Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
koma Mánafoss, Detti-
foss og Selfoss.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa s.
551 4349, opin miðvikud.
kl. 14–17. Flóamarkaður,
fataútlutun og fatamót-
taka opin annan og
fjórða hvern miðvikud. í
mánuði kl. 14–17, s.
552 5277.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa, kl. 13
spilað.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 Bún-
aðarbankinn, kl.
13–16.30 spiladagur,
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud.: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud.: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard.: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11. Inn-
kaupaferð í Kringluna á
morgun kl. 13.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð við
böðun, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30–15 banka-
þjónusta, kl. 14.40 ferð í
Bónus, hárgreiðslustofan
opin kl. 9–16.45 nema
mán.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9 silki-
málun, kl. 13–16 körfu-
gerð, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. kl. 13.30
bankaþjónusta Bún-
aðarbanka.
Félagsstarfið, Furugerði
1. Í dag kl. 14 les Viðar
Finnsson upp úr bók
sinni Stephan G. Steph-
ansson.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, mosaik,
gifs og íslenskir steinar
og postulínsmálun, hár-
greiðslustofan opin kl. 9–
14.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hársnyrt-
ing, kl. 10–12 verslunin
opin, kl. 13 föndur og
handavinna, kl 13.30
enska, byrjendur.
Strætó-kórinn kemur og
syngur í kvöld kl. 20.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–16.
Skrifstofan opin í dag kl.
16.30–18.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréskurð-
ur kl. 9, myndlist kl. 10–
16, línudans kl. 11. Gler-
skurður kl. 13, pílukast
kl. 13.30. Opið hús á
morgun, fim. 28. nóv. kl.
14. Glerskurður kl. 13.
Dansleikur föst. 29. nóv.
kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Mið: Göngu-
hrólfar ganga frá Ás-
garði, Glæsibæ, kl. 10.
Línudanskennsla Sig-
valda kl. 19.15.
Almennur félagsfundur
með þingmönnum
Reykjavíkur laug. 30.
nóv. í kl. 13.30.
Jólafagnaður í Ásgarði
Glæsibæ mið. 4. des.
Ljósaskreytingar á
Akranesi stutt dagsferð
15. des. uppl. á skrifstofu
FEB.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum Selið, Vall-
arbraut 4, Njarðvík. Kl.
14 félagsvist alla mið-
vikudaga.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn. Á
morgun kl. 13.15 „Kyn-
slóðir saman í Breið-
holti“. Félagsvist í sam-
starfi við Fellaskóla.
Allar uppl. í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9.30
boccia, kl. 10.45 hæg leik-
fimi, kl. 13 félagsvist, kl.
15.15 söngur Guðrún
Lilja leikur undir á gítar,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17 bobb. Lax-
nessdagur í Gjábakka á
morgun, fim. 28. nóv.
Dagskrá: Boðið í ferð á
heimaslóðir skáldsins kl.
10. (500 kr.) Kl. 12.15.
Hvað vitum við um
skáldið í umsjón kennara
og nemenda Snælands-
skóla. Kl. 14 hefst dag-
skrá Bókmenntaklúbbs
Hana-nú. Ólafur Ragn-
arsson les úr bók sinni
um skáldið. Kl. 20.30. Ég
býð þér dús mín elsku-
lega þjóð. Leikhópur
flytur dagskrá úr verk-
um skáldsins (kr. 1.000).
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, bútasaums-
ur, útskurður, hár-
greiðsla og fótaaðgerð,
kl. 13 bridge, harðangur
og klaustur. Jólafagn-
aður 6. des. Skráning á
skrifstofu fyrir 4. des.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur og jóga, kl.
10 jóga, kl. 13 dans-
kennsla framhaldshópur,
kl. 14 línudans, kl. 15
frjáls dans og teiknun og
málun. Fótaaðgerðir og
hársnyrting. Í dag er
Hvassaleitisstöðin 16 ára
og af því tilefni verður
morgunkaffi kl. 10. Kl. 15
gott afmæliskaffi. Spilað
á píanó og fjöldasöngur.
Korpúlfarnir, eldri borg-
arar í Grafarvogi.
Fimmtud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Kl. 9 vefnaður, kl. 10
ganga, kl. 9.05 leikfimi kl.
9.55 stólaleikfimi, kl. 13
keramikmálun.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10–
11 samverustund, kl. 9–
16 fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðlaun.
Jólabingó fim. 28. nóv. kl.
14.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16 fóta-
aðgerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 myndmennt, kl.
10.30–11.30 jóga, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–14 spurt og
spjallað, kl. 13–16 tré-
skurður. Jólafagnaður
verður fim. 5. des. Allir
velkomnir óháð aldri,
uppl. og skráning í síma
562 7077.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morg-
unstund, bókband og
bútasaumur, kl. 12.30
verslunarferð, kl. 13
handmennt og kóræfing,
kl. 13.30 bókband. Að-
ventu- og jólakvöld 5.
des. kl. 17.45. Uppl. og
skráning í síma 561 0300.
Háteigskirkja eldri
borgar, kl. 11 samvera,
fyrirbænastund og stutt
messa. Súpa í Setrinu kl.
12, brids kl. 13.
Rangæingar – Skaftfell-
ingar. Spilavist í kvöld í
Skaftfellingabúð, Lauga-
vegi 178, kl. 20. Kaffiveit-
ingar.
Vinahjálp, brids spilað á
Hótel Sögu í dag kl.
13.30.
Félagsstarf aldraðra í
Bústaðakirkju. Í dag kl.
13–16.30 starf aldraðra.
Föndur, gáta, spil og
helgistund. Gestur Þor-
valdur Halldórsson. Veit-
ingar að hætti Lovísu.
Umsjón Sigrún Sturlu-
dóttir. Munið bílaþjón-
ustuna í síma 553 0048 og
864 1448 og hjá kirkju-
vörðum í síma 553 8500.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í kvöld kl. 20 í
Bókmenntaklúbbi Hana-
nú. Haldið verður áfram
með verk skáldanna frá
Aðaldal. Fólk er beðið
um að hafa í huga að rifja
upp, skrá og segja frá
stuttum minningum um
bernskujólin.
Öldungaráð Hauka. Al-
mennur félagsfundur
verður í dag, mið. 27.
nóv., kl. 20 á Ásvöllum.
Stjórnin.
KFUK. Basar verður
laug. 30. nóv. á Holtavegi
28. Opnað kl. 14. Bas-
arnefndin.
ITC deildin Melkorka
heldur fund í Borgartúni
22, 3. hæð, í dag, mið. 27.
nóv. Fundurinn er öllum
opin. Nánari uppl. veitir
Hulda Gísladóttir í síma
587 1712.
Kvenfélagið Heimaey
verður með sína árlegu
jólasölu í Mjóddinni fim.
og föst. 28. og 29. nóv.
Munið jólafundinn 2.
des., tilkynnið þátttöku.
Stjórnin.
Í dag er miðvikudagur 27. nóv-
ember, 331. dagur ársins 2002.
Orð dagsins: Jesús segir við hana:
Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, munt
þú sjá dýrð Guðs?
(Jóh. 11,40)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 ökutæki, 4 hraka, 7 tæl-
ir, 8 krók, 9 blekking, 11
fuglinn, 13 vex, 14 skatt-
ur, 15 ómjúk, 17 ófús, 20
tjara, 22 hitasvækja, 23
líðandi stund, 24 flækja,
25 glerið.
LÓÐRÉTT:
1 landbúnaðartæki, 2
ganga, 3 magurt, 4 spýta,
5 stirðleiki, 6 kjánar, 10
hagnaður, 12 miskunn,
13 op, 15 hangir, 16 hæg-
lát, 18 skrifað, 19 góð-
mennskan, 20 vísa, 21
röskur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ribbaldar, 8 líkir, 9 tinna, 10 tel, 11 tunna, 13
afræð, 15 krafs, 18 illur, 21 tíð, 22 nagli, 23 nabbi, 24
rangindin.
Lóðrétt: 2 iðkun, 3 birta, 4 litla, 5 angir, 6 blót, 7 garð, 12
nef, 14 fól, 15 kunn, 16 angra, 17 sting, 18 iðnin, 19 lubbi,
20 reit.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
ÞAÐ er ástæða til að óska ís-lensku boxurunum til hamingju
með sigrana þrjá á móti Bandaríkja-
mönnum 16. nóvember sl. Þetta voru
víst engir byrjendur sem við fengum
í heimsókn. Þrír ósigrar reyndar,
sem hægt er að læra af og gera bara
betur næst. Um svipað leyti og box-
að var í Höllinni var Múhameð Ali í
skuggaboxi í Kabúl, sem friðar-
sendiherra SÞ, en Afganir munu
hafa boxið í hávegum og fögnuðu því
vel þegar íþróttabanni talíbananna
var loks aflétt. Loks gátu menn farið
að mæta á æfingar án þess að yf-
irvöld refsuðu þeim fyrir uppátækið.
Það hlýtur síðan að hafa verið ómet-
anlegt að fá Ali í heimsókn í kjölfar-
ið, enda varla hægt að ímynda sér
meiri uppörvun en nærveru gamla
goðsins. Hann þyrfti að koma hingað
næst og verða íslensku boxurunum
hvatning í íþróttinni. Það væri þó of
frekt að ætlast til þess að hann kæmi
hingað í þeim tilgangi einum. Hann
var jú í Afganistan sem fulltrúi SÞ
og heilsaði svona upp á boxarana í
leiðinni. Sem friðarsendiboði hefði
hann ekkert hingað að gera, enda
landið hvorki hervætt né stríðs-
hrjáð. Meira að segja löggan er
óvopnuð.
x x x
EN NÚ eru yfirvöld loks búin aðviðurkenna boxið og það þurfti
ekki að fella stjórnina með sprengju-
árásum til að svo mætti fara. Hún sá
sjálf að það var ekkert vit í að banna
íþróttina. Og boxarar fagna, líka þeir
fjórir sem voru sakfelldir fyrir box-
brot í Hæstarétti vorið 1999. Þeir
losnuðu af skilorði í fyrra. Færslan í
sakaskrána þeirra verður eins og
þögult minnismerki um úrelta hugs-
un yfirvaldanna fyrr á tíð. Og það má
brosa að þessu í dag. Sama verður
ekki sagt um þá sem fóru um kýlandi
á djamminu þetta laugardagskvöld.
Voru ekki tennur slegnar úr dyra-
verði við störf sín þarna um nóttina?
Og fleiri fengu á kjammann, svo
varðar við almenn hegningarlög, lík-
amsárás minni, eins og það kallast.
Þess má vænta að þeir sem kýldu
samborgarana fái sínar færslur í
sakaskrá ef mál þeirra enda með
sakfellingu fyrir dómi. Og þess hátt-
ar færslur verða aldeilis ekki þögult
minnismerki um úrelta hugsun lög-
gjafans, enda er hegningarlagabálk-
urinn ekki nema sextugur og í fullu
fjöri. Menn verða bara að gæta þess
að kýla í hringnum og vera ekki að
slá allt og alla í fylleríi.
Víkverji er samt ekkert á leiðinni
á boxæfingar, þótt honum finnist
þetta flott sport í sjónvarpinu og hafi
hrifist af Rocky-myndunum, að
ógleymdri Raging Bull auðvitað. En
þetta er of hættuleg íþrótt. Gleym-
um blóðnösunum, sprungum og
skurðum. Það er heilinn sem skiptir
máli hérna. Við hvert höfuðhögg
hristist heilinn meira eða minna inni
í höfuðkúpunni og skiptir svo sem
litlu þótt menn séu með þessa
hjálma. Höfuðhöggaleiðin er kjörin
leið til að byggja undir heila-
skemmdir á löngum tíma og kannski
er hinn ofurviðkvæmi mannsheili
enn viðkvæmari fyrir höggum hjá
hinum yngri. Ekki síst 15 ára börn-
um, eða hvað þeir voru annars gaml-
ir þessir keppendur, sem voru leidd-
ir inn í hringinn í Höllinni og lamdir
fyrir framan fullan sal af fólki. Gott
dæmi um löglegt athæfi en auðvitað
svo siðlaust að það tekur engu tali.
Til hamingju aftur.
Tungumál á DVD
FYRIR tveimur árum, þeg-
ar framhaldsskólakennara-
verkfallið stóð yfir, datt mér
í hug að kaupa mér DVD-
spilara. Hugsaði mér gott til
glóðarinnar þar sem ég var
nýbyrjuð í skóla á tungu-
málabraut og þessi spilari
myndi örugglega hjálpa
mér í námi. Fékk ég mér
einnig minn fyrsta disk við
þessi kaup sem innihélt
u.þ.b. 10 tungumál, þar á
meðal þau þrjú sem ég
þarfnaðist; Þýsku, spænsku
og frönsku.
Nú hefur borið á því (og
hefur verið þannig í nokkuð
langan tíma), að diskar eru
aðeins gefnir út með 3 eða 4
tungumálum, sem sagt
ensku, íslensku, sænsku og
stundum finnsku aukalega.
Diskar með þeim þremur
tungumálum sem ég nefndi
áður eru ófinnanlegir, ekki
nema ég kaupi gamla diska.
Mér finnst þetta mjög lé-
leg þjónusta við neytendur,
og kollegar mínir hafa einn-
ig kvartað út af þessu. Þetta
er alveg ómissandi hjálp við
lærdóminn og því er mér
mikið í mun um að þessu
verði breytt.
Nú vil ég spyrja útgef-
endur þessara diska: Af
hverju er þetta ekki fáan-
legt hérna á Íslandi, og
hvers vegna eru diskar ekki
gefnir út með þeim tungu-
málum sem nefnd eru í
námskránni?
Með von um að þessu
verði breytt fljótt á næst-
unni.
Framhaldsskólanemi.
Peningana til baka
VÆRI það ekki drengileg-
ast af íbúðalánasjóði og fé-
lagi fasteignasala að nota
ekki lögfræðilegar vífilengj-
ur gegn þeim sem fasteigna-
salinn í Holti sveik, heldur
greiða þeim heiðarlega pen-
inga sína til baka. Það lítur
út fyrir að það hafi verið ein-
hvers konar samstarf þeirra
í milli um að lofa manninum
að leika lausum hala í marga
mánuði eftir að hann var
kærður. Fyrir sýslumanni,
fyrir íbúðalánasjóði og fyrir
félagi fasteignasala. Þetta
urðu dýrkeypt mistök. Það
er mjög ódrengilegt að láta
saklaust fólk sem aldrei hef-
ur átt í málaferlum missa
aleigu sína á þennan hátt.
Sýnið þið nú manndóm og
lofið þessu fólki sem nú er
niðurbrotið af kvíða að
halda jólin í friði og sátt. Það
er áreiðanlega ósk alls al-
mennings í þessu landi.
Hómfríður Jónsdóttir.
Hvít gerviefni
ER einhver sem veit um
gott efni til að gera nærföt
úr gerviefni hvít á ný? Þá er
ég að meina fatnað sem þol-
ir ekki klór.
Elín.
Tapað/fundið
NEC-sími týndist
LAUGARDAGINN 23.
nóvember fór ég austur á
Nesjavelli, síðan áfram að
Úlfljótsvatni, gegnum
Grímsnesið til Hveragerðis
og heim. Einhvers staðar á
þessari leið glopraði ég nið-
ur NEC GSM-símanum
mínum. Hann er opnanleg-
ur og ljósgrár að framan-
verðu. Finnandi vinsamleg-
ast hafi samband við mig í s.
565 7425.
Hjól týndist
í Árbænum
HJÓL tapaðist í lok októ-
bermánaðar í Rauðási í Ár-
bænum. Þetta er blátt Mon-
goose-fjallahjól með stöng
og festingum fyrir barna-
stól. Þeir sem gætu gefið
upplýsingar vinsamlegast
hafi samband við Björgu í
síma 899 3051.
Dýrahald
Hundur í óskilum
í Kópavogi
HUNDUR var tekinn í
Litlahjalla í Kópavogi um
hádegi á laugardag. Þetta er
blendingur, líkur íslenskum
hundi með ljósan feld. Upp-
lýsingar hjá Heilbrigðiseft-
irliti Hafnarfjarðar og
Kópavogs í síma 897 5070
eða 540 5500.
Kisa í óskilum
LÍTIL, grábröndótt kisa
með gult merkispjald og
stór augu sást nálægt Hall-
grímskirkju, virtist óskap-
lega ráðvillt. Nánari upplýs-
ingar í síma 849 4867.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG heiti Helga Bryndís
Björnsdóttir og er 13 ára.
Ég bý í miðbænum og hef
undanfarið tekið eftir því
að það er allt að fara úr
miðbænum.
Hvernig stendur á því
t.d. að Tónabær á að vera
fyrir miðbæinn og er í
gamla Fram-heimilinu?
Eða að Hlemmur er að
flytja undir Kringluna?
Eða Mcdonald’s er flutt úr
Austurstræti og yfir í
Smáralindina?
Það er allt að fara úr
miðbænum og mér finnst
að það ætti að taka tillit til
okkar unglinganna. Þetta
er eitt sem mér finnst að
Alþingi ætti að taka upp á
þingi!
Helga Bryndís
Björnsdóttir,
13 ára,
Skúlagötu 32.
Allt að fara úr miðbænum