Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 40

Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEIR eru komnir af fjöllunum. Davíð og Benedikt brostu og gamalt samn- ingasigg í lófum þeirra snertist. Og Ólafur landlæknir var kátur og sagði að þeir hefðu fundið nýjan spítala. Það voru Vífilsstaðir. Fjármálaráð- herra brosti líka. Heilbrigðisráðherra gerir lítið af því að brosa. En hann er þó eini ráð- herrann sem komið hefur mér á óvart. Hann hefur pólitískt verksvit og kann að nota það og það veður eng- inn í gegnum hann. Jón Kristjánsson spurði í sjónvarpsviðtali nýlega hvort fólk ætti ekki að hafa sömu réttindi við fæðingu og dauða. Þeirri spurn- ingu hafa Íslendingar ekki svarað ját- andi frá stofnun lýðveldisins. Starf þessarar nefndar er blekk- ing. Það munu aldraðir komast að raun um. Það sem verður gert er að mjatla inn á fjárlögin einhverjum upphæðum til þess að komast í gegn- um kosningarnar. Ekkert verður neglt. Ekkert verður reiknað út. Ekk- ert verður framreiknað. Engu verður lokið. Það verkaði eins og brandari þegar komu fréttir frá starfi nefndarinnar og sagt að þeir Þór Þórarinsson og Þórarinn V. Þórarinsson hefðu verið sendir til að mæla Vífilsstaði. Hvað haldið þið að margar ríkisstjórnir og margar sveitarstjórnir hafi látið mæla Vífilsstaði? Vífilsstaðir standa hátt í meira en einum skilningi. Þeir eru með elstu húsum landsins, byggt ef ég man rétt 1911, og saga Vífilsstaða er saga hetjudáða. Þá var einnig dauðinn í hlutverki. Að þeir sem dóu fengju besta aðbúnað í banalegunni sem þá þekktist. Saga Vífilsstaða og baráttan við berklana og árangur þeirra sem börðust við þennan sjúkdóm urðu fræg í Evrópu og víðar, þar var barist í návígi og fremstir í flokki voru þeir sem þekktu sjúkdóminn af eigin raun. Það fannnst mér líka tímanna tákn að um svipað leyti og þessi „snjalla“ hugmynd er reifuð um Vífilsstaði er Barnaspítali Hringsins opnaður, nýj- asta og fullkomnasta sjúkrahús landsins, en eitt elsta stórhýsi lands- ins tekið sem hótel fyrir veika aldraða í hæfingu eftir sjúkrahúsdvöl. Þessa afstöðu til nýgræðingsins og þeirra sem búnir eru að skila sínu held ég að heilbrigðisráðherra hafi átt við í sjón- varpinu. Í stað þess að reikna og framreikna og tímasetja það sem eftir liggur af hinum kolsvarta slóða – sem vissu- lega er ekki mjög stór hluti – og klára það á fimm árum og gera ráð fyrir eðlilegri fjölgun aldaðra, sem full- orðnu fólki er stöðugt velt upp úr eins og náttúruhamförum, halda þeir áfram að teygja lopann. Allir vita að næstu 5–10 ár verða það sem kallað er góðæri. Aldrei verður betra tækifæri til að ljúka þessum þætti í þjóðfélaginu. HRAFN SÆMUNDSSON, fv. atvinnumálafulltrúi. Starf þessarar nefndar er blekking Frá Hrafni Sæmundssyni: BÆJARSTJÓRINN á Akureyri er fyndinn og hress. Það fengum við svo sannarlega að sjá og heyra fyrir helgi þegar hann brá sér af bæ til Hafnarfjarðar og færði bæjarstjóranum þar skyr og sperðla. Tilefnið var að einhver rannsóknarnördinn hafði komist að því að akureyrskar konur væru þyngri en konur úr Hafnarfirði og skyldu nú þær síðarnefndu fitaðar. Það var létt yfir þessu og skemmti- legt, enda voru sjónvörpin mætt og blöðin og allt myndað í bak og fyrir og slegið upp sem heilmikilli frétt. Það veitir heldur ekki af svona þegar skammdegið hellist yfir okkur að koma með svona nett sprell. Ramm- íslenskur jólasveinn kominn snemma til byggða og stelur ekki, hann gefur. Og þetta væri svosem allt í þessu fína og engin ástæða fyrir undirrit- aðan að vera að fetta fingur út í svona frétt, að bæjarstjórinn minn á Akureyri skuli fara suður og sletta KEA-skyrinu og vonandi svolítið úr klaufunum í leiðinni. Nei ég hefði enga ástæðu til vandlætingar og gæti ekki nema rétt hrist hausinn yf- ir vitleysunni ef ekki væri önnur frétt, sem nákvæmlega ekkert, mér vitandi, hefur farið fyrir í fjölmiðlum, að brjótast um í kollinum. Þó er sú frétt líka um gjafir þessa sama bæj- arstjóra eða bæjarstjórnenda hans, gjafir til megrunar en ekki fitunar. Þannig er mál með vexti, að í vik- unni áður en bæjarstjórinn fór suður var um það bil 20 bæjarstarfmönn- um á Akureyri sagt upp vinnunni annaðhvort til frambúðar eða til að ráða þá aftur í minna vinnuhlutfall. Þessir bæjarstarfsmenn unnu allir á sambýlum fyrir fatlaða og svona nið- urskurður táknar ekkert annað en minni þjónustu við þá okkar minnstu bræður, sem eru hins vegar ekki þess megnugir að lyfta upp hendi til varnar. Heggur sá er hlífa skyldi stóð einhvers staðar skrifað. Nú eru reyndar ekki nema nokkrir mánuðir síðan okkar staffírugi bæjarstjóri og stjórn hans tók yfir frá ríkinu að reka sambýlin á Akureyri og þá var það frétt og þótti framfaraskref. Nú er þetta brölt allt í einu orðið baggi á bænum og fólki því vísað á guð og gaddinn. En ekki voru sjónvörpin mætt, né blaðaljósmyndarar, til að festa það í frétt, þegar lánlausir bæj- arstarfsmenn tóku við uppsagnar- bréfunum. Þó er þetta atburður, sem hefur áhrif á líf fjölda fólks. Drjúg- um fleira en leikurinn á bæjarstjórn- arkontórnum í Hafnarfirði. Það væri hægt að skrifa um þetta langt mál og vissulega yrði það miklu leiðinlegra en fréttin fína um bæj- arstórann og skyrið. En það er nú samt sannleikurinn um jólagjafir, sem þiggjendurnir muna ábyggilega lengur eftir en bæjarstjórinn í Hafn- arfirði man sperðlana. KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON, Strandgötu 37. Gjafir eru yður gefnar Frá Kristjáni Pétri Sigurðssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.