Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 18

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING banki hf. skilaði 2,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 83 milljónir króna. Á þriðja fjórðungi ársins var hagnaðurinn 1,5 milljarð- ar króna, en á sama tímabili í fyrra var 238 milljóna króna tap af rekstrinum. Í fyrra var 86 milljóna króna tap fyrir skatta, en í ár var 2,6 milljarða króna hagnaður fyrir skatta. Þar af nam söluhagnaður af Frjálsa fjár- festingarbankanum 1,5 milljörðum króna. Að þessum söluhagnaði með- töldum var arðsemi eigin fjár 33,0%, en án söluhagnaðarins var arðsemin 14,1%. Gert er ráð fyrir 15% arðsemi fyrir árið í heild. Hreinar rekstrartekjur jukust um 117% og námu 7,1 milljarði króna, en önnur rekstrargjöld hækkuðu um 46% og námu 4,1 milljarði króna. Kostnaðarhlutfall, þ.e. gjöld sem hlutfall af tekjum, lækkar milli ára úr 96% í 58%. Afkoma sviða ólík Afkoman var ólík eftir afkomu- sviðum. Fjárstýring skilaði 757 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, fyrirtækjaþjón- usta 625 milljóna króna hagnaði og markaðsviðskipti 17 milljóna króna hagnaði. Eignastýring og einka- bankaþjónusta voru hins vegar reknar með 241 milljónar króna tapi. Útlán jukust um 14,1 milljarð króna Framlag í afskriftareikning tvö- faldaðist á milli ára og nam 453 milljónum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins. Á afskriftareikningi var tæpur 1 milljarður króna í lok september, eða sem nemur 2,2% af útlánum og veittum ábyrgðum. Útlán námu í lok september 42,5 milljörðum króna og jukust um 6,4 milljarða króna frá áramótum. Inn- lán jukust um 14,1 milljarð króna frá áramótum og námu 24,7 millj- örðum króna í lok september. Heildareignir Kaupþings námu 141 milljarði króna í lok september og höfðu þá aukist um 19% frá ára- mótum. Eigið fé nam tæpum 11 milljörðum króna, sem er 18,3% aukning frá áramótum. Eiginfjár- hlutfall Kaupþings á CAD-grunni var 11,9% og þar af var eiginfjár- þáttur A 10,9%. Um áramót var eig- infjárhlutfallið 11,6%. Söluhagnaður stærsti hluti hagnaðar Kaupþings Arðsemi var 33% með 1,5 milljarða króna söluhagnaði, en 14% að honum undanskildum !&' ()**#$+ ,) )* #-   (                   !!   " # $ %&% &!&!      '    (&!         )   ) )  ) )   )     ) )   )             ./     ! '*+' #%,&-% .&/,& #0#&.&/&!&!& .!  FJÖRUTÍU ár skilja að lögmennina Sigríði Rut Júlíusdóttur og Ragnar Aðalsteinsson, en þrátt fyrir aldurs- muninn hafa þau stofnað lögmanns- stofu saman, þar sem ætlunin er að takast bæði á við hefðbundin og óhefðbundin verkefni. „Þegar ég útskrifaðist fékk ég vinnu á lögmannsstofu Sigurðar G. Guðjónssonar sem nú er forstjóri Norðurljósa. Aðstandendur keppn- innar Ungfrú Ísland.is leituðu til stofunnar vegna lögbanns á mynd- ina Í skóm drekans og þeir vildu líka hafa Ragnar Aðalsteinsson í málinu. Þannig hófst samstarf okkar Ragn- ars, og í þessu samstarfi kynntumst við vinnubrögðum hvort annars og ákváðum síðan á haustmánuðum að hefja saman þennan rekstur,“ segir Sigríður Rut um aðdragandann að því að þau Ragnar hófu sameig- inlegan rekstur lögmannsstofu. Spurð um það á hvaða sviðum þau muni starfa segir Sigríður Rut að þau muni veita alhliða lögmanns- þjónustu og starfa áfram að svip- uðum verkefnum og þau hafi gert hingað til. „Ragnar hefur til dæmis verið mikið í mannréttindamálum, fjarskiptarétti og höfundarétti. Ég hef verið að vinna við fasteigna- kauparétt, samkeppnisrétt, eigna- rétt og samningarétt, en einnig að mannréttindamálum. Það sem einna helst skilur okkur frá öðrum lögmannsstofum er að við erum óhrædd við að taka að okkur sérstök og óvenjuleg mál og höfum bæði gert það. Ég tók að mér mál fyrir nokkrum árum sem varðaði sóknaraðild föður í barnsfaðern- ismáli og vann það mál, en fram að þeim tíma höfðu feður ekki átt sókn- araðild í slíkum málum. Áherslan hjá okkur verður meðal annars að taka að okkur svona mál þar sem farið er ótroðnar slóðir og Ragnar er einmitt þekktur fyrir að taka að sér slík mál.“ Í gær birti nýja stofan auglýsingu í Morgunblaðinu. Sigríður Rut segir að með henni hafi bæði verið ætl- unin að kynna samstarf þeirra Ragnars og jafnframt að leggja áherslu á að stofan sé ekki hefð- bundin í þeim skilningi sem hafi vilj- að loða við aðrar lögmannsstofur fram til þessa, þar sem allir sitji stíf- ir við pólerað fundaborð. Sigríður Rut Júlíusdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Óhrædd við óvenjuleg mál SAXHÓLL ehf. keypti í gær 50 milljónir að nafnverði hlutafjár í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. á verðinu kr. 3,15. Eignarhlutur Sax- hóls ehf. eftir viðskiptin nemur rúm- um 144 milljónum króna. Einar Örn Jónsson framkvæmdastjóri Saxhóls ehf. er varamaður í stjórn Fjárfest- ingarfélagsins Straums. Stjórn Straums hefur boðað til hluthafafundar 11. nóvember en á fundinum á að ræða skráningu á að- allista Kauphallar Íslands og fjölgun stjrónarmanna úr þremur í fimm. Straumur skilaði um 582 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður Straums fyrir skatta var um 866 milljónir króna á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra var 556 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Inn- leystur hagnaður fyrir skatta var 1.031 milljón króna á tímabilinu en óinnleyst tap nam 346 milljónum króna. Heildarhagnaður félagsins nam því 582 milljónum króna sem gerir 12,6% arðsemi eigin fjár fyrir skatt. Heildareignir Straums voru í lok tímabilsins 8.731 milljón króna en voru 11.745 milljónir króna í árslok 2001. Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins 8.372 milljónir króna og hafði aukist um 1.031 milljón króna frá sama tímabili í fyrra. Skuldir fé- lagsins voru samtals 358 milljónir króna og skuldir og eigið fé því sam- tals 8.731 milljón króna. Í lok ársins 2001 voru skuldir og eigið fé 11.745 milljónir króna. Eignir í skráðum innlendum hlutabréfum námu 5.921 milljón króna, í innlendum skuldabréfum 279 milljónum króna og í erlendum hlutabréfum 734 milljónum króna. Mikill viðsnúningur í af- komu Straums á milli ára BÁÐIR hóparnir sem eru í samn- ingaviðræðum við einkavæðingar- nefnd um kaup á hlut ríkisins í Bún- aðarbanka Íslands, S-hópurinn og Kaldbakur hf., sækjast eftir að kaupa allan þann hlut sem er til sölu, eða 45,8%. Í fyrradag afhentu hóparnir nefndinni svör við spurningum sem hún hafði lagt fyrir þá; um fjárhags- stöðu, þekkingu og reynslu á fjár- málamarkaði, eignarhlut sem við- komandi óskaði eftir kaupum á, hugmyndir um staðgreiðsluverð og áform varðandi rekstur Búnaðar- bankans. Í samtali við Morgunblaðið vildu talsmenn hópanna ekki tjá sig um svörin að öðru leyti en því að báðir sæktust eftir kaupum á hámarks- hlut. Vonast þeir til þess að málin skýrist strax eftir helgi. Báðir hópar vilja hámarkshlut í BÍ FINNUR Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, tók við starfi for- stjóra VÍS í gær af Axel Gíslasyni. Axel mun þó starfa að öðrum verkefnum fyrir félagið fram að áramótum. Morgunblaðið/Þorkell Nýr forstjóri VÍS tekur til starfa SR-MJÖL og dótturfélög þess högnuðust um 535 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sam- anborið við 31 milljónar króna hagn- að á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga (EBITDA), nam 849 m.kr. Afskriftir voru 433 milljónir, en fjármunatekjur umfram fjármagns- gjöld námu 295 m.kr., aðallega vegna styrkingar íslensku krónunn- ar. Hlutur í tapi hlutdeildarfélaga nam 30 milljónum á tímabilinu. Veltufé frá rekstri var 875 m.kr. Rekstartekjur félagsins á tíma- bilinu námu 5.882 milljónum króna, en rekstrargjöld 5.033 milljónum. Eiginfjárhlutfall var 37%, saman- borið við 41% sama tímabil í fyrra. Veltufjárhlutfall var 1,3, en var 0,89 fyrstu níu mánuði ársins 2001. Frá áramótum hafa verksmiðjur SR-mjöls tekið á móti 333 þúsund tonnum af hráefni, sem er 72 þús- undum, eða 28%, meira en á sama tíma í fyrra. Heildarframleiðsla mjöls nam um 62 þúsundum tonna og lýsis um 24 þúsund tonnum. Á stjórnarfundi í SR-mjöli í gær var samþykkt samrunaáætlun um að sameina Valtý Þorsteinsson ehf. félaginu, en allir hlutir í því félagi eru í eigu SR-mjöls hf. Samruna- áætlunin var einnig samþykkt af stjórn Valtýs Þorsteinssonar ehf. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og er gert ráð fyrir að unnt verði að staðfesta samrunann í desem- bermánuði n.k. Samruninn hefur engin áhrif á samstæðureikning SR- mjöls. SR-mjöl hagnast um rúman hálfan milljarð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.