Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR voru ekki háir í loftinu,
flugkapparnir sem tóku sér sæti
bak við stýri Socata TB-9
Tampico, TF-BRO, flugvélar
Flugfélagsins Geirfugls á dög-
unum. Þarna voru á ferð krakkar
frá leikskólanum Mánagarði í
Reykjavík en Geirfugl er með að-
setur sitt í Fluggörðum sem er
ekki langan spöl frá leikskólanum.
Geirfugl er félag 125 hluthafa
sem á 6 flugvélar og leigir þá sjö-
undu. Nú eru 12 nemendur á nám-
skeiði hjá Geirfugli til einkaflug-
prófs. Að þessu sinni voru
lærisveinarnir þó talsvert yngri
en gengur og gerist og fengu
börnin að skoða flugvélarnar í
krók og kring, setjast undir stýri,
hreyfa þau og jafnvel fikta svolít-
ið.
„Þeim fannst þetta rosalega
gaman og æðislega spennandi
enda voru þau að setjast á bak við
stýri á flugvél í fyrsta skipti,“
segir Matthías Arngrímsson, yf-
irkennari hjá Geirfugli. „Og það
vantaði ekki fjörið því stýrunum
var slegið alveg borð í borð með
látum.“
Allir strákar
með flugdellu?
Þá var ekki síður spennandi
þegar krakkarnir fengu að setja á
sig heyrnartól og hlusta á tal-
stöðvarsamskipti frá flugturninum
í Reykjavík og margar áhugaverð-
ar spurningar vöknuðu. „Það
vantar svolítið meiri fræðslu og
jákvæðari umræðu um vélarnar,“
segir Matthías sem á jafnvel von á
fleiri krökkum í heimsókn í kjöl-
farið.
Hann hlær við þegar hann er
spurður að því hvort allir strákar
séu ekki með flugdellu. „Þeir fá
ábyggilega þessa pest einhvern
tíma á æviskeiðinu. Er það ekki
bara eins og með stelpurnar –
þær vilja verða flugfreyjur eða
hjúkrunarkonur en strákarnir
Krakkar af Mánagarði hjá Flugfélaginu Geirfugli
Það var allt í botni
hjá Alex og má leiða
líkur að því að þarna
hafi hann verið í
krappri beygju, mið-
að við ákafann sem
skín úr andlitinu.
Stýrun-
um sleg-
ið borð í
borð með
látum
Vatnsmýri
Hér er hópurinn á
væng franskrar flug-
vélar, Tampico, en
hana framleiddi
franska verksmiðjan
Socata. Á vængnum
standa flugkapp-
arnir Máni og
Sandra og Perla sit-
ur. Fyrir framan þau
standa félagarnir
Nikulás, Höskuldur
og Alex.
vilja verða slökkviliðsmenn eða
flugmenn?“ Hann klykkir þó út
með að stelpurnar hafi verið al-
veg jafnákafar á bak við stýrið á
vélunum og félagar þeirra af
gagnstæða kyninu og hver veit
nema flugmenn framtíðarinnar
hafi þarna verið að stíga sín
fyrstu skref í átt að fljúgandi
starfsframa í háloftunum.
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur
samþykkt að leita eftir samningum
við FM-hús ehf. og Nýsi ehf. um
kauprétt á þeim grunnskólum í
bænum sem þessi fyrirtæki
byggðu samkvæmt einkafram-
kvæmdasamningum við bæinn.
Sölutilboðum FM-húsa í Áslands-
skóla og leikskólann Tjarnarási
var hafnað þar sem þau þóttu ekki
aðgengileg.
Skýrsla starfshóps um endur-
skoðun á einkaframkvæmdasamn-
ingum var kynnt á fundi bæjarráðs
í síðustu viku en hlutverk hópsins
var að yfirfara þá 7 einkafram-
kvæmdasamninga sem sveitarfé-
lagið hefur gert við Nýsi og FM-
hús.
Átti hópurinn að kanna áhuga
þessara fyrirtækja á því að selja
sveitarfélaginu þær eignir sem
byggðar voru í þessum samningum
eða gefa kost á kauprétti að eign-
unum þegar leigutíma þeirra lyki.
Ráðgjafafyrirtækið Pricewater-
houseCoopers lagði mat á verð-
mæti byggingarhluta samninganna
og taldi þá rúmlega 3.450 milljóna
króna virði miðað við 6,5 prósenta
ávöxtunarkröfu. Stæði sveitarfé-
laginu til boða uppkaup á öllum
fasteignunum á stofnvirði yrði
ávinningur þess talsverður næði
það að fjármagna kaupin á betri
kjörum en eigendur þeirra gerðu.
Þannig gæti ávinningurinn orðið
um 314 milljónir króna yrðu kaup-
in fjármögnuð með verðtryggðu
láni sem bæri 6,5 prósenta vexti
og 880 milljónir miðað við 5 pró-
senta vexti. Árlegur ávinningur
yrði á bilinu 27 milljónir til 67
milljónir króna, allt eftir því hver
ávöxtunarkrafan yrði.
Breytir ekki fjárhagslegum
skuldbindingum
Hins vegar kemur fram að
skuldfærsla samninganna hefði
væntanlega rofið skuldaþak sveit-
arfélagsins á síðasta og yfirstand-
andi ári. Eigna- og skuldfærsla
myndi þannig væntanlega valda
talsverðri lækkun á einkunn eft-
irlitsnefndar sveitarfélaga á fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs.
Starfshópurinn telur þó að þetta
ætti að hafa lítil áhrif þar sem
fjárhagslegar skuldbindingar
myndu ekkert breytast, nema til
lækkunar ef bæjarsjóður næði að
fjármagna sín lán með hagstæðari
hætti en leigusalarnir. „Eini mun-
urinn er heitið á skuldbindingun-
um,“ segir í skýrslunni.
Í lok skýrslunnar er farið yfir
viðræður við fyrirtækin tvö og
kemur fram að FM-hús hafi boðið
Áslandsskóla, leikskólann Tjarnar-
ás og leikskólann Hörðuvelli til
kaups en sölutilboðin þykja ekki
hagkvæm enda fjárhæðir í öllum
tilfellum talsvert hærri en núvirt
skuldbinding bæjarsjóðs vegna
leigusamninganna. Þó er talið rétt
að skoða betur tilboð í leikskólann
Hörðuvelli með tilliti til stoð-
greiðslna og í ljósi þeirra tekin af-
staða varðandi sölutilboð í hann.
Hins vegar hafi ekkert tilboð bor-
ist í kauprétt sveitarfélagsins á
eignunum í lok samningstímans.
Forsvarsmenn Nýsis hafi ekki
gert sölutilboð í sínar eignir en þó
lýst sig reiðubúna til samninga um
að veita bænum kauprétt að eign-
unum.
Er á það bent í skýrslunni að
ekkert ákvæði í samningunum
skapi Hafnarfjarðarbæ samnings-
stöðu varðandi uppkaup fast-
eignanna og því geti ekki orðið af
þeim nema vilji leigusala standi til
þess, á verði sem bæjarsjóður geti
sætt sig við.
Bókanir á víxl
Á fundi bæjarráðs var hart deilt
um skýrsluna og segir í bókun
sjálfstæðismanna að þeir lýsi furðu
sinni á vinnubrögðum meirihlutans
við skoðun á uppkaupum einka-
framkvæmdasamninganna. Vilji
Samfylkingarinnar til að rifta
samningunum sé öllum ljós og er
bent á „þau faglegu vinnubrögð“
sem voru viðhöfð við gerð samn-
inganna. „Enn halda fulltrúar
Samfylkingarinnar áfram að níða
niður skóinn af sveitarfélaginu og
þeim góðu verkum sem meirihluti
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks stóðu að á liðnu kjörtíma-
bili,“ segir í bókuninni. Tóku
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki
þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
Í bókun meirihlutans segir að
miðað við eilífðarleigu, eða 40 til
50 ára leigu, muni þessir samn-
ingar kosta bæjarsjóð 580 millj-
ónir umfram kostnaðaráætlanir
„en allar þesssar byggingar munu
greiðast að fullu úr bæjarsjóði á
þegar umsömdum 25 ára leigutíma
án þess að nokkur eignarmyndun
eigi sér stað á sama tíma“. Þær
niðurstöður séu í samræmi við
gagnrýni Samfylkingarinnar á
einkaframkvæmdarsamningana á
síðasta kjörtímabili.
Sem fyrr segir var niðurstaða
bæjarráðs sú að fela starfshópnum
að leita eftir samningum um kaup-
rétt á þeim grunnskólum í bænum
sem fyrirtækin tvö eiga samkvæmt
einkaframkvæmdasamningum en
sölutilboði FM-húsa í Áslandsskóla
og leikskólann Tjarnarási var
hafnað.
Deilt um einkaframkvæmdasamninga
Falast eftir
kauprétti á
grunnskólum
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Þorkell
Áslandsskóli er meðal þeirra skóla sem byggðir voru í einkaframkvæmd en
bæjarráð hefur hafnað sölutilboði í fasteignina þar sem það þótti of hátt.
BÆJARSTJÓRN Garða-
bæjar hefur ákveðið að gera
ekki tilboð í fasteignir og lóð
fyrirtækisins Héðins en stað-
setning þess þótti hentug fyr-
ir nýjan grunnskóla fyrir
Ása- og Strandhverfi.
Eins og Morgunblaðið hef-
ur greint frá var verð lóð-
arinnar hærra en bæjarstjórn
taldi viðunandi en ákvörðun
bæjarstjórnar var tekin í
framhaldi af viðræðum bæj-
arstjóra við eigendur fyrir-
tækisins.
Samþykkti bæjarstjórn að
fela hönnuði Strandhverfis-
ins, Birni Ólafs, sem einnig
vinnur að tillögu um nýtt að-
alskipulag Garðabæjar að
vinna að útfærslu á staðsetn-
ingu nýs grunnskóla í Strand-
hverfi og/eða á Ásum og
Grundum í samvinnu við
skipulagsfulltrúa Garðabæjar.
Ekki gert
tilboð í Héð-
inslóðina
Garðabær
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer sjö 2002