Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.11.2002, Qupperneq 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 41 Álafosskórinn heldur tónleika í Ými við Skóg- arhlíð kl. 20.30. Um er að ræða útgáfutónleika en kórinn gaf nýlega út geisladiskinn Ég bið að heilsa öllum sem ég unni, þar sem sungin eru lög við ljóð Halldórs Laxness. Á plötunni eru 14 lög og tónsmíðar, 13 þeirra eftir Helga R. Einarsson, stjórnanda kórsins. Undirleikarar eru dætur Helga: Hrönn á píanó og Kristjana á þver- flautu. Álafosskórinn var stofnaður 1980 af starfsfólki ullarverksmiðjunnar Álafoss í Mosfellsbæ. Kórfélagar eru nú tæplega 40 og hafa sumir sungið með allt frá stofnun kórsins. Gjábakki, Fannborg 8 Dagskrá helguð Halldóri Laxness verður í dag og hefst dagskráin kl. 10 með ferð frá Gjábakka að Gljúfrasteini. Leiðsögumaður verður afabarn skáldsins Auður Jónsdóttir. Í Gjá- bakka verður dagskrá kl. 12.15 á vegum kennara og nemenda Snæ- landsskóla: Hvað viltu vita um skáldið. Kl. 14 verður dagskrá Bók- menntaklúbbs Hana-nú. Lesið verð- ur úr verkum skáldsins undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikstjóra. Þá les Ólafur Ragnarsson rithöfundur úr nýútkominn bók sinni um skáld- ið. Kl. 20.30 flytur leikhópurinn Á senunni leikræna dagskrá undir yf- irskriftinni Ég býð þér djús mín elskulega þjóð. Flytjendur eru Jak- ob Þór Einarsson, Felix Bergsson og Davíð Þór Jónsson. Súfistinn, bókabúð Máls og menningar Lesið verður úr nýjum smá- og örsögum kl. 20. Halldóra Thoroddssen les úr bók sinni 90 sýni úr minni mínu, Þórarinn Eld- járn les úr bók sinni Eins og vax, Þorsteinn Guðmundsson les úr Hundabókinni og lesið verður úr bók Davíðs Oddssonar Stolið frá höfundi stafrófsins. Þá kynna Sig- urður Flosason og Pétur Grét- arsson efni af geisladisknum Raddir þjóðar og Jóel Pálsson kynnir geisladisk sinn Septett. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Nemendur skúlptúrdeildar opna sýningu í Gerðubergi og stendur hún til 8. desember. Sýningin er opin virka daga kl. 11– 19, um helgar kl. 13–17. Nýheimar, Höfn í Hornafirði Signý Sæmundsdóttir sópran- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika kl. 20.30. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Franz Liszt, m.a. hið kunna lag O lieb so lang du lieben kannst, fjögur ljóð eftir Hugo Wolf, frönsk ljóð eft- ir Chausson, íslensk sönglög Tryggva Baldvinssonar m.a. við ljóð Þórbergs Þórðarsonar, Davíðs Stef- ánssonar, Hannesar Stefánssonar og Þórarins Eldjárn og enskir gam- ansöngvar. Tónleikarnir eru á vegum Menning- armiðstöðvar Hornafjarðar í sam- vinnu við FÍT. Í DAG Halldór Laxness Málþing um ævi, hugmyndir og verk Bjargar C. Þorláksson, verð- ur haldið kl. 14–17 á morgun, föstu- dag, í Hátíðarsal Háskóla Íslands á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum. Málþingið byggist á nýútkominni bók um verk Bjargar í ritstjórn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, Björg. Sex fræðimenn flytja sjö stutt erindi um líf og verk Bjargar og setja í samhengi við samtíð hennar. Á síðasta ári kom út ævisaga Bjargar skrifuð af Sigríði Dúnu en í nýju bókinni fjalla sérfræðingar á ýmsum sviðum um verk Bjargar og skoða þau í samhengi við líf henn- ar, hugmyndir og það samfélag sem hún lifði í. Áheyrendum gefst kostur á að varpa fram fyr- irspurnum til fyrirlesara og taka þátt í umræðum. Á MORGUN ÞAÐ hlýtur að þykja aðkomufólki skondið, sem fer að forvitnast um ís- lenzkt tónlistarlíf, hversu mikið er gefið út af hljómdiskum og oft af tak- mörkuðu tilefni. Fáum finnst tiltöku- mál að hálfsársgamalt bílskúrsband snari út sinni fyrstu plötu, eða tog- aratrúbadúr eftir góðan róður. Að sama skapi hlýtur að vekja undrun hversu gífurlegt magn tónverka ligg- ur óútgefið í hljómandi mynd eftir fagurtónskáld þessa dvergríkis, sem skv. gamalli UNESCO-skýrslu kváðu engu að síður eiga heimsmet hvað hlutfallslegan fjölda varðar – sé rétt munað og eftir haft. Jón Ásgeirsson er þar engin und- antekning, og er þó talinn bæði með afkastameiri tónskáldum þjóðarinnar og þeim vinsælli, miðað við flutnings- tíðni. En nú fer e.t.v. loks að rofa til, því á „portrett“-tónleikum hans á Kjarvalsstöðum á þriðjudag kvisaðist að a.m.k. tveir hljómdiskar með kammertónlist Jóns væru á leiðinni, og kannski fleiri. Ná þeir þó aðeins toppnum af ísjakanum, því fyrir utan óperusmíðar og ógrynni kórverka og einsöngslaga liggur óbættur hjá garði fjöldi annarra kammer- og hljóm- sveitarverka, þar sem einleikskonsertar eru ekki sízt áberandi. Jón Ásgeirsson hefur að mestu leyti einn axlað þá að sumra haldi fyrndu ábyrgð að færa íslenzka þjóðlagið í listrænan bún- ing, m.a. þökk sé uppeld- isaðstæðum, og því kannski fengið á sig óþarflega sterkan stimpil alþýðlegs „afturhalds“, einkum meðal þeirra er mest hænast að fram- sæknustu fötum keisar- ans. Hefur þar ekki bætt úr skák landlæg skömm á fátækt og armæðu fortíðar sem ein- hverra hluta vegna hefur komið meir niður á þjóðlögunum en bókmenntun- um, þó að upplýst nútímakynslóð ætti að vita betur en undangengnar að fleiri gefast auðlindir en fallvötn, fiskimið og fornar skræður. Á hinn bóginn mátti á umræddum tónleikum einnig greina töluverða viðleitni til nýstárlegri nálgunar, ef marka má hversu oft t.d. „seríala“ eða raðtækni- lega meðferð bar á góma í tónleika- skrá, enda heyrðust í bland mun af- straktari tilþrif í tónlistinni en skyndiafgreiðendum þykir sjálfsagt henta staðlaðri ímynd tónskáldsins. Vandinn við að útfæra íslenzk þjóð- lög fyrir hljóðfæri felst einkum í „vókalli“ eigind þeirra, s.s. að þau skyldu eingöngu vera undirleikslaus sönglög. Að sögn höfundar var fjór- þættur Kvintettinn fyrir píanó og strengjakvartett frá 1975 tilraun til að hljóðfæravæða þjóð- lögin, þar sem slegið er saman þjóðlögum og frumsömdum stefjum. Þættirnir nefndust Vera mátt góður (Basse dans), Raunarolla, Krumma- vísur og Augun mín og augun þín. Tónlist- in var öflug en líka við- kvæm og „raffíneruð“, afburðavel leikin og gat á köflum minnt á t.d. blóðríkan Brahms, en stundum á allt annað og ekkert, eins og Raun- arollan sem var afar persónulegur instrúmentall tregaseiður með tví- tóna þrástef í píanói óbreytt út í gegn líkt og Líkaböng úr fjarska. Í þrí- þætta Blásarakvintettnum nr. 2 frá 1999 var þjóðlegur söngstíll mun fjær og tjáningin nær díverterandi milli- stríðsáramúsík Breta og Frakka með pínku „dada“-skotnum expressjón- isma í Fjörleik (I.) en útfærðum „lærðum“ stíl í lokaþættinum sem byggður var upp sem millitengd tokk- ata („Snertla“) og fúga („Stefja“), ágætlega leikið af Blásarakvintett Reykjavíkur (með Sigurði I. Snorra- syni á klarínett í stað Einars Jóhann- essonar), þótt næði ekki alveg sömu innblásnu lipurð og við frumflutning- inn í skýrari heyrð Gerðubergs 1999. Sama mátti segja um túlkun Strengjakvartetts nr. 3 (2002) sem undirr. heyrði frábært frumfluttan af öðru fólki á Siglufirði í sumar, að vísu í mun gjöfulli ómvist. Strengjaleiðarar Kammersveitarinnar léku samt þetta kannski þéttingsnjörvaðasta og mód- ernískasta allra strengjaverka Jóns með ágætum, sérstaklega lokaþáttinn (III.) sem náði miklu og brosmildu flugi í skreyttari fúguútfærslunni á Nú er hann kominn á nýja bæinn. Strengjaseptettinn Sjöstrengjaljóð fyrir 3 fiðlur, 2 víólur, selló og kontra- bassa (1967) markaði e.t.v. bezta túlk- unarframlag tónleikanna að öðrum ólöstuðum, og var það að verðleikum enda án efa eftirminnilegasta verk kvöldsins. Á köflum ofurlítið Britten- skotin en engu að síður frumleg og innblásin fantasía sem skiptist milli líðandi legatókafla í kryddfágaðri hljómfærslu og hrífandi hryndönsum á dunandi „martellato“. Frábært verk sem ætti að vera komið á disk fyrir löngu. Að lokum var Oktett fyrir hina litríku áhöfn pikkólós, flautu, óbós, ensks horns, fagotts, kontrafagotts, klarínetts og bassaklarínetts, samið 1977. Oktettinn var fremur stuttur og hefði að óskju mátt bæta við, enda víða bráðskemmtilegur í nöskum flutningi hinna átta tréblásara Kammersveitarinnar, enda þótt hendinga- og lotuskipting höfundar virtist stundum fullreglubundin og samhverf. Að axla þjóðlega ábyrgð TÓNLIST Kjarvalsstaðir Jón Ásgeirsson: Píanókvintett (1975), Blásararakvintett nr. 2, Strengjakvartett nr. 3, Sjöstrengjaljóð og Oktett fyrir blás- ara. Kammersveit Reykjvíkur. Þriðjudag- inn 26. nóvember kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Ríkarður Ö. Pálsson FRANSKI píanóleikarinn og stjórnandinn Philippe Entremont leikur einleik og stjórnar Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikun- um í kvöld kl. 19.30 í Háskólabíói. Tónleikarnir eru í Gulu röðinni og á efnisskrá er að finna píanókons- ert sem hann stjórnar frá píanó- inu. Entremont hefur aflað sér mik- illa vinsælda á tónleikaferðum sín- um um víða veröld í ríflega hálfa öld. Á tónleikunum í kvöld eru tvö verk eftir Ludwig van Beethoven: Forleikur að Prómóþeifi, op. 43 og Píanókonsert nr. 4. Á síðari hluta tónleikanna verður flutt hljóm- sveitarsvítan Der bürger als Edel- mann eftir Richard Strauss. Þetta er í annað sinn sem Phil- ippe Entremont stjórnar og leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands en í fyrrahaust lék hann á Mozart- tónleikum, en honum er talið tak- ast sérstaklega vel til í píanó- og hljómsveitartónlist Mozarts, Beet- hovens, Haydn og Brahms. Philippe Entremont fæddist í Reims í Frakklandi árið 1934. Faðir hans var óperustjórnandi og móðir hans píanisti. Hann var ein- ungis 12 ára gamall þegar honum var veitt innganga í Parísar- konservatóríuna. Árið 1953 hlaut Entremont fyrstu verðlaun í virtri píanókeppni sem kennari hans, Marguerite Long, og Jacques Thibaud stóðu fyrir. Frá átt- unda áratugnum hef- ur Entremont starfað sem hljómsveitar- stjóri, samhliða píanó- leiknum. Hann var að- alstjórnandi Kamm- ersveitar Vínarborgar um fimmtán ára skeið og er enn álitinn andlegur leiðtogi þeirrar sveitar. Horfið til liðins tíma Forleikur að Prómóþeifi, op. 43 samdi Beethoven á síðari hluti árs- ins 1800. Tónlistin samanstendur af forleik, inngangi og sextán at- riðum. Í lokaatriðinu nýtir Beet- hoven tvö stef úr öðru verki sínu, Tólf kontradönsum fyrir hljóm- sveit. Píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 5 hefst á hægum inn- gangi einleikshljóð- færisins. Annar þátt- ur er fremur eins og millispil eða brú, en sjálfstæður þáttur. Hljómsveit og einleik- ari skiptast á athuga- semdum, hljómsveitin með alvöruþunga, pí- anóið í kyrrð og ang- urværð. Rondó loka- þáttar tekur svo við leikandi nótum. Richard Strauss er þekktastur fyrir óper- ur sínar, tónaljóð og sönglög, en hann samdi einnig kórverk, kons- erta og leikhúsmúsík. Strauss til- heyrir síðrómantíska tímanum, með verkum sem eru alla jafna stór í sniðum og ríkuleg að um- fangi, tónhugmyndir spunnar áfram í löngum bogum oft með lit- ríkum umbúnaði. Í verkinu sem í kvöld verður flutt er hins vegar horfið aftur til liðins tíma, til 17. aldar. Píanókonsert og hljómsveit- arsvíta á sviði Háskólabíós Philippe Entremont TÓNLEIKAR Kvennakórs Reykja- víkur verða þrennir í vikunni; í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og á laugardag kl. 14 og kl. 17. Ein- söngvari með kórnum er Páll Rós- inkranz, píanóleikari Óskar Ein- arsson og slagverksleikari Ásgeir Óskarsson. Að þessu sinni syngur kórinn negrasálma, gospelsöngva og jólalög. Stjórnandi kórsins er sem áður Sigrún Þorgeirsdóttir. Kórinn tók þátt í kórakeppni í Tékklandi í sumar og hlaut þar tvenn silfurverðlaun. Í byrjun næsta árs mun kórinn hefja 10. starfsár sitt og verður þess minnst með ýmsum uppákomum sem standa allt næsta ár. Páll Rósinkranz syngur með Kvennakór Reykjavíkur. Kvennakór Reykjavíkur syngur jólalög Ísland í aldanna rás 1976–2000 er þriðja og síðasta bindi í bókaflokkn- um um sögu Ís- lendinga á 20. öld. Aðalhöfundur er Illugi Jökulsson. Í bókinni er greint frá stór- viðburðum og merkistíðindum, veð- urfari, náttúruhamförum, skipssköð- um og sakamálum. Stjórnmálum og þjóðfélagsátökum eru gerð skil, sagt frá menningu og listum, lífsbaráttu al- þýðufólks, sérkennilegum skoðunum og deilum. Í upphafi hvers árs er at- burðaannáll auk veðurlýsingar ársins. Einnig er gerð grein fyrir helstu fréttum frá útlöndum. Illugi segir m.a. í formála: „Í öllum bókunum eru fléttaðar saman tvær aðferðir við sagnaritun. Annars vegar er frásögninni skipt upp eftir árum og helstu viðburðir hvers árs raktir á sín- um stað, rétt eins og í hefðbundnum annál. Í þeim tilfellum þar sem það á við eru frásagnir þó ekki endilega njörvaðar að fullu niður við eitt ein- stakt ár, heldur er litið bæði til baka og fram á við, eftir því sem henta þykir. Þótt meginmarkmið þessa þáttar bók- arinnar sé að rekja atburði á sem skil- merkilegastan og nákvæmastan hátt þá höfum við stundum leyft okkur að orða hlutina á nokkuð frjálslegri og af- dráttarlausari hátt en oft tíðkast í ann- álum.“ Aðalritstjóri bókarinnar var Sigríður Harðardóttir. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er í stóru broti, yfir 500 bls. og vel á ann- að þúsund ljósmynda og skýring- arkorta. Verð til áramóta: 9.980 kr. Annálar LEIKRIT Eve Ensler, Píkusögur, kemur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu á nýjan leik í kvöld, þriðja leikárið í röð. Sýningar eru komnar á annað hundrað. Farið hefur verið í leikferð- ir með verkið til allra landshluta, síð- ast til Ísafjarðar þar sem sýnt var í Edinborgarhúsinu. Leikkonurnar þrjár sem segja Píkusögur eru Hall- dóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri er Sigrún Edda Björns- dóttir. Píkusögur á nýjan leik ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.