Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERSU margir hafa fallið í átök- um Ísraela og Palestínumanna síð- ustu tvö árin og hverjir þeirra voru óbreyttir borgarar en ekki her- menn? Ekki ber deiluaðilum saman enda getur oft verið erfitt að slá nokkru föstu í þessum efnum og oft snýst málið um skilgreiningar á hug- tökum eins og stríði og vopnaburði. En AP-fréttastofan hefur með reglulegu millibili reynt að kanna vandlega staðhæfingar hvorra tveggja og birt niðurstöðurnar – sem að sjálfsögðu er mótmælt harðlega í herbúðum hvorra tveggja er ýkja oft sitt mannfall. Einstaka sinnum reyn- ir fólk að sjá harmleikinn frá báðum hliðum. „Þegar við sjáum á sjón- varpsskjánum konu sem grætur barn sitt gleymum við eitt augnablik að spyrja hvort hún sé palestínsk eða ísraelsk,“ segir ungur palestínskur kennari frá borginni Ramallah á Vesturbakkanum, Riham Abdulatif. „Vegna þess að móðir er móðir.“ Um 2.600 drepnir Fréttastofan kemst að þeirri nið- urstöðu að 1934 Palestínumenn og 678 Ísraelar hafi fallið á þessum tveimur árum, alls 2.612. Eru þá taldir með útlendingar sem hafa fall- ið vegna þess að þeir lentu í skotlínu átakanna eða féllu í tilræðum sjálfs- morðingja. Með í heildartölunni eru sjálfs- morðssprengjumenn Palestínu- manna, vopnaðir menn úr röðum óbreyttra borgara og þeir sem hafa týnt lífi þegar þeir voru að með- höndla efni í sprengjur, í allt um 200 menn. Ísraelar hafa barist við og fellt 82 vopnaða liðsmenn herskárra samtaka, auk þeirra hafa fallið 52 óvopnaðir Palestínumenn sem lentu í skotlínu ísraelskra hermanna. Fórnarlömb sjálfsmorðingjanna eru 309, fallnir ísraelskir hermenn 191, fallnir palestínskir lögreglu- menn eru að sögn stjórnar Yassers Arafats 258. Alls hefur 131 landnemi úr röðum gyðinga á hernumdu svæðunum fallið. 56 Palestínumenn hafa verið myrtir af eigin þjóð vegna gruns um að þeir ættu samstarf við Ísraela. En Palestínumenn ganga sumir lengra en starfsmenn AP og vilja bæta við um 70 manns sem þeir segja hafa látist af því að þeir fengu ekki læknishjálp í tæka tíð sökum út- göngubanns eða tafa við eftirlits- stöðvar Ísraelshers. Liðsmenn AP ræddu við lækna, ættingja og vitni að átökunum, þeir heimsóttu sjúkrahús og líkhús og fóru í saumana á yfirlýsingum frá liðsmönnum leyni- og öryggisþjón- ustu beggja deiluaðila. Mestur ágreiningur er um skilgreiningar á hugtökunum „þátttakendur í átök- um“ og „saklausir vegfarendur“. Niðurstaðan skiptir öllu í áróðurs- stríðinu vegna þess að því fleiri sak- lausir vegfarendur sem verða fyrir árásum þeim mun auðveldara er að lýsa sjálfum sér sem fórnarlömbum grimmra óvina. Ísraelsk stjórnvöld segja að í mesta lagi 45% af þeim sem falla eða særast meðal Palest- ínumanna séu óvopnaðir og saklaus- ir borgarar. Er þá átt við að umrætt fólk hafi ekki tekið þátt í aðgerðum gegn Ísraelum hvað þá starfi her- skárra vopnaðra hópa. En Palestine Monitor, rannsókna- stofnun sem fylgist með ofbeldinu, fullyrðir á hinn bóginn að hlutfall óbreyttra borgara sé 85% og virðist þá telja með fólk í herskáum hópum en eingöngu undanskilja liðsmenn öryggissveita Palestínustjórnar. Hermenn í leyfi réttmæt skotmörk? Stjórnvöld í Jerúsalem halda því fram að um 80% fallinna Ísraela frá því uppreisn Palestínumanna hófst í september 2000 hafi verið vopnlaus- ir borgarar og telja þeir þá landnem- ana og hermenn í leyfi með óvopn- uðum fórnarlömbum. Ekki er yfirleitt umdeilt að flest ísraelsku fórnarlömbin eru óbreyttir borgarar en vandasamara er að ákveða hvert hlutfallið er. Þorri fullvaxinna Ísr- aela hefur einhvern tíma gegnt her- þjónustu, er í varaliði hersins eða er sem stendur í hernum. Af 191 her- manni sem hefur fallið voru 38 í leyfi. Er hermaður í leyfi óbreyttur borg- ari þegar hann lætur lífið í árás sjálfsmorðingja? Ísraelar hafna því að hann hafi verið eðlilegt skotmark í stríði, segja að hann hljóti að teljast saklaus veg- farandi, en Palestínumenn eru á öðru máli. Um 3% Ísraela eru svonefndir landnemar á svæðum sem heyra til landi Palestínumanna, landnema- byggðirnar eru ólöglegar ef miðað er við alþjóðasamninga um stríðsrekst- ur. Landnemarnir, jafnvel börn þeirra, eru allir lögleg skotmörk í augum Palestínumanna vegna þess að byggðirnar eru meðal mikilvæg- ustu þröskulda á vegi þeirra til að stofna eigið Palestínuríki. Ísraelar segja að öryggissveitir stjórnar Arafats eigi aðild að hryðju- verkum, ýmist með beinni þátttöku eða með því að grípa ekki fram fyrir hendur sjálfstæðra hryðjuverka- hópa. Palestínumenn segja að grimmilegar árásir Ísraelshers á lögreglustöðvar Palestínustjórnar sýni vel tvískinnunginn í kröfum stjórnar Ariels Sharons þegar hún heimtar að liðsmenn Arafats stöðvi hryðjuverkamenn. Deilt er um ásetning. Öllum er ljóst að sjálfsmorðingjarnir drepa af ásettu ráði vopnlausa borgara og jafnvel smábörn. En eru Ísraelar að gera slíkt hið sama þegar þeir gera loftárásir á hús hryðjuverkaleiðtoga þar sem vitað er að innandyra geta líka verið vopnlausir borgarar, ung- lingar og börn? Stundum eru hinir föllnu ekki beinir þátttakendur í hryðjuverkum en hafa tekið að sér að vera lífverðir. Eru þeir þá rétt- mæt skotmörk? Réttlæting hermdarverka Í bakgrunni þessara deilna um ásetning, aðferðir og réttmæti þess að drepa suma en ekki aðra eru deil- urnar um hryðjuverk og hvort hægt sé að réttlæta þau. Beita Ísraelar „ríkisreknum“ hryðjuverkum þegar þeir gera árásir á íbúðarhús og er enginn munur í siðferðislegu tilliti á slíkum aðgerðum og sjálfsmorðs- árásunum? Það segja Arafat og menn hans. Ýmsir Palestínumenn, sem eru annars andvígir sjálfs- morðsárásunum, lýsa samt nokkrum skilningi á þeim sem standa fyrir þeim, benda á að Palestínumenn séu hernumin þjóð, andstæðingurinn ráði yfir margfalt öflugri herbúnaði og þess vegna eðlilegt að Palestínu- menn noti þau fáu ráð sem þeim gef- ist til að reyna að jafna taflið. Ísraelar segja að Palestínumenn hvetji unglinga til að ráðast á her- menn og sé þetta gert í von um að mannfall meðal unglinga aukist, þá hljóti Palestínumenn aukna samúð. Þegar óbreyttir borgarar falli í árás- um Ísraelshers sé ekki um ásetning að ræða heldur mistök eða óhjá- kvæmilegt mannfall þegar hermdar- verkamenn skýli sér á bak við sak- lausa borgara í von um að gera hernum erfitt fyrir. Hani Al-Hassan, yfirmaður ör- yggismála hjá Palestínustjórn, gefur lítið fyrir þær röksemdir. „Haldið þið að þetta séu fullnægjandi svör fyrir fjölskyldur sem hafa misst sak- lausa ættingja, að þetta hafi verið mistök?“ spyr hann. Og svarar: „Þetta eru ríkis-hermdarverk.“ Suma er leyfi- legt að drepa en hverja? Reuters Palestínumenn í Hebron á Vesturbakkanum halda á börum með líki átta ára drengs, Jihad Faqeeh, og hrópa slagorð gegn Ísraelum á mánudag. Palestínumenn og Ísraelar deila um „réttmæt skotmörk“ í átökum sínum Jerúsalem. AP. ’ Niðurstaðanskiptir öllu í áróð- ursstríðinu. ‘ SEXTÍU ár voru í gær liðin frá fæðingu Jimi Hendrix, líklega eins mesta listamanns, sem Seattle-borg hefur alið af sér. Þar í borg er þó fátt, sem minnir opinberlega á manninn, sem margir telja einn mesta gítarsnilling allra tíma og áhrifamesta gítarleikara rokksög- unnar. Engin gata, ekkert torg, enginn skóli, aðeins einn steinn, sem komið var fyrir í Afr- íkudeild dýragarðsins. Charles Cross, höfundur væntanlegrar ævi- sögu Hendrix, segir, að þetta ræktarleysi við minningu hans sé allt að því „glæpsamlegt“. Með því er hann þó ekki að segja, að höfundur „Purple Haze“ sé ekki í miklum metum hjá íbúum Seattle-borgar, öðru nær. Þar á hann marga aðdáendur og raunar um allan heim. Þegar Paul Allen, einn af stofnendum Microsofts, kom á fót gagnvirka tónlist- arsafninu Experience Music Project eða EMP gerði hann það í minningu Hendrix og þar var sextugsafmælis hans minnst á sunnudag, meðal annars með þátttöku blússnillingsins Buddy Guy. Á vegum einkafyrirtækis var komið upp lítilli bronsstyttu af listamann- inum og í skólanum, sem hann sótti, má finna af honum brjóstmynd og veggmynd. Á vegum borgarinnar var hins vegar ekkert um að vera. Eiturlyfin eru ástæðan Casey Corr, talsmaður Greg Nickels, borg- arstjóra í Seattle, segir ástæðuna hafa verið þá, að afmælið og minning Hendrix hafi ein- faldlega ekki þótt mjög brýnt mál. Hann bætti þó við, að Hendrix væri vissulega meðal allra frumlegustu gítarista og orðstír hans ykist fremur en hitt eftir því sem árin liðu. Hin raunverulega ástæða fyrir rækt- arleysinu er hins vegar eiturlyfjaneysla Hendrix en vegna hennar hafa borgaryf- irvöld sem minnst viljað af honum vita. Jimi Hendrix lést 18. september 1970, kafn- aði í sinni eigin ælu. Hafði hann verið að drekka léttvín fram á nótt og skellti síðan í sig átta svefnpillum eins og hann gerði oft á hljómleikaferðum. Að þessu sinni var hann með þýskar pillur, sem voru fjórum sinnum sterkari en amerísku pillurnar, sem hann var vanur að taka. Steinninn í dýragarðinum Útvarpsstöðin KZOK-FM þáði boð frá dýra- garðinum í Seattle 1981 um að koma þar upp minnismerki um Hendrix og safnaði í því skyni nokkrum milljónum króna frá hlust- endum. Við gerð merkisins hafði höfundurinn í huga þrjú laga Hendrix: „Fire“, sem end- urspeglaðist í rauðleitum, logalíkum flísum gangstéttarinnar; „Purple Haze“ vegna purp- uralitaðs laufsins á japönsku runnunum um kring og „Third Stone from the Sun“. Á stein- inum er bronsplata í mynd sólarinnar. Er Hendrix samdi „Third Stone“ hafði hann í huga geimferðalang, sem kemur til jarðarinnar og finnst margt undarlegt við líf- ið og tilveruna hér. Margir gestir dýragarðsins koma að minn- ingarsteininum en þá aðallega til að príla upp á hann til að sjá betur gíraffana í grennd. Jim Maxwell, sem vann að því á vegum garðsins að koma steininum fyrir, segir, að hann sé vel heppnaður út frá listrænu og táknrænu sjónarmiði. Hann láti hins vegar mjög lítið yfir sér og viti fólk ekki af honum, þá fari hann yfirleitt framhjá því. Hendrix ólst upp í Seattle og þar voru eft- irlætishljómsveitirnar hans skipaðar jafnt hvítum mönnum sem svörtum. Sjálfur varð hann einn af fyrstu svörtu listamönnunum, sem áttu sér aðallega aðdáendur meðal hvítra, og þegar Jimi Hendrix Experience var stofnuð var hún ein af fyrstu rokkhljómsveit- unum þar sem aðalmaðurinn var svartur en aðrir hvítir. Raunar var Hendrix ekkert gef- inn fyrir pólitíska auglýsingamennsku en trú- lega hefur þetta haft sín áhrif á skoðanir margra í kynþáttamálum. Janie Hendrix, hálfsystir Jimi, segir að hann hafi ætlað sér að setjast aftur að í Seattle þótt það sé kannski ekki líklegt, að hann hefði gert það hefði honum enst aldur til. „Það væri hins vegar gaman ef borgin rausnaðist til að nefna eins og eina götu í höf- uðið á honum,“ segir hún. Bestur allra Í kosningu, sem breska tónlistartímaritið Total Guitar efndi til fyrr í ár var Hendrix kjörinn besti gítarleikari allra tíma. Næstur honum var Jimmy Page í Led Zeppelin og Eric Clapton sá þriðji. Scott Rowley, ritstjóri tímaritsins, segir þetta sýna, að lesendur hans kunni að greina á milli sannra hæfileika og ímyndar. Frægasti sonur- inn hundsaður Reuters Jimi Hendrix hefði orðið sextugur í gær en í heimaborg hans er nafni hans lítið haldið á lofti. ’ Engin gata, ekkert torg, enginn skóli, aðeins einn steinn, sem komið var fyrir í Afríkudeild dýragarðsins. ‘ Seattle. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.