Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 63
64 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FYRIR allmörg-
um árum var ég á
ferð á Englandi til
að vera viðstadd-
ur opnun á sýn-
ingu um náttúru
Mývatns. Sýning-
in var, og er enn, í
einu af friðlönd-
um Wilfowl and
Wetlands Trust,
sem hinn heimsfrægi náttúrufræð-
ingur og listamaður Sir Peter Scott
stofnaði. Ekkja Sir Peters, lafði Phil-
ippa Scott, tók á móti mér og talið
barst strax að – ekki Mývatni – held-
ur Þjórsárverum. Philippa vildi fá að
vita nákvæmlega hvernig áætlanir
stæðu um miðlunarlón á þessum stað.
Hún taldi augsýnilega að það væri
eitt af stóru málunum í náttúruvernd
á Íslandi. Hún spurði ekki af ókunn-
ugleika því hún var þátttakandi í
könnunarleiðangri þangað 1951
ásamt Sir Peter og fleirum, þ.á m.
Finni Guðmundssyni fuglafræðingi.
Óhætt er að fullyrða að þessi leiðang-
ur hafi uppgötvað Þjórsárver sem
náttúruundur, og þar með komið
stærstu heiðagæsabyggð í heimi á
kortið. Sir Peter skrifaði bók um leið-
angurinn „A Thousand Geese“ og er
hún allfræg meðal náttúruunnenda.
Hann tileinkaði Finni bókina með
orðunum „may his shadow never
grow less – megi skuggi hans aldrei
minnka“. Þetta er orðaleikur: Finnur
var öðrum mönnum meiri að líkams-
vexti, en áhrif hans sem fræðimanns
voru einnig mikil og með persónu-
leika sínum og snörpum gáfum gerð-
ist hann öflugur talsmaður þess að
Þjórsárver yrðu friðuð.
Bók Sir Peters leiddi óbeint til
þess að ég dvaldi sumarlangt sem
vinnumaður við rannsóknir í Þjórs-
árverum þegar áætlanir voru um að
sökkva þeim og jafnvel flytja hluta
þeirra annað! Í skugga þeirra fyrir-
ætlana (Eyjavatnsmiðlun hét dæmið
þá) voru gerðar rannsóknir á hinu
sérstæða samspili sífrera, gróðurs og
heiðagæsar, sem er einkenni Þjórs-
árvera og einstakt í okkar heims-
hluta.
Eftir að Philippa Scott hafði fengið
upplýsingar um stöðu mála í Þjórs-
árverum leiddi hún mig að vegg með
stórri mynd frá Suðurskautslandinu.
Undir henni stóð þessi setning, höfð
eftir Peter Scott: „I believe we should
have the wisdom to know when to
leave a place alone.“ „Ég býst við að
viðþyrftum að búa yfir visku til að sjá
hvenær rétt er að láta landsvæði
ósnert.“
Þessi orð kölluðu fram bergmál úr
fortíðinni en voru jafnframt ákall til
framtíðar. Sir Peter þekkti vel til á
Suðurskautslandinu, og einmitt þar
lést faðir hans, pólfarinn Robert Fal-
conScott, þegar Peter var á barns
aldri. Skilaboðin voru skýr. Í huga
Sir Peters – og Philippu – voru Þjórs-
árver eitt þeirra svæða sem þau ósk-
uðu að menn fyndu upp hjá sjálfum
sér að vernda.
Nú ber það til tíðinda að sonur Sir
Peters og Philippu, Falcon Scott, er
væntanlegur til Íslands, til þess að
heimsækja Þjórsárver og kynna sér
fyrirætlanir um miðlunarlón á þess-
um stað. Hann mun á mánudags-
kvöldið kemur ávarpa borgarafund
sem halda á í Austurbæjarbíói kl
20.30 og snýst um verndun Þjórsár-
vera – verndun friðlandsins í Þjórs-
árverum. Þar verður m.a. sýnt mynd-
skeið sem faðir hans tók þar 1951.
ÁRNI EINARSSON,
líffræðingur.
Friðlandið Þjórsárver
Frá Árna Einarssyni:
Árni Einarsson
STUNDIN sem beðið var eftir virðist
loksins runnin upp. Þetta fékkst stað-
fest þegar miðbæjarskáldið greindi
frá fundi sínum með landsföðurnum.
Friðelskandi sannleiksunnendur hafa
lengi beðið þeirrar stundar að níð-
pennar og friðarspillar þjóðarinnar
yrðu kallaðir fyrir og látnir svara fyr-
ir rógburðinn sem þeir virtust enda-
laust komast upp með að dreifa um
þjóðfélagið gjörvallt. Þessir menn
sem ráðast á allt sem (göfugt er og
heillavænlegt og) til framfara horfir
hafa endalaust (og óhindrað að því er
virðist) komist upp með að blása byr
undir gróu vængi, án þess að skeyta
nokkuð um okkur hin sem trúum á
visku og réttlæti valdhafa okkar.
Hafa fengið að ganga svo langt í róg-
burði sínum um samfélag okkar og
innræti stjórnenda þess að hriktir í
sannfæringarstoðum hins almenna
borgara á samfélagsmynstrið sem
hann áður gat treyst í blindni. Fólk
sem annars er allt of upptekið í hinu
daglega amstri neyddist allt í einu til
að eyða tíma í vangaveltur um hvort
hér væru á ferðinni óprúttnir náung-
ar sem brugguðu þjóðinni launráð í
skjóli áhrifa og valda.
En eins og áður sagði er stundin
loksins runnin upp, stundin okkar.
Það er næstum eins og landsfaðirinn
hafi skynjað angist okkar og bæn-
heyrt. Hafi í þokunni greint réttlæt-
isins vita og stímt á hann af festu og
dirfsku. Og kem ég þá loks að tilgangi
þessa pistilstúfs. Mig langar að þakka
landsföðurnum fyrir að fylgjast svona
vel með börnunum sínum, fyrir þá
auknu öryggiskennd sem lagst hefur
yfir samfélagið og gera okkur kleift
að endurreisa trú okkar á fjölmiðla og
þá er þar birtast. Við kveðjuna langar
mig að skeyta áskorun (ef ég má). Ég
legg til að hætta ekki verki þá hálfnað
er. Ég legg til að hérlendis verði
stofnsett nefnd skipuð friðelskandi og
réttþenkjandi einstaklingum sem
hefði þann tilgang einan að rannsaka
og (þegar það á við) kalla fyrir sig
friðspilla þjóðarinnar. Úthluta mætti
nefndinni refsiákvæði láti menn ekki
segjast og neiti að snúa af villunnar
vegi. Nefna mætti nefndina frelsis-
nefndina og mætti með nafngiftinni
forðast allan samanburð við hina mis-
skildu McCarthynefnd Bandaríkj-
anna. Þó vissulega sé þeirri nefnd út-
deilt plássi á rangri hillu í sögunnar
safni þá er óþarfi að vekja upp gamla
drauga fyrst nýir lifa.
ÞORLEIFUR ÖRN
ARNARSSON,
Óðinsgötu 9,
101 Reykjavík.
Ber að hætta verki
þá hálfnað er?
Þorleifur Örn Arnarsson
leiklistarnemi skrifar: