Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 53
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞESSUM dálkum hefuráður verið fundið að þeimenska talsmáta, sem núvirðist vera orðinn gegn-
umgangandi á fjölmiðlunum, að
nefna helst aldrei karl og konu
annað en föður og móður ef börn-
in þeirra koma jafnframt við
sögu. Í íslensku hefur það þó ekki
verið vaninn að nota þessi orð og
önnur, sem sýna hvernig skyld-
leika eða venslum manna í milli
er háttað, nema í réttu samhengi.
Þessi málkækur virðist vera
orðinn svo rótgróinn, að í út-
varpsfrétt fyrir skömmu var talað
um „mæður, sem verða þungaðar
í fyrsta sinn“. Hvernig hægt er að
koma þessu heim og saman er
umsjónarmanni alveg lokuð bók.
Kona, sem verður þunguð í fyrsta
sinn, verður varla móðir fyrr en
hún hefur alið af sér barnið. Það
er að segja, nema nota eigi móð-
urnafnið um alla kvenþjóðina frá
vöggu til grafar og hvort sem
konan hefur alið af sér börn eður
ei. Það sama hlyti þá að gilda um
karlmennina. Þá má þá líka kalla
feður allt frá barnsaldri. Svo má
kannski búast við, að farið verði
að tala um mæður, sem hafa aldr-
ei verið þungaðar.
– – –
Kristján Bersi Ólafsson, fyrr-
verandi skólastjóri í Hafnarfirði,
hefur sent þættinum nokkrar lín-
ur þar sem hann vekur athygli á
ákveðinni málfarsbreytingu:
„Heldur hvimleitt þykir mér
þegar góð og gegn íslensk orð
komast í tísku í annarri merkingu
en áður. Þetta hefur á síðari ár-
um orðið hlutskipti orðsins ávirð-
ing. Í orðabók Blöndals er merk-
ing orðsins talin aðeins ein:
Forseelse, en í Orðabók Menn-
ingarsjóðs eru merkingarnar
taldar tvær og er önnur þeirra sú
sama og hjá Blöndal, yfirsjón, en
hin nokkru sterkari: Misgerð. Til
frekari skýringar er í Orðabók
Menningarsjóðs einnig tekin upp
hending úr gömlum sálmi: Ávirð-
ing mín er mörg og ljót.
Núna virðist orðið jafnan haft í
fleirtölu, ávirðingar, og það einna
helst látið merkja ásakanir eða
áburð um eitthvað misjafnt. Mörg
önnur orð og orðasambönd eru til
í íslensku máli, sem ná þeirri
merkingu á skýran og ótvíræðan
hátt, og því virðist mér óþarft að
endurvekja
þetta gamla orð
og klæmast á
því, eins og mér
sýnist að háir
jafnt sem lágir
ástundi þessa
dagana.“
Umsjónarmaður þakkar Krist-
jáni Bersa bréfið og vill um leið
hvetja þá, sem áhuga hafa á með-
ferð móðurmálsins, að láta í sér
heyra og benda á það, sem betur
má fara.
– – –
Í íslensku eru til mörg orð og
orðatiltæki, sem tákna uppgjöf,
til dæmis að gefast upp, leggja
upp laupana, leggja árar í bát, að
heykjast á einhverju og margt
fleira. Í íþróttafrétt var það hins
vegar haft svona: „Ég verð mjög
hissa ef Guðjón Þórðarson hefur
ákveðið að henda inn handklæð-
inu á þessari stundu.“
Sá, sem benti umsjónarmanni á
þetta, kannaðist ekki fremur en
hann við þetta orðatiltæki þótt
báðir hafi að vísu þóst vita við
hvað væri átt. Við nánari eft-
irgrennslan var upplýst, að það
væri sótt í enskt hnefaleikamál,
„to throw in the towel“, og þýddi
uppgjöf, að annar keppandinn
veifaði handklæði framan í hinn
eða dómarann til marks um, að
hann væri búinn að fá sig full-
saddan af barsmíðunum.
Íslendingar hafa á öllum öldum
þýtt eða kannski öllu heldur fært
í íslenskan búning erlend orða-
tiltæki og málshætti en hráar
þýðingar, sem eiga sér litla stoð í
íslenskum veruleika, eru ekki til
fyrirmyndar. Hnefaleikar hafa
ekki verið stundaðir hér á landi
áratugum saman þótt sú breyting
hafi vissulega orðið á, að nú eru
ólympískir hnefaleikar leyfilegir.
Í umræddri frétt var þetta að
vísu haft eftir öðrum en það er
lítil afsökun. Ef fréttamenn hefðu
allt eftir orðrétt, er hætt við, að
margar fréttir yrðu með öllu
óskiljanlegar.
– – –
Annað þessu skylt er fyrirsögn
í einu dagblaðanna og var hún á
þessa leið: „Féll úr leik gegn
óþekktu andliti.“ Þar sagði frá
því, að bandaríska tennisstjarnan
Venus Williams, sem er önnur á
styrkleikalista Alþjóðatenn-
issambandsins, hefði tapað fyrir
lítt þekktum keppanda, Magda-
lenu Maleevu. Hér er ekki um
neitt annað að ræða en hráa þýð-
ingu úr ensku, „unknown face“.
Íslenskir blaðamenn hljóta að
geta gert betur.
– – –
Áður hefur verið minnst á það,
sem heitir frumlag, andlag og
umsögn eða með öðrum orðum
hvað það er, sem ræður mynd
sagnarinnar hverju sinni. Í
spurningaþættinum „Gettu bet-
ur“ eru keppendur jafnan beðnir
að leiðrétta rangt mál í einhverri
setningu og nú ætlar umsjón-
armaður að klykkja út með því
sama. Hvað er rangt í eftirfar-
andi setningum:
„Fjöldi fíkniefnamála hafa
aldrei verið fleiri“; „… að mikið
af niðurstöðum tilraunanna hafi
verið falsaðar“ og „Meirihluti
þeirra vilja eins til tveggja her-
bergja íbúðir“.
Má búast við,
að farið verði
að tala um
mæður, sem
hafa aldrei ver-
ið þungaðar?
svs@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Svein Sigurðsson
KRABBAMEIN í ristli er alvar-
legur sjúkdómur og veldur miklu
heilsutjóni. Hér á Íslandi deyja á
hverju ári 40–50 einstaklingar af
völdum ristilkrabbameins sem er
þriðja algengasta krabbameinið
meðal Íslendinga og önnur algeng-
asta dánarorsökin. Nýgengi (fjöldi
greindra tilvika á ári) fer vaxandi
en nú greinast 110–120 einstak-
lingar, konur og karlar, með sjúk-
dóminn árlega. Þrátt fyrir vaxandi
nýgengi hafa horfur batnað nokk-
uð, því geta um 50% þeirra sem fá
sjúkdóminn vænst þess að lifa í
fimm ár eða lengur. Nú eru um
710 einstaklingar á lífi, sem hafa
fengið þetta krabbamein. Því hef-
ur verið spáð að tilvikum muni
fjölga hér á landi um 20% til ár-
anna 2008–2012.
Fordómar
og fáfræði
Meðal íbúa hins vestræna heims
fer tíðni ristilkrabbameins vaxandi
og víða er þetta þriðja algengasta
krabbameinið og önnur algengasta
dánarorsök af völdum krabba-
meins eins og hér. Þrátt fyrir nýja
tækni til að greina sjúkdóminn á
öllum stigum, betri skurðtækni og
framfarir á sviði lyfja- og geisla-
meðferðar hefur baráttan við
þennan sjúkdóm verið erfið og
horfur sjúklinga batnað minna en
búast mætti við. Ristilkrabbamein
hefur ekki verið mikið í um-
ræðunni almennt um heilbrigðis-
mál þrátt fyrir að ferli sjúkdóms-
ins, fyrstu einkenni hans og
áhættuþættir hafi verið ljósir í
áratugi. Víst er að sjúkdómurinnn
hefur alltof lengi verið hulinn dul
vanþekkingar og jafnvel fordóma.
Leitað
lausna
Á undanförnum tveimur til
þremur árum hefur vaxandi at-
hygli beinst að ristilkrabbameini
víða erlendis. Einkum hefur verið
rætt um nýjar og áhrifaríkar að-
ferðir til að minnka nýgengi og
fækka dauðsföllum af völdum sjúk-
dómsins. Áfram halda rannsóknir
á erfðaþáttum og þróun nýrra
lyfja til að fyrirbyggja og með-
höndla þetta krabbamein. En
hvers vegna er árangur ekki meiri
en raun ber vitni og hvað getum
við gert annað? Svara við þessari
spurningu hefur verið leitað meðal
meltingarsérfræðinga, skurðlækna
og krabbameinslækna síðastliðin
ár í Evrópu og Bandaríkjunum.
Margir eru sannfærðir um að nú
sé réttur baráttuvettvangur fund-
inn, en öllum er þó ljóst að end-
anleg lausn á þessum illvíga sjúk-
dómi er ekki í sjónmáli næstu árin.
Forvörn er
fyrirhyggja
Við þurfum að auka fræðslu al-
mennings og heilbrigðisstétta,
hvetja til meiri árvekni varðandi
þennan sjúkdóm, m.a. um hvað
hægt sé að gera til að minnka lík-
ur á að fá þetta krabbamein og
hvernig unnt er að greina það á
fyrstu stigum. Um þetta snýst
baráttan nú víða um heim. Alþjóða
heilbrigðismálastofnunin hefur í
samvinnu við ýmis fagfélög tengd
meltingarsjúkdómum (OMGE,
OMED, UEGF, ESGE og ASGE)
og krabbameini (UICC) beitt sér á
þessum vettvangi um forvarnir og
skimun (skoðun) á þessu krabba-
meini. Við viljum vera þátttakend-
ur í því.
Fáfræði
er vandamál
Með því að auka fræðslu al-
mennings og beita greiningarað-
ferðum snemma er von til að unnt
verði að draga verulega úr ný-
gengi ristilkrabbameins og bæta
horfur þeirra sem fá þennan sjúk-
dóm. Nýleg könnun sýnir að veru-
lega skortir á þekkingu Íslendinga
á þessu krabbameini. Einungis
helmingur svarenda þekkti orsök
sjúkdómsins, fjórðungur fyrstu
einkenni og nýgengi og tíundi hluti
svarenda vissi hver mesti áhættu-
aldur þessa krabbameins er. Um
83% töldu að þeir hefðu enga
fræðslu fengið um sjúkdóminn,
tæplega 90% töldu fræðslu nauð-
synlega og voru hlynnt skipulagðri
leit að þessu krabbameini. Það er
mjög alvarlegt til þess að vita að
aðeins helmingur þeirra á aldr-
inum 45–75 ára, sem höfðu tekið
eftir blóði í hægðum, hafði farið í
ristilrannsókn.
Takmarkið
skýrt
Ef vel tekst til og samstaða er
góð er það raunhæft markmið að
bæta verulega árvekni fólks og vit-
und um mikilvægi forvarna og
þátttöku í skimun eftir sjúkdómn-
um. Markmiðið er að fækka dauðs-
föllum af völdum sjúkdómsins um
helming á næstu 10–15 árum. Al-
menn fræðsla um ristilkrabbamein
skiptir sköpum og getur bjargað
mannslífum. Lykillinn að árangri
er að einstaklingurinn hafi næga
þekkingu til að geta tekið ábyrgð á
sjálfum sér. Um þetta snýst Vit-
undarvakning um ristilkrabba-
mein.
Vitundarvakning
um ristilkrabbamein
– hvers vegna?
Eftir Ásgeir Theodórs og
Sigurð Guðmundsson
Ásgeir er meltingarsérfræðingur og
Sigurður er landlæknir.
„Nýleg könnun sýnir að
verulega skortir á þekk-
ingu Íslendinga á þessu
krabbameini.“
Ásgeir
Theodórsson
Sigurður
Guðmundsson
Í MORGUNBLAÐINU hafa
tveir menn skrifað greinar og
gagnrýnt að Sigríður Snæbjörns-
dóttir var ráðin framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
en ekki Skúli Thoroddsen. Athygli
vekur að báðir greinarhöfundar
hafa forðast aðalatriði málsins. Það
er að gera grein fyrir hæfni um-
sækjendanna tveggja og leggja það
fyrir lesendur blaðsins að meta svo
málsatvik.
Það sem mestu máli skiptir er
menntun umsækjenda, starfs-
reynsla og hvernig þeir hafa staðið
sig í fyrri störfum. Gagnrýnendur
verða að gera grein fyrir þessum
atriðum og skýra hvers vegna þeir
telja Skúla hæfari. Það hafa þeir
ekki gert. Þvert á móti hafa þeir
forðast þennan kjarna málsins.
Báðir hafa nefnt tvennt sem rök
fyrir því að niðurstaða heilbrigð-
isráðherra sé gagnrýniverð. Annað
er að Skúli er búsettur á Suður-
nesjum sem Sigríður er ekki og
hitt er að fjórir stjórnarmenn í
Heilbrigðisstofnuninni mæltu með
Skúla en einn með Sigríði. Búseta
getur ekki ráðið ráðningu í stöður
hjá ríkinu, önnur atriði eiga að
ráða lögum samkvæmt. Margir
Suðurnesjamenn vinna á höfuð-
borgarsvæðinu og þeim þætti það
örugglega gagnrýnivert ef þeir
hefðu ekki fengið störfin vegna bú-
setu sinnar á Suðurnesjum.
Hitt atriðið, niðurstaða stjórnar,
er innlegg í málið. Hversu gott inn-
legg það er ræðst af rökstuðningi
stjórnarmanna. Ekki hefur verið
gerð grein fyrir rökum þeirra, að-
eins hefur komið fram hvern þeir
vilja í starfið en ekki hvers vegna.
Það er hlutverk ráðherra að kynna
sér niðurstöðu stjórnar og rök-
stuðning. Gagnrýnendurnir, Jór-
unn Tómasdóttir og Jóhann Geir-
dal, veita engar upplýsingar um
rök stjórnarmanna og kalla ekki
eftir þeim. Hvers vegna? Hvorugt
þeirra veitir upplýsingar um rök
sín fyrir því að þau telja að Skúli
eigi að fá starfið. Hvers vegna?
Miklir annmarkar eru á mál-
flutningi þeirra beggja, Jórunnar
og Jóhanns. Jórunn getur ekki lagt
óvilhallt mat á umsækjendurna
vegna tengsla sinna við Skúla, lít-
ilsvirðir Sigríði og nefnir hana
„ráðherragæðing“ sem er „settur í
embættið á þeim forsendum helst-
um að pissa sitjandi“. Sakar heil-
brigðisráðherra um siðblindu og
ræðst á framsóknarmenn almennt
með stóryrðum.
Jóhann Geirdal er í svipuðum
gæðaflokki, hann er m.a. með
dylgjur í garð fjármálaráðherra og
heilbrigðisráðherra og ýjar að því
að ráðning framkvæmdastjórans sé
í þeim tilgangi að auðvelda nið-
urskurð á þjónustu sem Heilbrigð-
isstofnunin veitir. Enginn rök-
stuðningur fylgir þessum dylgjum
en hann telur það augljóslega væn-
legt að ætla pólitískum andstæð-
ingum sínum illar hvatir gagnvart
Suðurnesjamönnum.
Niðurstaðan er skýr: Báðir
gagnrýnendurnir forðast aðalatriði
málsins. Það getur ekki gengið.
Þau Jórunn og Jóhann verða að
leggja spilin á borðin.
Spilin á borðið
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
Höfundur er formaður þingflokks
framsóknarmanna.
„Það sem
mestu máli
skiptir er
menntun
umsækj-
enda, starfsreynsla og
hvernig þeir hafa staðið
sig í fyrri störfum.“
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111