Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 55 Í SEPTEMBER síðastliðnum hélt dansflokkur Merce Cunning- ham, eins þekktasta danshöfundar Bandaríkjanna, sýningu í Borgar- leikhúsinu. Sjónvarpið sýndi um svipað leyti heimildarmynd um starf hans en Cunningham hefur verið einn braut-ryðjenda í að rannsaka og nýta í listgrein sinni undur tæknibyltingar tuttugustu aldar svo sem kvikmyndir, mynd- bönd, og tölvur. Einkum og sér í lagi er áhugaverð vinna hans með hreyfingar dansarans í samstarfi við tölvugúrúa. Því er hann hér nefndur að hann er gott dæmi um hvernig listir og tækni hafa runnið saman á undanförnum áratugum. Tæknin hefur ekki aðeins gert listina sínálæga með aðstoð hljóð- varps, sjónvarps og tölva – og stuðlað að fjöldaframleiðslu henn- ar, heldur eru þessi tæki í æ ríkari mæli farin að hafa gagnvirk áhrif á listsköpunina og smátt og smátt tekin að breyta skilningi okkar og afstöðu til „æðri“ lista og stöðu „lista- mannsins“ í samtímanum. Listin hefur að sjálfsögðu ætíð verið háð tækniheiminum og staðið í nánu sambandi við hann. Dæmi um það eru: Pensillinn og liturinn, fiðlan og boginn, pappírinn og textinn sem eru hluti listaverksins og útfærslu þess. En í samtímalistsköpun þar sem tæknin hefur skapað ný heillandi tækifæri skarast svið listamanna og tæknimenntaðra manna sem aldrei fyrr. Til dæmis er hægt að tala um tæknilist og listiðnað þar sem tæknilegu þættirnir eru í að- alhlutverki. Dæmi um tæknilist eru hólógrafískar myndir, raftón- list, vélrænar, vatnsafls- og raf- rænar innsetningar. Hönnun og iðnhönnun vitna hins vegar um háþróaðan listiðnað sem hefur sameinað ólíka þætti listsköpunar og tækni. Í þeim nýja heimi sem listamað- urinn hrærist í – þar sem sköpunin er háð efni, tækjum og vélum í stöðugri og örri þróun, er verk- fræðingurinn/tæknimaðurinn tek- inn að leika lykilhlutverk. Lista- maðurinn er að sjálfsögðu neyddur til að tileinka sér hina nýju tækni og þekkingu – hann hefur ætíð verið fljótur til slíks á undan- gengnum öldum – en ætla má þó að það geri hann aðeins að vissu marki. Verkfræðingurinn sem vissulega hefur þurft að þroska með sér næmt auga fyrir umhverfi og nátt- úru við lagningu vega, við brúar- gerð og hönnun orkumannvirkja svo dæmi séu tekin og áður hefur unnið með listamönnum svo sem á sviði hljóðhönnunar rýma, ljósa- tækni og ýmsum sviðum bygging- arlistar, axlar þar nýja ábyrgð. Ábyrgð sem kallar meðal annars á aukna menntun á sviði lista. Samstarf tæknimenntaða manna og listamanna og sem nú er hafið á öllum sviðum listaheimsins kallar einnig á þverfaglega umræðu um stöðu tækninnar gagnvart listinni, menningarlegt hlutverk þeirra beggja, siðfræði og framtíðarsýn. Verkfræðin í listinni – listin í verkfræðinni Eftir Loga Kristjánsson „Samstarf tækni- menntaðra manna og listamanna, sem nú er hafið á öllum sviðum listaheimsins, kallar einnig á þverfag- lega umræðu um stöðu tækninnar gagnvart listinni.“ Höfundur er framkvæmdastjóri VFÍ. Í DAG250/0 afsl. af sjónglerjum Í MJÓDD OPIÐ 10-16 GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 587 2123 ÞAÐ BESTA FYRIR BARNIÐ! Sérstök kynning á LINDBERG barnaumgjörðum sem eru þær léttustu í heimi, (Full Frame), og eru með 3ja ára ábyrgð LE T U R V A L TVÖFALDIR FERÐAPUNKTAR ...frá Gólfefnum - Teppalandi Kókós- og sísalteppi Fákafeni 9 • Sími 515 9800 • netfang golfefni@golfefni.is • Opið virka daga kl. 8-18 og laugard. kl. 11-14 Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • Sími 420 9800 • Opið virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 10-13 GÓLFEFNI T E P P A L A N D Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval vélofinna teppa úr kókos- og sísaltrefjum. Stórar sem smáar mottur eða teppi horn í horn. Gólfefnið sem slegið hefur í gegn! Sendum bækling og sýnishorn hvert á land sem er ef óskað er. Verð frá kr. 3.290 m2stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.