Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
betri innheimtuárangur
ÁFORM eru uppi um það í Suður-Afríku að
byggja risastóra styttu af Nelson Mandela, fyrr-
verandi forseta landsins og frelsishetju svartra
manna. Styttuna vilja menn reisa í borginni Port
Elizabeth og skal hún nefnd „frelsisstyttan“.
Markmiðið er að skapa Port Elizabeth sérstöðu,
reisa þar styttu sem eftir yrði tekið, og um yrði
fjallað, í því skyni að blása lífi í atvinnulíf borg-
arinnar.
Það var auglýsingamaðurinn Kenny McDon-
ald sem kom fram með þá hugmynd að gera
styttuna af Mandela að miðpunktinum í eitt
hundrað milljóna dollara endurreisn hafn-
arsvæðisins í Port Elizabeth en McDonald segir
Mandela eitt þekktasta nafn í heimi; aðeins vöru-
merkið Coca Cola sé útbreiddara.
„Við viljum hagnýta okkur þetta. Ég geri ráð
fyrir að það megi segja sem svo að við ætlum
okkur að misnota nafn hans,“ segir McDonald.
„En fátæktin í þessari borg er ótrúleg, og ég
þekki ekki betri leið til að skapa ný atvinnutæki-
færi og blása von í brjóst fólks.“
Segja lítið úr Mandela gert
Um 1,2 milljónir manna búa í Port Elizabeth –
sem á sínum tíma var nefnd eftir eiginkonu rík-
isstjóra Bretlands á svæðinu, en sem nú er oftast
kennd við Mandela – og segja andstæðingar
hugmyndarinnar að nær væri að eyða fjár-
munum í að byggja íbúðarhúsnæði, skóla og
spítala í stað þess að reisa risavaxið minnismerki
um hinn hógværa handhafa friðarverðlauna
Nóbels.
Segja þeir að hugmyndin sé til marks um það
hversu menn vilji gera lítið úr baráttunni gegn
aðskilnaðarstefnu hvítra manna í Suður-Afríku.
Mandela sé ekki vörumerki, að ekki þurfi að
steypa eftirmynd af honum úr kopar til að
tryggja að hans verði minnst í sögunni, og að
hann hafi ekki eytt 27 árum ævi sinnar í fangelsi
til að geta seinna laðað ferðamenn að hinum
gullnu ströndum Suður-Afríku.
„Þegar menn velta fyrir sér hvernig megi
gróflega misnota sér eitthvað, eða hugsa sér
eins ósmekklega aðferð og hugsast getur til að
koma einhverju á framfæri, þá verður varla gert
betur en þetta,“ sagði í leiðara dagblaðsins Mail
& Guardian. „Ef það eru til peningar þá ættu
þeir að byggja þak yfir höfuð fólks,“ sagði jafn-
framt Motusi Nkopane, atvinnulaus verkamaður
í New Brighton-hverfinu í Port Elizabeth, þar
sem allt er í niðurníðslu.
Mandela segir ákvörðunina vera annarra
Þessi sjónarmið eru þó ekki ráðandi í héraði,
sem er hið fátækasta í Suður-Afríku og sem hef-
ur verið höfuðvígi Afríska þjóðarráðsins, stjórn-
málaaflsins sem Mandela fór fyrir á sínum tíma.
Búið er að samþykkja að eyða 200 þúsund doll-
ara í rannsókn á hagkvæmni verkefnisins, en
auk styttunnar yrði sett á laggirnar „frelsissafn“
á hafnarsvæðinu, ráðstefnuhöll yrði þar byggð
og höfn sem gæti rúmað skemmtiferðaskip.
Flokksdeild Afríska þjóðarráðsins á staðnum
hefur lagt blessun sína yfir verkefnið og hafn-
aryfirvöld hafa boðið fram land. Á svæði þar
sem atvinnuleysi mælist reglulega yfir 50%, og
þar sem barnadauði mælist sums staðar meira
en 10%, líta margir jákvæðu auga verkefni sem
er ætlað að laða að 5.000 ferðamenn á dag og
tryggja tíu þúsund ný störf.
Talsmaður Mandela sjálfs, sem orðinn er 84
ára gamall, segir forsetann fyrrverandi ætla að
láta ríkisstjórn landsins og Afríska þjóðarráðið
um allar ákvarðanir í þessu efni. „Ef þeim finnst
við hæfi að hann sé heiðraður með þessum hætti
mun hann virða ákvörðun þeirra,“ sagði Zelda
LaGrange.
Vilja reisa risavaxna styttu
af frelsishetjunni Mandela
Port Elizabeth. The Washington Post.
Myndhöggvarinn Maureen Quin hefur lagt fram
þessa hugmynd að styttu af Mandela og ungri
stúlku. Styttan myndi vera um 30 hæðir að stærð
og rísa yfir höfn borgarinnar Port Elizabeth.
’ Ég geri ráð fyrir að það megi segja sem svo
að við ætlum okkur að
misnota nafn hans. ‘
The Washington Post
undirritaði lögin að breytingarnar
væru engin trygging fyrir því að
hægt yrði að koma í veg fyrir „allar
hugsanlegar árásir“ á Bandaríkin.
„Í frjálsu og opnu samfélagi getur
ekkert ráðuneyti tryggt algerlega
öryggi okkar og varið okkur gegn
hugsanlegum árásum manna sem
ferðast og starfa í skjóli myrkurs.“
Með 170.000 starfsmenn
Gert er ráð fyrir því að 22 stofn-
anir heyri undir heimavarnaráðu-
neytið þegar breytingunum lýkur.
Starfsmenn ráðuneytisins verða alls
um 170.000 og fjárveitingarnar til
þess eiga að nema nær 40 milljörð-
um dollara, andvirði 3.400 milljarða
króna.
Verður þetta þriðja stærsta ráðu-
neyti Bandaríkjanna á eftir varnar-
málaráðuneytinu og ráðuneyti sem
fer með málefni uppgjafahermanna.
Starfsmenn síðarnefnda ráðuneytis-
ins, sem veitir 25,3 milljónum upp-
gjafahermönnum og fjölskyldum
þeirra ýmsa þjónustu, eru nú yfir
223.000, en þar af heyra um 201.000
þeirra undir heilsugæsludeild ráðu-
neytisins.
Heimavarnaráðuneytið verður
stofnað formlega 24. janúar og allir
æðstu embættismennirnir, þeirra á
meðal 33 aðstoðarráðherrar, taka þá
til starfa.
Frá og með 1. mars á næsta ári
eiga strandgæslan, tollgæslan, Sam-
gönguöryggisstofnunin, megnið af
Innflytjendaeftirlitinu, Almanna-
varnastofnun Bandaríkjanna og
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti undirritaði í fyrradag lög um
stofnun heimavarnaráðuneytis og
tilnefndi Tom Ridge, fyrrverandi
ríkisstjóra Pennsylvaníu, sem ráð-
herra þess. Þar með hófust formlega
mestu breytingar á bandaríska
stjórnkerfinu í meira en hálfa öld,
eða frá stofnun varnarmálaráðu-
neytisins árið 1947 þegar Harry S.
Truman, þáverandi forseti, setti
landherinn og flotann undir einn
hatt.
Meginmarkmiðið með stofnun
heimavarnaráðuneytisins er að aftra
hryðjuverkamönnum frá því að
komast til Bandaríkjanna, tryggja
frekar öryggi í samgöngum og finna
leiðir til að koma í veg fyrir að árásir
verði gerðar á Bandaríkin með
kjarna-, efna- eða sýklavopnum.
Bush forseti sagði þó þegar hann
Leyniþjónustan
(Secret Service)
að heyra undir
heimavarnaráðu-
neytið. Leyni-
þjónustan, sem
hefur gætt ör-
yggis æðstu emb-
ættismanna
Bandaríkjanna,
heyrir nú undir
fjármálaráðuneytið og hefur m.a.
safnað upplýsingum um peninga-
þvætti.
Gert er ráð fyrir því að 16 aðrar
stofnanir verði færðar undir nýja
ráðuneytið fyrir 1. september á
næsta ári.
Skipt í fjórar deildir
Ráðuneytinu verður skipt í fjórar
deildir. Ein þeirra á að meta upplýs-
ingar frá bandarísku leyniþjónust-
unni CIA, alríkislögreglunni, FBI,
og Þjóðaröryggisstofnuninni og
undirbúa viðbrögð við hugsanlegum
árásum í samstarfi við bandaríska
lögreglustjóra. Þótt CIA og FBI
hafi sætt gagnrýni fyrir að afstýra
ekki hryðjuverkunum 11. september
og fyrir skort á samstarfi sín á milli
eiga þessar stofnanir ekki að heyra
undir heimavarnaráðuneytið.
Önnur deild ráðuneytisins á að
hafa yfirumsjón með landamæraeft-
irliti, öryggismálum flugvalla og
hafna og afgreiðslu beiðna um land-
vistarleyfi.
Þriðja deildin á að undirbúa við-
brögð við hugsanlegum árásum með
kjarna-, efna- eða sýklavopnum í
samstarfi við heilbrigðisstofnanir,
lögreglu og slökkvilið. Hún á einnig
að skipuleggja viðbúnað vegna nátt-
úruhamfara, svo sem jarðskjálfta,
flóða og fellibylja.
Vísindadeild ráðuneytisins á að
hafa yfirumsjón með þróun vopna-
leitartækja og bóluefna og lyfja
gegn sýklum sem hryðjuverkamenn
kunna að beita.
Endurskipulagningin gæti
tekið mörg ár
Stjórn Bush stefnir að því að ljúka
þessum breytingum fyrir 30. sept-
ember á næsta ári en stjórnsýslu-
sérfræðingar telja að endurskipu-
lagningin taki mörg ár.
„Það mun taka mörg ár að fella
allar þessar ólíku stofnanir saman í
eitt skilvirkt og áhrifamikið ráðu-
neyti,“ sagði David M. Walker, yf-
irmaður endurskoðunarskrifstofu
Bandaríkjaþings.
Samkvæmt lögunum fær stjórn
Bush víðtækt vald til að ráða og reka
starfsmenn heimavarnaráðuneytis-
ins eða flytja þá á milli stofnana.
Stéttarfélög starfsmannanna hafa
mótmælt þessu og spáð því að marg-
ir af landamæravörðum Bandaríkj-
anna láti af störfum vegna óánægju
með breytingarnar.
„Enginn vill starfa við þær að-
stæður að geta átt á hættu að vera
rekinn hvenær sem er,“ sagði T.J.
Bonner, formaður stéttarfélags um
10.000 bandarískra landamæra-
varða, og bætti við að þetta gæti
orðið til þess að öryggisgæslan við
landamærin minnkaði. „Það eru
menn en ekki tölvur og myndavélar
sem handsama fólk,“ sagði hann.
Bandaríkjaforseti búinn að undirrita lög um stofnun heimavarnaráðuneytis
Mestu breytingar á bandaríska
stjórnkerfinu frá 1947
Washington. Los Angeles Times, AP.
Tom Ridge
Verður þriðja stærsta
ráðuneyti Bandaríkjanna
FRÖNSK lögregluyfirvöld
greindu frá því í gær, að þau
væru með í haldi til yfirheyrslu
sex manns, þar á meðal músl-
imaklerk, í tengslum við tilraun
brezka múslimans Richards
Reid til að fremja sprengjutil-
ræði um borð í farþegaþotu á
leið yfir Atlantshaf með því að
sprengja sprengju sem hann
hafði falið í skósólum sínum.
Mennirnir voru handteknir í
áhlaupum lögreglusveita í Par-
ís og nágrenni, sem sérhæfðar
eru í hryðjuverkavörnum. Fóru
handtökurnar meðal annars
fram í tveimur moskum, eftir
því sem heimildarmenn AFP-
fréttastofunnar greindu frá.
Sögðu þeir aðgerðirnar miða að
því að „ljúka rannsókninni á
samverkaliði Richards Reid“.
Zakayev
áfram í haldi
DÓMSTÓLL í Kaupmanna-
höfn úrskurðaði í gær að
Akhmed Zakayev, erindreka
útlagastjórnar Tsjetsjníu sem
Aslan Maskhadov fer fyrir,
skyldi áfram vera haldið í
gæzluvarðhaldi unz tekin hefur
verið afstaða til framsalsbeiðni
rússneskra stjórnvalda, en í
Rússlandi er Zakayev ákærður
fyrir meðábyrgð á hryðjuverk-
um. Saksóknarar höfðu farið
fram á tveggja vikna framleng-
ingu, en dómarinn ákvað níu
daga og hvatti hann yfirvöld til
að komast að niðurstöðu um
framsalsbeiðnina áður en sá
frestur rennur út.
Hættur við
að hætta
JÖRG Haider, fyrrverandi for-
maður og helzti máttarstólpi
austurríska Frelsisflokksins, er
hættur við
að hætta
sem fylkis-
stjóri
Kärnten-
héraðs.
Hann bauð
afsögn sína
úr embætt-
inu á mánu-
dag, í kjölfar
afhroðs Frelsisflokksins í þing-
kosningunum sem fram fóru í
landinu á sunnudag. Á fundi
með með flokksmönnum sínum
í Kärnten á mánudagskvöld var
hann hvattur til að láta ekki af
embætti og varð hann við þeirri
beiðni. Að sögn austurrískra
dagblaða var þetta í sjötta sinn
á þessu ári sem Haider boðar
með einum eða öðrum hætti að
hann hyggist draga sig í hlé frá
stjórnmálum, en hefur alltaf
„hætt við að hætta“.
Dauðadóms-
deila harðnar
RÍKISSAKSÓKNARI Írans
varaði í gær umbótasinnaða
sagnfræðiprófessorinn Hash-
em Aghajari við því að dauða-
dómurinn sem hann hlaut fyrir
að draga óskeikulleik klerka-
forystunnar opinberlega í efa
verði endanlegur haldi hann
áfram að hafna því að áfrýja
dómnum. Aghajari, sem er pró-
fessor við kennaraháskóla í
Teheran, hefur hafnað því að
áfrýja dómnum í því skyni að
ögra harðlínumönnum í réttar-
kerfinu til að fullnægja dauða-
dómnum, en hann hefur valdið
miklum fjöldamótmælum.
STUTT
Vinir Reids
handteknir
Jörg Haider