Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 50
Stefanía, Berglind, Jörg og séra Bára Frið-
riksdóttir leiða stundina. Kl. 14 messa
allra heilagra. Þau sem misst hafa ástvin
á síðasta ári eru sérstaklega hvött til að
fjölmenna. Látinna verður minnst á sér-
stakan hátt og kveikt á kertum í minningu
þeirra og fyrir bænarefnum. Kl. 15.30
Guðsþjónusta á Ási. Látinna verður
minnst.
KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: 23.
sunnudagur eftir trínitatis (allra heilagra
messa), 3. nóvember 2002: Guðsþjón-
usta kl. 11. Guðspjallatexti: Jesús prédik-
ar um sælu (Matt. 5). Aðalsafnaðarfundur
í kirkjunni að embætti loknu. Sókn-
arprestur
ÞYKKVABÆJARKIRKJA: 23. sunnudagur
eftir trínitatis (allra heilagra messa), 3.
nóvember 2002: Messa kl. 14. Guð-
spjallatexti: Jesús prédikar um sælu
(Matt. 5). Messuheimsókn úr Digranes-
söfnuði í Kópavogi. Séra Gunnar Sig-
urjónsson þjónar fyrir altari. Séra Magnús
Björnsson prédikar. Kór Digraneskirkju
leiðir söng. Orgelleikari Kjartan Sig-
urjónsson. Kirkjukaffi í boði sókn-
arnefndar Þykkvabæjarkirkju í Samkomu-
húsinu að messu lokinni. Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
kl. 14 sunnudag 3. nóvember. Allra heil-
agra messa. Kvennakórinn Vox Feminae
syngur ásamt Skálholtskórnum. Ferming-
arbörn aðstoða við helgihaldið. Sókn-
arprestur.
ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14 á allra heilagra messu. Látinna
minnst.
BORGARPRESTAKALL: Barnaguðsþjón-
usta í Borgarneskirku kl 11.15. Messa í
Borgarneskirkju kl 14. Á allra heilagra
messu verður flutt Missa de Angelis.
Englamessa. Minnst verður látinna. Borg-
arkirkja . Messa kl 16. Sóknarprestur.
HNÍFSDALSKAPELLA: Messa kl. 11.
Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu
Bragadóttur. Barnastarf kl. 13. Sókn-
arprestur.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Messa fyrir allt
prestakallið á allra heilagra messu kl. 14.
Sr. Gylfi Jónsson prédikar. Fermingarbörn
selja friðarkerti til að láta á leiði ástvina
fyrir messu. Messukaffi á prestssetrinu á
eftir. Sóknarprestur. Mætum öll á bingóið
í Hlíðarbæ laugardag 2. nóv. kl. 14 til að
styrkja orgelsjóð kirkjunnar.
AKUREYRARKIRKJA: ,Allra heilagra
messa. Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jóns-
son. Látinna minnst. Félagar úr Kór Ak-
ureyrarkirkju syngja. Michael Jón Clarke
syngur einsöng. Organisti: Björn Steinar
Sólbergsson. Sunnudagaskóli kl. 11,
fyrst í kirkju en síðan í safnaðarheimili.
Ingunn Björk og Laufey Brá verða með
barnastarfið. Fræðsla og hressing í safn-
aðarheimili eftir messu. Sr. Svavar A.
Jónsson fjallar um sorg barna.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með
börnunum. Messa verður kl. 14. Ásta
Magnúsdóttir syngur einsöng. Kaffiveit-
ingar verða í safnaðarsal að athöfn lok-
inni.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagur: Kl. 18 samvera fyrir heim-
ilasambandssystur og hjálparflokk. Kl. 20
almenn samkoma. Ingibjörg Jónsdóttir
talar. Allir velkomnir. Ath. heim-
ilasamband mán. 4. nóv. fellur niður.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Messa verð-
ur í kirkjunni á sunnudag á allra heilagra
messu kl. 14.
HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11.
LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja:
Kirkjuskóli laugardag kl. 13.30. Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Minnst lát-
inna. Svalbarðskirkja: Kirkjuskóli laug-
ardag kl. 11. Kyrrðarstund
sunnudagskvöld kl. 21. Minnst látinna.
Prestssetrið Laufási: Kvöldrabb yfir kaffi-
bolla kl. 20.30. Umræðuefni: Dauði-sorg-
minning. Allir velkomnir. Sóknarprestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Unglingastarf kl. 20. 4. nóv. mán:
Kyrrðarstund kl. 18. Opinn 12 spora-
fundur kl. 18.30–20. Uppbyggingarstund,
lofgjörð og fræðsla kl. 20. Sóknarprestur.
ÁSASÓKN í Fellum: Sunnudagaskóli í
Fellaskóla kl. 11. TTT-starf í Fellaskóla kl.
13. Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Fund-
ur verður með fermingarbörnum og for-
eldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu og
eru þau sérstaklega hvött til þess að
koma til guðsþjónustunnar, en að sjálf-
sögðu eru allir velkomnir. Kór Áskirkju
syngur undir stjórn organistans Kristjáns
Gissurarsonar. Sóknarpresturinn sr. Lára
G. Oddsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari.
EIÐAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Allir velkomnir. Sókn-
arprestur.
KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA-
KALL. Kapellan á Kirkjubæjarklaustri.
(Allra heilagra messa) Messa kl. 14. Sér-
staklega verður þeirra minnst sem látist
hafa á árinu með fyrirbæn og þakk-
argjörð. Notast verður við gregorstón við
messugjörðina (altarisganga). Allir eru
hjartanlega velkomnir og hvattir til að
mæta – og þakka þannig fyrir góðar gjafir,
gróður jarðar og um leið eflast í trú sinni.
Organisti: Kristófer Sigurðsson. Kór
Prestsbakkakirkju leiðir söng. Hjúkr.- og
dvalarheim. Klausturhólar. Helgistund kl.
15.15. Sr. Baldur Gautur Baldursson.
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 51
FYRSTU dagarnir í nóvember hafa
um aldir verið tileinkaðir öllum
heilögum, píslarvottum trúarinnar,
og öllum sálum, þeim sem látist
hafa á liðnu ári. Á sunnudaginn, 3.
nóvember, verða messur víða helg-
aðar þessu umfjöllunarefni.
Í Fossvogskirkju verður vönduð
tónlistardagskrá frá kl. 14–17. Þar
gefst fólki kostur á að koma og
hlýða á tónlistarflutning, ritning-
arlestur og bæn og njóta kyrrðar
kirkjunnar. Fyrst flytur mgr. Pavel
Manásek, organisti, einleik á orgel,
og þar næst leikur tónlistartvíeykið
Gunnar Gunnarsson og Sigurður
Flosason á orgel og saxafón. Þá
flytja söng sinn Hljómkórinn og fé-
lagar úr kór Bústaðakirkju, ásamt
organistanum Jónasi Þóri Þór-
issyni. Prestarnir sr. Hreinn Há-
konarson og sr. María Ágústsdóttir
fara með bæn og ritningarorð.
Skrifstofa Kirkjugarðanna verð-
ur opin frá kl. 14–17, starfsfólk vís-
ar veg í görðunum og Hjálparstarf
kirkjunnar selur friðarkerti, bæði í
Fossvogskirkjugarði og í Gufunesi.
Verið velkomin í Fossvogskirkju
á sunnudaginn.
110 ára afmæli
Innra-Hólmskirkju
110 ÁRA afmælis Innra-Hólms-
kirkju í Borgarfjarðarprófasts-
dæmi verður minnst með messu svo
og kaffiveitingum og stuttri dag-
skrá í félagsheimilinu Miðgarði á
sunnudaginn kemur, sem er allra
heilagra messa.
Messan hefst kl. 14.00 og mun sr.
Örn Bárður Jónsson, prestur í Nes-
kirkju prédika, en altarisþjónusta
verður í höndum sóknarprestsins,
sr. Kristins Jens Sigurþórssonar.
Að messu lokinni verða kaffiveit-
ingar í boði sóknarinnar í Miðgarði
þar sem kirkjukór Saurbæj-
arprestakalls undir stjórn organist-
ans Zsuszönnu Budai mun flytja
nokkur lög og stutt ágrip verður
flutt um kirkjustaðinn Innra-Hólm,
en þar hefur kirkja staðið frá því
um 900 og er hann því einn elsti
kirkjustaður landsins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Látinna minnst í
Hjallakirkju
ALLRA heilagra messa í kirkjum
landsins sunnudaginn 3. nóvember.
Í Hjallakirkju hefst dagurinn
með tónlistarmessu kl. 11 þar sem
Kór Hjallakirkju flytur m.a. messu í
C-dúr eftir Mozart ásamt einsöngv-
urum.
Síðari hluta dagsins, kl. 17, verða
minningartónleikar en þá mun
kammerkórinn Vox Gaudiae frum-
flytja á Íslandi, ásamt einsöngv-
urum og hljóðfæraleikurum,
Requiem eftir Johann E. Eberlin,
Laudate Dominum eftir Mozart,
Allsherjar Drottinn eftir César
Franck og fleiri kórverk. Aðgangur
á tónleikana er ókeypis.
Verið velkomin í Hjallakirkju á
allra heilagra messu.
Allra heilagra messa –
minning látinna
MINNING látinna verður heiðruð
með sérstökum hætti við messu í
Landakirkju sunnudaginn 3. nóv-
ember kl. 14.
Þá er „allra heilagra messa“ að
gömlum sið en hann hefur fengið
þann sess að við minnumst allra
þeirra, sem andast hafa. Prestur les
nöfn þeirra, sem andast hafa síð-
ustu tólf mánuði og færðir hafa ver-
ið til þjónustubókar Vestmanna-
eyjaprestakalls. Sr. Kristján tekur
við ábendingum um aðra, sem hafa
verið jarðsettir annars staðar en í
Eyjum, en fólk vill minnast með
þessum hætti. Ástvinir geta tendrað
ljós á kerti í kirkjunni til minningar
um látinn ástvin, hvort sem nöfn
þeirra hafa verið lesin upp eða ekki.
Altarisganga verður í messunni og
fermingarbörn lesa upp úr Ritning-
unni. Yfirskrift messunnar er „Sæl-
ir eru sorgbitnir“. Kaffispopi og
spjall á eftir í safnaðarheimilinu.
Athygli skal vakin á því að þriðju-
dagskvöldið 5. nóvember verður
fundur um sorg og viðbrögð við
missi í safnaðarheimilinu og hefst
hann kl. 20. Sóknarprestur flytur
stutt erindi um sorgarviðbrögð og
stýrir spjalli á eftir.
Kaffihúsamessa í safn-
aðarheimilinu
KAFFIHÚSAMESSA verður í safn-
aðarheimili Landakirkju sunnu-
dagskvöldið 3. nóvember. Félagar
úr Samkór Vestmannaeyja sjá um
söng og tónlist með hópi hljóðfæra-
leikara. Æskulýðsleiðtogar lesa úr
Ritningunni. Sr. Kristján Björnsson
þjónar og leggur út af guðspjalli
dagsins, sem eru sæluboð Fjallræð-
unnar. Yfirskriftin er: „Sælir eru
hjartahreinir“. Kaffisopi og djús
fyrir og eftir og undir söng. Ljúf
stund og sæl. Foreldrar eru hvattir
til að fylgja börnum og unglingum
og eiga góða stund í húsi Guðs.
Æskulýðsfundurinn rennur inní
kaffihúsamessuna.
Allraheilagra messa í
Grafarvogskirkju
Á ALLRA heilagra messu nk.
sunnudag verður haldin hátíðar-
guðsþjónusta í Grafarvogskirkju.
Eins og undanfarin ár bíður Graf-
arvogssöfnuður sérstaklega þeim
sem minnst hafa ástvini sína á árinu
til guðsþjónustu. Þann dag er
þeirra sem á undan oss eru farnir
sérstaklega minnst. Séra Vigfús
Þór Árnason prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði
Pálsdóttur og séra Bjarna Þór
Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju,
Barna- og unglingakór kirkjunnar
syngja. Stjórnandi Oddný Þor-
steinsdóttir. Organisti Hörður
Bragason.
Eftir guðsþjónustuna verður svo
nefnt „líknarkaffi“ en framlög
renna í Líknarsjóð Grafarvogs-
kirkju.
Prestar Grafarvogskirkju.
Alda Ingibergsdóttir í
Hafnarfjarðarkirkju
FRÁ fornu fari hefur það verið hefð
í kirkjunni að helga 1. nóvember
öllum heilögum körlum og konum,
Tónlistardag-
skrá í
Fossvogskirkju