Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ J ÓN Óttar Ragn- arsson, rithöfundur og kvikmyndagerð- armaður, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sjónvarps- þátt um Stein Steinarr skáld. Þátturinn verður sýndur á Skjá einum um jólin. Jón Óttar er ennfremur að undirbúa gerð kvikmyndar um Stein. „Árni Vigfússon hjá Skjá ein- um hefur unnið með okkur að framleiðslu þáttarins um Stein, en við ætlum líka að nota þátt- inn til að vekja athygli á því að við erum að fjármagna gerð kvikmyndar um hann. Það er stórt verkefni sem við sjáum ekki fyrir endann á ennþá og það tekur tíma að ná öllum endum saman. Ég vona hins vegar að þegar fólk sér hvaða efni við erum með í höndunum vaxi mönnum ásmegin.“ Jón Óttar segir að mikill áhugi sé á því í Evrópu að gera kvikmyndir sem varða bæði menningu einstakra þjóða og álfunnar allrar. „Steinn er að margra dómi okkar allra besta ljóðskáld, að minnsta kosti á 20. öld, og höfðar líka gríðarlega vel til nútímans.“ Jón Óttar og Margrét Hrafnsdóttir, kona hans, reka kvikmyndafyrirtækið Othar-Raven Pictures í Los Angeles. Framleiðsla bæði þáttarins og kvikmyndarinnar er í höndum þess, en Skjár einn er sem fyrr segir með- framleiðandi að þættinum. „Þetta er auðvitað verkefni sem Ríkissjónvarpið eða Stöð 2 hefði átt að vinna fyrir löngu. Skjár einn er að gera þetta af vanburðum mið- að við hinar stöðvarnar, en ég er mjög ánægður með undirtektir þeirra og gríðarlegan áhuga.“ Á erindi, ekkert síður en Björk og Eminem Jón Óttar segir ástæðuna fyrir áhuga sínum á Steini þá að hann eigi erindi við samtímann, ekkert síður en Björk og Eminem. „Það hefur bara sáralítið verið þýtt af ljóðunum hans og það þarf að fara að vinna í því. Það verður mikið verk, en ég er viss um að ef við náum að koma einum af þessum mönnum okkar út í heim getur öll þessi kynslóð fylgt í kjölfarið. Halldór Lax- ness fékk auðvitað athygli frá öðrum löndum út á Nóbelsverðlaunin, en það þarf að gera það sama fyrir ljóðskáldin.“ Jón Óttar kynnt- ist Steini sem drengur og segir hann skáldið hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann hefur alltaf staðið mér nærri og eftir því sem ég hef búið lengur erlendis hef ég betur gert mér grein fyrir því að hann er maðurinn sem best hefur skilgreint hugmyndafræði Íslendinga fyrir framtíðina. Saga hans er gríðarlega harm- þrungin. Hann kom úr lægstu stigum þjóð- félagsins, var hreppsómagi og þurfti að þola illa meðferð í æsku, bæði föðurlaus og móð- urlaus, en náði samt þessum gríðarlega ár- angri. Þetta er sú tegund af sögu sem allir elska.“ Jón Óttar segir að fáir hafi getað sett sig í spor Steins, en að með þættinum skilji fólk betur hver hann í raun og veru var. „Það er heilmikil sálarfræði og sársauki á bak við sögu hans. Hvers vegna orti hann til dæmis bara í um tíu ár og hætti því að mestu í lok stríðsins? Eftir það sneri hann sér að því að skrifa pistla og þvíumlíkt og lifir bara sem frægt atómskáld. Ég held að fólk eigi eftir að átta sig á því bæði hver hann var og hvers vegna hann gerði þá hluti sem hann gerði og eigi auðveldara með að fá samúð með honum. Margir líta á Stein sem vinstrimann og komm- únista. Staðreyndin er hins vegar sú, að hann var sá eini af þessari kynslóð sem fór til Sov- étríkjanna og gekk af trúnni. Hann söðlaði um og var ekkert að hika við að segja skoðun sína. Ég held að hann hafi verið fyrsti listamað- urinn í Evrópu sem benti á glæpina í Kreml og hafði jafnframt kjark til að benda á þá, fjörutíu árum áður en aðrir fóru að gera sér grein fyrir þeim. Það voru mörg borgaraleg skáld í Reykjavík á þessum tíma, Tómas og fleiri, og maður hefði kannski ímyndað sér að þau færðu okkur borgaralega hugmynda- fræði, en svo var það þessi sveitarómagi frá Ísafjarðardjúpi sem gerði það og skrifaði um Reykjavík af meiri skilningi en allir aðrir. Það er kominn tími til að það skapist ákveðin þjóð- arsátt um Stein, því hann var alltaf tilbúinn til að segja þjóð sinni sannleikann umbúðalaust og til syndanna ef á þurfti að halda. Ég lít á Stein Steinarr sem eitt af mestu stórmennum okkar á 20. öldinni fyrir það að hann hafði hugrekki sem mjög fáir aðrir höfðu í sama mæli.“ Ekki er búið að velja leikara eða aðra lista- menn til þátttöku í myndinni. Jón Óttar segir að á meðal þeirra sem komi til greina séu „sterk erlend nöfn“ en að íslenskir leikarar beri hitann og þungann af leiknum. Sjálfur semur hann handrit myndarinnar. „Annars verður þetta fjölþjóðaframleiðsla milli Am- eríku og Evrópu og ég er að vonast til þess að við fáum verulegan fjárstuðning frá Evrópu- löndum.“ Reiknað er með að það taki ár að ganga frá fjármögnun myndarinnar og samn- ingum og að tökur geti hafist sumarið 2004. Jón Óttar Ragnarsson gerir sjónvarpsþátt og leikna kvikmynd um ljóðskáldið Stein Steinarr „Þetta er sú tegund af sögu sem allir elska“ Morgunblaðið/Þorkell Jón Óttar Ragnarsson: Það er heilmikil sálarfræði og sársauki á bak við sögu Steins. Steinn Steinarr PETREA Óskarsdóttir flautu- leikari og Þórarinn Stefánsson pí- anóleikari flytja verk eftir Camille Saint-Saëns, Gabriel Fauré og Philippe Gaubert á hádegistón- leikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Þetta eru síðustu tónleikar haustmisseris. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskírteina. Smáverk í hádeginu Þórarinn Stefánsson og Petrea Óskarsdóttir. ÞAÐ var snjöll hugmynd að koma á virku samstarfi skartgripahönnuða á Norðurlöndum með því að stofna til þríærings. Satt að segja hefði innbyrðis nor- ræn samvinna í öllum geirum mynd- lista og hönnunar að ósekju mátt vera mun meiri í áranna rás, þeir um leið sýnilegri á alþjóðavettvangi og ber að fagna allri stefrnubreytingu í þeim efnum. Norrænir hafa lengst- um verið meiri þiggjendur en gef- endur að örfáum einstaklingum und- anskildum, sem hafa oftar en ekki farið eigin leiðir og haslað sér völl úti í hinum stóra heimi, sem var. Heimurinn hefur skroppið saman og nú tala menn um alheimsþorpið, sem minni þjóðarheildir virðast helst gína við ekki síst Norðurlönd, en yf- irsést að stóru þjóðirnar leitast efna- hags- og menningarlega séð við að gleypa hinar smærri. Hin viðvarandi minnimáttar- kennd sem þjóðirnar hafa verið haldnar á menningarsviðinu þó full- komlega óþörf, þær hafa í ljósi sér- stöðu sinnar og menningararfleifð- ar ekki minna að gefa en þiggja og aldrei verið ljósara en á undan- gengnum árum. Norrænir menn hafa sýnt og sannað að þeir sem ein- staklingar eru jafn vel gerðir og hæfileikaríkir sem einstaklingar stærri þjóðablakka og hafa sannað það áþreifanlega í öllum kimum ver- aldar ef þeir hafa haft skilyrði til svipmikilla athafna. Stærsti þrösk- uldurinn á heimaslóðum hefur verið einangrunarstefna, minnimáttar- kennd og undirlægjuháttur gagn- vart umheiminum, menn hafa þegið molana að utan á meðan þeir hafa leyft erlendum að göslast óhindrað í þeirra eigin menningarlegu land- helgi. En norrænir eiga að hugsa stórt, ekki í höfðatölu heldur metn- aði eins og stórþjóðirnar sem víg- girða sína eigin menningarlegu land- helgi og aldrei meir en á undan- gengnum árum á sama tíma og norrænir traðka á uppruna sínum. Meginveigurinn hlýtur að vera að gera innbyrðis framtak sýnilegt á öllum sviðum myndlistar og hönnun- ar, allt í senn með sameiginlegum listakaupstefnum, tví- og þríæring- um. Sundraðir erum við fámennir og tvístraðir, sameinaðir sigrum við eins og máltækið hermir. Norræni skartgripaþríæringurinn er gleðilegt spor í rétta átt, en engin er rós án þyrna og ekki laust við að hin hamlandi miðstýringarárátta skjóti hér upp kollinum. Tjáfrelsi felst ekki í því að setja slíkar fram- kvæmdir í bás og marka þeim stefnu, heldur ryðja framsæknum viðhorf- um braut hvaðan sem þau koma, að öðrum kosti er verið að sigla undir fölsku flaggi. Fáránlegt að nýjungar helgist af yngri kynslóðum sem er al- veg nýr flötur á hugsunarhætti mannsandans varðandi listhugtakið. Sögu skartgripagerðar má rekja allt til krómagnon-manna sem komu til Evrópu um miðbik síðasta jökul- skeiðs, líkast til upprunnir í Asíu, leifar menningar þeirra hafa og fundist á Kanaríeyjum. Þeir komu fram á sjónarsviðið fyrir 40.000 ár- um en hurfu af sjónarsviðinu fyrir um 10.000 árum. Tilhneigingin til skreyti, jafnt á sjálfum sér og með aðfengnum hlutum er þannig jafn- gömul þróunarsögu mannsins. Finnst einnig í dýraríkinu og ekki einungis af praktískum ástæðum hér þekkja menn hve haninn og/eða pá- fuglinn eru stoltir af fjaðraskrauti sínu. Ekkert nýtt að grípa til aðskilj- anlegustu efna úr nágrenninu, en hins vegar eru komin ný efni fram á sjónarsviðið sem búa yfir nýjum möguleikum, og til viðbótar ný og fullkomnari tæki til skartgripagerð- ar. Afar hæpið að tala um hefð- bundna skartgripagerð á nýrri tím- um, en hins vegar hafa ýmsar gerðir þeirra verið öðrum vinsælli á af- mörkuðum tímaskeiðum og að sjálf- sögðu eru til hefðir í gerð þeirra sem tengjast trúartáknum og heitum milli fólks svo sem giftingahringir og því erfitt að breyta. En skartgripa- gerð í sjálfu sér er heillandi við- fangsefni og hefur verið svo frá örófi alda, alltaf er maður að rekast á eitt- hvað nýtt á söfnum sem er tímalaus núlist og svo lengi sem skynfærin eru virk heldur listgreinin áfram að þróast. Þessar hugleiðingar eru fram komnar fyrir þá sök, að hið fyrsta sem fyrir augu ber þá upp á stiga- pallinn er komið, eru verk Torunn Bûlow Hûbe, sem er gestur sýning- arinnar (!), en hún er langelst þátt- takendanna, fædd 1927, en annars eru flestir fæddir um 1970, nokkrir aðeins fyrr, einn á fimmta áratugn- um þrír á sjötta, en aðrir seinna. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að framlag hennar sé hefðbundnara en margra annarra langtum yngri þótt sumir séu óneitanlega framúrstefnu- legri. Og eftir skoðun sýningarinnar hvarflar að manni að hún hefði orðið til muna sterkari og sannferðugri ef verkin sjálf en ekki aldur og nýj- ungagirni hefðu í ríkari mæli ráðið för. Þetta er nefnilega eina tækifær- ið sem fjöldi manna hefur til sam- anburðar á norrænni skartgripalist og því farsælast að það sé gert í víðu samhengi þannig að yfirsýnin verði sem skilvirkust. Að sjálfsögðu er margt um fallega og athyglisverða gripi á sýningunni, en það fer minna fyrir henni sem skyldi í hinu mikla og opna rými, nálgunin var til að mynda mun meiri á fyrsta þríæringnum sem ég sá í Listiðnaðarsafninu í Kaupmanna- höfn. Hér hefði að ósekju mátt hafa makasipti í húsnæðinu, skartið kom- ið betur til skila í Sverrissal og Apó- tekinu og efri hæðin verið spennandi kostur fyrir hina fjölþættu sýningu Handverks og hönnunar. Gefin hefur verið út falleg og vel hönnuð sýningarskrá/bók í tilefni þríæringsins, þar sem hverjum ein- um sýnenda eru gerð skil í mynd og máli og er hinn eigulegasti gripur. Sýningartíminn, tvær vikur, full- knappur fyrir slíkan viðburð. Norrænt skart MYNDLIST Hafnarborg Sýningunni er lokið. AÐALSALUR NORRÆNI SKARTGRIPA- ÞRÍÆRINGURINN 25 LISTAMENN Margaret Bridgwater, Dk: Háls- festi, gull, akrýl, nælon, silkisiffon. Torunn Bûlow-Hûbe, Svíþjóð: Armbandsúr, silfur. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.