Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFÖR Örlygs Sigurðssonar list- málara var gerð frá Langholts- kirkju í gær. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng og Jón Stef- ánsson var organisti. Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunn- ar Gunnarsson píanóleikari spiluðu djass, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir söng við undirleik Jóns Stefánssonar og Sigurður Bjarki Gunnarsson lék einleik á selló. Líkmenn sem báru kistuna úr kirkju voru frá vinstri Gunn- laugur Geirsson, Unnur Jak- obsdóttir Smári, Þórunn Bald- vinsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Anna Helfgott (sést ekki á myndinni), Unnur Malín Sigurðardóttir, Theodóra Svala Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Örlygs Sigurðssonar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfum grænmetisfyr- irtækjanna Ágætis, Mötu og Sölu- félags garðyrkjumanna um að úr- skurður áfrýjunarnefndar sam- keppnismála frá því júní í fyrra um ólögmætt samráð fyrirtækjanna verði felldur úr gildi í heild sinni. Í úrskurði áfrýjunarnefndar var fyrirtækjunum gert að greiða 47 milljónir í stjórnvaldssekt en hér- aðsdómur lækkaði sektir á fyrir- tækin í 37 milljónir króna. Í úr- skurði Samkeppnisráðs á sínum tíma var sektin ákveðin 105 millj- ónir og hefur hún því lækkað um 68 milljónir eða 65% í meðferð málsins. Dóminn kváðu upp héraðsdóm- ararnir Skúli J. Pálmason, Friðgeir Björnsson og Hervör Þorvaldsdótt- ir. Aðspurður um sektarupphæðir bendir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, á að engin hefð hafi skapast hvað upphæð sekta varðar; þetta hafi verið í fyrsta sinn sem stjórnvaldssektum hafi verið beitt af samkeppnisyfirvöld- um og líklega í fyrsta og eina skipt- ið sem þeim hafi verið beitt vegna samráðs fyrirtækja og í fyrsta sinn sem mál af þssu tagi komi til kasta dómstóla. Átti að vera ljóst að aðgerðir brytu gegn samkeppnislögum Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar kom fram að henni hafi þótti sann- að að fyrirtækin hafi beitt verð- samráði, framleiðslustýringu, markaðsskiptingu og öðrum að- gerðum til að skipta markaði varð- andi viðskipti með grænmeti, kart- öflur og ávexti, draga úr framboði og halda uppi verði. Um hafi verið að ræða samráð sjálfstæðra fyr- irtækja, sem stefnt hafi að því að koma fram sameiginlegum mark- aðshagsmunum sínum. Þennan skilning staðfestir héraðsdómur og eins hitt að stjórnendum félaganna hafi mátt ljóst vera að aðgerðir þeirra brytu í bága við samkeppn- islög. Til vara fóru félögin þrjú fram á það við héraðsdóm að stjórnvalds- sektir yrðu felldar niður eða lækk- aðar og lækkaði héraðsdómur sekt- ir; Sölufélaginu er gert að greiða 20 milljóna króna í sekt en í úrskurði áfrýjunarnefndar var sektin ákveð- in 25 milljónir. Bönunum er gert að greiða 14 milljónir króna sekt í stað 17 milljóna skv. úrskurði áfrýjunar- nefndarinnar og Mötu er gert að greiða þriggja milljóna króna sekt í stað fimm milljóna áður. Annmarkar réttlæta ekki ógildingu Héraðsdómur segir að málsmeð- ferðarreglur fyrir samkeppnisráði virðist fara nokkuð á sveig við við- urkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði. Það fyrirkomulag að sami aðili rannsaki mál og leiði það síðan til lykta með ákvörðun eða úrskurði feli í sér hættu á hlut- drægni. Byggist sú afstaða héraðsdóms á því að rannsakanda hætti til að líta sínum augum á álitaefnið. Héraðs- dómur telur að þrátt fyrir þetta hafi ekki verið þeir annmarkar á málsmeðferðinni að þeir réttlæti ógildingu málsins. Sektir hafa lækkað um 68 milljónir Engin hefð hefur myndast um upp- hæð sekta þegar fyrirtæki eru staðin að ólöglegu samráði FYLGI þriggja stærstu stjórn- málaflokkanna er nánast það sama nú og í síðustu Alþingiskosningum ef marka má niðurstöður síma- könnunar Þjóðarpúls Gallups sem gerð var dagana 26. september til 29. október sl. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú rúm 40%, fylgi Samfylkingar er tæp 27% og fylgi Framsóknar- flokksins er rúmlega 18%. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er rúmlega 13% sam- kvæmt könnuninni, en kjörfylgi VG var 9,1%. Stuðningur við Frjáls- lynda flokkinn mældist rúmlega 1%, en var 4,2% í kosningunum 1999. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 62% í könnuninni og hefur hann aukist um fjögur prósent frá síðasta mánuði. Tæplega 19% að- spurðra vissu ekki eða vildu ekki gefa upp hvað þau myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú og rúm 5% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Úrtak könn- unarinnar var 2202 manns á aldr- inum 18–75 ára og var valið tilvilj- anakennt úr þjóðskrá. Svarhlutfall var tæplega 70%. Margir telja flutningskostnað orsaka hátt matvöruverð Fjórðungur þjóðarinnar telur að flutningskostnaður sé helsta ástæða þess að matvöruverð er að jafnaði hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Þá telja tæplega 20% að skattar og tollar eigi þar stærstan hlut að máli og tæp 18% að fákeppni og einokun sé um að kenna. 15% þjóð- arinnar telur mikla álagningu valda háu matvöruverði. Þjóðarpúls Gallups fékk þessa niðurstöður í símakönnun sem gerð var dagana 9.-23. október sl. Fylgi svipað og í síð- ustu þingkosningum ÞAÐ var ekki augljóst hver var að passa hvern fyrir utan kaupfélags- búðina á Egilsstöðum. Á meðan mamman var inni að versla skemmtu þau sér í góða veðrinu; fjögurra vetra hundurinn Boss, Heiðdís sex ára, Sara níu ára og Halla litla, sem er bara eins árs. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Að spóka sig í góða veðrinu FALCON Scott, verkfræðing- ur og sonur hins þekkta Sir Peter Scott náttúrufræðings og listmálara, er kominn hing- að til lands ásamt konu sinni, Jane. Þau eru í boði Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og ætla að kynna sér áform um stíflugerð í nágrenni veranna. Foreldrar Falcons Scott dvöldu í Þjórsárverum sumarið 1951 og unnu að gæsamerking- um og náttúrufræðirannsókn- um ásamt dr. Finni Guðmunds- syni og fleirum. Í leiðangrinum varð ljóst mikilvægi Þjórsár- vera fyrir heiðagæsina en hún hefur vetursetu á Bretlands- eyjum. Falcon Scott mun fara austur í Gnúpverjahrepp og kynna sér aðstæður. Einnig mun hann ávarpa opinn fund áhugahóps- ins í Austurbæjarbíói nk. mánudagskvöld. Scott skoðar Þjórsárver Falcon Scott FÓLKSBÍLL fór út af Landvegi, á milli Hótels Hrauneyja og Hraun- eyjavirkjunar, um miðjan dag í gær. Valt hann og lenti á toppnum. Ökumaðurinn náði að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum og hringdi í Neyðarlínuna. Lögreglan á Hvolsvelli og sjúkrabíll fóru á vettvang og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar kvartaði hann undan eymslum í hálsi og bringu. Ökumaðurinn var í bílbelti þegar óhappið átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er Landvegur auður og engin hálka en töluvert rok var þegar slysið varð. Fólksbíll valt út af Landvegi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.