Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 39

Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 39 BIKARSYRPU Halló! sem staðið hefur yfir allt þetta ár lauk á sunnu- daginn með hápunkti keppninnar, Ís- landsmótinu í netskák, sem jafn- framt var 10. mót syrpunnar. Arnar E. Gunnarsson sigraði á Ís- landsmótinu eftir æsispennandi keppni og bráðabana gegn Stefáni Kristjánssyni. Þessir tveir skák- menn urðu efstir og jafnir á mótinu með 8 vinninga af 9 og urðu því að tefla tveggja skáka einvígi um Ís- landsmeistaratitilinn. Það dugði þó ekki til og þeir skildu aftur jafnir. Þá var tefldur bráðabani og sá sem fyrr ynni skák mundi hampa titlinum. Fyrstu, annarri og þriðju skákinni lauk öllum með jafntefli. Það var svo loks í fjórðu skákinni að Arnar hafði sigur og tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn. Tómas Veigar Sigurðarson varð Íslandsmeistari í flokki skákmanna með minna en 1.800 skákstig og Hlynur Gylfason í flokki stigalausra. Lokastaðan á Íslandsmótinu: 1. Arnar E. Gunnarsson 8 v. + 3½ v. 2. Stefán Kristjánsson 8 v. + 2½ v. 3.–4. Davíð Ólafsson og Björn Ívar Karlsson 5½ v. 5.–9. Björn Þorfinnsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Hrannar Bald- ursson, Snorri G. Bergsson og Gylfi Þórhallsson 5 v. 10.–12. Rúnar Sigurpálsson, Arnar Þorsteinsson og Hrannar B. Arnars- son 4½ v. 13.–15. Jóhann H. Ragnarsson, Bragi Halldórsson og Sæberg Sig- urðsson 4 v. 16. Magnús Magnússon 3½ v. 17. Sverrir Unnarsson 3 v. 18.–20. Gunnar Björnsson, Davíð Kjartansson og Tómas Veigar Sig- urðarson 2 v. Allir þessir 20 skákmenn unnu sér rétt til þátttöku í landsliðsflokki með góðri frammistöðu í bikarsyrpunni. Á undan keppninni í landsliðs- flokki var keppt í opnum flokki Ís- landsmótsins. Ólíkt því sem oft gerist við slíka flokkaskiptingu var þessi flokkur afar sterkur og margir kepp- endanna hefðu sómt sér vel í lands- liðsflokknum. Ingvar Þór Jóhannes- son sigraði á mótinu, hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Alls tóku 30 skákmenn þátt í opna flokknum og því tefldu um 50 manns í Íslandsmótinu í netskák að þessu sinni. Röð efstu manna: 1. Ingvar Þór Jóhannesson 8 v. af 9 2. Jón Viktor Gunnarsson 7½ v. 3.–4. Ríkharður Sveinsson og Sig- urður Daði Sigfússon 6 v. 5.–9. Róbert Harðarson, Ólafur Kristjánsson, Sigurður Eiríksson, Sigurður Ólafsson og Sigurður Páll Steindórsson 5½ v. 10.–14. Halldór Grétar Einarsson, Sigurjón Þorkelsson, Pálmi R. Pét- ursson, Magnús Örn Úlfarsson og Andri Áss Grétarsson 5 v. 15.–18. Heimir Ásgeirsson, Gunn- ar Skarphéðinsson, Jón Magnússon og Arnaldur Loftsson 4½ v. o.s.frv. Arnar E. Gunnars- son lét sér ekki nægja Íslandsmeistaratitil- inn, heldur náði einnig bestum samanlögðum árangri og sigraði því í bikarkeppni Halló! Hann hlaut 58½ vinn- ing og hafði 5 vinninga forskot á næstu menn. Hrannar Baldursson sigraði í flokki skák- manna með minna en 2.100 skákstig, Tómas Veigar Sigurðarson í flokki skákmanna með minna en 1.800 skák- stig og Þórður Harðar- son í flokki stigalausra. Röð efstu manna í bikarkeppninni: 1. Arnar E. Gunnarsson 58½ v. 2.–3. Björn Þorfinnsson og Snorri G. Bergsson 53½ v. 4. Rúnar Sigurpálsson 51 v. 5. Davíð Ólafsson 49 v. 6. Hrannar Baldursson 48 v. 7. Arnar Þorsteinsson 47½ v. 8. Gylfi Þórhallsson 45½ v. 9. Stefán Kristjánsson 43 v. 10. Halldór Brynjar Halldórsson 42 v. Í flokki undir 2.100 skákstigum: 1. Hrannar Baldursson 48 v. 2. Halldór Brynjar Halldórsson 42 v. 3. Björn Ívar Karlsson 40½ v. Í flokki undir 1.800 skákstigum: 1. Tómas Veigar Sigurðarson 30 v. 2. Sigurður Ingason 29 v. 3. Þórður Harðarson 21 v. Í flokki stigalausra: 1. Þórður Hrafnsson 21 v. 2. Hlynur Gylfason 20 v. 3. Sveinn Rúnar Eiríksson 7½ v. TR bikarmeistari ÍAV A-sveit Taflfélags Reykjavíkur átti ekki í vandræðum með A-sveit Taflfélagsins Hellis í úrslitum bikar- keppni ÍAV sem fram fór um helgina. TR hafði nánast tryggt sér sigurinn í hálfleik, en þá var staðan 4½–1½. Þetta er í annað sinn sem þessi keppni fer fram og lagði TR Helli einnig örugglega að velli í úrslitum í fyrra. Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson stóðu sig best TR-inga og sigruðu í báðum skákum sínum. Þá var ánægjulegt að sjá Héðin Steingrímsson við skákborðið, en hann stóð sig frábærlega og hlaut 1½ vinning gegn 2 stórmeisturum. Taflfélag Garðabæjar, sem stóð fyrir bikarkeppni ÍAV, vandaði mjög til keppninnar og úrslitadagurinn var ein samfelld skákhátíð. Hún hófst á því, að stórmeistarinn Helgi Ólafsson tefldi fjöltefli við 20 börn. Bláa lóns mótið var síðan mót U-20 landsliða Íslands, Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar sem fram fór á skákþjóninum PlayChess. Úr- slitin urðu þessi: 1. Þýskaland 9 v. af 12 2. Ísland 5½ v. 3. Svíþjóð 4½ v. 4. Frakkland 5 v. Keppendur Íslands voru: 1. Stefán Kristjánsson 2½ af 3 2. Davíð Kjartansson 1½ af 3 3. Sigurður P. Steindórss. 1 af 3 4. Halldór B. Halldórsson ½ af 2 v. Björn Ívar Karlsson 0 af 1 Lið ríkisstjórnar- flokkanna tapaði fyrir stjórnarandstöðunni 6½–9½. Gunnar Birgis- son og Guðjón Guð- mundsson tefldu fyrir ríkisstjórnarflokkana en Lúðvík Bergvinsson fyrir stjórnarandstöðu sem fékk Gunnar Björnsson að láni vegna óviðráðanlegra forfalla. Einnig fór fram tví- keppni í skák og bridge en þar vann Sveinn Rúnar Eiríksson. Samhliða úrtslitaleik bikarkeppninnar fór fram sterkt lokað netmót 34 kepp- enda á PlayChess. Meðal verðlauna- hafa voru þeir Stefán Kristjánsson og Bergsteinn Einarsson sem fengu ChessBase Megabase í verðlaun. Það er sjaldgæft að skipuleggj- endur leggi jafnmikið á sig og Tafl- félag Garðabæjar gerði vegna úrslita bikarkeppni ÍAV. Ýmsum þótti þeir hafa gert vel í fyrra þegar keppnin fór fyrst fram en að þessu sinni slógu þeir sjálfum sér rækilega við. Sigurður Daði og Jóhann Ragnarsson efstir á Skákþingi Garðabæjar Skákþingi Garðabæjar lauk með sigri Sigurðar Daða Sigfússonar. Hann var hálfu stigi fyrir ofan Jó- hann H. Ragnarsson, en þeir fengu báðir 6 vinninga á mótinu. Þar sem Sigurður Daði er ekki félagsmaður í TG hlaut Jóhann H. Ragnarsson tit- ilinn Skákmeistari Garðabæjar. Í þriðja sæti varð Skúli H. Sigurðar- son með 5 v. Í 4.–5. sætir urðu Páll Sigurðsson og Björn Jónsson með 4½ vinning. Unglingaflokkurinn var einnig spennandi, en þar sigraði Sverrir Þorgeirsson með 3½ vinning og 20,5 stig. Annar varð Hilmar Þorsteins- son einnig með 3½ vinning, en 20 stig. Þriðji varð síðan Stefán Daníel Jónsson með 2 vinninga. Guðmundur fékk 6½ vinning á HM ungmenna Guðmundur Kjartansson fékk 6½ vinning í 11 umferðum á heimsmeist- aramóti ungmenna sem haldið var á Krít. Guðmundur keppti í flokki 14 ára og yngri. Hann sigraði Vic Neil Villanueva frá Filippseyjum í loka- umferðinni. Dagur Arngrímsson, sem tefldi í flokki 16 ára og yngri, hlaut 5 vinninga en hann tapaði fyrir kólumbíska skákmanninum Sergio Barrientos (2.235) í lokaumferðinni. Fararstjóri var Sigurbjörn J. Björnsson. Arnar Gunnarsson Íslandsmeistari í netskák Daði Örn Jónsson SKÁK ICC ÍSLANDSMÓTIÐ Í NETSKÁK 24. nóv. 2002 Arnar Gunnarsson FLENSBORGARSKÓLINN í Hafn- arfirði og Tölvulistinn hafa gert samning um 22Mbits þráðlaust net- kerfi frá Planet sem Tölvulistinn er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Flens- borgarskólinn hefur undanfarin ár notað 3Mbits þráðlaust netkerfi frá Breezecom fyrir fartölvur nem- enda. Með því að taka í notkun 22Mbits netkerfi er stokkið yfir það stig að nota 11Mbits kerfi, en það er víða mikið notað í dag. Flensborg- arskólinn mun áfram styðja Wind- ows XP home stýrikerfið á fartölv- um fyrir nemendur skólans þannig að þeir þurfi ekki að leggja út í aukakostnað fylgi það stýrikerfi tölvum þeirra. Með þessu nýja net- kerfi er stuðningur við IEEE 802.11 staðalinn, en hann er afturvirkur fyrir eldri netkort, t.d. 11Mbits, segir í fréttatilkynningu. Axel Pétur Gylfason, kerfisstjóri Flensborgarskólans, og Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvulistans. Flensborgarskólinn og Tölvulistinn semja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá fjármála- ráðuneytinu um vörugjöld af bíla- leigubílum: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga um breyttar reglur um skilyrði fyrir því að bílaleigur fái notið lækkunar á vörugjöldum af bílaleigu- bílum vill fjármálaráðuneytið taka eftirfarandi fram: Árið 2000 beitti fjármálaráðherra sér fyrir lagabreyt- ingu sem veitti bílaleigum verulega lækkun á vörugjöldum af bílaleigubíl- um. Frumkvæði að breytingunni kom frá Samtökum ferðaþjónustunnar og var yfirlýst markmið hennar að gera bílaleigum kleift að bjóða fjölbreytt- ara úrval fólksbifreiða á lægra verði til leigu fyrir erlenda ferðamenn. Fjármálaráðuneytið setti á grund- velli laganna reglugerð þar sem fram komu skilyrði sem bílaleigur þurftu að uppfylla til þess að öðlast rétt til þess að fá lækkun vörugjalds. Ákvæði reglugerðarinnar miðuðu að því að tryggja það skilyrði fyrir vörugjalds- lækkun að viðkomandi bílar yrðu ein- ungis leigðir skammtímaleigu, hvort heldur til ferðamanna eða til annarra nota. Ákveðnar bílaleigur hafa á síðustu misserum auglýst bíla til langtíma- leigu. Svo dæmi séu nefnd hefur í sumum tilvikum verið boðið upp á „aukabíl á heimilið“ og í öðrum hefur verið tekið fram að lágmarksleiga væri sex mánuðir. Með slíkum við- skiptaháttum voru bílaleigur farnar að njóta lækkunar vörugjalds af bíl- um sem nýttir voru á annan hátt en gert var ráð fyrir í lögum. Jafnframt varð afleiðingin sú að bílaleigur voru komnar í samkeppni við rekstrarleig- ur og jafnvel bílainnflytjendur sem ekki njóta sambærilegra lækkana á vörugjöldum. Það var ekki tilgangur lagabreytingarinnar að efnt yrði til óeðlilegrar samkeppni af því tagi. Ráðuneytið gerði athugasemdir við Samtök ferðaþjónustunnar um að það teldi langtímaleigu ekki samræmast áðurgreindum reglum um lækkun vörugjalda á bílaleigubílum. Í fram- haldi af því taldi ráðuneytið nauðsyn- legt að breyta skilyrðum fyrir niður- fellingu vörugjalda af bílaleigubílum þannig að ljóst væri að bílar sem not- aðir væru til langtímaleigu nytu ekki lækkunar vörugjalda og jafnframt til að tryggja að slíkar heimildir yrðu ekki misnotaðar. Í þessu skyni var reglugerðinni breytt og það skilyrði sett fyrir lækkun vörugjalda að leigu- tími skuli aldrei vera lengri en 30 dag- ar og að bílaleigu sé óheimilt að gera leigusamning við sama leigutaka, ein- stakling eða lögaðila, eða aðila tengd- an honum, innan 45 daga frá því að fyrri leigusamningur rennur út. Slíkar takmarkanir falla þó brott eftir 18 mánuði frá nýskráningu, hafi bifreið verið nýtt sem bílaleigubifreið í þann tíma. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að með þessum skilyrðum séu sett óeðlileg höft á hvenær og við hverja bílaleigur eigi viðskipti. Ráðuneytið vill taka fram að skil- yrði þessi hafa engin áhrif á það við hverja bílaleiga getur átt viðskipti eða hve oft, heldur er með skilyrðum þessum leitast við að tryggja að þeir bílar sem notið hafi vörugjaldslækk- unar séu einungis nýttir við leigu til ferðamanna og annarrar skammtíma- leigu, eins og gengið var út frá við setningu laganna. Reglugerðarbreytingin girðir á engan hátt fyrir að bílaleigur geti þegar þannig stendur á leigt út bíla lengur en í 30 daga eða til sama aðila oftar en á 45 daga fresti, svo fremi að til þess séu nýttir bílar sem full gjöld hafa verið greidd af eða eru ekki leng- ur háðir takmörkunum samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar.“ Tilkynning frá fjármálaráðuneyti Vörugjöld af bílaleigubílum NÝR íslenskur fjölmiðill hefur hafið göngu sína. Fjölmiðillinn tunga.is er frétta- og upplýs- ingamiðill. Fyrirtækið bak við miðilinn er íslenskt örfyrirtæki, Útgáfa á íslensku ehf. Netið verður notað sem miðlunarform á léninu www.tunga.is. Netút- varpsviðtöl og netsjónvarpsvið- töl munu mynda grunn marg- miðlunar hins nýja fjölmiðils. Á tímum minnkandi lýðræðisþátt- töku er nauðsynlegt að veita öll- um gagnvirkan margmiðlunar- aðgang að faglegri umfjöllun einstakra mála og almenningur getur með virkum hætti tekið þátt í þjóðfélagsumræðu á www.tunga.is, segir í fréttatil- kynningu. Nýr upplýsingamiðill hefur göngu sína sparaðu fé og fyrirhöfn MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐ SDAGA R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.