Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HIÐ ÍSLENZKA fornritafélag hefur gefið út 2. bindi Biskupa sagna en í því eru sögur af Skálholtsbiskupum frá upphafi og til andláts Páls biskups Jónssonar árið 1211. Útgáfa fé- lagsins á Biskupa sögum er styrkt af forsæt- isráðuneytinu í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar og afhentu þeir Jóhannes Nordal, forseti Fornritafélagsins, og Jónas Kristjánsson ritstjóri Davíð Oddssyni for- sætisráðherra fyrsta eintakið í gær. Í hinu nýja bindi eru Hungurvaka, sögur af Þorláki helga og jarteinum hans, Páls saga biskups og Ísleifs þáttur biskups. Útgáfuna annaðist Ásdís Egilsdóttir dósent. Opnar mönnum heim hinna fornu rita Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum formála eftir Ásdísi og skýringum sem miðast bæði við þarfir almennra lesenda og fræði- manna. Er þar gerð grein fyrir bókmennta- legum einkennum, heimildagildi, varðveislu, tímatali og öðru því sem leiðir lesandann inn í heim þessara fornu rita. Auk þess fylgja ætt- arskrár, myndir, kort og önnur hjálpargögn. Í Hungurvöku er rakin saga fimm fyrstu biskupanna í Skálholti, frá Ísleifi Giss- urarsyni, sem vígður var árið 1056, til Klængs Þorsteinssonar sem andaðist 1176. Nafn ritsins er dregið af því að höfundur vildi með því vekja hungur ungra manna til meira fróðleiks. Hungurvaka er rituð í upphafi 13. aldar og er stórmerk heimild um sögu Íslands á þessu tímabili.Meginefni bindisins er sögur af Þorláki helga Þórhallssyni sem tók við biskupstign í Skálholti af Klængi Þorsteins- syni. Þorlákur helgi var fyrsti og máttugasti dýrlingur Íslands og náði helgi hans langt út fyrir landsteinana allt fram á okkar daga. Hann var tekinn í heilagra manna tölu fimm árum eftir dauða sinn, árið 1198, og bein hans grafin úr jörðu og borin í Skálholts- kirkju 20. júlí. Er sá dagur síðan Þorláks- messa á sumri. Jónas Kristjánsson segir þriðja bindið væntanlegt á næsta ári en í því verði m.a. Kristni saga og sögur af Jóni Ögmundarsyni, fyrsta biskupi á Hólum. Sigurður Nordal var fyrsti útgáfustjóri Fornritafélagsins og kom fyrsta ritið, Egils saga, út á vegum félagsins árið 1932 með for- mála eftir Sigurð. „Síðan þá,“ segir Jóhannes Nordal, sem verið hefur forseti Hins íslenzka fornritafélags í um tuttugu ár, „hefur félagið gefið út allar Íslendingasögurnar, Heims- kringlu, nokkrar Konunga sögur, Orkney- inga sögu og nú síðast Biskupa sögur.“ Alltaf jafngóð tilfinning að handleika ný rit Fornritafélagsins Jóhannes segir að næst á eftir þeim liggi á að gefa út Eddukvæði, fleiri Konunga sögur, Snorra-Eddu og Sturlungu. „Þetta tekur tíma því það býr mikil vinna og miklar rannsóknir á bak við hverja útgáfu enda eru ritin jöfnum höndum ætluð fræðimönnum, áhugamönnum og fróðleiksfúsum lesendum, sem enn eru býsna margir. Við höfum lagt mikið upp úr að birta yfirgripsmikla formála og rækilegar skýringar.“ Jóhannes segir útgáfu Fornritafélagsins vera sér mikið áhugamál og það sé alltaf mik- ill áfangi að fá eintak af nýrri útgáfu félags- ins í hendurnar, ekki síst þegar menn séu ánægðir með hana eins og nú. „Biskupa sög- urnar hafa ekki verið nógu vel kynntar og það hefur ekki komið út vönduð heildar- útgáfa á þeim frá því Jón Sigurðsson og Guð- brandur Vigfússon gáfu þær út á síðari hluta nítjándu aldar. Það er því tímabært að þessi útgáfa sjái dagsins ljós.“ Morgunblaðið/Sverrir Forsætisráðherra tekur við öðru bindi Biskupa sagna af þeim Jónasi Kristjánssyni ritstjóra og Jóhannesi Nordal, forseta Hins íslenzka forn- ritafélags. Von er á þriðja bindi Biskupa sagna á næsta ári. Fjórir biskupar Íslands komu og fögnuðu útkomu nýs bindis af Biskupa sögum: Ólafur Skúlason (1989–1997), Karl Sigurbjörnsson (1998), Sig- urbjörn Einarsson (1959–1981) og Pétur Sigurgeirsson (1981–1989). Biskupa sögur í útgáfu Fornritafélagsins EF HUGMYNDIR um útvíkkun á fríverslunarsamningi Færeyinga og Íslendinga frá árinu 1992 verða að veruleika yrðu vöru- og þjónustuvið- skipti milli ríkjanna alfarið gefin frjáls og hugsanlega myndu íbúar og fyrirtæki landanna njóta gagn- kvæmra réttinda í landi hins samn- ingsaðilans. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kynntu tillögur að útvíkkun samningsins á ríkis- stjórnarfundi í gær. „Nú verður unnið áfram að málinu af ýmsum ráðuneytum,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Færeyingar hafa m.a. lýst yfir áhuga á því að samningurinn nái yfir fleiri svið en viðskipti og allir ráðherrar lýstu yfir áhuga á að svo verði.“ Halldór sagði að með samningnum væri ætlunin að koma á sem mestu frelsi í samskiptum landanna, bæði í viðskiptum og fjárfestingum. „Þar með skapar samningurinn grundvöll fyrir bættum samgöngum og meiri samskiptum milli landanna.“ Dýrara gegnum Danmörku Halldór segir að málið eigi sér ákveðin upptök í vandræðum varð- andi útflutning á íslenskum landbún- aðarvörum. „Við höfum lengi verið að flytja vörur til Færeyja en þær hafa í vaxandi mæli orðið að fara í gegnum Danmörku sem hefur gert þær miklu dýrari. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur haft mikinn áhuga á því að fá greiðari aðgang að þessum markaði. Nú hafa Færeyingar lýst því yfir að þessar vörur eigi frjálsan aðgang að þeirra mörkuðum og það verði skap- aðar aðstæður svo þær geti komið beint inn til Færeyja. Að sjálfsögðu eiga þá færeyskar vörur jafngreiðan aðgang að íslenskum mörkuðum. En það er ljóst að við höfum flutt miklu meira til þeirra en þeir til okkar en vonandi getum við keypt af þeim vörur í ríkari mæli. Það sem hér býr að baki eru ekki síður óskir um nánara samstarf og samvinnu. Þannig að Íslendingar og Færeyingar geti enn meira unnið saman en þeir gera í dag.“ Með útvíkkun fríverslunarsamn- ingsins myndi samkeppnisstaða Ís- lendinga batna og útflutningur á lambakjöti yrði ekki lengur bundinn við 700 tonna kvóta. Sóknarfæri fyrir íslenska útflytjendur gætu verið tölu- verð t.d. hvað varðar mjólkurvörur, svið, innmat, svínakjöt, egg og hey. Þau svið sem undanþágu væri þörf fyrir væru fjárfestingar í sjávarútvegi og heilbrigðisreglur varðandi land- búnaðarvörur. Í minnisblaði ráðherranna segir að varðandi hugsanlegan útflutning Færeyinga á landbúnaðarafurðum til Íslands væri ekki um eiginleg sókn- artækifæri að ræða þar sem þeir anna vart sínum eigin markaði. Þá mætti auðveldlega koma í veg fyrir að aðrar erlendar landbúnaðarvörur væru fluttar inn til Íslands í gegnum Fær- eyjar með beitingu upprunareglna. Mikilvægt viðskiptaland Í minnisblaðinu kemur einnig fram að reynslan sýni að íslenskar vörur eigi greiðan aðgang að færeyskum neytendum, þrátt fyrir að markaður- inn sé ekki mjög stór. Árið 2001 voru fluttar til Færeyja vörur fyrir 2,5 milljarða króna en á sama tíma var innflutningur um 0,5 milljarðar króna. Færeyjar eru því eitt mikil- vægasta viðskiptaland Íslands, segir í minnisblaðinu. Á ríkisstjórnarfundin- um var samþykkt að til að vinna að framgangi málsins og að undirbún- ingi samninga muni utanríkisráðu- neytið stofna vinnuhóp með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli. Árið 1992 tók gildi fríverslunar- samningur milli Íslands annars vegar og Færeyja og Danmerkur hins veg- ar. Tekur hann til fríverslunar með iðnaðarvörur og sjávarafurðir. Fríverslunarsamningur við Færeyjar útvíkkaður Vöru- og þjónustuvið- skipti verði gefin frjáls SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hitti ráðuneytisstjóra hol- lenska dómsmálaráðuneytisins í London á mánudag og bar þar m.a. upp mál sem tengist rannsókn á láti íslensks pilts í Hollandi í sum- ar, Hjálmars Björnssonar. Fékk ráðherra þau svör að svars væri að vænta í þessari viku. Aðstandendur Hjálmars heitins hafa ekki sætt sig við málsmeðferð lögreglu í Hollandi og hafa þrýst á íslensk stjórnvöld að beita sér frek- ar í málinu. Ráðherra ræddi málið Í samtali við Morgunblaðið sagði Sólveig að hún hafi fyrir helgi sent hollenska dómsmálaráðherranum bréf og óskað eftir að ná fundi hans í London en hann hugðist sækja ráðstefnu um aðgerðir gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi í Suð-austur Evrópu. Ráðherrann hafi því miður ekki komist á fundinn og því hafi hún skýrt málið fyrir ráðuneytis- stjóranum. Dómsmálaráðherra afhenti hon- um jafnframt bréf frá ríkislög- reglustjóra þar sem boðin er fram aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda, komið á framfæri upplýsingum um málið og óskað eftir aðgangi að málsgögnum í Hollandi. Stuttu síð- ar hafi ráðuneytisstjórinn tjáð henni að bréfinu yrði svarað taf- arlaust og fljótlega yrði haft sam- band við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið vegna máls- ins. Upplýsingar frá Íslandi „Við verðum síðan að bíða og sjá hvernig hollensk stjórnvöld taka á málinu,“ segir hún. Í bréfi ríkislögreglustjóri var auk þess komið á framfæri upplýs- ingum sem aflað var hér á landi. Málið bar einnig á góma er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti hollenska starfsbróður sinn á fundi NATO í Prag. Hollend- ingar svara í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.