Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 30
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 30 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMGÖNGUMÁL, umferðarör- yggi, útivist og menningarmiðstöð var meðal þess sem brann á Graf- arvogsbúum á íbúaþingi sem hald- ið var í október síðastliðnum en niðurstöður þingsins voru kynntar á þriðjudag. Þingið var á vegum Hverfisráðs Grafarvogs og Miðgarðs – fjöl- skylduþjónustunnar í Grafarvogi sem einnig sá um framkvæmd þess. Að sögn Ingibjargar Sig- urþórsdóttur, framkvæmdastjóra Miðgarðs, var í lok þingsins unnið í fjórum hópum sem tóku saman þau verkefni sem þóttu brýnust innan hverfisins. „Þar voru samgöngur ofarlega í huga fólks, bæði til og frá hverfi og innan hverfisins,“ segir hún. „Mikil áhersla var lögð á að Sundabrautin kæmi sem fyrst og fólk vildi að þrýstingur yrði settur á það mál.“ Hún segir umferðaröryggi einn- ig hafa verið í deiglunni og var það mál manna að efla þyrfti ör- yggið, bæði innan hverfa og á milli þeirra. „Fólk vildi hafa samræmi í hraðatakmörkun og hægrirétti en hægri réttur er víða í Grafarvogi í gildi á meðan biðskylda er annars staðar.“ Þá segir hún fólk hafa óskað eftir betri lýsingu á göngu- og hjólreiðastígum í hverfinu sem séu fjölmargir auk þess sem teng- ingu á milli hverfa vanti á mörg- um stöðum. Fjölnota menningarmiðstöð Þjónustu- og menningarmiðstöð var einnig ofarlega á baugi að sögn Ingibjargar. „Þar er verið að tala um að byggja fjölnota mið- stöð með aðstöðu fyrir opinbera þjónustu, félagsstarf fyrir alla ald- urshópa, frá börnum og upp í eldri borgara, fyrir alls konar menningartengda atburði og ým- iss konar afþreyingu. Einkaaðilar gætu einnig komið að miðstöðinni, t.d. með því að vera með veit- ingaaðstöðu þar.“ Miðgarður yrði síðan hluti af slíkri miðstöð. Hún segir að greinilega hafi komið fram á þinginu þörf fyrir aðra sundlaug í Grafarvogi sem myndi nýtast til sundkennslu fyrir alla aldurshópa. „Það er ennþá þannig að stór hluti barna úr nyrðri hluta Grafarvogs er keyrð- ur í önnur hverfi í skólasund,“ segir hún. Í framhaldi af þessu komu fram hugmyndir um sundlaugar við alla skóla þar sem búningsaðstaða yrði samnýtt með íþróttasölum. Loks voru hugmyndir um að fá keppn- islaug í hverfið. Skrúðgarður og jaðaríþróttir Almennt voru íþróttir og útivist ofarlega í huga fólks. „Það vill nýta Gufunessvæðið til íþrótta og útivistar og hafa þar eins konar fjölnotasvæði, jafnvel fyrir ýmsar jaðaríþróttir sem hvergi er að- staða fyrir annars staðar. Sömu- leiðis var skrúðgarður nefndur og í því sambandi var fólk enn að tala um Landssímalóðina eða þá Gufu- nessvæðið. Þá var vilji fyrir upp- byggingu aðstöðu og íþróttamann- virkja á Gylfaflöt þar sem Fjölnir hefur verið með svæði en lítið sem ekkert hefur verið gert við.“ Ingibjörg bendir á að þetta séu einungis meginniðurstöður þings- ins en fjölmörg önnur atriði hafi verið skeggrædd sem ekki voru tekin fyrir í lokahópunum. Þá hafi börnin í hverfinu verið með kynn- ingu á sínum áherslumálum. Þau sjónarmið voru sett niður á blað á sérstöku barnaþingi sem haldið var í aðdraganda íbúaþingsins. „Það var svolítið gaman að því að börnin voru heilmikið að velta því fyrir sér hvað maður getur sjálfur gert til að bæta umhverfi sitt, kannski frekar en fullorðna fólkið,“ segir Ingibjörg. Hún bæt- ir við að ekki hafi spillt fyrir hversu skemmtileg kynning barnanna hafi verið, meðal annars með söngatriðum og leikrænum lestri. Niðurstöður íbúaþings í Borgarholtsskóla kynntar síðastliðinn þriðjudag Íbúar sökktu sér ofan í viðfangsefnin og ekki vantaði ábendingar og hugmyndir um það hvernig Grafarvogur ætti að þróast í framtíðinni. Það vantaði ekki sköpunargleðina hjá þessum krökkum þar sem þeir kynntu sjónarmið sín á listrænan hátt á íbúaþinginu í Grafarvogi. Sundabraut og sundlaugar í deiglunni Grafarvogur HAUSTIÐ 1896 byrjuðu Jósefs- systur að kenna börnum í gömlu timburhúsi við Túngötuna eftir að hafa byggt ofan á það af þessu til- efni. Þær voru þá nýkomnar til landsins og nemendurnir voru ekki ýkja margir til að byrja með, aðeins fimm talsins. Smám saman jókst starfsemin og varð að fullburða skóla sem í dag er þekktur sem Landakotsskóli. Þrátt fyrir þessa löngu sögu hef- ur skólinn ekki haft yfir bókasafni að ráða fyrr en nú en á sunnudag verður bókasafn skólans tekið í notkun. Það skemmtilega við það er að safnið verður einmitt í sama húsi og þær Jósefssystur hófu starfsemi sína í fyrir rúmum 106 árum. Það er því óhætt að segja að safnið byggi á sögu skólans frá upphafi. Að sögn séra Hjalta Þórs Þor- kelssonar skólastjóra hefur þetta ekki verið mögulegt fyrr vegna húsnæðisskorts. „Gamla skólahúsið var byggt árið 1909 og þá fluttist öll starfsemin þangað,“ segir hann. „Þetta hús við Túngötu varð þá bú- staður prestanna í Landakoti og var það alveg til ársins 1982. Svo stóð það meira og minna autt þar til það var gert upp fyrir þremur ár- um.“ Full ástæða hefur verið til að gera húsinu hátt undir höfðu því neðri hæð þess var byggð svo snemma sem árið 1837. Húsið komst hins vegar ekki í eigu kaþ- ólsku kirkjunnar fyrr en um miðja nítjándu öld þegar hún keypti býlið Landakot af Helga Thordarsen, þá- verandi Dómkirkjupresti sem síðar varð biskup Íslands. „Það má kannski geta þess að við fengum verðlaun frá borgarstjóra í fyrra fyrir endurgerðina á húsinu,“ segir Hjalti og upplýsir að bóka- safnið verði á neðri hæð hússins en tíundi bekkur skólans muni hafa aðsetur sitt á efri hæðinni. Fengu styrk erlendis frá Aðspurður um bókakostinn segir Hjalti að mikið hafi verið til af bók- um í skólanum þótt húsnæðið undir þær hafi vantað. „Við fengum styrk erlendis frá en stærsti styrkurinn var frá kirkjulegri stofnun í Sviss sem styrkti okkur til kaupa á hús- gögnum í safnið.“ Hann segir að búið sé að skrá og flokka bókakostinn og með því hafi fengist betri yfirsýn yfir bókaeign- ina. Þannig hafi komið betur í ljós hvað vanti inn í safnið. Áfram verði því safnað bókum og líklega verði bókainnkaupin markvissari hér eft- ir. Safnið verður formlega opnað á sunnudag með stuttri athöfn sem hefst klukkan 14. „Þar munu nemendur og fleiri lesa upp ljóð,“ segur Hjalti. „Síðan verður kaffisala, basar, tombóla og flóamarkaður þar sem aflað verður fjár fyrir skólann og ferðasjóð 10. bekkjar. Húsið verður opið alveg frá klukkan 11.30 til 16 og fólki gefst þá kostur á að skoða húsa- kynni skólans en það eru margir sem fara hér daglega hjá en hafa aldrei litið inn.“ Morgunblaðið/Sverrir Séra Hjalti Þór Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla, í nýju bókasafni en það hefur aðsetur í gömlu húsi sem hefur verið mikilvægt í sögu skólans. Bókasafn sem bygg- ir á sögu Vesturbær RÚMLEGA sextíu krökkum, sem í vetur kenndu eldri borgurum á tölvur endurgjaldslaust, var á sunnudag boðið á leiksýninguna „Með fulla vasa af grjóti“ í við- urkenningarskyni. Segir í tilkynningu frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur að grunn- skólanemendur í Reykjavík hafi í fjögur ár tekið virkan þátt í að leiðbeina eldri borgurum sem áhuga hafa á tölvunotkun. Hafa námskeiðin verið í umsjón tölvu- kennara skólanna en um er að ræða samstarfsverkefni Fræðslu- miðstöðvarinnar og Námsflokka Reykjavíkur. Það var hins vegar Búnaðar- banki Íslands sem bauð til sýning- arinnar og er ekki annað að sjá en að hún hafi fallið viðstöddum vel í geð. Leikhúsferð fyrir tölvukennslu Miðborg Morgunblaðið/Jón Svavarsson SAMÞYKKT var á borgarstjórn- arfundi í sumar að koma á fót nefnd um heildarstefnu Reykjavík- urborgar í orkumálum. Erindisbréf hennar hefur nú verið samþykkt í borgarstjórn með fjórum sam- hljóða atkvæðum í borgarstjórn en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur að heildarstefnu borgarinnar í orkumálum og skal nefndin í störfum sínum taka mið af sjálfbærri þróun og umhverf- isstefnu borgarinnar. Í bókun Ólafs F. Magnússonar, F-lista, lýsir hann undrun sinni og vanþóknun á því hvernig meirihlut- inn hafi staðið að skipa í nefndina. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur að sér þættu vinnubrögðin í þessu máli afskaplega lágkúruleg. Fagleg vinnubrögð ekki höfð að leiðarljósi „Ég get ekki séð að við skipan nefndarinnar hafi fagleg sjónarmið verið höfð að leiðarljósi. Mér sýn- ist að þrátt fyrir tal um fagleg vinnubrögð hafi pólitísk viðhorf verið ríkjandi við skipan nefndar- innar og það sé alveg sérstaklega verið að sniðganga F-listann og umhverfisverndarsjónarmið hans. Arðsemisútreikningum vegna Kárahnjúkavirkjunar átti m.a. að vísa til nefndarinnar en mér finnst hún ekki líkleg til þess að taka fag- lega á þeim málum sem þó eru mikið hagsmunamál borgarbúa,“ segir Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi F-listans í samtali við blaðið. Lágkúru- leg vinnu- brögð Reykjavík Ólafur F. Magnússon gagnrýnir skipan nýrrar orkunefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.