Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 32
SUÐURNES 32 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARAFUNDUR sem stuðn- ingsmenn Kristjáns Pálssonar al- þingismanns héldu í gærkvöldi skor- aði á uppstillingarnefnd Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi að stilla Kristjáni upp í öruggt sæti á listanum. Á fundinn, sem haldinn var í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, komu um 200 manns. Ekki er gert ráð fyrir Kristjáni í tillögu uppstillingarnefndar að sex efstu sætunum á lista flokksins en hún verður tekin til afgreiðslu á kjördæmisráðsfundi næstkomandi laugardag. Á fundinum gagnrýndu Kristján Pálsson og þeir stuðningsmenn hans sem boðuðu til fundarins þessa ákvörðun og sögðu ekki hægt að una við hana, hvorki fyrir Kristján né Suðurnesjamenn. Við sama tón kvað í ræðum fundarmanna í almennum umræðum. Fram kom hörð gagnrýni á vinnu- brögð og störf uppstillingarnefndar flokksins, meðal annars hjá Valþór Sören Jónssyni sem tekið hefur sæti í umræddri uppstillingarnefnd sem varamaður. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að málið væri stórt skipulagt launráð frá upphafi. Grímur Gíslason úr Vestmannaeyjum, sem uppstill- ingarnefnd hafnaði einnig, gagn- rýndi harðlega setu Guðjóns Hjör- leifssonar í nefndinni, það væri í hæsta máta óeðlilegt að menn tækju þátt í að ýta öðrum út af lista en sjálfum sér inn í staðinn. Einn fundarmanna, Karvel Granz, lýsti meðferðinni á Kristjáni sem skrípaleik, hún minnti helst á þekkt- an sjónvarpsþátt þar sem þátttak- endur kysu sterkasta keppandann úr leik því að hann ógnaði hinum. Dagbjartur Einarsson sagði að sjálf- stæðismenn á Suðurnesjum færu fram á að rétt væri gefið, en ekkert meira. Á fundinum var greint frá skoð- anakönnun sem Myndbær gerði á Reykjanesi að kvöldi síðastliðins þriðjudags. Þar voru 600 manns spurðir um skoðanir á forystu listans. Af þeim sem afstöðu tóku töldu 159 Kristján Pálsson heppi- legri leiðtoga en Árna Ragnar Árna- son en 72 töldu Árna Ragnar heppi- legri í hlutverkið. Í ályktun sem samþykkt var með lófataki í fund- arlok var harðlega mótmælt áform- um uppstillingarnefndar um að úti- loka Kristján Pálsson frá þingsæti. Störf uppstillingarnefndar gagnrýnd á fjölmennum fundi stuðningsmanna Kristjáns Pálssonar Ljósmynd/Hilmar Bragi Fjölmenni, um tvö hundruð manns, var á borgarafundi til stuðnings Kristjáni Pálssyni í Stapa í gærkvöldi. Krefjast öruggs þingsætis fyrir Kristján Njarðvík HÓTEL Keflavík mun bjóða gest- um sem sækja Reykjanesbæ heim endurgjaldslausa gistingu fyrir jólin, eins og á síðasta ári, gegn því að fólk kaupi vörur eða þjón- ustu fyrir tiltekna upphæð. Versl- anir og þjónustufyrirtæki á svæð- inu taka þátt í framtakinu með ýmsum tilboðum. Hótel Keflavík stóð fyrir þessu tilboði fyrir síðustu jól og var markmiðið að efla verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fram- takið hafi einnig skapað fyrirtæki hans jákvæða ímynd. „Þetta gekk vel í fyrra. Um 300 manns nýttu sér tilboðið og það jók mjög við- skiptin í bænum. Því vildum við gera þetta aftur,“ segir Steinþór. Spennandi verslanir Hótelið tekur frá 20 herbergi á hverjum degi í þessu skyni. Gest- irnir þurfa að panta gistinguna og láta um leið vita að það sé að nýta sér tilboðið. Hótel Keflavík er fjögurra stjörnu hótel, steinsnar frá Hafnargötu sem er aðalversl- unargata Reykjanesbæjar. Gest- irnir fá alla þjónustu hótelsins, það er að segja morgunverð og að- gang að líkamsræktarstöð, eins og aðrir gestir en þurfa ekki að greiða fyrir þjónustuna ef þeir sýna kvittanir fyrir því að hafa keypt vörur eða þjónustu í bæj- arfélaginu fyrir 10.800 krónur. Í ár taka ýmis fyrirtæki þátt í þessu átaki með hótelinu, meðal annars með því að bjóða gestum sérstaka afslætti eða tilboð. Þann- ig fá gestirnir frítt í Bláa lónið, svo dæmi sé tekið, og Reykjanes- bær styður framtakið með fríum aðgangi í söfn, almenningsvagna og sundlaug. Víkurfréttir gefa út sérstaka útgáfu af jólahandbók sinni fyrir gesti hótelsins þar sem greint er frá þessum tilboðum og framboði af vörum og þjónustu. Umrætt tilboð um endurgjalds- lausa gistingu á Hótel Keflavík tekur gildi 1. desember og stendur til 22. desember. Steinþór vonast til að sem flestir nýti sér þetta tilboð og komi að kaupa inn fyrir jólin í Reykja- nesbæ. „Ég fann það í fyrra að gestunum fannst gaman að versla á Hafnargötunni. Hér eru margar góðar verslanir sem veita góða þjónustu,“ segir hann. Hótel Keflavík styður verslun og þjónustu í Reykjanesbæ Bjóða gestum bæjarins endurgjaldslausa gistingu Keflavík FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hefur sagt upp vakt starfs- manna fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli á jóladag. Við það missir starfsfólkið 90% stórhátíðarálag á laun sín þennan dag. Fyrir liggur að lítið verður að gera í fríhöfninni á jóladag. Von er á afgreiðslu einnar flug- vélar, með á annan tug farþega, en Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðv- arinnar, segir jafnvel áhöld um að af þessu flugi verði. 40 starfsmenn eru á vakt í fríhöfninni. Stjórnendur fyrir- tækisins könnuðu hvort starfs- fólkið vildi skrá sig af vaktinni og vera heima á jóladag en þeg- ar í ljós kom að takmarkaður áhugi var á því var ákveðið að segja upp vaktinni þennan dag, samkvæmt heimild í kjara- samningum. Segir Höskuldur ekki réttlætanlegt að hafa fólk í vinnunni þegar ekkert væri að gera. Ef fólk færi í gegnum flugstöðina á jóladag yrðu væntanlega kallaður út hæfi- legur mannskapur til að af- greiða það. Sagðist Höskuldur ekki vita annað en sátt væri um þessa aðgerð. Starfsfólkið sem verður heima á jóladag missir þar með 90% stórhátíðarálag þann dag. Ekki sagðist Höskuldur hafa við höndina tölur um hvað sparaðist við uppsögnina en það væru einhver hundruð þús- unda króna. Óánægja hefur verið meðal sumra starfs- manna vegna þessa máls. Tryggvi Þorsteinsson, trún- aðarmaður starfsfólks, sagði að flestir starfsmenn vildu eiga frí á jólunum. Ef einhver óánægja væri með þessa ráðstöfun væri það vegna peninganna. Fordæmi eru fyrir því að vöktum hafi verið sagt upp á jóladag og nýársdag, þegar lít- ið hefur verið að gera þótt það hafi ekki gerst frá því stofnað var hlutafélag um reksturinn. Sagt upp vakt í fríhöfn á jóladag Missir stórhátíð- arálag Keflavíkurflugvöllur Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar og Málbjörg standa í dag fyrir upplýs- inga- og umræðufundi um stam. Fundað verður í Kjarna, 2. hæð, og hefst fundur kl. 20. Frummælendur verða Björn Tryggvason, formaður Málbjargar, og Kristinn Hilmarsson talmeina- fræðingur. Björn fjallar um hvernig það er að lifa með stami og Kristinn ræðir stam og talþjálfun. Að erind- um loknum verður opnað fyrir um- ræður og fyrirspurnir. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjanesbæ boðar ungt fólk á Suð- urnesjum til fundar í Framsókn- arhúsinu í Keflavík klukkan 20 í kvöld. Til umræðna verður afnám skóla- gjalda í framhaldsskólum og rík- isreknum háskólum, ókeypis skóla- bækur og stuðningsgögn til allra nemenda grunn- og framhaldsskóla, afnám virðisaukaskatts af barnavör- um, heimild til sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, áfeng- iskaupaaldur lækkaður í 18 ár og at- vinnuhorfur fyrir ungt fólk á Suð- urnesjum. Frummælendur verða þingmenn- irnir Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason. Í DAG HELGA Valdimarsdóttir, íbúi í Njarðvík, sat á heilsugæslustöð- inni í Keflavík í fyrrinótt til að vekja athygli á læknaleysinu á Suðurnesjum. Hún sagðist ekki hafa heilsu til að vera þar í nótt enda vonaðist hún til að málið færi að leysast. Helga beitti sér fyrir setuverk- falli á biðstofu heilsugæslustöðv- arinnar fyrir nokkru en hætti því eftir almennan borgarafund þar sem heilbrigðisráðherra og heilsu- gæslulæknar lýstu yfir vilja til að ræða saman og leysa deiluna. Hún settist aftur á biðstofuna í fyrrakvöld en fór heim í gærmorg- un. „Markmið mitt er að fá heim- ilislækna aftur, helst þann sem ég hef haft og þekki,“ sagði Helga í gær. Hún er öryrki og sagðist ekki treysta sér til að vera þar aðra nótt, hún vildi sjá til enda vonaðist hún til að deilan færi að leysast. Var nótt á heilsu- gæslunni Keflavík HAFNAR eru útsendingar hjá Út- varpi Útspili 97,2. Aðstandendur þess stefna að því að gera stöðina að svæðisútvarpi. „Það er kominn tími til þess að starfrækja alvöru svæðisútvarp á Suðurnesjum. Ríkisútvarpið er í samstarfi við alla aðra landshluta um slíkar útsendingar,“ segir Jó- hann Friðrik Friðriksson, ritstjóri Suðurnesjafrétta, en útgáfufyrir- tæki blaðsins, Útspil útgáfa, starf- rækir útvarpið. Jóhann áformar að kanna hvort hvort stjórnendur Rík- isútvarpsins hafi ekki áhuga á sam- starfi við Útspil til þess að þjóna þessu svæði með sama hætti og öðr- um. Útspil hefur hafið útsendingar á léttri tónlist auk frétta í hádeginu. Um mánaðamótin hefst dagskrár- gerð og útsendingar á morgun- og síðdegisþáttum. Þá er einnig gert ráð fyrir beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Á kvöldin og nóttunni verða létt lög við hæfi yngri kynslóðarinnar. „Við ætlum að hafa þetta líflegt og fjölbreytt út- varp, við hæfi sem flestra. Útvarpið á að verða kjarngóð viðbót við þá miðlun sem hér er fyrir,“ segir Jó- hann Friðrik. Hann segir að Útvarp Útspil sé í upphafi tveggja mánaða tilraun en vonast sé til að reynslan verði það góð að það verði starfrækt allt árið. Töluverð kunnátta til staðar Fyrir nokkrum árum var Útvarp Bros starfrækt á svæðinu. Jóhann segir að auðveldara sé að halda úti slíkum rekstri í dag, tæknin hafi batnað og svo fylgi því ákveðin sam- legðaráhrif að vera með útgáfu á vikulegu héraðsfréttablaði. Sendir- inn er uppi á þaki hússins sem Suð- urnesjafréttir eru með starfsemi sína í og nást sendingarnar til meg- inhluta Suðurnesja, fyrir utan Grindavík þar sem fjallið Þorbjörn skyggir á bæinn. Þótt nokkur ár séu liðin frá því Útvarp Bros hætti er töluverð kunnátta á útvarpi á svæðinu og vonast Jóhann Friðrik til þess að geta nýtt hana, bæði hvað varðar rekstrarþáttinn og dagskrárgerð. Bendir hann á að Útvarp Bros hafi verið með mikla hlusun og töluvert af auglýsingum þótt ekki hafi það dugað til að reksturinn gengi. Útspil verði svæðisútvarp Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.