Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 27 RAFMAGN er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju, segir rafmagnsöryggisdeild Löggild- ingarstofu sem mælist til þess að fólk vari varlega með jólaljósin. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Notum réttar perur og látum ljósin ekki loga yfir nótt. Engin jólaljós eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Varasamt er að láta loga á jólaljósakeðjum (jólaseríum), sem og öðrum jólaljósum innanhúss, yfir nótt eða þegar við erum að heiman. Það á ekki síst við um ljós á jólatrjám. Flestar nýrri ljósakeðjur til notkunar innandyra eru þannig gerðar að þeg- ar ein pera „deyr“ logar áfram á hin- um. Eftir því sem logar á færri per- um eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem ofhitna geta auðveldlega valdið bruna. Því ber að skipta strax um bilaðar perur í ljósa- keðjum og hafa í huga að nota rétta gerð af peru. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til íkveikju. Seljendur eiga að vita hvaða perur henta best. Um díóðuljós, þar sem ekki er hægt að skipta um peru, gilda í meg- inatriðum sömu umgengnisreglur og við eldri gerðir ljósakeðja, það er að láta ekki loga á ljósakeðjunni þegar slokknar á perum. Notendur eru hvattir til þess að fara eftir leiðbein- ingum sem þeim fylgja. Ljós og brennanleg efni Vegna hitans sem stafar frá ljósa- perum er mikilvægt að alltaf sé nægi- leg fjarlægð frá ljósi í brennanlegt efni. Rafljós geta til dæmis ekki síður kveikt í gluggatjöldum en kertaljós. Sýnum sérstaka varúð gagnvart jóla- stjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Ef ljósa- pera liggur við brennanlegt efni eins og pappír er mikil hætta á íkveikju. Logandi kerti eru vitaskuld alltaf varasöm en komist þau í tæri við raf- magn er hætta á ferðum. Því er brýnt að láta kerti aldrei standa ofan á raf- tækjum eins og sjónvarpi eða hljóm- flutningstækjum. Kertið getur brætt sér leið niður í tækið og kveikt í því. Einnig getur kveikurinn fallið log- andi af kertinu ofan í tækið eða vax lekið niður í það og valdið íkveikju. Ekki nota úr sér gengin ljós Algengt er að fólk haldi upp á göm- ul jólaljós sem eru úr sér gengin. Oft endar þessi hirðusemi með íkveikju eða slysi af völdum ljósanna. Réttast er að henda gömlu ljósunum eða láta fagmann yfirfara þau ef minnsti grunur leikur á að þau séu í ólagi. Þegar farið er yfir jólaljósin er áríðandi að skipta tafarlaust um brotnar klær og brotin perustæði. Göngum einnig úr skugga um að allar rafmagnsleiðslur séu heilar, að ein- angrun sé alls staðar í lagi og að ekki sjái í bera víra. Ekki er til eitt endanlegt ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós eru yfirleitt ekki eins vönduð og dýr- ari ljós af svipaðri gerð. Gæði og ör- yggi fara saman í þessu sem öðru. Notum aldrei inniljós úti Jólaljós utandyra eiga að vera sér- staklega gerð til slíkrar notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. Útiljósakeðjur sem ekki eru tengdar við spennubreyti (12V–24V) eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur útiljósa vísi ávallt niður svo ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mik- ilvægt að festa útiljós vandlega þann- ig að perur geti ekki slegist við og brotnað. Mikil aukning hefur orðið á und- anförnum arum í notkun svokallaðra „slönguljósa“ sem hægt er að kaupa í metravís. Því miður er nokkuð um íkveikjur af völdum slíkra ljósa og nær undantekningarlaust er það vegna þess að ekki er vandað nægi- lega til samsetninga. Það er því afar brýnt að fá nákvæmar leiðbeiningar frá seljendum um samsetningu og fara eftir þeim í einu og öllu. Góður siður er að skipta um raf- hlöðu í reykskynjurum um hver jól, segir Löggildingarstofa að síðustu. Morgunblaðið/Ásdís Farið varlega með jólaljósin og gangið úr skugga um að þau séu í lagi, seg- ir Löggildingarstofa. Freyjubrá með rauðum perum lýsir upp náttmyrkrið. Eru jólaljósin í góðu lagi?                                  Einn vinsælasti matsölustaðurinn í miðbæ Reykjavíkur til sölu. Langur leigusamningur. Veitingaleyfi til kl. 03.00 um helgar. Nánari upplýsingar veitir Kristinn R. Kjartansson sölufulltrúi. VEITINGAHÚSIÐ AMIGOS Staðseting: Lækjargata 6a Stærð: Um 350 fm Veitingaleyfi: Til kl. 03.00 um helgar Sæti: Fyrir 150 manns Upplýsingar: Kristinn R. Kjartansson GSM 8972338 SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Kristinn R. Kjartansson sölufulltrúi GSM 897 2338 Við erum hætt að nota rauða vaxið utan um Brauðostinn. Það var vissulega góð vörn á sínum tíma en með fullkomnari pökkunar- og geymslu- aðferðum er það óþarfi. Aukin hagkvæmni skilar sér einnig í lækkuðu útsöluverði. Brauðostur er hollur, bragðgóður og ákaflega notadrjúgur. Við erum vaxin upp úr vaxinu! NOKKRIR íslenskir bændur fram- leiða lambakjöt eftir alþjóðlegum líf- rænum gæðastöðlum, þar sem fram- leiðslan er vottuð af Vottunarstofunni Túni. Sex býli markaðssetja og selja kjötið á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar er það selt hjá símsölu- og flutningsfyrirtækinu Hagfiski ehf. og hins vegar í Fríhöfninni í Leifs- stöð. Kjötið er niðurskorið og tilbúið til matargerðar og með hverjum skrokki fylgir upplýsingabæklingur um afurðina og framleiðendur henn- ar. Sjá nánar www.hagfiskur.is. NÝTT Lífrænt lambakjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.