Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 30
SUÐURNES
30 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞAÐ sýnir að Guð hefur húmor
þegar hann skapar svona dýr,“ segir
Björn Sveinn Björnsson prestur í Út-
skálaprestakalli. Hann og kona
hans, Súsanna Björnsson, búa á Út-
skálum í Garði ásamt þremur börn-
um sínum og kínverskum hundum
og er sóknarpresturinn að vísa til
hundanna með orðum sínum um
skopskyn Skaparans.
Björn hefur verið prestur Garð-
manna og Sandgerðinga í fjögur ár
en Útskálaprestakall nær yfir þessi
tvö byggðarlög og þar með tvær
sögufrægar kirkjur, Hvalsneskirkju
og Útskálakirkju. Er þetta fyrsta
brauðið hans. „Ég kynntist þessu
prestakalli þegar Önundur bróðir
minn þjónaði hér í eitt ár og þá tók
ég meðal annars þátt í ferming-
arundirbúningi. Þegar ég lauk námi
heillaði þessi staður mig vegna fyrri
kynna minna af honum,“ segir séra
Björn.
Hann gerði hlé á guðfræðinámi
sínu við Háskóla Íslands og fór til
Bandaríkjanna árið 1991 til að
kynna sér safnaðar- og boðunarstarf
evangelískra safnaða. Þar kynntist
hann einmitt eiginkonu sinni, Sús-
önnu sem er bandarísk, fædd og
uppalin í stórborginni Los Angeles í
Kaliforníu. Þau tóku meðal annars
þátt í trúboði og hjálparstarfi í
Mexíkó og víðar og segir Björn að
hann hafi öðlast dýrmæta reynslu á
þeim tíma.
Gott að búa á Suðurnesjum
Súsanna hefur búið á Íslandi í tíu
ár og skrifar nafn sitt upp á íslensku
enda er hún íslenskur ríkisborgari.
Og hún talar góða íslensku. Hún
segist hafa farið aðeins í nám í ís-
lensku fyrir byrjendur þegar hún
fluttist til landsins en fundist mál-
fræðin svo erfið að hún hafi nánast
gefist upp. En framfarirnar hafi
komið þegar hún fór að gæta barna,
frændsystkina Björns. Þar hafi hún
getað talað án þess að óttast glósur
vegna rangra beyginga. Þá segist
hún læra mikið af því að lesa Morg-
unblaðið daglega.
„Mér finnst mjög gott að búa hér,
gott að ala upp börnin í öruggu um-
hverfi. Þau geta farið út að leika sér
án þess að maður hafi nokkrar
áhyggjur. Það er rólegra hér á Suð-
urnesjum en í Reykjavík, ég tala nú
ekki um Los Angeles,“ segir Sús-
anna. Börn þeirra eru á aldrinum
tveggja til átta ára. Hún segist þó
hafa nokkrar áhyggjur af þróuninni
hér á landi. „Ég finn fyrir siðferði-
legri hnignun sem birtist í mörgum
myndum, til dæmis aukinni eitur-
lyfjaneyslu, klámvæðingu og glæp-
um. Mér þykir svo vænt um þetta
land að þessi þróun veldur mér
áhyggjum,“ segir hún.
Óvissa með uppbyggingu
Útskála
Presturinn í Útskálaprestakalli á
að búa í gamla sögufræga íbúðar-
húsinu á Útskálum í Garði en það
var úrskurðað óíbúðarhæft árið
1993. Fyrstu árin bjuggu þau í ýms-
um húsum í Garði og Sandgerði og
við lá að þau þyrftu að flytjast til
Reykjavíkur. Þá var keypt íbúðar-
hús á Útskálum fyrir prestinn,
Presthús heitir það, og þar líður
þeim ágætlega.
Fyrir nokkrum árum lét Prest-
setrasjóður teikna gamla prestsbú-
staðinn upp og hóf vinnu við end-
urbyggingu hans. Þegar byrjað var
að rífa innan úr húsinu komu sífellt
meiri skemmdir í ljós og að lokum
varð ljóst að viðgerð á húsinu myndi
kosti tugi milljóna og yrði sjóðnum
ofviða. Séra Björn, sóknarnefndin
og Garðbúar hafa eigi að síður mik-
inn áhuga á að Útskálar nái fyrri
reisn, enda skipar húsið mikilvægan
sess í huga þeirra. Kirkjuþing hefur
samþykkt að Prestsetrasjóður megi
afhenda húsið til þess að það gæti
nýst heimamönnum, ef einhverjir
aðilar gætu fjármagnað viðgerð-
irnar. Björn segir að Endurbóta-
sjóður menningarhúsa hafi sam-
þykkt að taka þátt í verkinu og félög
og stofnanir á Suðurnesjum séu að
íhuga hvað hægt sé að gera. Vonast
hann til að hægt verði að ljúka end-
urbyggingu hússins svo það gæti
hýst fræða- og menningarsetur og
einnig mætti nýta það í þágu safn-
aðarins.
Í allt of stórum fötum
„Ég sé um hundana en Björn sér
um sálirnar,“ segir Súsanna þegar
talið berst að kínversku shar-pei
hundunum þeirra og leggur áherslu
á að presturinn sé ekki kominn í
hundana.
Hún segir að móðir sín hafi verið
með litla hunda og hún því alist upp
við hundarækt. „Ég hef alltaf ætlað
að fá mér hunda, alvöruhunda. Um
leið og ég sá þetta krumpaða andlit
á shar-pei vissi ég að það væri hund-
urinn sem ég vildi eiga,“ segir Sús-
anna.
Shar-pei hundarnir eru kínversk-
ir að uppruna. Sérkennilegt útlit
þeirra stafar af því að feldur þeirra
er með fellingum á höfði, hálsi og
skrokk, það er eins og þeir séu í allt
of stórum fötum. Raunar fæðast
hvolparnir sléttir en fyrstu vikurnar
vex húðin hraðar en hvolpurinn og
húðin krumpast. Eftir því sem hund-
urinn vex fyllir hann meira út í húð-
ina og fellingarnar minnka. Súsanna
hefur þær skýringar á húðfelling-
unum að þessi eiginleiki hafi verið
ræktaður fram í hundakyninu í
Kína. Þeir hafi verið notaðir sem
vígahundar og krumpaður feldur
hafi verndað skrokkinn fyrir biti
andstæðinganna. Hún tekur fram að
nú séu shar-pei hundarnir ein-
staklega rólegir og ljúfir fjölskyldu-
hundar, barngóðir og ákaflega
skemmtilegir í umgengni.
Hún flutti inn hund og tík af þessu
kyni fyrr á árinu og fyrir fimm vik-
um gaut tíkin fjórum hvolpum. „Við
erum fyrst og fremst að hugsa um
að hafa hundana okkur og börn-
unum til ánægju enda er það gefandi
og hefur góð uppeldisleg áhrif,“ seg-
ir séra Björn. Hann bætir því bros-
andi við að með þessu séu prests-
hjónin á Útskálum á vissan hátt að
halda uppi merki fyrirrennara sinna
sem voru með búskap á jörðinni.
Súsanna hyggst rækta hunda af
þessu kyni og er ákveðin í að sýna þá
á hundasýningu eftir áramótin.
Raunar eru hún búin að festa kaup á
tveimur shar-pei hundum til við-
bótar, öðrum lillabláum og hinum
brúnum, til að geta útvegað fólki
hunda í skemmtilegum litum.
Prestsfrúin farin í hundana
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Prestshjónin á Útskálum, Súsanna og Björn Sveinn Björnsson, með kínversku shar-pei-hvolpana sína.
Krumpað andlit hvolpsins Sölku
vekur alls staðar kátínu.
Garður
VEITINGAHÚSIÐ Vitinn og
Sandgerðisbær bjóða eldri borg-
urum í Sandgerði að þiggja
kaffiveitingar og njóta skemmt-
unar á milli klukkan 13.45 og 16
næstkomandi mánudag, 4. nóv-
ember. Hljómsveit Kristjáns Þor-
kelssonar leikur, Hrafnistukórinn
tekur lagið og kaffið verður að
hætti Vitans. Hópur fólks frá
Hrafnistu kemur í heimsókn. Að-
gangur er frír.
Félagar á Suðurnesjum í Ætt-
fræðifélaginu hittast á Bókasafni
Reykjanesbæjar nk. mánudags-
kvöld, 4. nóvember, kl. 20. Allir
áhugamenn um ættfræðigrúsk eru
velkomnir. Nánari upplýsingar
veitir Einar Ingimundarson.
Á NÆSTUNNI
Hátíð í tilefni 50 ára afmælis
Holtaskóla í Keflavík verður haldin
í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag
klukkan 14. Að henni lokinni verður
boðið upp á veitingar í sal skólans.
Það er von núverandi nemenda og
starfsfólks Holtaskóla að gamlir
nemendur og velunnarar sjái sér
fært að gleðjast með þeim þessa
dagstund.
Í DAG
NORRÆN samvinna verður þema
norrænu bókasafnsvikunnar sem
haldin verður 4. til 10. nóvember
næstkomandi. Er viðfangsefnið valið
til að minnast 50 ára afmælis Norð-
urlandaráðs. Þá verða bókmennta-
verðlaun ráðsins veitt í fertugasta
sinn.
Af þessu tilefni verður dagskrá í
tali og tónum á Bókasafni Reykja-
nesbæjar mánudaginn 4. nóvember
klukkan 18. Auk bókasafnsins
standa menningarfulltrúi Reykja-
nesbæjar og Suðurnesjadeild Nor-
ræna félagsins fyrir samkomunni.
Allir eru boðnir velkomnir.
Dagskrá í
bókasafnsviku
Reykjanesbær
STARFSMENN Íslenskra aðalverk-
taka (ÍAV) hófu í gær vinnu sam-
kvæmt þjónustusamningi sem fyrir-
tækið gerði við varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli.
Í byrjun árs var boðið út eftir svo-
kölluðu samningskaupaferli viðhald,
viðgerðir, breytingar auk annarrar
þjónustu í tengslum við íbúðarhús-
næði varnarliðsins. Alls tóku sjö
verktakar þátt í útboðinu og í lok
september var tilkynnt að tilboði ÍAV
hefði verið tekið, en Keflavíkurverk-
takar hf. hafa annast þessa þjónustu
undanfarin ár. Um er að ræða samn-
ing til eins árs með möguleika á fram-
lengingu til allt að fimm ára.
Verkið felst í fyrirbyggjandi við-
haldi á um 100 byggingum með um
1.000 íbúðum af mismunandi stærð-
um og gerðum. Eins felur verkið í sér
rekstur á þjónustuborði utan venju-
legs vinnutíma og á frídögum, hreins-
un og lagfæringu á íbúðum þegar
skipt er um íbúa auk hugsanlegra
breytinga.
Íslenskir aðalverktarar hafa keypt
nokkra bíla sérstaklega til að sinna
þjónustusamningnum við varnarliðið.
Að sögn Eyjólfs Gunnarssonar, for-
stöðumanns sölu- og markaðsmála
hjá ÍAV, eru um 20 fastráðnir starfs-
menn við þetta verk og fleiri á álags-
tímum.
Hefja vinnu
vegna þjón-
ustusamnings
Keflavíkurflugvöllur
♦ ♦ ♦
BÆJARSTJÓRARNIR í Reykjanesbæ og
Grindavík harma þá stöðu sem komin er upp á
Suðurnesjum að íbúarnir njóti ekki lengur þjón-
ustu heimilislækna á heilsugæslustöðvunum á
svæðinu og taka undir að það geti skapað örygg-
isleysi.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
kveðst hafa áhyggjur af stöðunni. Hann hefur áður
lýst samúð með kröfum heilsugæslulækna um
réttindi til jafns við aðra sérfræðinga til að starfa
sjálfstætt eða inni á stofnunum. Nú þykir honum
miður að læknarnir skyldu ekki vilja skoða þann
möguleika sem heilbrigðisráðuneytið bauð upp á
að hefja viðræður um gerð þjónustusamnings. „Í
því hefði lausnarorðið hugsanlega fundist, hægt
hefði verið að leggja grunn að jafnri stöðu heilsu-
gæslulækna og annarra sérfræðinga,“ segir Árni.
Hann segir að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé
ekki beinn aðili að þessari deilu og geti ekki gripið
inn í hana. Deilurnar snúist um samninga sem heil-
brigðisráðuneytið geri við lækna. Hann segir að nú
sé spurningin hvort ráðuneytið treysti sér til að
nálgast frekar kröfur lækna um jöfnun réttinda.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, er
óánægður með að ekki skuli hafa fundist lausn á
deilu ráðuneytis og lækna áður en þeir hættu
störfum. „Það er óviðunandi fyrir Grindvíkinga að
vera læknislausir í styttri eða lengri tíma,“ segir
hann.
Árni og Ólafur
Örn leggja áherslu á
að ekki sé hægt að
tala um neyðar-
ástand því slysavakt
sé á sjúkrahúsinu í
Keflavík og ýmislegt
hafi verið gert til að
styrkja starfsemina
þar og fólk geti einn-
ig leitað til bráða-
deilda sjúkrahús-
anna í Reykjavík.
Árni Sigfússon
vekur athygli á því
að enginn læknanna
sem hættu í fyrra-
kvöld sé búsettur á
svæðinu svo ekki sé um það að ræða að þeir geti
veitt nágrönnum sínum aðstoð í neyðartilvikum,
eins og hægt var í gamla heimilislæknakerfinu.
„Við vonum að lausn finnist sem allra fyrst,“
segir Ólafur Örn í Grindavík.
„SEM betur fer er búið að vera mjög rólegt í
dag,“ sagði Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, um miðjan dag í gær. Engir heilsu-
gæslulæknar eru starfandi
hjá stofnuninni eftir að upp-
sagnir tíu lækna tóku gildi í
fyrrakvöld.
Sigrún sagði að nokkrir
hefðu hringt og einn sjúk-
lingur komið. Hún sagði að
erindin væru mismunandi,
sumir þyrftu að fá endurnýj-
aða eða útgefna nýja lyf-
seðla en í einu tilviki hefðu
foreldrar verið í vandræðum
með veikt barn. Sigrún
sagði að lítið væri hægt að
gera, annað en að vísa fólk-
inu á lækna sem væru með
stofur eða Læknavaktina í
Kópavogi.
Sigrún taldi að vegna mikillar fjölmiðlaumfjöll-
unar síðustu daga hefði fólk verið farið að átta sig
á því að læknarnir væru að hætta en fram til þess
tíma hefði verið ótrúlega mikill sofandaháttur
vegna þessa ástands í bænum.
Lítið að gera
á heilsugæslu-
stöðinni
Óviðunandi að
vera án læknis
Suðurnes
Ljósmynd/Hilmar Bragi