Morgunblaðið - 27.11.2002, Qupperneq 48
MIKILL áhugi er fyrir tónleikahaldi
í desember hérlendis. Alls hafa nú
þegar selst tæplega 8.000 miðar sam-
tals á tónleika ástralska tónlistar-
mannsins Nicks Caves, Bretlands-
eyjasveitanna Coldplay og Ash og
hinnar íslensku Sigur Rósar.
Nú þegar er orðið uppselt á tón-
leika Caves en búast má fastlega við
því að uppselt verði á alla þessa tón-
leika en þar með verði hátt í 10.000
miðar seldir.
Er þessi mikli áhugi á tónleikunum
þremur ekki hvað síst merkilegur í
ljósi þess að framboð á tónleikum er
með mesta móti í desembermánuði.
Þá eru útgáfutónleikar tíðir mjög og
jóla- og aðventutónleikar eru þá jafn-
an mjög vel sóttir. Einhverjir lýstu
fyrirfram áhyggjum yfir því að
þrennir stórtónleikar í sama mánuði
væri heldur of stór biti fyrir tónlistar-
unnendur í svo annasömum mánuði
þegar menntaskóla- og háskólanemar
þreyta próf, efnt er til jólaglöggs og
-hlaðborðs á hverju kvöldi, svo ekki
sé minnst á konfektgerðina og sjálf
jólainnkaupin. En landsmenn virðast
þrátt fyrir það hafa nægan tíma til að
rækta andann og sækja tónleika og
eru aukatónleikar Nicks Caves til
marks um þennan óvænta áhuga.
Cave-miðarnir uppseldir
á klukkutíma
Uppselt varð á aðra tónleika Nicks
Caves á innan við klukkustund í gær
líkt og hina fyrri. Þessi ástralski tón-
listarmaður heldur tvenna tónleika á
Broadway, 9. og 10. desember. Alls
voru 2.000 miðar í boði.
Aðrir 1.900 miðar eru í boði á
tvenna tónleika Sigur Rósar fimmtu-
daginn 12. og föstudaginn 13. desem-
ber í Háskólabíói. Alls hafa selst um
1.200 miðar og er að verða uppselt á
síðari tónleikana. Með Sigur Rós leik-
ur strengjakvartettinn Amina og
verður Sigurður Ármann sérstakur
gestur. Miðasala fer fram í versl-
uninni 12 tónum við Skólavörðustíg
og er verðið 2.900 krónur.
Selst hafa rúmlega 4.500 miðar á
tónleika Coldplay og Ash, sem haldn-
ir verða í Laugardalshöllinni fimmtu-
daginn 19. desember. Að sögn Kára
Sturlusonar, skipuleggjanda tón-
leikanna, eru tæplega þúsund miðar
eftir en uppselt er í stúku. Miðasala
gengur vel og býst hann við því að
uppselt verði á tónleikana um mán-
aðamótin.
Þessi mikla aðsókn á tónleikana
kemur honum ekki á óvart því
Coldplay sé vinsæl hljómsveit og
mikill áhugi fyrir Ash.
„Þetta er líka kærkomið tækifæri
til að lyfta sér upp fyrir jólin,“ segir
hann og hittir með þessum einföldu
orðum líklega naglann á höfuðið hvað
varðar áhuga landans fyrir tónleika-
sókn.
8.000 á Cave,
Coldplay og
Sigur Rós
Miðar seldust upp á síðari tónleika Nicks Cave á innan við klukkustund í gær en salan fór fram í Japis.
Morgunblaðið/Júlíus
Sigur Rós.
Chris Martin
í Coldplay.
Ástralinn
Nick Cave.
Mikill áhugi fyrir tónleikahaldi í desember
48 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á SVIÐ með þetta helvíti, heitir leikrit sem leikfélagið Allt milli himins og
jarðar hefur sett upp í Verzlunarskólanum. Leikritið er eftir Rich Abbot
en þýtt og staðfært af Guðjóni Ólafssyni og fjallar um nokkra unglinga í
skólanum sem ekki komust að í „Nemó“, nemendamótssýningu Versl-
unarskólans. Ákveða þeir að setja sjálfir upp leikrit sem virðist öruggt til
vinsælda.
Það sýnir sig síðan að forsvarsmenn Nemó virðast hafa vitað hvað þeir
sungu því leikararnir eru ekki upp á marga fiska og eiga í miklu basli með
að koma leikritinu frá sér. Leikstjórinn er á barmi taugaáfalls og ekki bæt-
ir úr skák að höfundur verksins er stöðugt að trufla æfingarnar með enda-
lausum breytingum á leiktextanum.
Verkið var frumsýnt sl. föstudag og var verkið sýnt um helgina en næstu
sýningar verða 1. og 3. desember. Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson.
Þeir sem ekki
komust í „Nemó“
Diljá Mist Einarsdóttir og
Óðinn Davíðsson Löve.
Ásthildur Gunnarsdóttir, Garðar Stefánsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óðinn
Davíðsson Löve, Auður Friðriksdóttir og Andri Gunnarsson.
ÍSLENSKT hiphop á sér þó ekki
langa sögu; ekki eru svo ýkja mörg
ár síðan menn tóku að glíma við
mækinn hér á landi
og enn færri síðan
íslenska varð aðal-
málið. Á árum áður
röppuðu frumherj-
arnir á ensku,
Quarashi, sem
halda sig enn við enskuna reyndar,
Subterranean og Kritical Mazz sem
sendi frá sér fyrstu breiðskífuna á
dögunum samnefnda sveitinni.
Snar þáttur í hiphopi er montið,
menn stæra sig af því hversu góðir
rímnamenn þeir eru, hversu vel
vaxnir þeir eru niður og glæsilegir
útlits að öðru leyti eða hversu fjáðir
þeir eru. Inn í þetta blandast síðan
iðulega byssu- og bílaeign og oft að-
gengi að fíkniefnum ýmiskonar.
Þessi hefð á uppruna sinn ekki síst í
því er menn öryrkja á götum úti, eða
„battla“ eins og íslenskir hiphoparar
kjósa að kalla það, og þegar vel er að
verki staðið skiptir ekki svo miklu
máli þótt viðfangsefnið sé innan-
tómt, þegar vel er ort má gleyma sér
í ríminu og líta framhjá innihaldinu
að miklu leyti.
Þeir félagar Cipah og Reptor
grobba út plötuna og gera óspart
grín að keppinautum á rappsviðinu
samhliða því sem þeir hæla sjálfum
sér. Það er svo sem gott og blessað,
en málið er bara að þeir eru ekki
nógu snjöll rímnaskáld til að standa
undir öllu grobbinu; víst má
skemmta sér við músíkina, en ef lítið
er spunnið í textana lifir skífan ekki
lengi.
Flutningur hjá þeim félögum er
þokkalegur, Cipah heldur skárri og á
til að mynda góða spretti í „Memor-
ize My Name“ þrátt fyrir slakar lín-
ur hér og þar. Sjá til að mynda „And
how should I describe ya / Wack like
Peter Piper“ („ya“ og „Pipa“ ríma
saman) . Gott er að hafa líflegar sam-
líkingar og óvenjulegar en ekki
finnst mér líklegt að þeir myndu
standa sig vel í „battli“ með þannig
línur.
Útsetningar á plötunni eru marg-
ar vel unnar, mikið keyrt á verulega
þungum takti og grófum hljóðum,
sjá til að mynda „Underground vs.
Comercial“ þar sem skerandi væl er
skemmtilega notað til að skapa
stemmningu í laginu. Í öðrum lögum
er þó of mikið af breiðum hljóm-
borðshljómum og þannig er laginu
„Handz Off“ sem byrjar vel spillt
með hljómborðaflekum. Víðar eru
lögin ofhlaðin, skemmtilega létt
hljómborðslína „Gehenna“ hverfur í
haf gervistrengja og svo má telja.
Kritical Mazz á rætur að rekja til
þess tíma er hiphop kviknaði á Ís-
landi og óhætt að telja sveitina meðal
brautryðjenda – hún á virðingu
skilda fyrir það. Þessi fyrsta breið-
skífa sveitarinnar er þó ekki til þess
fallin að halda nafni hennar á lofti
nema síður sé.
Tónlist
Þungir
taktar
Kritikal Mazz
Kritikal Mazz
Smekkleysa
Kritikal Mazz, fyrsta breiðskífa sam-
nefndrar hljómsveitar. Liðsmenn eru þeir
Ciphah, Reptor, Plain, Scienz og Ágústa,
en ýmsir leggja þeim lið á skífunni.
Smekkleysa gefur út.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Kristinn
Í umsögn um fyrstu plötu Kritikal
Mazz segir að þeir grobbi út plöt-
una og geri „óspart grín að keppi-
nautum á rappsviðinu samhliða því
sem þeir hæla sjálfum sér“.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461
KRINGLA
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
KRINGLA
Kvikmyndir.is
1/2
HL MBL
Sýnd kl. 6 og 10.15. Sýnd kl. 8. B.i. 16.Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12.
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
1/2HL MBL
8 Eddu verðlaun
WITH
ENGLIS
H
SUBTIT
LES
AT 5.4
5
Yfir 53.000 áhorfendur
Sýnd kl. 5, 6, 8 og 10.
TILRAUNIN
Sýnd kl. 5.50, 8 og
10.15. Ísl. texti. B.i. 16.
HL. MBL
SK RadíóX
ÓHT Rás2
HK DV BLOOD
WORK