Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 37

Morgunblaðið - 27.11.2002, Page 37
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 37 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI HESTAR Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkj- unni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar kirkj- unnar leiða umræður og fræðslu um trú- aratriði. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngvar, biblíu- saga, bænir, djús og kex. TTT-fundur (10– 12 ára) kl. 16.15. Menntaskólanemarnir Andri og Þorkell leiða starfið ásamt hópi sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þrótt- heimum kl. 20 (8. bekkur). Adrenalínhóp- urinn kemur saman kl. 20 í félagsmiðstöð- inni 101 í Austurbæjarskóla. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Mataræði ungbarna. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni á Seltjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Kirkju- starf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl. 17. Farið verður í sálma Davíðs. Umsjón sr. Frank M. Hall- dórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. KL. 13–15 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lok- inni stundinni. Allir velkomnir. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30 KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Graf- arvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12 spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyr- ir unglinga 14–15 ára kl. 20. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bókakynning. Í tilefni af áttræðisafmæli sr. Jörg Zink verður bóka- kynning í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14 fermingarfræðsla í Hamarsskóla. Kl. 16.20 TTT, yngri hópur, 9–10 ára. Kl. 17.30 TTT, eldri hópur, 11–12 ára. Kl. 20 fræðslufund- ur um unglinginn og umhverfi hans fyrir for- eldra. Sr. Þorvaldur Víðisson flytur erindi og leiðir spjall á eftir yfir kaffibolla. Kl. 20 Opið hús í KFUM&K húsinu hjá Æskulýðsfélagi KFUM&K – Landakirkju. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Viktor F. aðstoðar. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórn- andi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safn- aðarheimilinu í dag, miðvikudag, kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurð- ardóttur. Síðasta skiptið á þessu ári. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmol- ar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkomið. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl. 20 í Safn- aðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30. bæn samkvæmt kenningu Jesú. Jóh. 16–17. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30 er fagnaðarsamkoma fyrir Leif Sig- urðsson kristniboða sem er kominn heim. Kangakvartettinn syngur. Allir velkomnir. Á UNDANFÖRNUM áratug hefur orðið veruleg breyting á fyrirkomu- lagi í hesthúsum hvað varðar að- búnað hrossa. Básar hafa vikið hratt fyrir stíum og þá oftar en ekki að menn hafi farið í safnstíur sem kallaðar eru þar sem spónum og taði er safnað undir hrossin í um það bil mánuð og síðan mokað út með vélum. Þetta fyrirkomulag út- heimtir verulega mikla spónanotk- un en léttir um leið mjög vinnu hestamanna við hirðingu hrossa. Í stað þess að moka út daglega þurfa þeir einungis að bera spæni undir. Samfara þessari þróun hefur inn- lend framleiðsla spóna minnkað stórlega og megnið af þeirri fram- leiðslu nú verið selt til pökkunar í það sem kalla má neytendaumbúð- ir. Þetta ásamt stórfelldum inn- flutningi spóna hefur leitt til veru- legrar hækkunar þar sem ekki er lengur hægt að að fá lausa spæni í gámum. Staðreyndin sem blasir við er að miðað við safnstíufyrirkomu- lagið kosta spænir fyrir einn hest 20.000 krónur yfir veturinn í stað 3.000 króna á að giska miðað við lausa spæni. Haugkjallarar góðir en dýrir Og nú hafa hestamenn víða um land setið í þungum þönkum og velt fyrir sér hvernig hægt sé að minnka spónanotkunina. Ætla má að vart sé gerlegt að skipta yfir í daglegan mokstur í stærri húsunum sem hýsa frá 15 og upp í 40 hross nema þá með því að útbúa kjallara og setja þá grindur eða lúgur til að moka ofan í. Vissulega er haugkjall- ari besti kosturinn en ekki gott um vik alls staðar að útbúa kjallara í gömlum húsum þótt vissulega sé það hægt og hafi verið gert. Hitt er það að kjallarar eru mjög dýrir og geta kostað jafn mikið og hesthúsið sjálft fokhelt eða tilbúið undir tré- verk. En á hvaða ráð hafa menn brugðið í minni húsunum? Segja má að slagurinn snúist fyrst og fremst um að losna við hlandið frá hrossunum því taðið eitt og sér veldur lítilli bleytu eða stækju. Með hækkandi verði spóna hefur sala á rakadrægum gúmmí- mottum aukist verulega og hefur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig menn útfæra stíurnar með þessum mottum. Þótt þessar mott- ur hleypi vatni í gegnum sig er ljóst að fleira verður til að koma því nokkra stund tekur fyrir vatnið að síga í gegnum þær. Hafa menn því brugðið á það ráð að hafa nið- urfallsrás innst í stíunum og góðan vatnshalla á mottunum að rennun- um. Með því móti rennur megnið af hlandinu beint ofan í niðurfallsrás- ina en hluti af því sígur í gegnum mottuna. En til hvers þá að hafa þessar gegndrægu mottur sem eru nokkru dýrari en venjulegar mott- ur? Jú, þær hafa ýmsa kosti eins og til dæmis þann að þær halda vel í sér raka sem tryggir viðvarandi rétt rakastig í hófum hrossanna sem er mjög mikilvægt. Þá eru þær mjög einangrandi, sem kemur með- al annars fram í því að hrossum þykir mjög gott að liggja á þeim. Einnig eru þær mun mýkri en þynnri mottur og fer afar vel um hrossin á þeim. Þá þykir mjög gott að þrífa stíur með þesskonar mott- um. Drenmotturnar eru rauðar að lit sem er hagstæðari litur en svart- ur með tilliti til lýsingar, að vísu dökkna þær með tímanum en það tekur nokkur ár. Sá misskilningur hefur náð talsverðri útbreiðslu að ekki megi nota spæni á þessar mottur því sagið gangi ofan í þær og stífli. Þetta á ekki alveg við rök að styðjast því sagagnirnar ganga í gegnum motturnar. Einnig má glöggt greina að örsmáar grasagnir úr taðinu ganga í gegnum mott- urnar. En nú er það svo með þessar ágætu mottur að þótt þær séu góð- ar í flesta staði þurfa þær ákveðna meðhöndlun í notkun og sömuleiðis er ekki alveg sama hvernig er gengið frá þeim í upphafi. Niðurfallsrásir nauðsynlegar Ef komast á hjá spónanotkun er nauðsynlegt að hafa niðurfallsrásir við eina hlið mottanna og að sjálf- sögðu vatnshalla að þeim svo vatnið leiti í rásirnar. Þá hafa menn gert nokkuð af því að hafa gatað vatns- rör undir mottunum á gagnstæðri hlið við niðurfallsrásirnar svo hægt sé að skola undan þeim án þess að þurfa að taka þær upp. Þá þykir nauðsynlegt að annaðhvort þétt- klæða stíuna með mottum eða þá að steypa í kringum þær svo ekkert horn eða brún standi opin því dæmi eru um að hestar hafi nagað mott- urnar nái þeir í horn eða brún á mottunni. Einnig geta menn sparað sér í mottukaupum með því að nota einungis fjórar eða fimm mottur í tveggja hesta stíur. Tveggja hesta stía á samkvæmt reglugerð að vera minnst sex fermetrar sem þýðir sex mottur sé þéttklætt og því hægt að spara allt að tveimur mottum með því að steypa í kring. Taka verður tillit til þess þegar motturnar eru sniðnar í stíur eða steypt í kringum þær að á fyrstu tveimur árunum geta þær stækkað verulega. Dæmi eru um að taka hafi orðið nokkra sentimetra af þeim, svo mikil hefur þenslan verið. Hægt er að setja krossviðarrenninga utan með þeim sem hægt er að fjarlægja eftir því sem motturnar þenjast út. Það þyk- ir betri kostur en að skera af mott- unum sjálfum sem vissulega er einnig hægt að gera. Vatnskærar mottur Hvað umhirðu varðar má segja að þessar mottur séu vatnskærar og því duglegri sem menn eru að sprauta á þær og jafnvel skrúbba létt yfir því betri verður drenun í gegnum þær og eins ferskara vatn- ið sem viðheldur góðum raka í hóf- um hrossanna. Æskilegt er að sprauta og skrúbba létt yfir mott- urnar ekki sjaldnar en einu sinni í viku. Regluleg spúlun hesthúsa tryggir auk þess betra loft í hest- húsum burtséð frá því hvernig mottur eru notaðar. Þá er gott að taka motturnar upp þegar hrossum hefur verið sleppt og þrífa þær með háþrýstidælu. Varst ber þó að nota of mikinn kraft því öflug buna frá háþrýstidælu getur spænt motturn- ar upp. Margir þeirra sem hafa breytt úr safnstíum yfir í daglegan mokstur með drenmottum hafa reiknað út að motturnar borgi sig upp á rúmu ári miðað við að engir spænir séu notaðir. Innflytjendur mottanna benda á að virkni eða drenhæfni þeirra ráðist mjög af því hversu vel þær séu þrifnar. Hér sé að sjálfsögðu ekki um að ræða ein- hverja skyndilausn sem leysi öll vandamál með því einu að leggja þær í stíurnar. Því betur sem um þær sé hugsað því betur virki þær. Spennandi tilraun í gangi En það eru fleiri en hestamenn sem hugsa og pæla stíft um þessi efni því í gangi hefur verið tilraun á vegum Tækniháskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og Gáma- þjónustunnar um framleiðslu á und- irburði sem framleiddur er úr pappa og kögglaður í grasköggla- vél. Gerð hefur verið prófun á þremur tonnum af þessari fram- leiðslu og í gangi er nú samanburð- artilraun á tíu tonnum af henni og hefðbundnum spónum sem á að vera lokið upp úr áramótum. Verð- ur spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri tilraun og þá hvort hér verður um raunhæfan, ódýran og góðan kost að ræða. Munurinn á milli daglegs mokst- urs og spónasöfnunarstía er tals- verður í krónum talið og inn í þessa útreikninga spilar líka hvað hesta- menn eru tilbúnir að gera sjálfir í daglegum mokstri. Skítmokstur er ekki slæmur kostur fyrir kyrrsetu- menn en fyrir þá sem vinna erf- iðisvinnu er ekkert spennandi að þurfa að byrja á að moka undan kannski tíu til fimmtán hrossum áð- ur en farið er á bak og þá getur verið gott eyða peningum í ríflegan undirburð. Hækkun spónaverðs dregur dilk á eftir sér Víða horfið frá safnstíum yfir í daglegan mokstur Morgunblaðið/Vakri Eins hesta stía með tveimur dren- mottum sem steypt er í kringum og niðurfallsrás í aftanverðri stíunni. Góðar niðurfallsrásir með gúmmímottum og góðum vatnshalla geta tryggt þokkalega þurrar stíur jafnvel þótt lítið eða ekkert sé notað af spónum. Vatnið er besti bandamaðurinn í baráttunni við stækju í hesthúsum, sama hvort notaðar eru drenmottur eða venjulegar gúmmímottur. Þeir eru margir hestamennirnir sem lagt hafa höfuðið í bleyti og hugsað stíft um það hvernig skuli bregðast við breyttum að- stæðum í spónamálum, sem er fyrst og fremst veruleg verðhækkun. Valdimar Kristinsson, sem hefur tekið þátt í þessum pælingum, greinir hér frá hvernig hesta- menn hafa meðal annars brugðist við. vakri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.