Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 16
FRÉTTIR
16 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
vagga flugs á Íslandi er letrað á
svonefndan hnitastein sem Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra af-
hjúpaði í gær. Steininum hefur ver-
ið komið fyrir við flugstjórn-
armiðstöðina og eru á hann letruð
hnitin sem tilgreina staðsetningu
flugvallarins. Ráðherra sagði næsta
skref við endurnýjunina að reisa
samgöngumiðstöð við aust-
anverðan völlinn.
Framkvæmdir hófust árið 1999
og lauk þeim á þessu ári. Hafa um
1.650 milljónir króna farið í verkið.
„Ekki er ofmælt að Reykjavík-
urflugvöllur sé vagga flugs á Ís-
landi,“ sagði Þorgeir Pálsson flug-
málastjóri meðal annars í ávarpi
sínu í gær við athöfn þegar því var
fagnað að endurnýjum vallarins er
að ljúka. „Héðan hófst flugvél í
fyrsta sinn á loft á Íslandi hinn 3.
september 1919. Þótt þessi tilraun
til flugstarfsemi entist ekki lengi
varð hún þó til að efla með þjóðinni
þann flugáhuga sem síðar átti eftir
að gera Ísland að sannkallaðri flug-
þjóð,“ sagði flugmálastjóri enn-
fremur.
Þá gat flugmálastjóri þess að
áhersla hafi verið lögð á fegrun
flugvallarsvæðisins og væri ræktað
land innan flugvallargirðing-
arinnar nú um 55 hektarar. Það
jafngilti túnum á meðal kúabúi með
28 til 30 kúm þar sem framleiða
mætti 110 þúsund lítra af mjólk á
ári hverju. Hann sagði flesta ís-
lenska flugmenn hafa hafið sig
fyrst til lofts frá þessum velli og
hlotið stóran hluta þjálfunar sinnar
þar. Gefin hafa verið út um þúsund
atvinnuflugsskírteini og milli tvö
og þrjú þúsund einkaflugsskírteini.
Í fremstu röð hvað
varðar öryggi
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði endurbyggingu
Reykjavíkurflugvallar vera mestu
framkvæmd sem ráðist hefði verið í
á sviði flugöryggismála á síðari ár-
um. Hann væri nú í fremstu röð
hvað varðaði öryggi. Völlurinn
væri nú miðstöð innanlandsflugs á
Íslandi. Eftir áralangt fjársvelti
hefði ástand flugvallarins verið
bætt og væri hann ekki lengur kaun
í landinu heldur vel frágengið at-
hafnasvæði og vinnustaður hundr-
aða manna sem sinntu flugi og
ferðaþjónustu.
Hann sagði næsta skref vera að
reisa þjónustu- og samgöngu-
miðstöð við austanverðan völlinn
eins og skipulag gerði ráð fyrir.
Myndi hún sinna öllum þáttum al-
menningssamgangna að og frá
borginni. Sagði hann það von sína
að friður mætti nú verða um starfið
við flugvöllinn og skilningur mætti
aukast á því að innan flugvall-
arsvæðisins væru margir stærstu
atvinnuveitendur borgarinnar.
Flugmálastjóri afhenti síðan
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á
táknrænan hátt með korti 9,6 hekt-
ara lands sem ekki væri lengur þörf
fyrir innan vallarins. Við það tæki-
færi sagði borgarstjóri að hver
hektari lands sem losnaði í mið-
borginni væri mikils virði ekki síst
ef hægt væri að byggja á honum.
Myndi hún skoða kortið í því skyni.
Hún kvaðst fagna því að það ljóta
sár sem hún sagði flugvöllinn hafa
verið í hálfa öld skuli nú gróa.
Vilja ekki fagna
Í frétt frá Höfuðborgarsamtök-
unum segir að ekki sé tilefni fyrir
höfuðborgarbúa og aðra Íslendinga
að gleðjast yfir vígslu nýs flug-
vallar í Vatnsmýri. Hann hafi nei-
kvæð áhrif á allt samfélagið sem
kæmi fram í þjóðarbúskap Íslend-
inga.
Endurnýjun Reykjavíkurflugvallar stórt skref á sviði öryggismála
Næsta verkefni
að reisa sam-
göngumiðstöð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
kort af svæði á Reykjavíkurflugvelli sem borgin hefur fengið til umráða.
ÍKVEIKJAN á Laugaveginum
sætir enn rannsókn lögreglunnar
í Reykjavík og hefur ekki verið
leitt í ljós hver var þar að verki.
Þrjárverslanir og íbúðir eyðilögð-
ust í eldinum en bjarga tókst nær-
liggjandi húsum, þar á meðal
tveimur verslunum. Liðsmenn
tæknideildar lögreglunnar í
Reykjavík annast rannsókn máls-
ins á vettvangi í leit að vísbend-
ingum sem gætu varpað frekara
ljósi á málið.
Annar meiriháttar bruni í Fáka-
feni, sem einnig kom til vegna
íkveikju í ágúst, sætir einnig
rannsókn lögreglunnar en enginn
liggur undir grun um verknaðinn.
Morgunblaðið/Júlíus
Laugavegsbruninn
enn í rannsókn
STÓR hópur fólks á Íslandi, heyrn-
arskertir og heyrnarlausir, nýtir sér
ekki talað mál í sjónvarpinu eða ís-
lenskum kvikmyndum og lætur
nærri að rúmlega einn af hverjum
tíu Íslendingum fylli þann hóp, að
mati Málfríðar Gunnarsdóttur,
framkvæmdastjóra Heyrnarhjálpar.
Heyrnarhjálp efnir í dag til
Textaþings í samvinnu við hags-
munasamtök eldri borgara og ný-
búa, Félag heyrnarlausra og For-
eldra- og styrktarfélag
heyrnardaufra barna þar sem fjallað
verður um textun á íslensku efni í
sjónvarpi og kvikmyndum sem mjög
er ábótavant hér á landi, að hennar
mati.
Á þinginu verða tveir erlendir fyr-
irlesarar, Martin Davies, yfirmaður
textavarps hjá BBC og Lillian Vic-
anek, varaformaður HLF Noregi og
forseti Evrópusamtaka heyrnar-
skertra, EFHOH. Til þingsins er
boðið fulltrúum ólíkra neytendahópa
og fulltrúum sjónvarpsstöðvanna,
kvikmyndagerðarmönnum og öðr-
um sem koma að framleiðslu á sjón-
varpsefni og kvikmyndum. Þá er
stjórnmálamönnum boðið auk þess
sem menntamálaráðherra flytur
ávarp.
Heilmikill undirbúningur liggur
að baki þinginu, að sögn Málfríðar,
sem fram fer á Grand hóteli í dag
milli 13 og 17. Mjög gott aðgengi er
fyrir fatlaða, erlendir fyrirlesarar
verða raddtúlkaðir, rittúlkur snarar
fyrirlestrum og umræðum í texta
sem birtist á tjaldi og táknmálstúlk-
ur verður á staðnum. Þá verður
lagður tónmöskvi um salinn þannig
að heyrnartækjanotendur með svo-
kallaðar T-spólur hafi bestu hlust-
unarskilyrði sem völ er á.
Skortur á textuðu sjónvarps-
efni lýðræðislegt vandamál
Að sögn Málfríðar eru önnur lönd
í Evrópu víðast hvar komin mun
lengra á veg með textun á innlendu
efni en hér er og víða eru samtök
heyrnarlausra og heyrnarskertra í
mjög náinni samvinnu við sjón-
varpsstöðvarnar varðandi textun á
efni.
„Og það er það sem okkur langar
að gera hér. Þannig að um leið og
við þrýstum á um bætta þjónustu þá
séum við einnig samvinnuaðilar,“
segir Málfríður.
Martin Davies frá BBC mun í er-
indi sínu greina frá því hvernig
þessu samstarfi er háttað í Bret-
landi.
Málfríður segir að sjónvarps-
stöðvar hér á landi hafi borið við
skorti á fjármagni og skort á tækni
og að sömu sögu sé í raun að segja
alls staðar í Evrópu. Hún bendir
hins vegar á að svo virðist sem ekki
hafi skort á tækni þegar textun á er-
lendu efni sé annars vegar.
Lillian Vicanek mun í erindi sínu
fjalla um um textun á sjónvarpsefni
eins og það snýr að neytandanum og
að skortur á textuðu sjónvarpsefni
sé í raun lýðræðislegt vandamál.
Hún mun ræða um þær leiðir sem
víða hafa verið farnar til að tryggja
réttindi þessa hóps, s.s. með laga-
setningum og þrýstingi frá neytend-
um. Þá mun hún fjalla um mikilvægi
þess að búnaður í sjónvarpstækjum
verði staðlaður þannig að fólk geti
sótt sér texta við sjónvarpsefni óháð
því í hvaða landi viðkomandi er.
Þing um textun á íslensku efni í kvikmyndum og sjónvarpi
Textun á efni mjög
ábótavant hér á landi
BORGARANEFND Norðurlanda-
ráðs leggur til að innflytjendur
verði gerðir sýnilegri í norrænum
fjölmiðlum, þar sem barátta gegn
kynþáttahatri og útlendingaandúð
fari einnig fram á þeim vettvangi.
Flemming Oppfeld, þingmaður
Venstre í Danmörku, gagnrýndi
harðlega þessa tilllögu, sem kynnt
var á þingi Norðurlandaráðs á mið-
vikudag. „Slíkt kallar á ríkisaf-
skipti. Aðlögun næst ekki fram með
þvingunum og eftirliti með fjölmiðl-
um,“ er haft eftir Oppfeld á vef
ráðsins.
Arne Lyngstad, þingmaður
Kristilega þjóðarflokksins í Noregi,
sem er formaður borgaranefndar-
innar, sagði að Oppfeld gengi of
langt í túlkun sinni á tillögunni.
„Tillagan undirstrikar einfaldlega
hversu mikla ábyrgð ritstjórar á
fjölmiðlum bera. Fjölmiðlar eiga að
endurspegla samfélagið og það ætti
ekki að vera svo erfitt að láta inn-
flytjendur sitja við sama borð og
aðra Norðurlandabúa,“ sagði Lyng-
stad.
Í tillögunni styður borgaranefnd-
in sömuleiðis að komið verði á fót
sameiginlegum gagnabanka um að-
lögun útlendinga á Norðurlöndum.
„Samanburður á milli norrænu
ríkjanna hefur mikla þýðingu ef
draga á lærdóm af reynslunni. Hug-
myndir sem komið hafa fram í einu
ríki geta nýst í öðru. Mikilvægast
er að virkja bæði nemendur og fjöl-
miðla,“ sagði Lyngstad.
Innflytj-
endur verði
sýnilegri í
fjölmiðlum
SALA á lambakjöti í september-
mánuði var svipuð og í september í
fyrra eða um 613 tonn. Þetta er
mun betri sala en í ágúst en þá
seldust einungis 385 tonn af lamba-
kjöti.
Á síðustu 12 mánuðum hefur sala
á lambakjöti dregist saman um
7,6% miðað við 12 mánuðina þar á
undan. Sala á innanlandsmarkaði
nam 6.531 tonni, en framleiðslan á
kindakjöti á sama tímabili nam hins
vegar 8.613 tonnum.
Samkvæmt ákvörðun landbúnað-
arráðherra verða 25% af framleiðsl-
unni á þessu hausti flutt úr landi.
Bændasamtökin höfðu lagt til að
28% framleiðslunnar yrðu flutt út,
en ráðherra vildi ekki auka útflutn-
inginn svo mikið. Hann hvatti menn
til þess að auka sölu á lambakjöti á
innanlandsmarkaði og benti á að
haustið ætti að vera uppskerutími
hvað það varðaði.
Ekki er að fullu komið í ljós
hvort þessi hvatnig hefur einhver
áhrif. Það er þó ljóst að salan það
sem af er þessu hausti er ekki meiri
en hún var á sama tíma í fyrra. Sal-
an þyrfti að aukast verulega ef
lambakjötið ætti að halda þeirri
markaðshlutdeild sem það hafði á
síðasta ári.
Sala á lambakjöti mun
meiri í september en ágúst