Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 60
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 61
Textaþing
Ráðstefna um textun á
íslensku efni í sjónvarpi og kvikmyndum
í dag laugardaginn 2. nóvember 2002
á Grand Hóteli Reykjavík kl. 13.00-17.00
Dagskrá:
13.00 Setning Textaþings.
13.05 Ávarp menntamálaráðherra.
13.15 Martin Davies, yfirmaður textavarps BBC.
Erindi, fyrirspurnir.
13.55 Af hverju þarf ég textun?
Stutt innlegg frá Landssambandi eldri borgara
og Foreldrafélagi heyrnardaufra barna.
14.05 Lillian Vicanek, varaform. HLF Noregi og
forseti Evrópusamtaka heyrnarskertra EFHOH.
Erindi, fyrirspurnir.
14.45 Samsöngur radda og tákna.
Hlé
15.10 Samsöngur radda og tákna.
15.20 Af hverju þarf ég textun?
Stutt innlegg frá Félagi heyrnarlausra og fjölmenningarráði -
erlendir borgarar.
15.30 Reynsla Íslendinga af textaþjónustu erlendis.
15.45 Ísland í dag! - Ísland morgundagsins.
Fulltrúar frá sjónvarpsstöðvum og kvikmyndagerðarmönnum.
Stutt innlegg frá hverjum aðila og fyrirspurnir.
16.25 Af hverju viljum við textun? Réttlætismál og sjálfsagt aðgengi?
Félagið Heyrnarhjálp.
16.35 Almennar fyrirspurnir.
16.55 Samantekt.
17.00 Textaþingi slitið.
Félagið Heyrnarhjálp, Landssamband eldri borgara, Félag heyrnarlausra,
fjölmenningarráð og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra barna.
AÐGENGI FYRIR ALLA - TEXTUN, TÚLKUN OG TÓNMÖSKVI.
AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Við óskum Hvergerðingum til hamingju
með fullkomnustu skólphreinsistöð landsins
Stórt skref í umhverfismálum
Ráðgjafar:
Verktakar:
Hönnunar og ráðgjafarstofa FRV
UM 100 manns tóku þátt í árlegri
athöfn við klettinn á Willow
Point 21.
október síð-
astliðinn til
að minnast
landnáms Ís-
lendinga við
Winnipeg-
vatn í Kan-
ada sama
dag fyrir
127 árum.
Þegar 100
ár voru liðin
frá land-
námi Íslend-
inga á Nýja-
Íslandi
ákváðu
Connie
Magnuson
og Sigridur
Benediktson
að minnast
tímamótanna með því að ganga
frá Gimli suður að klettinum, en
þangað er tæplega klukkutíma
gangur. Þær hafa staðið fyrir ár-
legri göngu síðan og að þessu
sinni gengu rúmlega 20 manns,
en um 70 krakkar úr 5. og 6.
bekk barnaskólans í Gimli bætt-
ust í hópinn við klettinn.
Undanfarin ár hefur Neil Bar-
dal, aðalræðismaður Íslands í
Gimli, farið með ljóð við þetta
tækifæri og að þessu sinni fór
hann með kvæðið Willow Point
eftir Frank Olson.
Fjöl-
menni við
klettinn
Neil Bardal fer með
ljóð við klettinn á
Willow Point í lið-
inni viku.
AÐALFUNDUR Þjóðræknis-
félags Íslendinga verður haldinn
laugardaginn 9. nóvember næst-
komandi og að honum loknum
verður Þjóðræknisþing með fjöl-
breyttri dagskrá, en þingið er öll-
um opið.
Helsta markmið Þjóðræknis-
félagsins er að rækta tengsl Ís-
lendinga við ættingja í Vestur-
heimi með fjölbreyttum hætti og
geta allir gerst félagar í félaginu.
Markús Örn Antonsson, stjórn-
arformaður ÞFÍ, setur þingið á
laugardag, en Sigrid Johnson, for-
seti Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi (INL), flytur hátíð-
arávarp. Ingveldur Ýr Jónsdóttir
syngur við undirleik Guðríðar Sig-
urðardóttur og Eiður Guðnason
sendiherra, aðalræðismaður Ís-
lands í Winnipeg, flytur ávarp.
Sýnd verður heimildarmynd um líf
afkomenda íslenskra innflytjenda
vestra um 1940, Ray Johnson,
fyrrverandi forseti INL, greinir
frá þinginu í Minneapolis og fjölg-
un félaga, David Gislason, bóndi í
Manitoba, segir frá skipulagðri
heimsókn Vestur-Íslendinga til Ís-
lands 2004 og Viðar Hreinsson
flytur erindi um Stephan G. Steph-
anson. Wincie Jóhannsdóttir kynn-
ir IT verkefni Vesturfarasetursins,
Ásta Sól Kristjánsdóttir, Tricia
Signý McKay og Almar Grímsson
kynna Snorraverkefnið og greint
verður frá ferð til Vesturheims í
sumar sem leið.
Aðalfundurinn verður í Borgar-
túni 6 í Reykjavík og byrjar klukk-
an 11 eftir viku en Þjóðræknis-
þingið hefst á sama stað klukkan
13.30 og er gert ráð fyrir þing-
slitum um kl. 17.
Fjölbreytt dag-
skrá á Þjóð-
ræknisþingi