Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFÖR Örlygs Sigurðssonar list-
málara var gerð frá Langholts-
kirkju í gær. Séra Örn Bárður
Jónsson jarðsöng og Jón Stef-
ánsson var organisti. Sigurður
Flosason saxófónleikari og Gunn-
ar Gunnarsson píanóleikari
spiluðu djass, Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir söng við undirleik Jóns
Stefánssonar og Sigurður Bjarki
Gunnarsson lék einleik á selló.
Líkmenn sem báru kistuna úr
kirkju voru frá vinstri Gunn-
laugur Geirsson, Unnur Jak-
obsdóttir Smári, Þórunn Bald-
vinsdóttir, Þórunn
Guðmundsdóttir, Anna Helfgott
(sést ekki á myndinni), Unnur
Malín Sigurðardóttir, Theodóra
Svala Sigurðardóttir og Sigurður
Guðmundsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Örlygs Sigurðssonar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur hafnað kröfum grænmetisfyr-
irtækjanna Ágætis, Mötu og Sölu-
félags garðyrkjumanna um að úr-
skurður áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála frá því júní í fyrra um
ólögmætt samráð fyrirtækjanna
verði felldur úr gildi í heild sinni.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar var
fyrirtækjunum gert að greiða 47
milljónir í stjórnvaldssekt en hér-
aðsdómur lækkaði sektir á fyrir-
tækin í 37 milljónir króna. Í úr-
skurði Samkeppnisráðs á sínum
tíma var sektin ákveðin 105 millj-
ónir og hefur hún því lækkað um
68 milljónir eða 65% í meðferð
málsins.
Dóminn kváðu upp héraðsdóm-
ararnir Skúli J. Pálmason, Friðgeir
Björnsson og Hervör Þorvaldsdótt-
ir.
Aðspurður um sektarupphæðir
bendir Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, á að engin hefð
hafi skapast hvað upphæð sekta
varðar; þetta hafi verið í fyrsta
sinn sem stjórnvaldssektum hafi
verið beitt af samkeppnisyfirvöld-
um og líklega í fyrsta og eina skipt-
ið sem þeim hafi verið beitt vegna
samráðs fyrirtækja og í fyrsta sinn
sem mál af þssu tagi komi til kasta
dómstóla.
Átti að vera ljóst að aðgerðir
brytu gegn samkeppnislögum
Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar
kom fram að henni hafi þótti sann-
að að fyrirtækin hafi beitt verð-
samráði, framleiðslustýringu,
markaðsskiptingu og öðrum að-
gerðum til að skipta markaði varð-
andi viðskipti með grænmeti, kart-
öflur og ávexti, draga úr framboði
og halda uppi verði. Um hafi verið
að ræða samráð sjálfstæðra fyr-
irtækja, sem stefnt hafi að því að
koma fram sameiginlegum mark-
aðshagsmunum sínum. Þennan
skilning staðfestir héraðsdómur og
eins hitt að stjórnendum félaganna
hafi mátt ljóst vera að aðgerðir
þeirra brytu í bága við samkeppn-
islög.
Til vara fóru félögin þrjú fram á
það við héraðsdóm að stjórnvalds-
sektir yrðu felldar niður eða lækk-
aðar og lækkaði héraðsdómur sekt-
ir; Sölufélaginu er gert að greiða 20
milljóna króna í sekt en í úrskurði
áfrýjunarnefndar var sektin ákveð-
in 25 milljónir. Bönunum er gert að
greiða 14 milljónir króna sekt í stað
17 milljóna skv. úrskurði áfrýjunar-
nefndarinnar og Mötu er gert að
greiða þriggja milljóna króna sekt í
stað fimm milljóna áður.
Annmarkar réttlæta
ekki ógildingu
Héraðsdómur segir að málsmeð-
ferðarreglur fyrir samkeppnisráði
virðist fara nokkuð á sveig við við-
urkennd sjónarmið um óhlutdrægni
og jafnræði. Það fyrirkomulag að
sami aðili rannsaki mál og leiði það
síðan til lykta með ákvörðun eða
úrskurði feli í sér hættu á hlut-
drægni.
Byggist sú afstaða héraðsdóms á
því að rannsakanda hætti til að líta
sínum augum á álitaefnið. Héraðs-
dómur telur að þrátt fyrir þetta
hafi ekki verið þeir annmarkar á
málsmeðferðinni að þeir réttlæti
ógildingu málsins.
Sektir hafa
lækkað um
68 milljónir
Engin hefð hefur myndast um upp-
hæð sekta þegar fyrirtæki eru
staðin að ólöglegu samráði
FYLGI þriggja stærstu stjórn-
málaflokkanna er nánast það sama
nú og í síðustu Alþingiskosningum
ef marka má niðurstöður síma-
könnunar Þjóðarpúls Gallups sem
gerð var dagana 26. september til
29. október sl.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú
rúm 40%, fylgi Samfylkingar er
tæp 27% og fylgi Framsóknar-
flokksins er rúmlega 18%. Fylgi
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs er rúmlega 13% sam-
kvæmt könnuninni, en kjörfylgi VG
var 9,1%. Stuðningur við Frjáls-
lynda flokkinn mældist rúmlega
1%, en var 4,2% í kosningunum
1999.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mældist 62% í könnuninni og hefur
hann aukist um fjögur prósent frá
síðasta mánuði. Tæplega 19% að-
spurðra vissu ekki eða vildu ekki
gefa upp hvað þau myndu kjósa ef
gengið yrði til Alþingiskosninga nú
og rúm 5% sögðust myndu skila
auðu eða ekki kjósa. Úrtak könn-
unarinnar var 2202 manns á aldr-
inum 18–75 ára og var valið tilvilj-
anakennt úr þjóðskrá. Svarhlutfall
var tæplega 70%.
Margir telja flutningskostnað
orsaka hátt matvöruverð
Fjórðungur þjóðarinnar telur að
flutningskostnaður sé helsta
ástæða þess að matvöruverð er að
jafnaði hærra á Íslandi en í öðrum
Evrópulöndum.
Þá telja tæplega 20% að skattar
og tollar eigi þar stærstan hlut að
máli og tæp 18% að fákeppni og
einokun sé um að kenna. 15% þjóð-
arinnar telur mikla álagningu
valda háu matvöruverði.
Þjóðarpúls Gallups fékk þessa
niðurstöður í símakönnun sem gerð
var dagana 9.-23. október sl.
Fylgi svipað og í síð-
ustu þingkosningum
ÞAÐ var ekki augljóst hver var að
passa hvern fyrir utan kaupfélags-
búðina á Egilsstöðum. Á meðan
mamman var inni að versla
skemmtu þau sér í góða veðrinu;
fjögurra vetra hundurinn Boss,
Heiðdís sex ára, Sara níu ára og
Halla litla, sem er bara eins árs.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Að spóka sig í góða veðrinu
FALCON Scott, verkfræðing-
ur og sonur hins þekkta Sir
Peter Scott náttúrufræðings og
listmálara, er
kominn hing-
að til lands
ásamt konu
sinni, Jane.
Þau eru í boði
Áhugahóps
um verndun
Þjórsárvera
og ætla að
kynna sér
áform um
stíflugerð í nágrenni veranna.
Foreldrar Falcons Scott
dvöldu í Þjórsárverum sumarið
1951 og unnu að gæsamerking-
um og náttúrufræðirannsókn-
um ásamt dr. Finni Guðmunds-
syni og fleirum. Í leiðangrinum
varð ljóst mikilvægi Þjórsár-
vera fyrir heiðagæsina en hún
hefur vetursetu á Bretlands-
eyjum.
Falcon Scott mun fara austur
í Gnúpverjahrepp og kynna sér
aðstæður. Einnig mun hann
ávarpa opinn fund áhugahóps-
ins í Austurbæjarbíói nk.
mánudagskvöld.
Scott
skoðar
Þjórsárver
Falcon Scott
FÓLKSBÍLL fór út af Landvegi, á
milli Hótels Hrauneyja og Hraun-
eyjavirkjunar, um miðjan dag í
gær. Valt hann og lenti á toppnum.
Ökumaðurinn náði að komast út úr
bílnum af sjálfsdáðum og hringdi í
Neyðarlínuna.
Lögreglan á Hvolsvelli og
sjúkrabíll fóru á vettvang og var
ökumaðurinn fluttur á slysadeild í
Reykjavík. Að sögn lögreglunnar
kvartaði hann undan eymslum í
hálsi og bringu. Ökumaðurinn var í
bílbelti þegar óhappið átti sér stað.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
er Landvegur auður og engin hálka
en töluvert rok var þegar slysið
varð.
Fólksbíll valt
út af Landvegi