Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 31 ✝ Páll Ólafssonfæddist í Kefla- vík hinn 27. septem- ber 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfara- nótt þriðjudagsins 19. nóvember síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Ólafs A. Hannessonar vél- stjóra, f. 25. desem- ber 1904, d. 27. nóv- ember 1964, og Guðnýjar Árnadótt- ur, f. 10. júní 1910, d. 21. febrúar 1977. Eft- irlifandi bræður Páls eru Árni, f. 22. júlí 1937, og Gunnar, f. 28. apríl 1946. Önnur systkini eru: Hannes Þór, f. 22. febrúar 1931, Sólveig, f. 2. september 1940, og Gunnar, f. 20. ágúst 1941, en þau eru öll látin. Fyrri kona Páls er Gréta Jóns- 1975, búsett í Reykjavík með sam- býlismanni sínum Hrafni Árnasyni, f. 29. september 1972. Páll ólst upp í Keflavík og lærði þar rafvirkjun hjá Guðbirni Guð- mundssyni rafvirkjameistara. Hann vann lengst af við rafvirkjun hjá varnarliðinu en kom víða við eins og í tækniteiknun, var sjómað- ur og rafvirki á Norðfirði í þrjú ár, tók þátt í Baðstofunni hjá Eiríki Smith málara, og sat til að mynda einn vetur í Myndlista- og handíða- skólanum. Páll starfaði hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli þangað til veikindi gerðu honum ókleift að vinna lengur. Páll og seinni kona hans Arn- gunnur ferðuðust mikið innan- lands og átti náttúran og útiveran hug þeirra beggja. Eftir veikindi og lát hennar tók Páll virkan þátt í starfsemi ferðafélagsins Útivistar. Hann sat í Básanefnd og kjarna Útivistar og skilur eftir sig mikla vinnu við uppbyggingu Bása í Þórsmörk sem og annars staðar. Útför Páls verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. dóttir, f. 15. maí 1942 og dætur þeirra eru: 1) Guðný, f. 24. júní 1959, búsett í Keflavík. Syn- ir hennar með Sveini Árnasyni eru: Bene- dikt Hjalti, f. 26. mars 1979, og Grétar Már, f. 20. apríl 1988. Sonur Benedikts er Sindri Páll, f. 29. maí 2001. 2) Svala Kristín, f. 24. október 1960, m. Randver R. Ragnars- son, f. 7. ágúst 1960, búsett í Njarðvík. Börn þeirra eru: Rannveig Kristín, f. 18. september 1980, Jón Einar, f. 7. júlí 1982, og Karen Ösp, f. 2. júlí 1988. Seinni kona Páls var Arngunnur Jónsdóttir, f. 13. júlí 1942, sem lést 10. júní 1994. Dóttir þeirra er María Erla Pálsdóttir, f. 23. apríl Í sumar eignaðist góð vinkona mín litla dóttur. Ég stóð mig að því að setjast niður úti í garði eftir dæmi- gert áreiti dagsins og skrifa niður það sem fyrir augu og eyru bar. Ég fann hvernig sólin skein á hörundið og yljaði beinin, heyrði hvernig flug- an suðaði í blómunum, heyrði vind- inn í trjánum og í sláttuvélinni í næsta garði. Ég byrjaði að skrifa niður allt það sem litla stúlkan átti eftir að upplifa í von um að hún kynni að meta þessa hluti. Það var einmitt þannig sem foreldrar mínir kenndu mér að upplifa náttúruna. Með virð- ingu og eftirtektarsemi ferðuðumst við um landið og þá gilti einu hvort það var viðurkennd náttúruperla eða bara lítil klettagjá eða lítið gróður- land sem fáir vissu um, allt vakti að- dáun. Eftir að móðir mín lést var unun að fylgjast með pabba finna aftur fótfestu í lífinu í gegnum ferðafélagið sitt Útivist. Það var því mikið áfall þegar hann greindist með sama sjúkdóm og mamma hafði tapað fyrir fimm árum áður. En lífið er ótrúlegt. Ég hef sjaldan verið snortin af því- líkum lífsvilja og baráttu hjá einum manni eins og honum. Allt til hins síðasta var hann að hugsa um aðra. Þegar eitt barnabarna hans kom til hans kvöldið áður en hann lést spurði hann umhyggjusamur hvern- ig gengi og hvað væri að frétta. Hann faðmaði dótturson sinn þétt- ingsfast þótt hann hefði varla þrek í að fá sér að drekka og lét ekkert á sjá. Sjálfsvorkunn var hreinlega ekki til í hans orðabók. Í dag er ég sest niður eftir erfiðan dag finnst mér ekkert betra en að horfa á trén sveiflast í vindinum, finna sjávarilminn og fá brimið í and- litið, og finna að glettnin hans pabba og smitandi hláturinn hennar mömmu er ekki langt undan. María Erla. Ég var einn af þeim heppnu sem fengu að kynnast Palla. Það var um páskana 1999 skömmu eftir að ég og María Erla, dóttir hans, felldum hugi saman. Sá ég strax að þarna fór ljúf- ur og góður maður. Palli var alla tíð mikill náttúruunnandi og ferðaðist um Ísland þvert og endilangt. Hann og Arngunnur, kona hans, ferðuðust mikið og María Erla hætti að telja hversu oft hún fór „hringinn“ með þeim þegar þau voru búin að fara sex sinnum. Í seinni tíð var þó einn stað- ur, öðrum fremur, sem átti hug hans og hjarta, en það var Básasvæðið í Þórsmörk. Þar var hann í góðum fé- lagsskap vina sinna hjá Ferðafélag- inu Útivist. Í þau skipti sem við María Erla fórum að hitta Palla í Þórsmörk (sem var oft eini mögu- leikinn til að sjá hann á sumrin) var okkur tekið opnum örmum. Fyrsta skiptið sem ég fór með honum inn í „Mörk“ er mér mjög minnisstætt. Það var um sumarið 1999 og Palli þeysti með okkur á jeppanum sínum í gegnum stórbrot- ið landslagið og lét skvetta duglega í ánum á leiðinni. Svo leiddi hann okk- ur upp og niður nokkur fjöll og sýndi okkur nokkrar perlur íslenskrar náttúru eins og helli inni í miðju fjalli, Gathillur og skokkaði með okk- ur niður hrikalega Kattahryggina niður í Bása. Svo var slegið upp veislu með félögum hans í Útivist þar sem var spilað og sungið fram á nótt. Eftir að Palli greindist með alvar- legan sjúkdóm þetta sama sumar átti ég von á að það drægi úr honum kraft, en þvert á móti tók hann því með sínu einstaka æðruleysi og efld- ist við það frekar en hitt. Þó að sjúk- dómurinn ágerðist lét hann sig sjald- an vanta í „Mörkina“ og eins og góð manneskja orðaði svo vel: „Palli lifði lífinu betur og af meiri ánægju en flestar heilbrigðar manneskjur sem ég þekki.“ Hann var ósérhlífinn og lagði mikið á sig fyrir aðra. Hann gaf mér þá bestu afmælisgjöf sem hugs- ast gat með því að koma í afmæl- isveislu mína í lok september síðast- liðinn, þrátt fyrir að veikindin væru verulega farin að taka sinn toll. En aldrei mátti hafa neitt fyrir honum sjálfum. Þeir sem þekktu Palla minnast hæfileika og hugvits hans. Hann var mjög listrænn og eftir hans dag liggja mörg verk í ýmsu formi, meðal annars túrbína, „Bása-Bína“, sem framleiðir rafmagn fyrir skálana í Básum, og legsteinn Arngunnar konu hans sem hann smíðaði úr steini og plexigleri. Vænst þykir mér þó um ljósmyndir og myndir sem hann teiknaði og málaði og prýða heimili okkar Maríu Erlu. Við það að skrifa þessi orð til minningar um tengdaföður minn, hann Palla, þá finn ég hvernig færist yfir mig hlý og þægileg tilfinning og ég átta mig á því að svona vil ég að mín verði minnst þegar ég er allur. Ég vil að lokum þakka sérstaklega starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót þeirra. Hrafn. Elsku Palli afi. Núna ertu farinn, samt ekki alveg farinn, bara frá okk- ur á jörðinni en samt muntu alltaf vera hérna hjá okkur. Mér fannst mjög sárt að sjá þig kveljast og berj- ast. En það sárasta var að missa þig. En ég veit að þér líður mun betur núna uppi hjá Guði og hjá Arngunni ömmu og öllum hinum, og náttúrlega líka hjá okkur. Einu sinni þegar þú komst í heimsókn, var enginn heima nema ég og vinkona mín. Þú spjall- aðir við okkur og labbaðir um svo prumpaðirðu, okkur fannst það svo fyndið. Svo alltaf þegar ég var að tala um þig eða vinkona mín þá kölluðum við þig alltaf afa sem prumpaði og hlógum. Þú vast svo þrjóskur, fórst alltaf upp í Þórsmörk þó þú værir mjög veikur og fórst að laga bílinn og á rúntinn og svoleiðis. Svo þegar þú lást á spítalanum baðstu pabba að fara og starta bílnum en hann fór ekki í gang. Þá raukstu út af sjúkra- húsinu og fórst að athuga málið. Bíll- inn var þér næstum allt. Og fljótt eft- ir það var ég að keppa í körfu og missteig mig. Sama dag kom ég til þín í heimsókn. Þá raukstu upp og sagðir: „Hvað kom fyrir þig?“ „Ég var bara að keppa í körfu.“ Svo var allt í lagi. Þessir seinustu dagar hafa verið mjög erfiðir fyrir þig og okkur öll. En munið, Guð tekur alltaf þá bestu. Þess vegna er afi farinn til hans. Kveðja Karen Ösp Randversdóttir. PÁLL ÓLAFSSON  Fleiri minningargreinar um Pál Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Grýtubakka 14, Reykjavík, áður húsmóðir á Kluftum, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 21. nóvember. Kveðjuathöfn verður í Breiðholtskirkju, Reykja- vík, föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju, Hrunamannahreppi, laugar- daginn 30. nóvember kl. 14.00. Helga Guðmundsdóttir, Ingvar Hallgrímsson, Margrét Erna Guðmundsdóttir, Marinó Þ. Guðmundsson, Marteinn Steinþórsson, Anna Stefánsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINN HALLGRÍMSSON fyrrv. bóndi á Háreksstöðum í Norðurárdal, sem andaðist miðvikudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. nóvember kl. 15.00. Þuríður Sigurjónsdóttir, Ninna Sigurðardóttir, Steinar Ólafsson, Elsa Sigurðardóttir, Paul B. Hansen, Ágústa Kristín Steinarsdóttir, Þórarinn Ásgeirsson, Þuríður Elín Steinarsdóttir, Ragnar Björnsson, Jóhanna Björg Hansen, Páll Höskuldsson, Sigurður Böðvar Hansen, Inga María Ásgeirsdóttir og langafabörn. RÖGNVALDUR BJARNASON, Reynigrund 41, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 26. nóvember. Útförin auglýst síðar. Fjölskylda hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR Þ. GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést mánudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Fíladelfíu föstudaginn 29. nóvember kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á trúboðssjóð Hvítasunnu- kirkjunnar. Einar G. Bogason, Guðbjörg Júlíusdóttir, Sigrún Anna Bogadóttir, Bogi Kristinn Bogason, Linda Björk Friðriksdóttir, Valur Bogi Einarsson, Anja Djurhuus Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.Eiginmaður minn og vinur, SIGURLINNI SIGURLINNASON, er látinn. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Einarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT LJÓSBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Naustanesi, lést í Seljahlíð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóv- ember. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Guðmundur Gígja, Hjördís Jónasdóttir, Elísabet Gígja, Sigurður Hall, Guðríður Gígja, Gunnlaugur Magnússon, Þorbjörg Gígja, Ottó B. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓHANNES EGGERTSSON hljómlistarmaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Eggert Jóhannesson, Gabriele Jóhannesson, Halldóra Jóhannesdóttir, Þorvaldur Jóhannesson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Árni Björnsson, Margrét Eggertsdóttir, Einar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.