Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ikið hefur verið rætt og ritað um árangur kvenna í nýafstöðnu próf- kjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Sjálf get ég tekið undir með þeim röddum sem segja að hlutur þeirra hafi verið helst til rýr. Í tíu efstu sætunum eru, skv. niðurstöðu prófkjörsins, tvær konur. Í tólf efstu sætunum eru fjórar konur. Miðað við fylgi Sjálfstæð- isflokksins í síðustu alþing- iskosningum má búast við að flokkurinn fái í næstu kosn- ingum ellefu þingmenn í Reykja- vík. Það þýðir að af ellefu þing- mönnum í Reykjavík verða þrjár konur. Þar með hefur hlutur kvenna í þingmannahópi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík rýrnað frá því sem var, því þær eru nú fjórar af níu. Sé því litið á niðurstöðuna út frá kynja- jafnrétti er hún vissulega ákveð- in vonbrigði. Fyrst og fremst vegna þess að hlutur kvenna í þingmannahópnum hefur minnk- að, eins og áður sagði, en líka vegna þess að engin kvennanna hafnaði í því sæti sem hún stefndi á; þær lentu neðar. Af níu þingmönnum sem gáfu kost á sér í prófkjörinu, fimm karl- mönnum og fjórum konum, náðu fjórir karlar því sæti sem þeir stefndu að en engin kvennanna. Af nýliðunum átta sem einnig gáfu kost á sér; þremur konum og fimm karlmönnum, náðu tveir karlanna því sæti sem þeir stefndu á en engin kvennanna. Auk þess náði þriðji karlmað- urinn öruggu þingsæti. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort málið sé svo einfalt; hvort rétt sé að rýna í úrslitin á þennan hátt. Er t.d. rétt að tala um að konur hafi hlotið slæma útreið í prófkjörinu? Er kannski nær að segja að ákveðnir ein- staklingar hafi hlotið slæma út- reið? Einstaklingar sem í þessu tilviki voru konur? Getur verið að konurnar hafi ekki náð því marki sem þær stefndu að af öðrum ástæðum en þeim að þær eru konur? Lítum t.d. á ungliðana, ef svo má kalla þá frambjóðendur sem enn eru gjaldgengir í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Það eru þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Krisjánsson, Birgir Ármannsson, Ingvi Hrafn Óskarsson, Guðrún Inga Ingólfs- dóttir og Soffía K. Þórðardóttir. Þeir þrír fyrstnefndu urðu eins og kunnugt er meðal tíu efstu í prófkjörinu og þar með höfnuðu þeir í sætum sem telja má örugg þingsæti. Ingvi lenti hins vegar í 13. sæti, Guðrún í 14. og Soffía í því 16. Ljóst er að þremenning- arnir í efstu sætunum höfðu ákveðið forskot á þær Guðrúnu og Soffíu. Ekki vegna þess að þeir eru karlmenn heldur vegna þess að þeir hafa verið meira áberandi í störfum sínum innan flokksins sem og utan hans. Tveir þeirra hafa t.d. verið for- menn SUS og einn formaður Heimdallar. Sem slíkir hafa þeir verið fastagestir í alls kyns um- ræðuþáttum fjölmiðla undan- farin misseri. Reyndar tilheyrir Ingvi Hrafn einnig þessum hópi, hann er nú formaður SUS, og í því sambandi umhugsunarefni hvers vegna hann lenti ekki ofar. Eitt er þó víst: það var ekki vegna þess að hann er kona. En aftur að Guðrúnu og Soffíu. Þær áttu á brattann að sækja. Þær voru ekki eins vel kynntar og ungu karlarnir. Þær ráku auk þess ekki nærri því eins harða kosningabaráttu og þeir og leiða má líkur að því að þær hafi ekki gert sér í alvöru vonir um öruggt þingsæti. Þær hafi aðallega verið að minna á sig á vettvangi stjórnmálanna. Með það í huga getur a.m.k. Guðrún vel við unað. Hún hafn- aði í 14. sæti, eins og áður sagði, einu sæti neðar en sitjandi for- maður SUS og einu sæti ofar en Stefanía Óskarsdóttir varaþing- maður. Sennilega er málið ekki svo einfalt þegar litið er á þær þing- konur sem gáfu kost á sér í próf- kjörinu. Þó má finna ákveðnar skýringar á gengi þeirra. Til dæmis geldur Lára Margrét Ragnarsdóttir þess augljóslega að hún hefur verið lítið áberandi hér á landi síðasta kjörtímabil sökum þess að hún hefur nær al- farið einbeitt sér að störfum sín- um á alþjóðavettvangi. Þá geld- ur Sólveig Pétursdóttir sennilega þess m.a. að hafa sóst eftir þriðja sætinu af mjög öfl- ugum stjórnmálamanni, Birni Bjarnasyni, en hann var í öðru sæti fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Ég get þó ekki neitað því að gengi Ástu Möller kom mér nokkuð á óvart. Ég átti von á að hún lenti ofar en raun bar vitni enda er hún að margra mati vax- andi stjórnmálamaður. Ásta hafnaði hins vegar í 9. sæti, því sama og hún var í fyrir síðustu kosningar, en þá var valið á listann með uppstillingu. Hluti af skýringunni gæti þó legið í því að hún hefur ekki verið mjög lengi virk í flokksstarfinu auk þess sem hún er að heyja sína fyrstu kosningabaráttu. (Þótt auðvitað sé freistandi að álykta sem svo að konur þurfi að vera duglegri en karlar til að upp- skera á sama hátt og þeir.) Að öllu samanlögðu held ég að það sé ansi mikil einföldun að halda því fram að konum sem slíkum hafi verið hafnað í próf- kjörinu. Aðrar skýringar má finna á gengi þeirra. Ég held að kjósendurnir 7.499, sem vel að merkja voru bæði konur og karl- ar, hafi kosið þá sem þeim líkaði eða þekktu vel til. Þeir kusu m.ö.o. einstaklinga – óháð því hvort þeir voru karlar eða kon- ur. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvers vegna ekki fleiri konur hafa verið formenn SUS eða formenn Heimdallar, hvers vegna þær eru ekki eins dugleg- ar að koma sér á framfæri, t.d. í fjölmiðlum, og hvers vegna fleiri vel kynntar og frambærilegar konur tóku ekki þátt í prófkjör- inu. (Með fullri virðingu fyrir þeim öflugu konum sem þó tóku þátt í því.) Það er þó líklega allt önnur umræða. Af árangri kvenna „Er kannski nær að segja að ákveðnir einstaklingar hafi hlotið slæma útreið? Einstaklingar sem í þessu tilviki voru konur?“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Herdís Símonar-dóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1921. Hún lést 20. nóvember síðastlið- inn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hennar voru hjónin Símon Jónsson, kaupmaður í Reykja- vík, f. 25.8. 1893, d. 22.2. 1942, og Ása Jóhannsdóttir, hús- móðir, f. 24.5. 1900, d. 9.5. 1949. Systkini Herdísar eru: Grét- ar, f. 18.2. 1920, kvæntur Guð- björgu Sigurðardóttur; Jóhanna, f. 6.10. 1923, gift Páli Þorsteinssyni; Sigríður, f. 29.7. 1925, gift Gunn- ari V. Arnkelssyni; og Jóna, f. 10.11. 1932, gift Ásgeiri Sigurðs- syni. Uppeldissystir er Kristín Guðmundsdóttir, f. 6.3. 1937. Herdís giftist 17. mars 1945 Kristjáni Símonarsyni, stýrimanni, f. 21. okt. 1920, d. 5. ágúst 1955. Foreldrar hans voru Símon Svein- bjarnarson, skipstjóri, f. 22.3. 1881, d. 7.7. 1935, og Ingibjörg Sigurást (Ásta) Hallsdóttir, tann- smiður, f. 15.5. 1895, d. 8.6. 1973. Börn Herdísar og Kristjáns eru: Austurbæjarskóla 1930 og stund- aði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Herdís vann á yngri ár- um við almenn verslunarstörf, fyrst hjá föður sínum en síðan hjá Haraldi Árnasyni í Austurstræti. Herdís flutti með eiginmanni sín- um að Miklubraut 88 árið 1951 og bjó hún þar alla ævi síðan. Hún var húsmóðir með fimm börn. Árið 1963 hóf hún aftur almenn versl- unarstörf, nú hjá Pálma í Hag- kaupum, fyrst í gamla fjósinu við Miklatorg, síðan í Skeifunni þar sem hún sá lengi um innkaup á matvöru, um stund vann hún á skrifstofunni hjá Saumastofu Hag- kaupa á Ártúnshöfða og að lokum á skrifstofunni í Kringlunni. Her- dís hætti störfum hjá Hagkaupum 1993 eftir þrjátíu ára starf. Á unga aldri stundaði Herdís fimleika hjá fimleikadeild Ár- manns, sýndi m.a. í hópsýningu á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944. Áhugi hennar á líkamsrækt fann sér nýjan farveg í upphafi 8. áratugarins er hún fékk áhuga á jóga-leikfimi og starfaði með hópnum sem stóð að jógastöðinni Heilsubót og þjálfaði m.a. á nám- skeiðum. Herdís starfaði lengi með Kven- félaginu Hrönn, félagi eigin- kvenna skipstjóra og stýrimanna. Herdís var félagi í Oddfellow-regl- unni. Herdís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1) Ása, f. 3.2. 1946, gift Sigurði Haukssyni, f. 28.4. 1944. Börn þeirra eru Herdís, f. 1965, Haukur, f. 1968, Sigurbjörg, f. 1971, og Ingibjörg Ásta, f. 1974. Barnabörnin eru sjö. 2) Margrét, f. 15.3. 1947, gift Þor- steini J. Stefánssyni, f. 29.2. 1944. Börn þeirra eru Ólöf, f. 1969, og Símon Geir, f. 1975. Barnabörnin eru tvö. 3) Ingibjörg, f. 15.3. 1947, sambýlis- maður Sverrir Ingólfsson, f. 18.8. 1940. Ingibjörg var gift Þórarni Einarssyni, f. 20.7. 1947, og börn þeirra eru Kristján, f. 1967, og Guðlaug Björg, f. 1970. Barnabörn eru fjögur. 4) Símon, f. 1.12. 1952, kvæntur Sigríði Guðbergsdóttur, f. 10.10. 1953. Börn þeirra eru Kristján, f. 1975, og Guðbjörg Huld, f. 1983. 5) Kristinn, f. 23.9. 1954. Kristinn var í sambúð með Bryndísi Vilbergsdóttur, f. 8.7. 1959. Sonur þeirra er Vilberg, f. 1986. Herdís ólst upp í nágrenni við Laugaveginn í Reykjavík, gekk í Ásgrímsskóla, var í fyrsta árgangi Það eru 37 ár síðan kynni okkar hófust, Herdís í blóma lífsins, ég ungi maðurinn sem felldi hug til dóttur hennar. Við stóðum and- spænis hvort öðru, eftirvæntingar- full. Var Margrét að fara í góðar hendur? Var ég að taka eitthvað frá þessari drottningu? „Hverra manna ert þú, Þor- steinn?“ spurði þessi hnarreista kona. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Síðan þá höfum við verið tengd böndum vináttu og gagnkvæmrar virðingar. Þessi kraftmikla kona, sem stundaði fimleika, jóga og fé- lagsmál, sat sjaldan auðum höndum í þá daga. Ekkjan sterka kom fimm börnum sínum til manns af stakri prýði og eljusemi alein. Þau eru öll mætir einstaklingar, sem gott er að umgangast og treysta. Ég hef ekki kynnst jafntraustri og áreiðanlegri manneskju og Herdísi. Aldrei hef ég heyrt hana hallmæla nokkrum manni eða fara með fleip- ur. Það var eins gott að gæta orða sinna í návist hennar og það hefur hún kennt okkur öllum sem um- gengumst hana. Hún trúði á sann- leikann og kærleikann og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Lífinu tók hún með æðruleysi. Þegar jörðin skalf á 17. júní 2000 vorum við stödd upp í Skíðaskála í kaffihlaðborði. Ég hrökk upp og forðaði mér undan titrandi ljósakrónu og bað hana að gera hið sama. Þá brosti hún breitt og sagði: „Steini minn, hefur þú aldrei fundið jarðskjálfta áður?“ Ég missti lystina á tertunum. Henni var ávallt mikið í mun að halda saman fjölskyldunni, bæði á afmælum og hátíðum. Jólaboðin á Miklubrautinni líða mér ekki úr minni, þá fylltist húsið af börnum og barnabörnum og það var etið og drukkið allan jóladaginn. Þegar henni var tjáð fyrir tæpum tveim árum að hún væri með illkynja sjúkdóm tók hún því með stakri reisn, í von um að hún gæti þó haldið upp á 80 ára afmæli sitt. Henni varð að ósk sinni. Öll fjölskyldan sam- fagnaði með henni á þeim tímamót- um uppi í Munaðarnesi 23. júní 2001, sem er ógleymanlegur dagur. Hún naut þess einnig að fara þá um haustið til Flórída til Jónu systur sinnar í síðasta sinn, en þangað fór hún árlega undanfarin ár. Falleg og heilbrigð ævi hefur nú runnið sitt skeið á enda. Herdís barðist vel og lengi við sláttumann- inn, en hann hefur alltaf betur, sigr- ar alla. Við sem lifum erum þess fullviss að rósin sem fölnaði og hneig að grund á eftir að blómstra á öðrum stað, með öðrum rósum sem hér voru í skrúða sínum. Við þökkum Guði fyrir að hún blómstraði og fræ hennar skutu rót- um og gera hana að ættmóður. Blessuð sé minning hennar og jarðvist. Ég bið Herdísi að flytja kveðjur frá okkur inn í ný heimkynni. Farðu heil. Við hittumst síðar. Þinn tengdasonur, Þorsteinn Júlíus Stefánsson. Tengdamóðir mín og vinkona, Herdís Símonardóttir, er látin. Ég kynntist Stellu, eins og hún var köll- uð, fyrir 28 árum og á ég margar góðar minningar um hana. Ég fann frá fyrstu að þar fór sterk kona. Kona sem hafði fengið sinn skerf af mótlæti en ung missti hún eigin- mann sinn frá fimm ungum börnum. Þá kom fram hve sterk persóna hún var og alla tíð lagði hún áherslu á það við börn sín að vinna vel, vera heiðarleg og koma fram við náung- ann eins og maður vill að aðrir komi fram við mann sjálfan. Þessari konu bar ég mikla virðingu fyrir. Með okkur tókust mjög góð kynni sem styrktust með árunum sem liðu. Ég minnist allra góðu stundanna sem við áttum saman er við spjöll- uðum um allt milli himins og og jarð- ar því ekki kom maður að tómum kofunum hjá henni. Stella hafði bók- staflega áhuga á öllu, hún las mikið og fylgdist vel með. Eitt af helstu áhugamálum Stellu var jóga en það stundaði hún og kenndi í mörg ár og minnist ég þess hve gott var að vera í tímum hjá henni. Að hugsa vel um heilsuna var henni mikilvægt. Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki og var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Stella naut þess að ferðast um heiminn og ég veit að henni þótti gott að dveljast í Ameríku hjá Jónu systur sinni, þar leið henni vel. Skemmtilegt fannst henni að fara á listasöfn, sitja á kaffihúsum og spjalla, það kunni hún og aldrei var hún að flýta sér. Það var gott að koma til hennar á Miklubraut og síð- ustu vikurnar sem hún dvaldi á líkn- ardeildinni var alltaf þessi ró yfir henni. Ég sagði oft við hana hvað það væri gott að koma til hennar í rólegheitin og halda í höndina á henni. Hún var svo heit á höndunum og brosti til mín þegar ég fékk að hlýja mér hjá henni. Maður heldur að það sé mögulegt að vera und- irbúin fyrir að ástvinur kveðji en það er líklega ekki hægt. En góðar minningar hjálpa og leiða mann áfram. Einnig veit ég að það verður tekið vel á móti henni. Fyrir allar þessar minningar er ég þakklát og að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu. Góði guð, hugsaðu vel um Stellu. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku amma mín. Þá er komið að því að hitta afa eftir 47 ára aðskiln- að. Ég bið kærlega að heilsa honum. Það má segja að amma hafi verið algjört hörkutól í gegnum tíðina, að ala upp fimm börn, vera í vinnu og hafa allt á hreinu. En amma vildi nú ekki gera of mikið úr þessu því að þetta var bara svona og ekkert múð- ur með það meir. Amma hefur alltaf verið snyrtileg og fín frú. Það kemur mér til að brosa að hugsa til þess þegar ég var tólf ára og amma gat ekki skilið hvernig ég gat verið svona mikil brussa, ekki til í því að ég væri dama. Ég ákvað að reyna og setti hringi upp og var voðalega fín. En þeir voru ekki ekta þannig að það gekk ekki að gera mig að dömu. En amma gaf mér alvöruhring stuttu seinna og mér fannst ég þvílík gella, kannski var ég að verða dama. Ég er alltaf með eyrnalokkana sem amma gaf mér. En hún var í því að ala í mér dömuna, allt fram á síðasta sjens á líknardeildinni en ég skal gera mitt besta, amma mín hefur staðið sig ágætlega í þessu. Mamma getur tekið við af ömmu, annars eru þetta gen frá Laug eða úr pabba fjölskyldu sem við gerum víst lítið í að breyta. Ömmu minnar verður sárt saknað á gamlárskvöld, ég bara man varla eftir áramótum án hennar. Elsku amma, ég, Birna María og Siggi Bjarni kveðjum að sinni og vonum að þér líði vel með afa þér við hlið. Ástarkveðja. Ingibjörg Ásta. Síðastliðinn miðvikudag hringdi mamma í mig og sagði mér að þá um nóttina hefði amma dáið. Það er erf- iðara en orð fá lýst að vera hér, svona langt í burtu og hafa ekki fengið tækifæri til að kveðja hana. Amma var svo hress í sumar og ég var svo viss um að ég myndi fá að sjá hana um jólin, en svo verður ekki. Amma hugsaði alltaf vel um okk- ur og þó svo að barna- og barna- börnin væru mörg, fengu allir fal- legar afmælis- og jólagjafir. Þessi jól verða án efa gleðisnauð- ari í þessum margmenna hópi sem hún lætur eftir sig, þar sem hún stóð alltaf stolt og bein, sannkallað höfuð fjölskyldunnar. Við hugsum til ömmu með hlýju. Ólöf, Andrea, Viktor Steinn og Anna, Mílanó. HERDÍS SÍMONARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.