Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 37
38 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ ESS var minnst í vikunni, að 50 ár eru liðin frá því að Norðurlandaráð var stofnað. Danir, Íslendingar, Norðmenn og Svíar stóðu að ráðinu í upphafi en árið 1955 bættust Finnar í hópinn. Var aðildin mik- ilvæg fyrir Finna, því að hún var til marks um, að þeir gætu um frjálst höfuð strokið, þrátt fyrir ofurvald grannans í austri, Sovétríkjanna. Finnar urðu að taka ríkt tillit til vináttu- og öryggissamningsins við Sov- étmenn. Meðal annars af tilliti til hans gilti sú regla innan Norðurlandaráðs fram að hruni Sovétríkjanna, að þar skyldi ekki rætt um utanríkis- og öryggismál. Uppnám varð á þingi Norðurlandaráðs snemma árs 1974, þegar Magnús Kjartansson, heilbrigðisráðherra úr Alþýðuðubandalaginu í vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar, flutti þar skammir um Norðmenn vegna gagnrýni þeirra á þá stefnu ríkisstjórnar Ólafs að rjúfa varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Í september 1973 lýsti norska ríkisstjórnin áhyggj- um af stefnu ríkisstjórnar Íslands. Í desember sama ár fórum við nokkrir til Noregs í því skyni að kynna okk- ur varnir Norðmanna og stefnu í öryggis- og utanrík- ismálum. Fyrstu daga í febrúar 1974 efndu Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg til ráðstefnu með Norðmönnum um öryggissamstarf þeirra og Íslend- inga. Um miðjan febrúar kom þing Norðurlandaráðs saman og þar sagði Magnús Kjartansson frumkvæði norskra stjórnvalda og norskra stjórnmálaleiðtoga „nálgast ótilhlýðilega íhlutun í íslensk innanríkismál“. K.B. Andersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, mótmælti harðlega þessum málflutningi Magn- úsar og sömu sögu var að segja um Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs. Hann neitaði því, að Norð- menn hefðu blandað sér í íslensk stjórnmál. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði ræðu Magnúsar „hneyksli“. Hún hefði verið ókurteisi gagnvart Norðurlandaþjóðunum og það bæri vott um siðleysi að halda hana án alls samráðs við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Frá þessu er sagt í bók Vals Ingimundarsonar, Upp- gjör við umheiminn. Þar segir einnig, að Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra hafi orðið að bregðast við bæði á þingi Norðurlandaráðs og Alþingi. Hann hafi meðal annars minnt á, að utanríkis- og varnarmál heyrðu ekki undir Norðurlandaráð, og mælst til þess, að ekki yrði farið að ræða íslensk innaríkismál á þeim vettvangi. Magnús væri ekki að flytja erindi ríkisstjórnar Íslands og orðsending norskra valda út af varnarmálunum væri ekki íhlutun stjórnmál. x x x Þegar litið er til baka, er ekki vafi á því, að Norðurlandaráðs var farsælt á tímum kalda s einmitt vegna þess, að helstu ágreiningsefni í utanríkis- og varnarmálum voru þar ekki á d Þrjú ríkjanna voru þá eins og nú í NATO: Da Ísland og Noregur. Svíar voru hlutlausir og F einnig en með vináttusamning við Sovétríkin Nú eru þrjú ríki innan Norðurlandaráðs í E sambandinu (ESB): Danmörk, Finnland og S Tvö eru fyrir utan ESB en á Evrópska efnah inu, það er með sérstakan samning við ESB: Noregur. Þá hefur vegur sjálfsstjórnarsvæða Álandseyja, Færeyja og Grænlands, vaxið ja þétt í Norðurlandaráði og koma fulltrúar þei mikilvægum ákvörðunum, hvort heldur á þin urlandaráðs eða í ráðherranefndum þess. x x x Því var spáð, að vegna aðildar þriggja Nor að ESB, mundi vegur ráðsins og samstarfsin þess minnka. Vissulega hefur ESB-aðild haft áherslur aðildarríkjanna og hún er tímafrek herra og embættismenn, ekki síst þegar þjóð með forsæti í málefnum ESB, eins og Danir g Þrátt fyrir ESB-aðild er enginn málsvari þes isstjórnum eða á þjóðþingum Norðurlanda, a urlandaráð verði lagt niður eða hætt verði hin staka norræna samstarfi á alþjóðavettvangi. Þvert á móti má færa rök fyrir því, að ríkis norrænna ESB-ríkja sjái sér hag af því, að le rækt við Norðurlandaráð, og tryggja, að það traustum fótum. Unnt er með vísan til svæðis samstarfs innan ráðsins að skapa sér sérstöð þarf að halda, á vettvangi ESB. Er það freka fallið að styrkja stöðu norrænu ESB-ríkjann vangi Evrópusambandsins en veikja. Hið sam segja af vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar ESB-aðild ekki dregið úr mikilvægi hins norr starfs. Finnar og Svíar standa enn utan NATO. R VETTVANGUR Norðurlandaráð í fi Eftir Björn Bjarnason H AUSTVINDARNIR í ís- lenskum stjórnmálum blása ekki með aðild Íslands að ESB. Það gefur fátt tilefni til að ætla að kosið verði um að- ild eða aðildarviðræður í vor. Stuðnings- menn aðildar hafa reynt að ná þessu bar- áttumáli sínu á flot í haust en ekki fengið byr í seglin, enda bæði sterk andstaða og lít- ill áhugi. Hvorttveggja andstaðan og áhuga- leysið byggjast á gildum rökum. Það er nefnilega ekkert sem knýr á um aðild Ís- lands að ESB í dag. Við stöndum vel í sam- anburði við aðildarríki ESB í flestu tilliti auk þess sem óvissa ríkir um framtíð sam- bandsins. Það verður ekki litið framhjá þeirri öfga- lausu og skynsamlegu afstöðu margra and- stæðinga aðildar að rétt sé að bíða og sjá hvers konar samband verður til eftir þær breytingar sem ESB gengur nú í gegnum. Hvað gerist þegar ESB breytist úr sam- bandi 15 ríkja í samband 25 ríkja? Þegar við vegum og metum hagsmuni Íslendinga inn- an og utan ESB verðum við að vita um hvaða Evrópusamband við erum að tala. Í þennan streng tók forsætisráðherra Nor- egs, Kjell Magne Bondevik, en hann sagði á afmælisþingi Norðurlandaráðs í vikunni að aðild Norðmanna að ESB yrði ekki á dag- skrá norskra stjórnmála fyrr en vitað væri hvernig ESB liti út, sem yrði ekki á næst- unni. Á Íslandi er líka fátt sem bendir til þess að aðildin verði á dagskrá stjórnmálanna á næstunni. Það þýðir ekki að umræða um málin sé ekki á dagskrá. Hún er alltaf á dag- skrá. Á þessu er grundvallarmunur. Af- staða Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs er skýr. Það verður örugglega ekki á stefnuskrám þess- ara flokka í vor að sækja um aðild að ESB. Af ummælum forystumanna Frjálslynda flokksins undanfarið að dæma virðist sama þar uppi á teningnum. Skoðanakannanir hafa sýnt að sterk andstaða er við aðild meðal kjósenda Framsóknarflokksins og ýmsir áhrifamenn í flokknum telja hags- munum Íslendinga betur borgið utan sam- bandsins. Og í sterkasta vígi aðildarsinna, Samfylkingunni, galt aðeins um fimmtungur atkvæðisbærra manna einni þríhlaðinni spurningu jáyrði sitt í nýafstaðinni Evrópu- kosningu. Á þeim bláþræði hangir stefna forystu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Erfitt er að álykta nokkuð á grundvelli nið- urstöðunnar um afstöðu almennra flokks- manna eða kjósenda Samfylkingarinnar til aðildar Íslands að ESB. Það blasir við á hversu veikum pólitískum grunni málið byggist á Íslandi. Er þá einhver ástæða til þess að spyrja hvort kosið verði um aðild að ESB í vor? Kannski ekki. Ef til vill er málið sjálfdautt. Margir nefna að staða málsins í kosning- unum ráðist af afstöðu Halldórs Ásgríms- sonar, formanns Framsóknarflokksins. For- ystumönnum Samfylkingarinnar muni ekki takast óstuddum að halda áhuga kjósenda. Þetta er sennilega rétt mat. Á ráðstefnu ASÍ í haust um Evrópusamvinnu og hagsmuni launafólks sagði Halldór eftirfarandi: „Spurningin um Evrópuaðild okkar er því ekki aðeins á dagskrá – hún hlýtur að verða kosningamál eins og aðrar spurningar sem snerta lífskjör og aðstöðu okkar til lengri tíma litið.“ Í viðtali við DV sem birtist eftir ráðstefnuna, sagði hann svo: „Hvort aðild að Evrópusambandinu sem slík verður kosn- ingamál er svo annað mál.“ Þar sem fullyrð- ingarnar stönguðust á sagði hann til nánari útskýringar: „Við hljótum að meta það þeg- ar nær dregur kosningum hvernig okkur hefur gengið að tryggja stöðu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Við hljótum að meta stöðu okkar varðandi þá samninga sem eru framundan við ESB um tolla og önnur réttindi okkar sem munu breytast við stækkun sambandsins. Þannig að þetta mál er á mikilli ferð. Að hve miklu leyti það kem- ur inn í kosningabaráttuna hlýtur að ráðast af stöðu málsins þegar nær dregur kosn- ingum.“ Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, sem gegna nú formennsku inn- an ESB, gerði grein fyrir þeirri stefnu ESB á afmælisþingi Norðurlandaráðs að ganga Verður kosið um aði Eftir Birgi Tjörva Pétursson Tvær kon Pólland á NÝJAR ÁHERZLUR Lesendur Morgunblaðsinsmunu taka eftir nokkrumbreytingum á blaðinu í dag, á 89. afmælisdegi þess. Veigamesta breytingin er á forsíðu blaðsins, sem héðan í frá verður blönduð fréttasíða með bæði innlendum og erlendum fréttum. Þar með er rofin sú hefð að forsíðan sé undantekningarlítið lögð undir erlendar fréttir. Sú hefð er e.t.v. ekki eins gömul og margur heldur. Eins og rakið er í grein Frey- steins Jóhannssonar í blaðinu í dag hefur meginreglan verið sú frá um 1970 að erlendar fréttir séu á forsíð- unni en innlendar á baksíðunni. Fréttir af stærstu viðburðum innan- lands hafa þó verið birtar á forsíð- unni. Rökin fyrir því að hafa erlendar fréttir á forsíðu blaðsins hafa m.a. verið þau að með því væri stærsta dagblað landsins að opna einangraðri eyþjóð glugga út í heim. Þau rök eiga ekki lengur við. Tæknibyltingin hef- ur gert að verkum að innlendir ljós- vakamiðlar flytja hvern dag nýjar fréttir frá útlöndum og senda út beint frá stórviðburðum. Fjöldi fólks hefur aðgang að erlendum gervi- hnattastöðvum, sem senda út fréttir allan sólarhringinn. Þá hefur Netið gert það að verkum að almenningur getur hvern dag lesið fréttir af at- burðum erlendis jafnóðum og þær gerast, á vef Morgunblaðsins og ann- arra íslenzkra fjölmiðla jafnt og á vefjum erlendra fjölmiðla. Jafnframt hefur íslenzkt þjóðfélag tekið þeim stakkaskiptum að þar er frá fleiru að segja og iðulega hafa þær fréttir al- þjóðlega skírskotun, t.d. fréttir úr atvinnulífi, menningarlífi og stjórn- málum. Skilin á milli erlendra frétta og innlendra hafa þar með orðið óljósari. Framvegis verða því á forsíðu Morgunblaðsins helztu fréttir dags- ins, hvort sem þær eru erlendar eða innlendar. Með þessu er Morgun- blaðið ekki að draga úr áherzlu sinni á erlendar fréttir. Blaðið mun áfram verða í fararbroddi íslenzkra fjöl- miðla hvað varðar erlendar fréttir og verður þeim gefið meira vægi inni í blaðinu, meðal annars með því að flytja þær framar í blaðið. Baksíða blaðsins verður áfram inn- lend fréttasíða. Með því að stærstu fréttirnar birtast á forsíðu, verður til meira svigrúm á baksíðunni fyrir fjölbreyttari fréttir, sem endur- spegla betur lífið í landinu og fjöl- breytt áhugamál lesenda blaðsins. Á blaðsíðu tvö verður gerð sú breyting að þar birtist daglega stutt fréttayfirlit þar sem vísað verður á aðrar fréttasíður, í því skyni að auð- velda lesendum að glöggva sig á skömmum tíma á helztu fréttum blaðsins. Tilvísanir á forsíðu, undir blaðhausnum, þjóna jafnframt þeim tilgangi að vekja athygli á innblaðs- efni og gera það aðgengilegra fyrir lesendur. Samfara þessum nýmælum verða nokkrar breytingar á útliti útsíðna blaðsins, en þó ekki meiri en svo að hefðbundið svipmót Morgunblaðsins, sem lesendur eiga að venjast, helzt í öllum aðalatriðum. Morgunblaðið leitast við að vera fjölmiðill, sem svarar kalli tímans en byggir þó á gömlum merg hefðar og venju og mótast þessar breytingar af hvoru tveggja. Starfsfólk blaðsins vonast til að lesendur taki vel þeim breytingum, sem nú eru gerðar. HAGRÆÐING Í ÚTGERÐ OG AUÐLINDAGJALD Kristján Ragnarsson, formaðurLandssambands íslenzkra út- vegsmanna, nefndi athyglisverðar töl- ur um hagræðingu í útgerð í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í fyrra- dag. Hann benti á, að fyrir tæpum tveimur áratugum hefðu 106 togarar verið gerðir út en nú væru þeir 70 og hluti þeirra veiddi úthafsrækju. Upp- sjávarveiðiskip væru nú 38 en hefðu verið 52. Á árinu 1984 hefðu verið gerðir út 518 bátar stærri en 20 rúm- lestir en þeir væru nú 233. Engin spurning er um að þessar töl- ur sýna að mikil hagræðing hefur orð- ið í útgerð á tveimur áratugum. Þessi mikla hagræðing er ein af megin- ástæðum þess, að sjávarútvegurinn stendur nú með svo miklum blóma, sem raun ber vitni og er það sérstakt fagnaðarefni. Af þessum sökum m.a. á sjávarút- vegurinn mun auðveldara með að greiða gjald fyrir réttinn til að nýta fiskimiðin, þ.e. auðlindagjald, en Al- þingi hefur sett lög um slíkt gjald, sem greiðslur hefjast á innan tveggja ára. Í ræðu Kristjáns Ragnarssonar gætti hins vegar grundvallar misskiln- ings um einn þátt þess máls. Hann sagði m.a.: „Í tillögum svonefndrar auðlindanefndar var gert ráð fyrir að leggja gjald á allar auðlindir, auk fiskimiðanna, eins og orku, ljósvak- arásir og aðgang að sérstæðum nátt- úrusvæðum. Þessu var öllu gleymt og sjávarútvegurinn situr einn uppi með þessa miklu gjaldtöku.“ Þetta er áreiðanlega of mikil svart- sýni hjá formanni LÍÚ. Auðvitað er það grundvallaratriði að eitt skuli yfir alla ganga í þessum efnum. Það hefur ekki farið mikið fyrir umræðum um auðlindagjald af öðrum auðlindum í al- mannaeigu. Í því sambandi má ekki gleyma að ekki er langt um liðið frá því, að niðurstaða fékkst á Alþingi um þau málefni, sem snúa að sjávarútveg- inum. Hins vegar ættu ummæli Kristjáns Ragnarssonar nú að verða til þess að þráðurinn verði tekinn upp á ný og að umræður hefjist um gjaldtöku vegna nýtingar annarra auðlinda. Það var að sjálfsögðu meginatriði í þeirri ákvörð- un sjávarútvegsins að fallast á gjald- töku að hið sama ætti við um aðrar at- vinnugreinar sem á einn eða annan veg nýta auðlindir í þjóðareigu. Það er eðlileg krafa þeirra, sem starfa í út- gerð. Það er tímabært að ríkisstjórn og Alþingi taki aðra þætti þessa máls til meðferðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.