Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 39
á vegum
stjórn-
n í íslensk
ð starf
stríðsins
þess tíma
dagskrá.
anmörk,
Finnar
n.
Evrópu-
Svíþjóð.
hagssvæð-
Ísland og
anna,
afnt og
rra að
ngi Norð-
rðurlanda
ns innan
t áhrif á
fyrir ráð-
ðir fara
gera núna.
ss í rík-
að Norð-
nu sér-
sstjórnir
eggja góða
standi
sbundins
ðu, ef á
ar til þess
a á vett-
ma er að
hefur
ræna sam-
Rík-
isstjórnir þjóðanna hafa ekki lagað sig að nýjum að-
stæðum í öryggismálum og sótt um aðild að NATO.
Hlutleysi á milli austurs og vesturs gaf þeim færi á að
gæta hagsmuna sinna með línudansi, sem stundum
orkaði tvímælis að mati málsvara vestrænnar sam-
vinnu og öryggis. Nú er þetta hlutleysi að sjálfsögðu úr
sögunni og línudansinum er lokið.
Samstarf ESB í varnar- og öryggismálum miðar að
því að sinna friðargæslu. Markmið NATO er að
tryggja öryggi bandalagsþjóðanna með sameig-
inlegum vörnum. Þótt Finnar og Svíar séu ekki í
NATO, verður þess ekki vart, að stjórnmálamenn í
norrænum NATO-ríkjum séu að skipta sér af því með
NATO-aðild á vörunum. Hins vegar eru stjórn-
málamenn í norrænu ESB-löndunum oft að predika yf-
ir Íslendingum og Norðmönnum ágæti ESB-aðildar,
eins og sjá má meðal annars í viðtölum við þá á síðum
Morgunblaðsins.
x x x
Samstarf Færeyja, Grænlands og Íslands hefur
þróast með ánægjulegum hætti undanfarin ár. Nær
það til sífellt fleiri þátta. Helsti vandinn er sá, hve dýrt
og erfitt er að ferðast frá Færeyjum og Íslandi til
Grænlands og öfugt. Væru samgöngur greiðari væri
samstarfið enn meira.
Innan Norðurlandaráðs starfa þessi lönd saman
undir merkjum Vest-norræna ráðsins. Ráðherrar hitt-
ast á vettvangi þessa ráðs og þar hefur verið stofnað til
sérstaks samstarfs þingmanna. Engu landanna
þriggja er nokkur hagur af því að slíta þetta samstarf
undan merkjum norrænnar samvinnu. Á hinn bóginn
getur verið spennandi að huga að nánari samvinnu við
aðra eyjaskeggja á Norður-Atlantshafi eins og íbúa
Bretlandseyja en þó sérstaklega Skotlands, Hjalt-
lands, Orkneyja og Suðureyja.
Grænlendingar beina augum sínum til frænda sinna
í Norður-Ameríku. Inúítar þar tala mál af sama stofni
og Grænlendingar og menningartengslin eru nánari
þangað fyrir eskimóa en hingað austur á bóginn.
Þessari vídd er ástæðulaust að gleyma, þegar litið er
til þróunar norræns samstarfs og hlutur landanna á
Norður-Atlantshafi er metinn. Ísland er einnig í
Eystrasaltsráðinu sem eitt Norðurlandanna, þótt
hnattstaðan gefi ekki beint tilefni til þess. Enda þótti
ekki öllum sjálfsagt, að Ísland yrði í Eystrasaltsráðinu.
x x x
Rætur Norðurlandaráðs er að finna í samstarfi þjóð-
þinga Norðurlanda. Norræna þingmannasambandið
hafði starfað í áratugi, áður en þar var samþykkt að
stofna Norðurlandaráð. Þess vegna hafa tengsl ráðsins
við þjóðþing Norðurlandanna ávallt verið traust og
sterk og aldrei myndast nein gjá á milli Norð-
urlandaráðs sem stofnunar og lýðræðiskjörinna full-
trúa aðildarþjóðanna.
Norðurlandasamstarfið kallar á samstiga ákvarðanir
norrænu þjóðanna um mörg mál. Þannig var það til
dæmis meðal höfuðröksemda Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra fyrir aðild Íslands að Schengen-
samkomulaginu um afnám landamæravörslu, að án
Schengen-aðildar yrðu Íslendingar að nýju að sýna
vegabréf á ferðum innan Norðurlanda.
Mikill munur er á skipulagi Norðurlandaráðs og
Evrópusambandsins. Innan ESB var sú leið farin að
setja á stofn sérstakt þing, sem átt hefur í hinu mesta
basli með að skapa sér stöðu bæði gagnvart kjósendum
í einstökum ESB-löndum, ríkisstjórnum landanna og
valdastofnunum ESB í Brussel. Vegna hins yfirþjóð-
lega valds ESB hefur starfsemi þess vakið áleitnar
spurningar um skilin á milli heimaslóðar og stjórn-
málavalds.
ESB hefur vald til að segja ríkisstjórnum aðild-
arlandanna fyrir verkum eða binda hendur þeirra með
lögum. Norðurlandaráð eða norræna ráðherranefndin
hefur ekki slíkt vald. Þar felst ekki í eðli samstarfsins
að rjúfa tengsl þjóðríkis og pólitískra ákvarðana eins
og innan ESB.
Á afmælisþingi Norðurlandaráðs í Helsinki var
Kjeld Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs,
spurður, hvenær Norðmenn ætluðu næst að huga að
aðild að ESB. Hann sagði málið ekki geta verið á dag-
skrá næstu ár vegna breytinga á ESB. Enginn gæti í
raun sagt fyrir um það núna, hvaða Evrópusamband
stæði til boða að fáeinum árum liðnum. Á slíkum
óvissutímum væri óskynsamlegt að taka málið á dag-
skrá.
Ekki fór neinum fréttum af því, að menn færu í
ræðustól Norðurlandaráðs til að lýsa hneykslan á
þeirri skoðun norska forsætisráðherrans, að ESB-aðild
Noregs gæti ekki verið á dagskrá næstu ár.
immtíu ár
bjorn@centrum.is
til viðræðna við EFTA-ríkin strax eftir ára-
mót um aðgang þeirra að mörkuðum nýju
aðildarríkjanna og greiðslur í þróunarsjóði
sambandsins í tengslum við stækkunina.
Forsætisráðherrar Íslands, Noregs og Dan-
merkur voru bjartsýnir á að sanngjörn lausn
næðist í þessum viðræðum. Af því má ráða
að þetta verði ekkert stórvandamál, sem
breyti samskiptum EFTA og ESB. Það er
ekkert fararsnið á EES-samningnum eins
og oft hefur verið haldið fram. Ef leiðtogar
Norðurlandaþjóðanna hafa rétt fyrir sér
virðist útséð með afstöðu Halldórs Ásgríms-
sonar ef litið er til framangreindra ummæla
hans.
Langlíklegast er að aðild Íslands að ESB
verði ekki stóra kosningamálið í vor. Mín til-
finning er sú að þau mál sem venjulega
brenna heitast á fólki muni geri það í kosn-
ingunum. Efnahags- og velferðarmál, heil-
brigðis- og menntamál auk öryggis- og varn-
armála. Spurningin um aðild að ESB
brennur ekki svo á fólki þessa dagana. Enda
hafa eflaust flestir áttað sig á því í rökræðu
undanfarinna vikna og mánaða að aðild Ís-
lands að ESB er ekki töfralausn á neinu
vandamáli sem glímt er við á Íslandi. Það er
t.d. misskilningur að hún lækki hér sjálf-
krafa vexti og vöruverð. Og það er líka mis-
skilningur að Íslendingar muni búa við
óbreyttan hag af sjávarútvegi innan sem ut-
an sambandsins. Ákafamönnum um aðild
hættir til að reyna að vekja vonir í brjóstum
Íslendinga með fljótfærnislegum yfirlýsing-
um, sem standast sjaldan nánari skoðun, um
að ESB komi og leysi vandamálin. Það verð-
ur áfram verkefni okkar sjálfra.
Ef Íslendingar stæðu frammi fyrir því vali
í vor að sækja um aðild að ESB með þeirri
óvissu sem það hefur í för með sér, og greiða
fyrir þann aðgang milli níu og tólf milljarða
króna á ári, tel ég að þeir segðu langflestir
nei. Engu breytir þótt skipt sé út orðinu „að-
ild“ fyrir orðið „aðildarviðræður“. Orðin í
þessu samhengi merkja það sama. Umræða
um samstarf Íslands við Evrópuþjóðir er
mikilvæg og nauðsynleg. Eins og umræða
um stöðu Íslands í heiminum almennt. Við
stöndum frammi fyrir umræðunni og verð-
um að taka þátt í henni. En við stöndum ekki
frammi fyrir því að taka ákvörðun um aðild
að ESB. Svarið við spurningunni um hvort
það verði kosið um aðild Íslands að ESB í
vor er því einfalt. Nei, örugglega ekki.
ild að ESB?
Reuters
nur ganga framhjá glugga skrifstofu Evrópusambandsins í Varsjá. Líkur eru á að
ásamt níu öðrum ríkjum fái aðild að Evrópusambandinu árið 2004. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsýnar.
N
IÐURSTÖÐUR
liggja nú fyrir í
póstkosningu
Samfylking-
arinnar um af-
stöðuna til Evrópusambandsins.
Enda þótt þátttaka í kosning-
unni hafi aðeins verið um 35% og
þannig kannski ekki farið fram
úr björtustu vonum aðstand-
enda, verður vart annað sagt en
niðurstaða hennar sé býsna skýr
og því líklegt að þau 81,5% Sam-
fylkingarfólks sem guldu jáyrði
við spurningunni muni hafa mót-
andi áhrif á stefnu flokksins í
Evrópumálum á næstu árum. Að
því leytinu til, má vel færa rök
fyrir því að niðurstaðan marki
ákveðin tímamót.
Fjölmiðlar hafa sýnt málinu
töluverðan áhuga og þegar eru
hafnar bollaleggingar um raun-
verulega þýðingu kosning-
arinnar. Ákaflega hörð gagnrýni
einstakra félagsmanna í Sam-
fylkingunni í garð kosning-
arinnar, á framkvæmd hennar
og málatilbúnaðinn allan hefur
þó varpað nokkrum skugga á
þann ljóma sem vitaskuld átti að
stafa af þessum tímamótum og
sýnir auðvitað, svo ekki verður
um villst, að hvorki í Samfylking-
unni né annars staðar eru
markalínur í Evrópumálum
skýrar eða ljósar.
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins
sl. sunnudag komust menn að
þeirri niðurstöðu að stóra spurn-
ingin í ljósi niðurstaðna úr póst-
kosningu Samfylkingarinnar
væri hvaða stefnu Framsókn-
arflokkurinn hyggist taka í þess-
um efnum.
Því er til að svara, að á und-
anförnum árum hefur Fram-
sóknarflokkurinn fylgt ákveðinni
og skýrri stefnu í Evrópumálum.
Evrópunefnd Framsókn-
arflokksins, sem skilaði áliti sínu
í janúar 2001 eftir mikla vinnu,
komst þannig að orði í nið-
urstöðum sínum, að samskipti
Íslendinga við Evrópusam-
bandið byggist á EES-
samningnum og stefna beri að
því að samningurinn geti haldið
upphaflegum markmiðum sínum
og aðildarþjóðir haldið sínum
hlut og réttindum andspænis
Evrópusambandinu, þar á meðal
sem fullgildir þátttakendur í
samstarfi við nýjar stofnanir
ESB og á nýjum sviðum sem
sambandið tekur að sér. Enn
fremur segir í niðurstöðum
nefndarinnar: „Ef ekki reynist
grundvöllur til að byggja á
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið, þannig að hann full-
nægi til frambúðar skilyrðum og
markmiðum Íslendinga, skal
ákvörðun tekin um það hvort
óskað skuli viðræðna við Evr-
ópusambandið um fulla aðild Ís-
lendinga að því, m.a. á grundvelli
þeirra skilmála og samnings-
markmiða sem Íslendingar setja
sér, eða hvort leita skuli annarra
valkosta.“
Í niðurstöðunum er kveðið á
um að ef til ákvörðunar um aðild-
arumsókn að ESB komi, skuli
hún borin undir þjóðaratkvæði
ásamt öðrum raunhæfum kost-
um sem til greina komi í Evrópu-
samvinnunni. Skili aðild-
arviðræður sameiginlegri
niðurstöðu um að aðild Íslend-
inga að Evrópusambandinu skuli
hún að nýju lögð undir þjóð-
aratkvæði áður en til skuldbind-
inga kemur, en verði aðild-
arsamningur felldur í
þjóðaratkvæðagreiðslu, eða leiði
aðildarviðræður ekki til sameig-
inlegrar niðurstöðu, skuli leitað
viðræðna um tvíhliða samning
við Evrópusambandið.
Á flokksþingi Framsókn-
arflokksins í fyrra var samþykkt
að vinna áfram að málefnum Ís-
lands í Evrópusamstarfinu í
samræmi við niðurstöðu skýrslu
Evrópunefndarinnar. Í sam-
ræmi við það hefur formaður
flokksins, Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra, beitt sér fyrir
endurskoðun og uppfærslu
EES-samningsins, samtímis því
sem hann hefur haft forystu um
opna og fordómalausa umræðu
um sambandið – kosti þess og
galla. Það er afskaplega mik-
ilvægt að greina stöðu okkar í
breyttri Evrópu, greina áhrif
okkar í stækkuðu Evrópusam-
bandi og fylgjast grannt með því
hvort EES-samningurinn dugir
okkur – einn og sér – til fram-
tíðar.
Það er mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því, að það er
ekki á stefnuskrá Framsókn-
arflokksins að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Að
óbreyttu virðist aðild raunar
óhugsandi, ekki síst sakir hinnar
sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnu sambandsins. Hins
vegar ber okkur um leið að
greina alla möguleika og öll
teikn um breytingar sem
gerast samfara hinni hröðu
þróun og það höfum við
gert. Í því samhengi ber að
skoða athyglisverðar hug-
myndir utanríkisráðherra
um breytingar á sjáv-
arútvegsstefnunni, m.a. um
að stjórnun fiskveiða úr
staðbundnum stofnum innan
fiskveiðilögsögu strandríkja
verði á hendi stjórnvalda í við-
komandi ríkjum og að unnt verði
að finna lausn á þessum málum,
sem viðunandi yrði fyrir okkur
Íslendinga, yrði pólitískur vilji
fyrir hendi. Vísbendingar eru
uppi um að í þessum efnum yrði
hlustað á rödd og röksemdir Ís-
lendinga.
Svo er að sjá að umræðan um
hugsanlega aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu sé á góðri leið
með að skipa landsmönnum í
tvær hugmyndafræðilega and-
stæðar fylkingar. Afstaða fólks
til ESB klýfur alla flokka og sýn-
ist ekki bundin búsetu eða
starfsstéttum. Þó virðast þeir
yngri jákvæðari í garð sam-
bandsins en hinir eldri, ef marka
má skoðanakannanir.
Það eru deilur um Evrópu-
sambandið í öllum flokkum og
fjölmennasta sveitin, sem er
fylgjandi beinni aðild er senni-
lega í Sjálfstæðisflokknum – eins
og hver annar hulduher. Fram-
sóknarmenn vilja á hinn bóginn
hafa þessa umræðu á dagskrá
síns flokks og sinnar framtíðar
og hræðast hana ekki. Vitaskuld
er málið umdeilt og það er eng-
inn að tala um að Ísland gerist
aðili að Evrópusambandinu hér
og nú. Ef aðild gengur gegn
hagsmunum okkar ber okkur
vitaskuld að forðast hana með
öllum ráðum. Felist hagsmunir
okkar hins vegar í því að vera
innan sambandsins eigum við að
sækja um.
Einmitt af þessum sökum er
það skylda okkar að standa
áfram fyrir upplýstri umræðu,
draga fram staðreyndir byggðar
á þekkingu um kosti aðildar og
galla, svo að á endanum megi
taka vel ígrundaða og skyn-
samlega ákvörðun.
Framsókn
og ESB
Eftir Björn Inga Hrafnsson
’ Það er mikilvægt aðmenn geri sér grein fyr-
ir því, að það er ekki á
stefnuskrá Framsókn-
arflokksins að sækja
um aðild að Evrópu-
sambandinu. ‘
Höfundur er kynningarfulltrúi
Framsóknarflokksins.