Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 44

Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ James Dean James Dean Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (97 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Mark Rydell. Aðalhlutverk James Franco, Michael Moriarty. LÍF James Dean var ein stutt raunasaga. Þrátt fyrir óumdeilan- lega listræna hæfileika var drengur- inn kvalinn allt sitt líf, sérstaklega vegna minni- máttarkenndar og sársauka í garð föður síns sem aldrei virti Dean viðlits eftir dauða móður hans er hann var enn ung- ur drengur. En þrátt fyrir andleg- ar mótbárur tókst honum að ryðja brautir á sviði kvikmyndaleiks, sýndi þar áður óþekkta innlifun og ofur- raunsæjan leikstíl, og það einungis með frammistöðu sinni í þremur myndum (East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant) því hann lést í bílslysi aðeins 24 ára gamall ár- ið 1955. Leikarinn Mark Rydell leikstýrir þessari sjónvarpsmynd af öryggi, segir aðgengilega og skýra sögu af kvöldum ungum manni og nýtur þar góðs af frábærri frammistöðu hins unga og efnilega James Franco (Spiderman, Geeks and Freaks) sem satt að segja er á stundum hreint óhugnanlega líkur Dean heitnum.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Kvalinn, ungur maður ÞÆTTIRNIR tveir, Árin og seglið og Vörin og verbúðin, skapa óvenju- lega heimildarmynd þar sem hún byggist nánast eingöngu á málverk- um og frásögn listamannsins Bjarna Jónssonar. Það er vel til fundið við- fangsefni, svo merkilegan þátt sem hann á í stórvirkinu Íslenskir sjávar- hættir eftir Luðvík Kristjánsson. Bjarni lagði til þúsundir teikninga og málverka í þessa gagnmerku heimild um sjávarútveg landsmanna á um- liðnum öldum. Bjarni útskýrir í þátt- unum tveimur ýmis hugtök, búnað til lands og sjávar, vinnuaðferðir o.fl., sem mega ekki falla í gleymsku og dá. „Þessi saga þarf að vera vel geymd í máli og myndum, munum og minj- um,“ segir umsjónarmaður þáttanna, Markús Örn. Það er mergur málsins. Hitt er annað mál að heimildarmyndir byggðar upp á slíkan hátt verða jafn- an háðar takmörkum hvað myndmál- ið snertir, mótast af einhæfu mynd- efni og við því er ekkert að segja. E.t.v. hefði mátt fara meira með töku- vélar á vettvang en myndin er einu sinni um Bjarna þátt Jónssonar í sagnfræðilegu meistarastykki og út- koman ánægjulegt og merkt innlegg í varðveislu kafla sem er að glatast í at- vinnusögu þjóðarinnar. Eins og nafnið bendir til fjalla þættirnir um skipakost, aðstöðu og aðbúnað sjómanna frá landnámi fram eftir öldum. Bjarni dregur upp mynd- ir af hinum margvíslegu gerðum báta frá því að norræna víkinga bar fyrst að Íslandsströndum á knörrum sínum með eftirbátana í kjölfarinu. Þeir síð- arnefndu urðu síðan fyrstu fiskibát- arnir sem gerðir voru út og sjálfsagt undrast margir það hversu stórir knerrirnir voru; rúmuðu fjölda manns, stórgripi og búfénað auk vista og búnaðar. Kynnir til sögunnar ferj- ur, skútur, Færeyinga, kúttera, skonnortur o.fl. kunnar gerðir fiski- báta og -skipa og mismunandi hlut- verk þeirra. Seglabúnaður og hlut- verk áhafnarinnar tíunduð, mis- munandi byggingarlag, osfrv. Að síðustu fjallað um aðbúnaðinn í verinu. Mikið er dvalið við Dritvík, vestur Undir Jökli, enda ein stærsta, mik- ilvægasta og fengsælasta verstöð landsins í aldanna rás. Einstæð fyrir ýmsar sakir og ein sú fegursta. Ég fékk þó ekki betur séð en kumbaldi, þjófstolinn og hlaðinn úr ævafornri fjárrétt á Djúpalónssandi hafi slæðst inní myndina ásamt raunverulegum útgerðarminjum þar vestra. Þannig geta spellvirki orðið sögulegar heim- ildir. Eins er sagt að útgerð hafi lagst af með öllu í Dritvík um 1860, sem er rangt. Menn héldu út bátum frá þess- ari sögufrægu verstöð allt fram á ann- an áratug síðustu aldar. Í síðari þættinum, Vörin og verbúð- in, er m.a. fjallað um sögulegt og menningarlegt gildi sjóminjasafn- anna sem víða er að finna í sjávar- plássunum umhverfis landið. Er ekki að efa að þættirnir muni vekja áhuga hátæknivæddra nútíma- manna á þeim og öðrum minjum sem víða er að finna við ströndina og segja meira en nokkur orð af afrekum feðra vorra sem áttu í elífri og erfiðri bar- áttu við ill kjör að skapa þá velferð sem við teljum sjálfsagða í dag. „Út reri einn á báti…“ Sæbjörn Valdimarsson SJÓNVARP Árin og seglið; Vörin og verbúðin Íslensk heimildarmynd í tveimur þáttum byggð á málverkum Bjarna Jónssonar og frásögn hans. Umsjón. Markús Örn Ant- onsson. Dagskrárgerð: Andrés Indr- iðason. Kvikmyndataka: Haraldur Frið- riksson ofl. Hljóðupptaka: Vilmundur Þór Gíslason. Samsetning: Sigríður Birg- isdóttir. Myndefni úr safni Sjónvarpsins. Þulir Bjarni Jónsson og Markús Örn Ant- onsson. Sýningartími: 38 + 28 mín. Sjón- varpið, 17. og 24. nóv. 2001 RÚV HANDRITSHÖFUNDAR Swim- fan hafa greinilega hrifist af Fatal Attraction og ákveðið að stela hug- myndinni til brúks á unglingamark- aðnum. Grunnhugmyndin er nánast sú sama en útfærslan tekst að flestu leyti illa í Swimfan sem er klaufalega skrifuð og stirðbusalega leikin. Ben (Jesse Bradford), er mennta- skólanemi og lukkunnar pamfíll í bæ í New Jersey. Slíkur afburðasund- maður að árangurinn er að skila hon- um inn í Stanford-háskólann í Kali- forníu. Bæði virtur og vinsæll og í föstu sambandi með Amy (Shiri Appleby), aðalgellunni í skólanum. Það skyggir því ekkert á þegar Madison (Erika Christensen), flytur í bæinn. Hún er sannkallað flagð undir fögru skinni og tekst að koll- varpa lífi piltsins á skömmum tíma. Í stuttu máli nær Madison að tæla Ben til fylgilags við sig einu sinni – sem jafnframt er einu sinni of oft. Ben sér eftir öllu og vill ekkert meira með hana hafa. Snýr aftur til Amy sinnar og Madison, særð og reið, sýnir tennurnar. Swimfan er uppfull af þversögnum og fáránlegum röksemdavillum í framvindunni og gerist æ þvælu- kenndari eftir því sem á líður. Höf- undarnir hafa á milli handanna boð- lega fléttu sem þeir klúðra að mestu leyti með því að flækja hana um of og bæta við óþörfum persónum og hlið- arsögum. Spennan verður aldrei um- talsverð og endirinn fyrirsjáanlegur. Bradford er hvorki fugl né fiskur, snoppufríður og keppir sjálfsagt í framtíðinni við Freddie Prinze yngri og hans líka um B-myndarullur iðn- aðarins. Hæfileikum Christensen, sem stóð sig eftirminnilega vel í Traffic, er sólundað í illa skrifuðu hlutverki ruglukollsins Madison. Sömu örlög hrjá gæðaleikarann Dan Hedeya í vigtarlausu hlutverki sund- þjálfarans. Einu sinni of oft KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: John Polson. Handrit: Charles Bohl og Phillip Schneider. Kvikmynda- tökustjóri: Giles Nuttgens. Tónlist: Louis Febre, John Debney. Aðalleikendur: Jesse Bradford, Erika Christenesen, Shiri Appleby, Kate Burton, Dan Hedeya. 85 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2002. SWIMFAN (SUNDAÐDÁANDINN) ½ Sæbjörn Valdimarsson Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Bútasaumsefni frá THIMBLEBERRIES nýkomin! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 fyrirtaeki.is BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Tilboð á andlitsmálningu Vatnslitabox frá Kryolan með 24 litum á 3.500 kr. Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu föst 29. nóv, kl. 20, laus sæti, lau 7. des kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 27. nóv, uppselt, sun 1. des, uppselt, mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, örfá sæti, föst 6. des, örfá sæti, mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Refsinornir Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Philippe Entremont Einleikari: Philippe Entremont Ludwig van Beethoven: Prometheus, forleikur Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 4 Richard Strauss: Der Bürger als Edelman Hinn frábæri franski tónlistarmaður Philippe Entremont snýr aftur eftir vel heppnaða tónleika á síðasta starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fjórði píanókonsert Beethovens er einstakt verk,þar sem m.a.má heyra Orfeif temja refsinornirnar, ef marka má Liszt. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 1/12 kl. 20, Fö 6/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 1/12 kl 14, Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning Su 8/12 kl 14, MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING Fi 12. des kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 30/11 kl 20 ATHUGIÐ ALLRA SÍÐASTA SÝNING ÍRAFÁR Fi 28/11 tónleikar kl. 20 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 29/11 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 28/11 kl 20 Lau 30/11 kl 16:30, Mi 4/12 kl 20 ATH: Breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 29/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar). EINARS BEN HÓPURINN: Jólakaffi í Borgarleikhúsinu með Einari Ben, Mozart, Matthíasi Jochumssyni, Gísla á Uppsölum ofl. Umsjón: Guðrún Ásmundsdóttir, Eyvindur Erlendsson Su 1 des kl. 16:30 Aðgangseyrir kr. 1.500 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler fi 28/11 kl. 20, Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fös. 29/11 kl. 21 Uppselt Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti, síðasta sinn fyrir jól Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) sun. 1. des. kl. 21.00 fös. 6. des. kl. 21.00 Örfáar sýningar eftir Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastalinn@simnet.is www.senan.is 9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 örfá sæti 10. sýn. lau. 7. des. kl. 14. laus sæti Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM GRÍSK VEISLA „Vegurinn er vonargrænn" Mikis Þeodórakis. Grískir tónleikar með sögulegu ívafi og grískum mat. Ljóð helstu stórskálda Grikkja flutt á ísl., grísku og ísl. táknmáli við lög Mikis Þeodórakis. Vegna fjölda áskorana mun ZORBA- HÓPURINN ásamt söngkonunni SIF RAGNHILDARDÓTTUR endurflytja dagskrána frá árinu '96. fös. 29. nóv. kl. 21.00. ATH! Aðeins þetta eina kvöld! Grískar veitingar fyrir sýningu. Húsið opnar kl. 19.00 fyrir matargesti SKELLIR OG SMELLIR Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson fim. 28.11 kl. 21. Síðasta sýning MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.