Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 10

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ höfum frestað því að endur- nýja fjarskiptakerfið, uppfæra veð- urratsjána og endurnýja jarð- skjálfta- og veðurstöðvar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Magnús Jónsson, veðurstofustjóri. Auk þess hafi margskonar rannsóknar- og þróunarverkefni setið á hakanum. Ástæðan er fjárskortur, en Magnús segist þó ekki viss um að meiri stöðnun ríki á Veðurstofu Íslands en á mörgum öðrum ríkisstofnun- um sem hafa átt í fjárhagslegum vanda. Í nefndaráliti umhverfisnefndar vegna fjárlaga segir að fulltrúi Veð- urstofunnar, sem var Magnús Jóns- son, hafi sagt að stöðnun ríkti á helstu sviðum stofnunarinnar. Magnús segir að ekki sé um að ræða allsherjarstöðnun á Veður- stofunni, í sumum þáttum starfsem- innar ríki stöðnun en öðrum ekki. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru Veðurstofunni ætlaðar 408,7 milljónir á fjárlögum næsta árs en Magnús telur það ekki duga. Á þessu ári fær Veð- urstofan liðlega 420 milljónir og óskað var eftir 92 milljóna viðbót fyrir árið 2003. Magnús segir að kröfum um hagræðingu í rekstri á síðustu árum hafi verið mætt með stífu aðhaldi í rekstri Veðurstof- unnar. Verði fjárframlög ekki aukin verði að halda áfram á sömu braut. Ekki sé þó búið að ákveða hvaða verkefnum verði frestað enda hafi fjárlög ekki enn verið samþykkt. Komi til niðurskurðar hljóti hann þó að vera á starfsemi Veðurstof- unnar á landsbyggðinni en Magnús bendir á að Veðurstofan greiði á annað hundrað milljóna króna í laun til starfsmanna utan suðvest- urhornsins. Ekki verði gengið lengra í hagræðingu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Kemur niður á þjónustustigi Aðspurður segist Magnús vonast til þess að öryggisþjónusta Veður- stofunnar muni ekki líða fyrir nið- urskurð og hagræðingu. Á hinn bóginn hljóti fjárskorturinn að koma niður á þjónustustigi stofn- unarinnar. Geri samfélagið eða stjórnvöld ekki kröfu til meiri þjón- ustu verði Veðurstofan að laga rekstur sinn að því. „Það er enginn sem segir að það sé lífsnauðsynlegt að vera með 45 mannaðar veður- stöðvar. Veðurstofan lifði við það á árum áður að hafa um 30 slíkar stöðvar. En ég er ekki viss um að þetta sé það þjónustustig sem al- menningur í landinu sætti sig við,“ segir hann. Fjölmargir vilji fá ná- kvæmar upplýsingar um veðurlag á landinu, m.a. ferðafólk. Magnús segir starfsemi Veður- stofunnar þess eðlis að ekki sé nægilegt að halda rekstri hennar óbreyttum. „Það er spurning hvort ekki sé um afturför að ræða ef við höldum rekstrinum bara í óbreyttu horfi. Ég held við verðum að gera betur,“ segir hann. Veðurstofustjóri segir stöðnun á helstu sviðum Veðurstofunnar vegna fjárskorts Spurning hvort dregið verði úr þjónustu ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru fyrirspurnir til ráðherra. Að því loknu munu þing- menn mæla fyrir þingmálum sínum. FASTEIGNAMAT alls íbúðarhús- næðis landsmanna samkv. fasteigna- matsskrá 1. desember 1994 nam 559,1 milljarði króna. Fasteignamat alls íbúðarhúsnæðis landsmanna 1. desember árið 2000 nam 896,5 millj- örðum króna. Er þetta aukning um 60% á tímabilinu.Kemur fram í svari félagsmálaráðherra að fasteignamat hafi á tímabilinu hækkað hlutfalls- lega mest í Reykjaneskjördæmi. Í Kópavogi hækkaði það mest eða um 112,6%. en um 54,4% í Reykjavík. Minnst hækkaði fasteignamatið í Ólafsvík eða um 3,8%. Fasteignamat hækkar um 60% á sex árum ÓLAFUR Örn Haraldsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, sagði á Alþingi í gær að mikil óvissa ríkti um margar veigamiklar for- sendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2003. Hann sagði ljóst að framundan væri varn- arbarátta ef virkjana- og álframkvæmdir hæfust ekki í samræmi við áform á næsta ári. Kom þetta fram í máli hans er hann mælti fyrir breytingartillögum meirihluta fjárlaga- nefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2003. Önnur umræða um frumvarpið hófst í gærmorgun og var þá farið yfir útgjaldahlið frumvarpsins. Eins og venja er bíður afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins þriðju umræðu. „Sam- kvæmt tillögum meiri- hluta fjárlaganefndar aukast útgjöldin frá frumvarpi um 4,3 millj- arða króna. Við bætast 1,8 milljarðar vegna ný- legs samkomulags um að bæta kjör aldraðra,“ sagði Ólafur Örn. „Ljóst er að þessar ráðstaf- anir taka dágóðan hluta af afganginum sem lagt var upp með í fjárlagafrumvarpinu þótt reyndar sé ekki búið að endurskoða tekjuhlið frumvarpsins og því er nákvæm afkomutala ekki ljós að svo stöddu. Að öllu samanlögðu stefnir þó í að afkoman verði í járnum ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana til að auka tekjurnar.“ Ólafur Örn gerði atvinnuástandið m.a. að umtalsefni og sagði að það hefði versnað verulega að undanförnu. „Atvinnuleysi er nú nær tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra og að óbreyttu stefnir í vaxandi atvinnuleysi á næstu mánuðum.“ Sagði Ólafur Örn að leggja ætti áherslu á í hagstjórninni að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Stuðningur við meðferðarheimili Ólafur Örn fór yfir vinnu fjárlaganefndar síðustu vikurnar og sagði að meðal mála- flokka sem nefndin hefði reynt að komast til móts við væru skógræktarverkefni, menning- artengd ferðaþjónusta, fjarvinnsla og fjar- nám, menningarverkefni, líknarstarf og bar- átta við fíkniefnavandann. „Sem dæmi um það síðastnefnda vil ég nefna að fjárlaga- nefnd vill bregðast við þeirri staðreynd að nú er alllangur biðlisti á meðferðarheimilum fyr- ir fíkniefnaneytendur. Allnokkur hópur fólks er á vergangi og dregur fram lífið á götum og skúmaskotum og fjármagnar neyslu sína með innbrotum, vændi og öðrum slíkum aðferð- um.“ Ólafur Örn sagði að fjárlaganefndin hefði lagt til að stutt yrði við bakið á nokkr- um meðferðarheimilum. Nefndi hann sem dæmi Krýsuvíkursamtökin sem fengju 15 milljónir til þess að taka til sín átta til tíu manns í meðferð. Sú fjárveiting væri tvískipt; hún kæmi annars vegar fram í fjáraukalaga- frumvarpstillögum og hins vegar í fjárlaga- frumvarpstillögum. Minnihluti fjárlaganefndar skiptist í tvo minnihluta, eins og oft áður, annars vegar í svokallaðan fyrsta minnihluta og hins vegar í svokallaðan annan minnihluta. Fyrsta minni- hluta skipa þingmenn Samfylkingarinnar, þau Gísli S. Einarsson, Einar Már Sigurð- arson og Margrét Frímanns- dóttir. Annan minnihluta skipar Jón Bjarnason, þing- maður Vinstrihreyfingarinn- ar –græns framboðs. Frjáls- lyndi flokkurinn á ekki fulltrúa í fjárlaganefnd. Gísli S. Einarsson mælti fyrir nefndaráliti fyrsta minni- hluta nefndarinnar, en í breytingartillögum þess minnihluta eru lögð til aukin útgjöld ríkissjóðs upp á ríf- lega 3,5 milljarða króna, frá því sem gert er ráð fyrir í sjálfu fjárlaga- frumvarpinu. Þeim útgjöldum ætlar fyrsti minnihluti að mæta með tekjum sem kynntar verða við þriðju umræðu um fjárlögin. Fyrsti minnihluti vill m.a. að 800 milljónir fari í það að mæta fjárhagsvanda framhaldsskólanna. Þá vill hann að 150 milljónir verði lagðar í aukna almenna löggæslu. Ennfremur vill hann leggja 190 milljónir til hækkunar at- vinnuleysisbóta til samræmis við launavísi- tölu og samkomulag Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnarinnar. Og jafnframt vill hann leggja 300 milljónir í hækkun lífeyr- isgreiðslna og félagslegra bóta í samræmi við launavísitölu. Að auki vill hann leggja um 1,3 milljarða í auknar barnabætur, en með því vill hann hækka aldursmörk ótekjutengdra barnabóta úr sjö ára aldri í sextán ára aldur. Og að lokum má nefna að fyrsti minnihluti vill að um 360 milljónir fari til viðbótar til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fjárþörf framhaldsskóla mikil Gísli lagði m.a. áherslu á fjárhagsvanda framhaldsskólanna í umræðunni í gær. Minnti hann m.a. á að í skýrslu Ríkisend- urskoðunar kæmi fram að rekstur 22 menntastofnana hefði farið umfram fjárheim- ildir í árslok 2001. Fjárþörf skólanna hefði samtals numið 906 milljónum kr. á þeim tíma. „Sem dæmi má taka Menntaskólann í Kópa- vogi en fjárþörf hans nemur rúmum 160 milljónum kr. í árslok sem er helmingur þeirrar fjárhæðar sem skólanum var ætluð til rekstrar skv. fjárlögum ársins 2001.“ Jón Bjarnason, þingmaður VG, gerði fjár- hagsvanda framhaldsskólanna einnig að um- talsefni er hann mælti fyrir nefndaráliti ann- ars minnihluta fjárlaganefndar. Hann sagði að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir enn meiri halla í rekstri framhaldsskóla. Ekki væri hægt að reka framhaldsskóla með halla ár eftir ár. „Rík- isstjórnin hefur horft framhjá þessum vanda og ekki tekið mark á athugasemdum skóla- stjórnenda og kennara.“ Jón Bjarnason leggur til aukin útgjöld rík- issjóðs upp á um 45 milljónir frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Leggur hann til að 30 milljónum kr. verði varið til reksturs upplýsingamiðstöðva á landsbyggð- inni og að 15 milljónum verði bætt í framlag til Landgræðslu ríkisins. Auk þess leggja ein- stakir þingmenn VG fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. Kolbrún Halldórs- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon, gera t.d. breytingartillögur upp á um 650 milljónir. T.d. leggja þau til að 140 milljónum verði var- ið til eflingar innlendrar dagskrárgerðar í Ríkisútvarpinu. Þá fara þau fram á um 100 milljóna kr. viðbótarframlag til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna fráveitufram- kvæmda. Ennfremur má nefna að Árni Stein- ar Jóhannsson og Jón Bjarnason leggja til að hlutafé í Sementsverksmiðjunni hf. á Akra- nesi verði aukið um allt að 500 milljónir kr. Í umræðunni í gær gerði Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins, m.a að umtalsefni þau ummæli Ólafar Arnar að óvissa ríkti um marga þætti fjárlagafrum- varpsins. „Það er vonandi að þeim óvissuþátt- um verði eytt áður en við göngum endanlega frá þessu frumvarpi,“ sagði hann. Sverrir gerði nýlegt samkomulag ríkisstjórnarinnar og fulltrúa eldri borgara einnig að umtalsefni. Hann sagði marga telja það samkomulag rýrt í roðinu. „Og hvað um skattleysismörkin sem er meginmál í hagsmunabaráttu þessara manna? [eldri borgara] Hvað um þau? Þau eru óbreytt með öllu.“ Hafró verði leyst upp Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar þingsins, sagði m.a. að við- fangsefni framtíðarinnar fyrir ríkissjóð væri að breyta rekstrarformi ríkisfyrirtækjanna. Ekki þó síst hinna opinberu vísindastofnana. Ríkið hefði ekkert með það að gera að vera að reka þær. „Ég get ekki minnst á þessar stofnanir öðruvísi en að minnast á stofnun sem heitir Hafrannsóknastofnun Íslands.“ Einar Oddur benti á að gert væri ráð fyrir því að hún fengi um 1,7 milljarða á fjárlögum fyrir starfsemi sína. „Þessi stofnun er orðið hreint meinvarp í íslensku efnahagslífi. Hreint meinvarp. Og það er fátt brýnna en að leysa hana upp. Við getum ekki í byrjun 21. aldar lifað við það að það sé ríkiseinokun á vísindum gagnvart þeirri náttúru sem fæðir okkur og klæðir, sem er hafið í kringum land- ið. Það er lífsnauðsyn fyrir okkur að frjálsar rannsóknir fái að fara fram og ríkið styðji einstaklingana til þess. Við erum algjörlega bundin þessari einu stofnun sem með kredd- um sínum í þrjátíu ár gagnvart þorskveið- unum er á góðri leið með að draga öll sjáv- arþorp Íslands niður. Öll. Engin undan- tekning þar á.“ Fjölmargir þingmenn tóku þátt í fjárlaga- umræðunni í gær en umræðan stóð yfir fram eftir kvöldi. Þriðja umræða mun fara fram í desember. Ólafur Örn Haraldsson við aðra umræðu um frumvarpið til fjárlaga fyrir árið 2003 Morgunblaðið/Kristinn Fámennt var í þingsalnum í gær þótt fjárlögin væru á dagskrá. Gísli Einarsson fór þó hvergi. Óvissa ríkir um forsendur fjár- lagafrumvarps

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.