Morgunblaðið - 27.11.2002, Síða 46
Röddin skapar
manninn
ÞEGAR Bjarni Arason sigraði í
Látúnsbarkakeppninni varð þjóðin
hreint agndofa yfir þroskaðri rödd
þessa 15 ára Árbæjargutta sem fór
létt með að taka Egil og Elvis. Og nú
15 árum síðar er það enn röddin sem
skapar manninn, röddin sem skilur
Bjarna frá öðrum – þessi djúpa og
kröftuga rödd sem allir þekkja og
margir gæfu aðra höndina fyrir að
hafa. Af ýmsum ástæðum hefur
Bjarni ekki verið sá allra iðnasti í
plötuútgáfunni og aðallega leyft
fólki að njóta raddarinnar á söng-
skemmtunum. En á Trú, von og
kærleika, sem hann gaf út fyrir
tveimur árum, mátti vel greina að
látúnsbarkinn
efnilegi hafði vax-
ið úr grasi og
röddin þroskaða
og djúpa var ekki
lengur bara
þroskuð heldur
einnig kröftug og góð. Og hér er það
enn þessi margumtalaða rödd sem
upp úr rís.
Er ástin þig kyssir inniheldur ell-
efu lög, fjögur íslensk, önnur erlend,
en öll róleg og rómantísk. Vestra
hefur tónlist þessi kallast „fullorð-
inspopp“, hér heima gjarnan
„bylgjupopp“ eða „léttpopp“ í höf-
uðið á samnefndum útvarpsstöðv-
um. Lögin eru misgóð og því ým-
islegt út á sjálft lagavalið að setja –
kann t.d. ekki að meta erlent titillag-
ið og er meinilla við að heyra „Make
You Feel My Love“ Dylans í sykr-
aðri útgáfu og „Minningu“ – en það
breytir því ekki að flutningur
Bjarna er svo gott sem hnökralaus,
allt í senn kraftmikill, næmur og
einlægur. Það er einna helst í lög-
unum sem komast næst því að geta
talist léttklassík, „Ástin“ (metnað-
arfullt lag eftir Bjarna sjálfan en þó
óþægilega líkt „Time To Say Good-
bye“ með Bocelli og Brightman) og
„The Prayer“, sem greina má
hnökra á flutningi Bjarna, því þar er
ekki laust við að manni finnist hann
færast fullmikið í fang. Í það
minnsta tel ég dægurlögin henta
betur rödd hans og í reynd finnst
mér að hann eigi að halda sig við
þau, því nægir eru óperusöngvar-
arnir en svo kraftmiklir dægurlaga-
söngvarar á hinn bóginn ekki á
hverju strái. Þetta kemur hvað
skýrast fram í frábærum flutningi
hans á besta lagi plötunnar, „Þú átt
mig ein“, eftir Magnús Þór Sig-
mundsson og Vilhjálm Vilhjálms-
son, sem hinn síðarnefndi gerði
ódauðlegt. Fyrir var ég algjörlega
harður á því að enginn annar en Vil-
hjálmur gæti flutt þetta lag með
sóma, svo krefjandi er það, en
Bjarni afsannar þá kenningu mína
rækilega hér, syngur lagið listilega
vel og útsetning Þóris á því er til
mikils sóma, líkt og flest annað sem
hann gerir á plötunni. Ekki verður
hjá því komist að geta þess að út-
setningar hans eiga til að vera of-
hlaðnar og fullsykraðar en þó ber að
hafa hugfast að þær eru það oftar en
ekki þegar „fullorðinspoppið“ er
annars vegar. Annars ber að hrósa
öllum sem að plötunni koma fyrir
einskæra fagmennsku og vitaskuld
er hljóðfæraleikurinn hnökralaust,
enda ber hann gæðastimpil Mezzo-
forte. Textar Ingibjargar Gunnars-
dóttur eru fallegir og einlægir,
vissulega væmnir á köflum, en alltaf
viðeigandi. Síðan er ekki hægt að
fjalla um plötuna án þess að geta
framlags eiginkonu Bjarna, Silju
Rutar Ragnarsdóttur, sem ku ný-
byrjuð að syngja opinberlega. Ótrú-
leg staðreynd það því hún syngur í
tveimur lögum með manni sínum,
ágætri útgáfu af „Up Where We Be-
long“ og „The Prayer“, af öryggi
söngkonu með áralanga reynslu og
kemst því vart hjá því að láta meira
að sér kveða í framtíðinni.
Hann leynir sér ekki metnaður-
inn sem liggur að baki gerð Ef ástin
þig kyssir. Það er náttúrlega engan
veginn allra, þetta rólega, róman-
tíska og oft á tíðum dísæta ballöðu-
popp, en þeir sem kunna að meta
það, þeir sem veikir eru fyrir róm-
antíkerum á borð við Bocelli, Mich-
ael Bolton, Celine Dion og Marc
Anthony, ættu ekki að verða sviknir
af ástarkossi Bjarna Arasonar.
Tónlist
Bjarni Arason
Er ástin þig kyssir
Skífan
Sólóplata Bjarna Arasonar, Er ástin þig
kyssir. Bjarni syngur, leikur á trompet
og samdi tvö laganna, „Ástina“ og „Þú
göfgar mína sál“. Ingibjörg Gunn-
arsdóttir á alla íslenska texta nema við
„Ef finn ég þig“ sem Karl Olgeirsson
samdi. Önnur lög eru erlend. Silja Rut
Ragnarsdóttir syngur dúett með Bjarna
í „Up Where We Belong“ og „The Pray-
er“ og Diddú syngur dúett með honum í
„Ástinni“. Hljóðfæraleikarar eru Þórir
Úlfarsson á píanó, hljómborð og hamm-
ond, Friðrik Karlsson á gítar, Jóhann Ás-
mundsson á bassa, Gunnlaugur Briem
á trommur og slagverk, Matthías Stef-
ánsson á fiðlu og Vilhjálmur Guðjóns-
son á saxófón. Gospelkór Reykjavíkur
syngur í „Up Where We Belong“ undir
stjórn Óskars Einarssonar. Um upp-
tökustjórn sá Þórir Úlfarsson en Björg-
vin Halldórsson sá um upptökur á söng
í „Minningu“ og „Beautiful Maria“ og
ásamt Þóri í „Up Where We Belong“.
Skarphéðinn Guðmundsson
Tónlistin á plötu Bjarna Ara
ætti að höfða sterkt til þeirra
sem kunna að meta rólegar og
rómantískar ofurballöður.
46 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 10
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14.
Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á
einu augnabliki breyttist allt
saman. Nú er hans mesti aðdáandi
orðin hans versta martröð.
Frábær spennutryl-
lir sem fór beint á
toppinn í
Bandaríkjunum
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Kvikmyndir.com
DV
HJ. MBL
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
DV
5 og 7.30.
1/2Kvikmyndir.com USA Today
SV MblRadíóX
ÓHT Rás 2
Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu
augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans
mesti aðdáandi orðin hans versta martröð.
Frábær spennutryl-
lir sem fór beint á
toppinn í
Bandaríkjunum
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Hann er með 1000
andlit...en veit
ekkert í sinn haus!
Dana Carvey fer á
kostum í geggjaðri
gamanmynd sem
er framleidd af
Adam Sandler.
One Hour Photo
Sýnd kl. 5 og 7.30. B. i. 16.
HÉR fer spánýtt banda-
rískt fjölskyldudrama
sem hlotið hefur fádæma
góða umsögn gagnrýn-
enda vestanhafs.
Myndin fjallar um
mæðgur, móður og þrjár
dætur hennar, tvær eru
uppkomnar og ein ung og
ættleidd. Það er vægt til
orða tekið að líf þeirra sé
ein allsherjarflækja en
sagan gerist á nokkrum
dögum þegar mikið
gengur á í fjölskyldunni.
Móðirin ætlar í lýtaað-
gerð og fitusog og dæt-
urnar eiga allar við sín
vandamál að glíma, Mich-
elle er listakona sem berst
í bökkum og lifir í draumaheimi, Elizabeth
leikkona sem gengur lítið betur á frama-
brautinni og ver tímanum í að sanka að
sér flækingshundum og Annie hin átta ára
ættleidda stúlka á erfitt með að aðlagast
nýju aðstæðum.
Myndin skartar nokkr-
um eðalleikurum í helstu
hlutverkum. Fremsta
skal nefna hina bresku
Brendu Blethin, sem leik-
ur móðurina, Catherine
Keener leikur Michelle en
m.a. annarra leikara má
nefna Jake Gyllenhaal
sem vann leiksigur í hinni
rómuðu Donnie Darko.
Leikstjóri og handrits-
höfundur er Nicole
Holfcener sem leikstýrt
hefur nokkrum Sex and
the City þáttum.
Eins og fyrr segir
hafa gagnrýnendur
vestra lofað myndina í
hástert, sumir hafa kall-
að hana „sápuóperu með heila“og aðrir
gengið svo langt að orða frammistöðu leik-
kvennanna við Óskarinn.
Sýnd í Regnboganum í kvöld kl. 22.30,
17.30 á morgun, mánud. og þriðjud. og kl.
22.30 um helgina.
Bíófélagið 101 sýnir bandarísku myndina Lovely and Amazing
Mæðgur í allsherjarflækju
Jake Gyllenhaal og Catherine Kenner í Lovely and
Amazing sem hlotið hefur mikið lof.
HITMAN 2: SILENT ASSASSIN
Hitman-leikurinn varð
skyndilega alræmdur
vestan hafs fyrir stuttu
þegar morðóðir menn
tóku upp á því að skjóta
fólk af handahófi úr
launsátri, en leikurinn
byggist einmitt á því að
drepa menn á færi. Ekk-
ert annað er þó sameig-
inlegt með leik og raunveruleika, enda er
morðinginn í leiknum að vinna fyrir opin-
bera aðila.
Fyrri leikurinn var bara til fyrir PC en
Hitman 2 er fáanlegur fyrir PlayStation 2,
PC og Xbox. Nýi leikurinn hefst þar sem
hinum lauk; aðalpersónan, Agent 47, dvelur
í klaustri á Sikiley, en þarf að grípa til sinna
ráða þegar einum munkanna er rænt.
Í leiknum þarf að leysa 20 þrautir víða um
heim og eins og áður felast þrautirnar að-
allega í því að drepa illmenni, en spilanda er
í sjálfsvald sett hvernig hann fer að því,
hvort hann drepur einfaldlega alla sem á
vegi hans verða þar til hann finnur fórn-
arlambið, eða hann læðupokast, dulbýst,
þar til hann kemst í skotfæri. Einkunnagjöf
eftir hverja þraut fer reyndar eftir því
hversu margir sakleysingjar féllu í aðgerð-
inni og því er síðarnefndi kosturinn betri.
Líka er hægt að velja hversu vel vopn-
aður maður er þegar lagt er upp, en vopn
sem maður kemst yfir í hverri þraut eru til-
tæk eftir það. Gefur augaleið að betra er að
vera léttvopnaður ef á að dulbúast, enda er
hætt við að menn taki illa pizzasendli sem er
vopnaður hríðskotariffli til að mynda.
Framleiðandi: Eidos
Vélagerð: PlayStation 2
Aldursmörk: Fyrir tólf ára og eldri
KINGDOM HEARTS
Kingdom Hearts er
býsna sérkennilegur
leikur við fyrstu sýn,
enda er í honum stefnt
saman fígúrum úr Disn-
ey-teiknimyndum og
persónum úr Final
Fantasy-leikjunum, en
Squaresoft og Disney
lögðu saman í púkk við smíði leiksins.
Leikurinn er um margt dæmigerður æv-
intýraleikur þar sem frelsa þarf vini úr klóm
óþokka, en ótrúlega vel heppnaður sem slík-
ur. Víst er hann ekki gallalaus, en margt
sem maður telur galla framan af er bara
reynsluleysi; það tekur svolítinn tíma að ná
tökum á leiknum, en eftir það er ánægjan
líka óblandin.
Alls eru um 100 Disney-fígúrur í leiknum
og níu Disney-heimar, en Final Fantasy-
vinir fá líka sitthvað fyrir sinn snúð. Graf-
íkin er vel heppnuð og fellur eins og flís við
rass að fígúrunum. Raddir eru líka vel
heppnaðar og hljóðið er gott. Stjórn leiksins
er almennt mjög góð og þrautir/bardagar
býsna erfiðir, en af bardögum er nóg. Frá-
bær leikur.
Framleiðandi: Disney/Squaresoft
Vélagerð: PlayStation 2
Aldursmörk: Fyrir alla aldurshópa
Tölvuleikir
Árni Matthíasson
Í KVÖLD verður efnt til hipp-
hoppveislu á Gauki á Stöng. Ein-
hver ferskasta hipphoppsveit í
Evrópu, LoopTroop, mætir þá á
svæðið en um er að ræða sænska
rappara sem tröllriðið hafa hipp-
hopplífi í heimalandinu og víðar.
Önnur breiðskífa sveitarinnar var
að koma út og er hún nú í heims-
reisu. Auk LoopTroop koma fram
íslenskir úrvalshipphoppara; Móri,
Mezzias MC og Dj Big G. Tónleik-
arnir hefjast kl. 21. Aldurs-
takmark er 18 ár og aðgangseyrir
1.200 kr.
LoopTroop verður í Smáralind á
morgun og mun rappa og árita.
Ferskt rapp
á Gauknum