍ. Helstu rannsóknaverkefni og starfsemi stofnunarinnar verða kynnt. Fyrir yngri gesti verða hafðar 10 víðsjár með ýmiss konar sýnum auk þess sem gestum gefst kostur á að skoða smádýr úr fjöru og af djúpslóð, plöntusýni, bakteríur og lifandi dýr í fiskabúri. Fyrirlestrar í hátíðarsal, Aðalbyggingu: Kl. 14 Þjórsárver í máli og myndum. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor. Kl. 15 Innbyggt bakteríudráp, mark fyrir lyfjaþróun? Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor. kl. 16 Kúluskíturinn í Mývatni. Árni Einarsson sérfræðingur. Kl. 10–18 Veggspjaldasýning og kynning á rannsóknum í Raunvísinda- stofnun í Tæknigarði. Fyrirlestrar í sal 3, Háskólabíói: Kl. 13:00–13:50 Geymsla á vetni í málmum. Sveinn Ólafsson sérfræðingur og Hannes Jónsson prófessor. Kl. 13:50–14:30 Eldgos og efnaveðrun. Sigurður Reynir Gíslason vísindamaður. Kl. 14:30–15:10 Hvað er bak við innstu sjónarrönd? Lárus Thorlacius prófessor. Kl. 15:40–16:20 Gen og ýmis fyrir- bæri úr ævintýraheimi kjarnsýra. Snorri Þór Sigurðsson prófessor. Kl. 16:20–17:00 Þróun aðferða við mat á stærð og ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. Gunnar Stefánsson dósent. Námskeið fyrir unglinga í viðskiptafræði, eðlis- fræði, hagfræði og læknisfræði. Allar nánari upplýsingar á www.hi.is og www.visindadagar.is Kennaraháskóli Íslands v/Stakkahlíð Dagskrá kl. 10:30–12:00 og endurtekin kl. 14:00–15:30 Stofa S 203. En hvað það er skrýtið – Ýmsar tilraunir fyrir börn og foreldra. Umsjón: Kolbrún Sigurðardóttir kennslu- ráðgjafi, Gunnhildur Óskarsdóttir lektor, Meyvant Þórólfsson aðjúnkt, Hafþór Guð- jónsson lektor og Haukur Arason lektor. Stofa S 102. Lífið í fjörunni – Börn og foreldrar skoða saman lífríki fjörunnar. Umsjón: Kristín Norðdahl lektor og Svala Jónsdóttir aðjúnkt. Smádýr á landi og í vatni. Umsjón: Stefán Bergmann dósent. Stofa S 103. Heilabrot – Börn og for- eldrar leysa stærðfræðiþrautir saman. Umsjón: Jónína Vala Kristinsdóttir aðjúnkt, Guðbjörg Pálsdóttir kennari, Guðný Helga Gunnarsdóttir aðjúnkt og Meyvant Þórólfs- son aðjúnkt. Skáli. Tyrkjaránið – Sagnfræðirannsókn verður að sjónvarpsþætti og vefsíðum fyrir grunnskólanemendur. Umsjón: Þorsteinn Helgason dósent Salur 3. Tómstundir, náms- og starfs- val: Samvinna heimilis og skóla. Umsjón: Sif Einarsdóttir lektor, Ragnhildur Bjarnadóttir dósent, Anna Sigurðardóttir námsráðgjafi, Elín Thorarensen námsráð- gjafi og Vanda Sigurgeirsdóttir aðjúnkt. Jarðhæð í nýbyggingu. Sýning á verkum nemenda í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanema. Umsjón: Gísli Þorsteinsson lektor. Íþróttahús KHÍ v/Háteigsveg Kl. 11:00–11:30 og 15:30–16:00 Fjör í frjálsum. Kári Jónsson, lektor í íþróttafræði, kynnir þróunarverkefni í íþróttum. Um er að ræða ýmsar mælingar á líkamlegri afkastagetu og færni grunnskólabarna sem hægt er að setja upp í hópleiki eða keppni undir heit- inu Fjör í frjálsum. Mælingarnar henta vel í kennslu 9-14 ára barna í íþróttum, stærð- fræði, lífsleikni og jafnvel fleiri greinum. Niðurstöður mælinganna gagnast kennur- um vel til að fylgjast með vexti og þroska barnanna. Iðntæknistofnun Keldnaholti Kl. 13:30–16:00 Opið hús. Frá vísindum og rannsóknum til þekkingar og afurða. Vísindi og viðskipti. Stutt námskeið um tengsl vísinda og við- skipta og mikilvægi þessara þátta í nýsköp- un. Opið öllum gestum á Opnu húsi. Mat á viðskiptahugmynd. Ef þú hefur hugmynd sem þú vilt láta meta, getur þú gert það með aðstoð sér- staks gagnagrunns sem Impra, þjónustu- miðstöð frumkvöðla og fyrirtækja, mun kynna. Rannsóknar- og þróunarverkefni Verðlítið hráefni umbreytist í umhverfisvænar nýjungar. Hvern hefði órað fyrir því að dýrafita yrði þróuð í eldsneyti (lífdísel) og hreinsiefni fyrir bifreiðar og málningarvörur? Frá akri í fatnað og íhluti bifreiða. Hafin er ræktun á hör eða líni hér á landi og undirbúningur stendur yfir að uppsetn- ingu tilraunaverksmiðju. Næring og hollusta. Nú er hægt að fá leiðbeiningar um matar- æði á matarvefurinn.is. Eiginleikar matvæla skoðaðir með myndgreiningu. Í dag er verið að skoða vöðvaþræði mat- væla eins og fisks og kjöts með aðstoð myndgreiningar. „Getum við sagt til um af hverju íslenskt lambakjöt er það besta“? Mun áliðnaður verða mengunarlaus með nýrri tækni? Unnið er að þróun á mengunarlausum raf- skautum. Er þetta framtíðin? Eldsneyti framtíðarinnar. Er vetni eldsneyti framtíðarinnar? Eiginleikar málma. Sýndar verða togþolsprófanir á málmum og prófun á eiginleikum þeirra. www.lagnaval.is. Þú færð ráðgjöf um lagnir í þitt hús miðað við staðsetningu og eiginleika vatnsins. Skoðaðu áhugaverða upplýsingaveitu um lagnir og lagnaefni. Nýsköpun frumkvöðla. Kynntar verða afurðir frumkvöðla og upp- finningamanna úr stuðningsverkefnum eins og Snjallræði og Frumkvöðlastuðningi. Þessi verkefni eru starfrækt í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Frumkvöðlasetur. Frumkvöðlasetur Impru verður opið og kynnt. Fyrirtæki sem eru í setrinu kynna starfsemi sína. Þjónustuverkefni. Ýmis þjónustuverkefni verða kynnt. Boðið verður upp á smásjárskoðun. Sýndir verða hlutir frá tjónaskoðun, fræðsluefni kynnt og margt fleira. Róbert Stálfingur, róbotinn eða þjarkurinn okkar, mun gefa gestum og gangandi nammi. Ef keyrt er norður Vesturlandsveg er farið inn á Víkurveg sem liggur inn í Grafarvog. Eftir það eru leiðbeiningar að Iðntæknistofnun. ReykjavíkurAkademían Hringbraut 121 Kl. 14–18 Opið hús Lifandi fræði; að snerta, skoða, spyrja og gera sjálf/ur. Fornleifafræðingar sýna afrakstur sum- arvinnunnar. Kynning á starfi fornleifafræðinga, myndir af vettvangi og hlutir sem grafnir voru upp. Um Egilssögu. Margmiðlunarefni sem gestir geta flett og skoðað. Kynning á læsisprófum. Sýnd verða próf á tölvuskjá sem notuð eru við rannsókn á læsi byrjenda. Leikminjasafnið sýnir valda muni. Fræðilegar ævisögur; frá hugmynd til fræðibókar, fræðimenn gefa gestum inn- sýn í öll stig vinnsluferlisins, frá fjáröflun og heimildaleit til bókar. Íslenski tónlistararfurinn í handritum; efni sem gestir geta flett og skoðað. Stuttir fræðilegir fyrirlestrar: Kl. 14:00 Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Kl. 14:30 Sjást einkenni dyslexíu í algengum skólaverkefnum? Rannveig Lund, sérfræðingur í læsi og læsisvanda. Kl. 15:00 Hver var John Taylor? Landnám Nýja Íslands í ljósi kanadískra stjórnarskjala. Vigfús Geirdal sagnfræðingur. Kl. 15:30 Baldr Jóns Leifs og þýskur nútímadans. Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur. Kl. 16:00 „Á bak við beinagrindur framliðinna.“ Um ævisöguritun. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur. Kl. 16:30 Er þörf fyrir íslenska leikhús- fræði? Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur. Kl. 17:00 Leitin að Jóni Sigurðssyni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Kl. 17:30 „Hárfínt“ um táknræna merkingu hárs. Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynja- fræðingur. Kynning á ReykjavíkurAkademíunni og þeim fræðimönnum sem þar starfa. Fræðimenn og fræðikonur í Reykjavíkur- Akademíunni kynna sig og verk sín á plakötum. Með því að ganga í gegnum húsakynni Akademíunnar fá gestir nasasjón af margbreytileika fræðasamfélagsins og því fjölbreytta fræðastarfi sem unnið er í ReykjavíkurAkademíunni. Fjölbreytt dagskrá setur svip sinn á Vísindadaga í dag. Ungir og aldnir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar vísinda- og fræðimenn bjóða til veislu og kynna spennandi verkefni. Komið og skoðið, fræðist og spreytið ykkur á tilraunum og heilabrotum. P R [p je e rr ]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.