Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 23 ÞAÐ er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar áhuga- leikfélag sviðsetur þennan breska ólíkindaleik. Taktu lagið, Lóa er undarlegur samsetningur af hráu raunsæi, viðkvæmnislegu meló- drama og síðast en ekki síst er það hlaðið slíkri orðkynngi að allar skil- greiningar falla um sjálfar sig þegar kemur að því að útlista hvers konar stíll er einkennandi fyrir verkið. Með leikritum eins og Stræti, Barpari og Taktu lagið, Lóa þótti Cartwright hafa fundið leið til að skapa ljóðræn- an stíl úr málfari hins breska götu- ræsis. Orðkynngi persónanna er í engu samræmi við umhverfið, því þótt orðaforðinn minni á ræsið er hinn skapandi máttur tungumálsins allsráðandi í verkum Cartwrights og þar reynir ekki síst á þýðandann sem oft og iðulega rekst á orð og orð- myndir í textanum sem hvergi er að finna í orðabókum. Þýðingar Árna Ibsen á Stræti og Taktu lagið, Lóa eru afrek í sjálfu sér og þótt Árni taki sér verulegt skáldaleyfi á stund- um er engu líkara en hann hafi ein- mitt með því fundið leiðina að kjarn- anum í texta Cartwrights. Aðferð Árna er hin frjálsa aðferð skáldsins sem líklega myndi standa í öðrum þeim sem aðhyllast meiri bók- stafstrú í þýðingum sínum. Guðmundur Ingi Þorvaldsson hef- ur náð verulega góðum tökum á leik- hópnum og tekst mætavel að skila sýningu með góðum heildarsvip, þar sem fremstar meðal jafningja eru þær Þórunn Pétursdóttir í hlutverki Lóu og Rósa Marinósdóttir í hlut- verki móður hennar Möllu Koff. Þór- unn sýnir okkur hina hlédrægu Lóu á afskaplega nærfærinn hátt og hún hefur góðan skilning á persónunni; söngur hennar var mjög góður og söngatriðin skemmtun út af fyrir sig. Hlutverkið gerir reyndar slíkar kröfur um fjölhæfni að varla er hægt að ætlast til þess að Þórunn skilaði fullkomnum eftirhermum af heims- frægum söngkonum í ofanálag. Það gerði enda lítið til. Rósa var gríðarkröftug í hlutverki hinnar sjúskuðu Möllu. Hún var ein- staklega hispurslaus á sviðinu og hélt athyglinni ágætlega. Þegar kom að því að sýna kvikuna á þessari skrápþykku persónu brást henni hins vegar bogalistin, en annað eins má nú fyrirgefa. Gísli Baldur Henrýsson átti góða spretti sem Raggi Saggi, hinn útlifaði sjarmör og ræsisrotta, og aðrir leikendur stóðu sig með mestu prýði þótt minna reyndi á. Hér er á ferðinni kröftug og skemmtileg sýning sem á allan heið- ur skilinn fyrir djörfung og hugrekki leikhópsins. Borgfirðingar eiga að meta það í verki með því að mæta í leikhúsið litla á Brún í Bæjarsveit. Skáldmæltar ræsisrottur LEIKLIST UMF Íslendingur, Brún í Bæjarsveit eftir Jim Cartwright í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikarar: Gísli Baldur Henrýsson, Þórunn Pétursdóttir, Jón Eiríkur Einarsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Snorri Hjálmarsson, Rósa Marinósdóttir. Hljóðfæraleikarar: Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, Gústav Magn- ús Ásbjörnsson, Sigurður Jakobsson, Helgi Eyleifur Þorvaldsson. Næstu sýningar verða föstudag 29. og laugardag 30. nóv. kl. 21. TAKTU LAGIÐ, LÓA Hávar Sigurjónsson Fyrirlestur um ævi Stephans G. Stephans- sonar verður í Norræna húsinu kl. 20. Viðar Hreinsson, mag. art. bókmennta- fræðingur og fræðimaður við Reykjavík- urAkademíuna, rekur ævi Stephans G. Steph- anssonar og greinir frá efnistökum og vinnu við bók sína um skáldið, Landnemann mikla, sem nýlega er komin út. Viðar hefur unnið að rannsóknum á ævi og verkum Stephans um árabil hér á landi og í Vesturheimi. Fyrirlesturinn er á á vegum Vís- indafélags Íslendinga. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýska kvikmyndina Die Unbe- rührbare frá 2000 verður sýnd kl. 20.30. Leikstjóri er Oscar Roehler. Í þessari margverðlaunuðu sál- fræðistúdíu um síðustu dagana í lífi Hönnu Flanders styðst leikstjórinn við ævi og ævilok móður sinnar, rit- höfundarins Giselu Elsner. Hér segir af Hönnu Flanders (Hanne- lore Elsner), sem forðum daga var vinsæll rithöfundur og hálfgert bók- menntagoð á sjöunda áratugnum og auk þess dýrkuð sem hugsjónakona á sviði samfélagsmála, einangrast æ meir, bæði í þjóðfélagslegu tilliti og í mannlegum samskiptum. Þegar múrinn fellur bresta síðustu vonir hennar, skáldsögurnar vekja enga athygli lengur og vinir og fjölskylda snúa við henni bakinu. Myndin er ótextuð. Björg Fríður Elíasdóttir og Mar- grét Elíasdóttir opna sýningu í Ráðhúsinu kl. 18. Sýningin hefur yf- irskriftina Berskjöldun – ástarjátn- ing til náttúrunnar. Björg sýnir þurrpastelmyndir og sýnir afrakst- ur ferils sem hófst er hún tókst á við þá hugmynd sína að mála erótískar myndir, þar sem langanir og þrár mannslíkamans eru eðlilegur hluti af náttúrunni. Margrét sýnir olíu- málverk. Henni er mjög annt um hálendi Íslands og vill með þessari sýningu biðja hinni ósnortnu nátt- úru grið. Sýningin stendur til 2. desember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Stephan G. Stephansson SÝNINGUM á Rakaranum í Sevilla í Íslensku óperunni fer að ljúka og verða síðustu sýn- ingarnar 29. og 30. nóvember, en þá verða sérstakar hátíðar- sýningar, ætlaðar félagsmönn- um í Vinafélagi Íslensku óper- unnar og eru nú aðeins örfá sæti laus á þær sýningar. Á hátíðarsýningunum fer Kristinn Sigmundsson með hlutverk Don Basilios og í hlut- verki Almaviva greifa verður Gunnar Guðbjörnsson, en þeir félagar hafa ekki sungið saman á sviði Íslensku óperunnar síð- an 1988. Með önnur helstu hlut- verk fara þau Sesselja Krist- jánsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Davíð Ólafsson. Boðið er upp á stutta kynn- ingu á Rakaranum og Rossini einni klukkustund áður en sýn- ingarnar hefjast. Gunnsteinn Ólafsson sér um hana. Síðustu sýn- ingar á Rakaranum ÞAU eru því miður allt of fá tæki- færin sem gefast til að heyra okkar bestu tónlistarmenn halda einleiks- tónleika. Það er skilj- anlegt – undirbúningur slíkra tónleika er mjög tímafrekur, og fáir geta kostað slíkum tíma til nema í frístundum frá brauðstritinu. Gróskan í kammermúsíkinni er þeim mun meiri, enda krefst hún annars kon- ar undirbúnings og minni tíma af hendi hvers og eins hljóð- færaleikara. Það er því ávallt fagnaðarefni þegar tónlistarmenn hafa þann vilja, aga, fórnarlund og ekki síst músíklega þörf til að gefa sér tíma til að æfa upp einleikstónleika. Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék í Salnum á mið- vikudagskvöld; verkefnaval hans var fjölbreytt og mjög metnaðarfullt og því ljóst, að gríðarleg vinna lá að baki tónleikunum. Bach var fyrstur – fimm prelúdíur og fúgur úr Vel stillta píanóinu, þær fyrstu úr bók I, í C-dúr, c-moll, Cís- dúr, cís-moll og D-dúr. Þorsteinn Gauti nálgaðist verkin á nokkuð dramatískan hátt, og gerði mikið úr andstæðum milli hverrar prelúdíu og fúgu innan sömu tóntegundar. Pre- lúdíurnar voru leikandi léttar; sú fyrsta angurvær og dúnmjúk – en mikinn grikk gerði hann Gounod okkur með því að setja sykursæta Ave Maríu sína yfir þessa fallegu hljómaröð – það er ómögulegt að losna við hana úr höfðinu þegar mað- ur hlustar á Bach. Samstæða fúgan var hins vegar þung og ábúðarmikil í flutningi Þorsteins Gauta; jafnvel of þung. Fúgustefið var vel greinanlegt í öllum röddum en full ýkt á kostnað þess að músíkin rynni streymandi áfram. Í cís-moll fúgunni var þetta mest áberandi og á mörkum að hún héldist samhangandi vegna þyngsl- anna. Prelúdíurnar voru hins vegar allar betri, og Þorsteinn Gauti lagði mikið upp úr því að draga fram kar- akter hverrar og einnar þeirra og gerði það ákaflega vel. Þrátt fyrir galla var yfirbragð Bachs í heild fal- legt, og stílhreint, pedallaust og skýrt. Intermezzóin tvö ópus 118 nr. 2 og 117 nr. 2 voru yfirmáta rómantísk í túlkun Þorsteins Gauta, rétt eins og þeim fer best. Syngjandi laglínur hægri handar voru skýrt mótaðar yf- ir fljótandi brotnum hljómum og verkin léku í fingrum píanóleikar- ans. Allt annan og kraft- meiri tón kvað við í prelúdíu Rakhman- inovs, sem er glæsi- smíð fyrir fimustu fing- ur. Þorsteinn Gauti tók þennan smell með trompi í fantagóðum leik, þar sem skarpar andstæður voru dregn- ar milli sprengikrafts- ins í ytri köflunum og ljóðrænunnar í miðj- unni. Enn nýtt litbrigði í túlkun og stíl var galdrað fram í im- pressjónískum Óð Rav- els fyrir látna prins- essu. Það er ekki vandalaust að endurskapa svo vinsælt og margspil- að verk þannig að það gefi hlustand- anum nýja tilfinningu. Það tókst Þorsteini Gauta þó mjög vel, túlkun hans var innblásin og andrík. Topp- urinn á tónleikunum var þó vafalítið sónata Prokofijevs, þar sem Þor- steinn Gauti lék gríðarlega vel, hvort sem var í rómantík fyrsta þáttarins, glettilegu og fjörugu skertsóinu, nostalgískum andante-þættinum, með keim af þungum ym rússn- esskra kirkjuklukkna, eða í húmor- eskum lokaþættinum. Tilfinning Þorsteins Gauta fyrir sérkennum í stíl hvers tónskálds er sterk og skýr, og það kom vel fram á tónleikunum. Hann er líka yfirmáta músíkalskur, andar í tónlistinni og verður partur af henni sjálfri. Það væri óskandi að Þorsteinn Gauti fengi fleiri tækifæri til að halda ein- leikstónleika; gaman væri til dæmis að heyra áframhaldið af Bach. Þetta voru fínir tónleikar og alveg glimr- andi góðir þar sem leikur Þorsteins Gauta reis hæst. Bergþóra Jónsdóttir Metnaðarfullt einvígi við ólík stílbrigði TÓNLIST Salurinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari lék fimm prelúdíur og fúgur úr Das Wohl- temperierte Klavier, bók I, eftir Jóhann Sebastian Bach, Intermezzi opus 117 og 118 nr. 2 eftir Jóhannes Brahms, Prelúd- íu ópus 23 nr. 5 eftir Sergei Rakhman- inov, Óð fyrir látna prinsessu eftir Maur- ice Ravel og Sónötu nr. 2 ópus 14 eftir Sergei Prokofijev. Miðvikudag kl. 20. EINLEIKSTÓNLEIKAR Þorsteinn Gauti Sigurðsson FJÖLSKYLDA Einars Pálssonar, fræðimanns og skólastjóra Mímis, sem lést fyrir nokkrum árum hefur afhent Guðspekifélaginu handrita- og bókasafn hans til varðveislu. Í safninu eru um sjö hundruð titlar af fræðiritum á þeim sviðum heim- speki og trúarbragða, sem Einar fjallaði um í 11 ritum sínum sem komu út á þremur áratugum undir nafninu Rætur íslenskrar menning- ar. Bókagjöfinni fylgir fjárhæð sem varið skal til þess að búa um safnið til framtíðar, og ennfremur upplag af ritum Einars, sem félagið fær til ráðstöfunar. Gjöfin var afhent í húsi Guðspekifélagsins þann 11. þ.m. á afmælisdegi Einars Páls- sonar að viðstöddum þeim Birgitte Pálsson, ekkju Einars, Páli og Þor- steini Einarssonum. Guðspekifélagið hóf starfsemi í nóvember 1912. Félagið á fyrir mikið bókasafn og rekur bókaþjón- ustu, sem félagsmenn hafa aðgang að til sjálfsmenntunar á kjörsviðum sínum. Forseti Guðspekifélagsins, Gísli Jónsson, veitti gjöfinni viðtöku. Einar Pálsson var vel kunnugur fé- laginu og flutti þar nokkrum sinn- um fyrirlestra. Einar Pálsson gerði samanburð á goðsögnum, heiðnum sið og heim- speki Evrópumanna á miðöldum. Áhugamenn um fræði Einars hafa myndað félagsskap innan Guð- spekifélagsins til að sinna sér- staklega íslenskum þjóðararfi, goð- sögnum og fornum sið, og tengingu við menningararf annarra þjóða í anda þess starfs sem Einar vann. Áskotnast handrit og bókasafn Einars Pálssonar Morgunblaðið/Golli Þorsteinn Einarsson afhendir Gísla Jónssyni, forseta félagsins, gjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.