Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 15

Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 15 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 20 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardag 10-14 F j ö l b r e y t t ú r va l h r e i n læ t i s tæk j a Belgískar og Ítalskar Miðstöð baðinnréttinga Innréttingarfyrir baðherbergi Öllum þeim fjölmörgu sem unnu fyrir mig að undirbúningi prófkjörsins, hvöttu mig til dáða, lögðu mér gott orð og veittu mér stuðning í kjörklefanum færi ég mínar bestu þakkir. Jafnframt þakka ég keppinautum mínum fyrir drengilega baráttu og óska öllum sjálfstæðismönnum í Reykjavík til hamingju með niðurstöðurnar sem ég tel afar sigurstranglegar fyrir kosningarnar í vor. Ég þakka fyrir mig M ar ía o g G u ð m u n d u r ás am t b ar n ab ö rn u n u m s ín u m . Guðmundur Hallvarðsson Fastir viðtalstímar á fim. 8–10.30. Tímapantanir í síma: 563 0470 NEFND á vegum Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur afhent stjórn George W. Bush forseta tillögur um ráðstafanir til að knýja Sádi-Araba til að saksækja menn sem grunaðir eru um að hafa stutt hryðjuverkasamtök fjárhagslega. Stjórnvöldum í Sádi-Ar- abíu verða settir úrslitakostir sam- kvæmt tillögunum, annaðhvort sak- sæki þau fjárhagslega bakhjarla hryðjuverkasamtakanna innan þriggja mánaða, ella geri Bandaríkja- stjórn sjálf ráðstafanir til þess að draga þá fyrir rétt. Stjórn Bush hefur hins vegar varið framgöngu Sádi-Araba í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi eftir að skýrt var frá því að eiginkona sendi- herra Sádi-Arabíu í Washington hefði óafvitandi styrkt tvo af flugræningj- unum, sem frömdu hryðjuverkin 11. september í fyrra, fjárhagslega. Nokkrir atkvæðamiklir þingmenn í Bandaríkjunum hafa látið í ljósi áhyggjur af því að stjórn Bush vilji ekki knýja Sádi-Araba til að grípa til aðgerða gegn bakhjörlum hryðju- verkasamtakanna. Sádi-Arabar eru á meðal mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna og stjórn Bush er sögð vilja varast að styggja þá vegna hugsanlegs stríðs í Írak. Afhenda upplýsingar Bandarískir embættismenn vildu ekki greina frá því hvers konar að- gerða stjórnin ætti að grípa til sam- kvæmt tillögunum ef Sádi-Arabar stöðvuðu ekki fjárstreymið til hryðju- verkasamtakanna. Þeir sögðu að Bandaríkjastjórn myndi fyrst af- henda stjórnvöldum í Sádi-Arabíu upplýsingar um fyrirtæki og menn sem grunaðir væru um að styrkja al- Qaeda og fleiri hryðjuverkasamtök. „Okkur er sama hvernig þeir leysa vandamálið, við viljum bara að þeir láti til skarar skríða innan þriggja mánaða, annars gerum við það sjálf- ir,“ sagði einn heimildarmannanna. Bandarískir leyniþjónustumenn telja að níu auðkýfingar séu aðalbak- hjarlar al-Qaeda og annarra róttækra íslamskra samtaka. Sjö þeirra eru Sádi-Arabar, einn er pakistanskur stórkaupmaður og sá níundi er egypskur kaupsýslumaður. Sendiherrafrú blekkt Margir bandarískir þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld í Sádi-Arabíu síðustu daga eftir að í ljós kom að þús- undir dollara, sem sádi-arabíska sendiherrafrúin í Washington lagði inn á reikninga tveggja Sádi-Araba í San Diego, Omars al-Bayoumi og Osama Basnan, komust í hendur tveggja af flugræningjunum sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjun- um. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að sendiherrafrúin hafi aðstoðað hryðjuverkamennina af ásettu ráði. Hún hafi talið sig vera að styrkja eiginkonu Basnans, sem þurfti að gangast undir dýra lækn- isaðgerð, en eiginmaður hennar og al Bayoumi hafi notað peningana til að styrkja hryðjuverkamennina. Al Bayomi fór frá Bandaríkjunum sex mánuðum fyrir hryðjuverkin 11. september og talið er að hann búi í Sádi-Arabíu. Basnan var vísað frá Bandaríkjunum rúmum mánuði eftir hryðjuverkin. Lagt til að Bush setji Sád- um úrslitakosti Sádum verði gert að saksækja fjárhagslega bakhjarla al-Qaeda Washington. Los Angeles Times, The Washington Post, AP. AP George W. Bush var á ferð í Rúm- eníu um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.