Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 71
72 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 2 og 6.
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER.
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
SK RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 3.50 og 8.
Sýnd kl. 4.10 og 6. B.i. 12.
Sýnd kl. 8 og
10.20. B.i. 14.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
LOKSINS - LOKSINS - LOKSINS
Mbl
HJ Mbl
1/2 HK DV
SFS Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2, 5.45 með enskum texta, 8 og 10.15. B.i. 12.
Yfir 43.000 áhorfendur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
WITH
ENGLISHSUBTITLESAT 5.45
Loksins
færðu að kíkja bak við tjöldin og
sjá það sem enginn má sjá. Sjáðu eina
umtöluðustu og einu bönnuðu kvikmynd
Íslandssögunnar.
12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna.
Tilnefnd í öllum flokkum12
Kvikmyndir.com
Sýnd kl.1.50 og
3.40. Sýnd kl. 2.
Tilboð kr. 300
1/2
HJ. MBL
"Frábær heimildarmynd,
tvímælalaust í hópi þess
áhugaverðasta sem gert
hefur verið á þessu
sviðI á Íslandi"
SG DV
„Vel gerð og
bráðskemmtileg“
TILNEFND
TIL EDDU
VERÐLAUNANNA
SEM BESTA
HEIMILDARMYND
ÁRSINS
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
SV. MBLDV
Það verður
skorað af krafti.
Besta breska gamanmyndin
síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd
sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í
fyrsta sæti í Bretlandi.
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453Kl. 3, 5 og 7. Vit 460
SK RadíóX
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 448
Sýnd kl. 1.50, 3.40, 5.50, 8, 9, 10.10 og 11.15. Vit 461
REESE WITHERSPOON
FRUMSÝNING
Yfir 43.000
Stundum er
það sem að
þú leitar
að.. þar
sem þú
skildir það
eftir.
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er
nú þegar orðin vinsælasta mynd ReeseWitherspoonfrá upphafi vestanhafs.
AUKASÝNINGAR9 - 11.15
NOKKUR hundruð
manns taka þátt í
Skjálftamóti í Kópa-
vogi nú um helgina.
Keppt er í Counter
Strike, Warcraft III
og Quake II og III.
Þessi nöfn eru líkast
til útlenska fyrir
flestum en ekki þeim
550, sem taka þátt í
tölvuleikjakeppninni
sem fram fer í
Íþróttahúsi HK í
Digranesi.
„Sumir fara ekki
heim alla helgina. Það
verður hægt að sofa
hérna,“ segir Kristjón
Sverrisson, skipu-
leggjandi keppninnar,
og gefur það innsýn í
hversu mikill áhugi er
á tölvuleikjakeppn-
inni. Mestur er áhug-
inn á Counter Strike, að sögn Kristjóns, en
þar keppa 60 lið og alls 300 keppendur.
Eitt þessara liða er nK, lið Digranesskóla-
nemanna Kristófers Gunnarssonar, 14 ára, og
Hermanns Jóhannessonar, 13 ára, og þriggja
félaga þeirra. Þetta er fyrsta mót Hermanns,
hann hefur spilað bardagatölvuleikina frá síð-
ustu jólum. Kristófer hefur áður tekið þátt en
hann hefur spilað heldur lengur. Skjálftamót-
in eru haldin fjórum sinnum á ári í samvinnu
við Símann. Keppendur leggja til tölvu en net-
samband er á staðnum og er íþróttahúsið allt
lagt undir keppnina enda fjöldi keppenda mik-
ill.
Ekki gild afsökun
Hermann og Kristófer segjast oftspila leik-
ina í um fjórar klukkustundir á dag. Báðir
segjast taka lengri hlé inn á milli og Kristófer
æfir einnig handbolta. „Ég spilaði lítið í sum-
ar,“ segir Hermann. Þeir eru sammála um að
spilið hindri stundum herbergistiltekt og ekki
sé laust við að foreldrarnir geri athugasemd
þegar kappið er hvað mest. „Það er ekki gild
afsökun að segjast þurfa að spila,“ útskýra
strákarnir og segja spilið ekki koma niður á
námsárangrinum.
Þeir eru sammála um að hægt sé að læra
eitthvað á umræddum tölvuleikjum. Hermann
segir að til að ná árangri þurfi snerpu og að
vera fljótur að hugsa. Strákarnir benda líka á
að samheldni sé í liðunum og ekkert sérstakt
flakk á milli liða.
„Þetta er umfram allt skemmtilegt. Count-
er Strike er lífsstíll eins og margir segja,“ seg-
ir Hermann.
Eftirtekt vekur að aðeins á milli fimm og tíu
stelpur taka þátt í keppninni um helgina. „Það
er nokkur fjölgun frá fyrri árum,“ segir Krist-
jón, sem hefur tekið þátt í skipulagningu
keppninnar frá 1999, sama ár og Skjálfti var
haldinn í fyrsta sinn. Keppendum í heild hefur
einnig fjölgað en í upphafi voru þeir um 150.
„Stelpur eru ekki eins mikið fyrir leiki þar
sem þarf að skjóta hvorn annan,“ segir Her-
mann.
Kristófer Gunnarsson og Hermann Jóhannesson eru iðnir við tölvuna
og segja að hægt sé að læra sitthvað af tölvuleikjum.
Á skjálftavaktinni
í Kópavogi
ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
KEPPNIN um fyndnasta mann landsins var
haldin í fimmta sinn í haust og fóru úrslitin
fram á Sport Kaffi á fimmtudagskvöldið. Fullt
var út úr dyrum og komust færri að en vildu.
Til keppni voru mættir Sigurvin „fíllinn“
Jónsson frá Dalvík, Bifrastarneminn Björn
Hjaltason, Snorri Hergill Kristjánsson, bassa-
leikari og forritari og unglambið Birgir Hrafn
Búason sem að sögn beið í tvö ár eftir að fá að
keppa en hann er ekki nema átján ára.
Leikar fóru þannig að Fíllinn sigraði, sem
kom nokkuð á óvart að sögn Kristjáns Jóns-
sonar, Kidda Bigfoot, sem var einn aðstand-
andi keppninnar.
„Þetta var mjög jöfn keppni, miklu jafnari
en áður hefur verið og satt að segja var búist
við því að einhver annar myndi taka þetta,“
segir Kiddi. „En Fíllinn mætti bara og jarðaði
salinn, sprengdi hann nánast og fólk náði vart
andanum á milli brandaranna.“
Fíllinn er nú farinn til Edinborgar og segir
Kiddi að hann ætli að launa Skotunum pils-
faldaæðið sem gekk yfir landið fyrir skömmu.
„Hann hótaði því að fara þangað í skautbún-
ingi með blokkflautu að vopni og hann sýndi
og sannaði á fimmtudaginn að honum er fú-
lasta alvara með því,“ segir Kiddi og skelli-
hlær.
Engum sögum fer af því hvort þessi ófýlu-
gjarni maður hafi mútað dómnefndinni með
fílakaramellum og fílabröndurum. En hann er
þó sagður „fíla“ það vel að hafa verið kosinn
fyndnasti maður landsins.
Leitinni lokið að fyndnasta manni Íslands 2002
„Fíllinn“ fyndnastur
Fyndnasti maður Íslands, Sigurvin Jónsson
frá Dalvík, hampar verðlaununum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleðin tók völdin í Sport Kaffi um kvöldið.