Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 44

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hæðargarður - 60 ára og eldri Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja her- bergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Rúmgott svefnherbergi, stórt baðherbergi. Eldhús, opið í stofu. Stofa með yfirbyggðum svölum, frábært útsýni til suðurs og vesturs. Mikil sameign, innangengt í þjónustumið- stöð. V. 13,2 m. „HANN er alveg að drepast úr þorsta!“ Þannig er yfirskriftin á jóla- söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar á aðventunni, og mörgum bregður í brún. Hún vísar til þess að megin- áherslan er að þessu sinni lögð á hjálparstarf vegna vatnsöflunar í Afríku. Við tökum svona til orða í ís- lenskum hálfkæringi og getum líka verið að drepast úr hlátri eða leið- indum. En þorstinn í Afríku er víða dauðans alvara. Afríka er álfa þurrka og þorsta á stórum pörtum. Þorstinn gerir fólk lémagna og vatnsskortur veldur bú- sifjum og áþján, einkum meðal kvenna og barna. Óhreint og sýkt drykkjarvatn er orsök bakteríusjúk- dóma sem stráfella fólk og valda við- varandi pestum. Vatnsbrunnar í Mósambík Íslendingar hafa á liðnum árum stuðlað að gerð vatnsbrunna í Tete- héraði í norðvesturhluta Mósambík með framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Það lætur nærri að með því hafi brýnasti vatnsöflunar- og hreinlætisvandi 200 þúsund manna verið leystur til frambúðar. Heilsu- far á þessum slóðum hefur snögg- batnað. Hjálparstarfið hefur unnið að þessu verkefni í félagi við Hjálp- arstarf Lútherska heimssambands- ins, en á vegum þess eru ríflega 5.000 hjálparstarfsmenn að störfum í yfir 30 löndum. Þá hefur Hjálparstarf kirkjunnar einnig gert samning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um vatnsverkefni í Mósambík. Brunngerðin í Mósambík er í sam- ræmi við þá stefnu að veita hjálp til sjálfshjálpar og leggja sérstaka rækt við hjálparstarf í þágu kvenna og barna. Á aðventunni mættum við, þegar við setjum í þvottavélina eða látum hreina vatnið renna ómælt úr kalda krananum, setja okkur í spor hinna þyrstu í Afríku. Kvenna sem neyðast til þess að verja drjúgum tíma á degi hverjum í að bera 20 lítra vatnsker um langan veg til heimila sinna. Eða barna sem tekin eru úr skóla eða leik til þess að aðstoða við vatnsburð eða sinna systkinum sín- um og ættingjum sem liggja fársjúk heima í pestum. Sameiginleg ákvarðanataka Brunngerðin er ekki síður lýðræð- isverkefni en vatnsöflun. Starfs- menn Lútherska heimssambandsins heimsækja þorpin og ekki er ráðist í brunngerð nema að þorpsbúar sjálf- ir seti hana í forgang og verkefnið skarist ekki við áform opinberra að- ila í landinu. Síðan er stuðlað að kjöri vatnsnefndar sem aflar þekkingar og mannskapar til verksins sem að öllu leyti er unnið af fólkinu sjálfu. Enda er það nánast óþekkt að brunnar eða dælur falli í vanhirðu eða verði óvirk. Borun eftir hreinu grunnvatni gerbreytir lífsafkomu fólks í sveitum Mósambík. Hver brunnur kostar 90 þúsund krónur og sér þúsund manna þorpi fyrir vatni í marga áratugi. Tvö þúsund og fimm hundruð króna framlag til Hjálparstarfs kirkjunnar leysir því vanda um það bil fimm fjöl- skyldna. Í vatnsverkefninu erum við í beinu sambandi við fólkið sem fær aðstoð til þess að bjarga sér sjálft, og göngum sjálf úr skugga um að hjálparstarfið sé ekki unnið fyrir gýg. Alþjóðaár ferskvatnsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í árslok 2000 að næsta ár, árið 2003, skyldi verða Al- þjóðaár ferskvatnsins. Um 1,1 millj- arður manna hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni, og 2,4 millj- arðar manna hafa ekki aðgang að hreinlætisaðstöðu. Í þúsaldarmark- miðum Sameinuðu þjóðanna er fyr- irheit um að helminga þennan vanda fyrir árið 2015. Ekki er tóm til þess að rekja það hér en þó er ekki ofsagt að um er að ræða risaverkefni sem er torsótt í framkvæmd af mörgum ástæðum. Ferskvatn er takmörkuð auðlind á jörðinni og aðgengi að því er misskipt. Margir spá því að það verði eftirsóttara en olía og um nýt- ingu þess og skiptingu muni rísa milliríkjadeilur. Fáum ætti að standa það nær en Íslendingum, sem seint munu „drep- ast“ úr þorsta, að stuðla að friðvæn- legri heimi og bættri lífsafkomu fjöl- skyldna með framlagi til vatnsöflunar í Afríku fyrir jólin. Minnumst þess að aðventa jóla er að þessu sinni einnig aðventa Alþjóða- árs ferskvatnsins! Afríku þyrstir Eftir Einar Karl Haraldsson „Setjum okkur í spor hinna þyrstu í Afríku á að- ventunni!“ Höfundur er stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Á NÝAFSTAÐINNI ráðstefnu SÁÁ í tilefni 25 ára afmælis sam- takanna fóru fram pallborðsum- ræður um stefnumótun í áfengis- og vímuefnamálum hér á landi. Umræðan snerist um marga þætti þar á meðal forvarnir, meðferðar- úrræði, kostnað við meðferð og hagnað af því að meðhöndla vímu- efnaneytendur, lögleiðingu eða ekki lögleiðingu ólöglegra vímuefna, út- sölustaði á áfengi og aðgengi að áfengi. Öllum bar saman um að af- mælisbarnið hafi lyft Grettistaki í íslensku þjóðfélagi með stofnun samtakanna og að starfsemin sé ekki síður mikilvæg nú 25 árum síð- ar. Á þessum tímamótum talaði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, við setningu ráðstefnunnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, ávarpaði afmælisfund samtakanna. Í máli þeirra, eins og margra annarra sem tóku þátt í pallborðsumræðunum, kom fram mikilvægi þess að hlúa vel að börn- um og ungmennum þessa lands til þess að koma í veg fyrir að þau hæfu neyslu vímugjafa og ánetjuð- ust þeim. Það er jákvætt að ráðamenn beini umræðunni að þessum þætti málsins. Velferð barna og ung- menna er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra, en það eru fleiri mikilvæg- ir aðilar og þættir sem koma að fé- lagsmótun einstaklingsins, s.s. leik- skólar, skólar, kirkja, fjölmiðlar, fjárhagur, vinir, kunningjar, íþrótta og tómstundafélög. Það ferli sem á sér stað á milli einstaklings og fé- lagsmótunaraðila mótar einstak- linginn og hefur áhrif á hvers konar ákvarðanir hann tekur, viðhorf, hegðun og lífsstíl. Ég tel að ríki og sveitarfélög eigi að einbeita sér að því að gera fjölskyldum og öðrum félagsmótunaraðilum kleift að sinna þörfum barna og ungmenna. Það er gert með því að forgangsraða þann- ig að fjármagni sé veitt til þessara aðila. Það er á ábyrgð stjórnvalda að marka fjölskyldustefnu sem tek- ur mið af tekjum og menntunar- möguleikum, húsnæðismálum, vinnutíma og möguleika til að sam- ræma atvinnu og fjölskyldulíf. Fjölskyldustefna stjórnvalda þarf að vera skýr og taka mið af öll- um ofantöldum þáttum ef börn þessa lands eiga að búa við jafn- vægi og jöfnuð. Jafnvægi og öryggi er veigamikill þáttur í velferð barna. Öll röskun og frávik í lífi barns er alltaf viss áhættuþáttur. Einnig hafa sálfræðilegar rann- sóknir staðfest að börn sem ekki fá tækifæri til að kynnast mörgum þáttum í umhverfi sínu og öðlast fjölbreytilega reynslu þroska hæg- ar með sér getuna til að takast á við umhverfið. Þátttaka í tómstundum og íþróttum gegnir mikilvægu hlut- verki í félagsþroska og félagslegum tengslum barna. Skólinn eða skóla- yfirvöld þurfa að bjóða upp á margs konar afþreyingu eftir að skóladegi lýkur án stóraukinna fjárútláta for- eldranna, það kemur í veg fyrir mismunun. Þannig að börn þeirra sem minni tekjur hafa fái sömu tækifæri til að þroskast og hin sem eiga efnaðri foreldra. Það vill nefni- lega þannig til að í þessu landi er mikill munur á tekjum þeirra lægst launuðu og þeirra hæst launuðu, svo ég tali ekki um muninn á tekjum heimila þar sem annars vegar er ein fyrirvinna þ.e. einstætt foreldri og hins vegar þar sem eru tveir foreldrar með tekjur. Skólinn verður einnig að vera í stakk búinn til að takast á við vanda þeirra barna sem einhverra hluta vegna tekst ekki að ganga hinn gullna meðalveg og þarf það ekki að fara eftir fjárhag foreldranna. Margt getur farið úrskeiðis í lífi fólks óháð stétt og stöðu, t.d. fer sjúkdómurinn alkóhólismi ekki í slíkt manngreinarálit, sömuleiðis margir aðrir sjúkdómar. Erfiðleik- ar á heimilum hverjir sem þeir eru koma niður á börnunum og kemur það gjarnan fram í skólanum. Skól- inn, heilbrigðis- og félagskerfið verða að vera þess megnug að taka á þeim vanda sem upp kemur hverju sinni. Þrátt fyrir góðan að- búnað og góð uppeldisskilyrði barna og ungmenna getum við aldr- ei komið í veg fyrir að einhver ung- menni byrji að neyta vímugjafa og að þau ánetist þeim. Það er í mörg horn að líta ef við ætlum að halda uppi velferðarþjóðfélagi sem stend- ur undir nafni. Það verða alltaf ein- hver vandamál að glíma við hversu vel sem við leggjum okkur fram, hvort sem það er í foreldra- hlutverkinu eða með starfsemi kerfanna okkar. Áfengis- og vímu- efnavandi mun ekki hverfa og stjónvöldum ber að standa vörð um þau meðferðarúrræði sem hafa ver- ið byggð af miklum ágætum. Einn- ig er gífurlega mikilvægt að með- ferðaraðilar, fjölskyldur, skólar, barnavernd og félagsþjónustan vinni saman og samræmi störf sín. Sérstaklega að meðferð lokinni. Eftirfylgnin er grundvöllur þess að meðferð skili árangri, sér í lagi þeg- ar um er að ræða ungt og ómótað fólk. Stefnumótun í áfengis- og vímuefnamálum Eftir Erlu Björgu Sigurðardóttur Höfundur er félagsráðgjafi og situr í stjórn vinstri grænna í Reykjavík. „Ríki og sveitarfélög eiga að ein- beita sér að því að gera fjölskyldum og öðrum félagsmótunaraðilum kleift að sinna þörfum barna og ungmenna.“ Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur 21. nóvember sl. var einróma samþykkt að vísa svohljóðandi tillögu minni til meðhöndlunar við fjárhags- áætlun borgarinnar: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að fallið verði frá fyrirhuguð- um niðurskurði á félagsstarfi aldr- aðra. Borgarstjórn leggur jafnframt áherslu á öflugan stuðning við fé- lagsstarf aldraðra og öryrkja til að koma í veg fyrir einangrun þessara hópa.“ Með jákvæðri afgreiðslu tillögu minnar hefur meirihluti R-listans í borgarstjórn tekið fyrsta skrefið til að hverfa frá fyrirætlunum um að leggja niður skipulagt félagsstarf í 5 af 14 þjónustumiðstöðvum aldraðra í borginni. Sem kunnugt er hafa þessi niðurskurðaráform mælst afar illa fyrir og verið gagnrýnd harkalega af eldri borgurum. Það er því bæði skynsamlegt og rökrétt hjá fulltrúum R-listans að sjá að sér í þessu máli og snúa frá villu síns vegar. Þetta mál kom til umræðu í borg- arráði 19. nóvember sl., þar sem bent var á, að í drögum að starfs- og fjár- hagsáætlun Félagsþjónustunnar fyr- ir árið 2003 væri gert ráð fyrir nið- urskurði á félagsstarfi aldraðra í eftirtöldum þjónustumiðstöðvum: Dalbraut18–20 og 21–27, Furugerði 1, Lönguhlíð 3 og Sléttuvegi 11. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mótmæltu þessum vinnu- brögðum og sama gerði undirritaður, borgarráðsfulltrúi F-listans, með svohljóðandi bókun: „Niðurskurður á félagsstarfi aldr- aðra er í beinni andstöðu við stefnu- skrá F-listans, sem vill auka stuðning við félagsstarf aldraðra og öryrkja. Ég mótmæli því þessum niður- skurði.“ Í frétt af þessu máli í miðopnu Morgunblaðsins 21. nóvember sl. undir fyrirsögninni „R-listi að vega að félagsstarfi aldraðra“ er greint frá því í undirfyrirsögn, að „sjálfstæðis- menn gagnrýna að félagsstarf sé lagt niður á 5 stöðum“. Síðan fylgir ítar- legt viðtal við Björn Bjarnason, odd- vita borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins, og Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa R-listans og formann félagsmálaráðs. Hvorki er rætt við undirritaðan, borgarráðsfulltrúa F- listans, né Margréti Sverrisdóttur, fulltrúa F-listans í félagsmálaráði. Hins vegar er rætt við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem á enga beina aðkomu að þessu máli í áður- nefndri frétt Morgunblaðsins. Verð- ur að telja það nokkuð sérkennileg vinnubrögð og getur varla skýrst af öðru en því, að þingmaðurinn, Katrín Fjeldsted, stendur þegar þetta er skrifað í harðri baráttu vegna próf- kjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Framboð Frjálslyndra og óháðra fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor lagði mikla áherslu á velferðar- mál og ekki síst málefni aldraðra og öryrkja, eins og kemur fram á heima- síðu framboðsins, xf.is. Framboðið hlaut umtalsverðan stuðning úr röð- um aldraðra og öryrkja og vill standa undir því trausti, m.a. með tillögu- flutningi og málafylgju í borgarstjórn Reykjavíkur og þeim nefndum sem framboðið fær áheyrnarfulltrúa í. En það gagnar lítið ef fjölmiðlar mis- muna borgarstjórnarflokkunum þremur með þeim hætti, að F-listinn kemst sjaldan að í umræðunni. Það er lýðræðisleg skylda fjölmiðla að greina frá tillöguflutningi og mála- tilbúningi allra borgarstjórnarflokk- anna þriggja, en ekki einungis „stóru“ framboðanna tveggja. Þeirr- ar tilhneigingar gætir þó mjög hjá flestum ef ekki öllum fjölmiðlum. Skylt er að geta þess að Morgunblað- ið, einn allra fjölmiðla, sagði frá bók- un F-listans í borgarráði 19. nóvem- ber sl., þar sem niðurskurði á félagsþjónustu aldraðra var mót- mælt. Sem starfandi heimilislæknir í Reykjavík sl. 16 ár og kjörinn fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur sl. 12 ár þekki ég vel aðstæður fólksins í borg- inni, ekki síst aldraðra og öryrkja. Seta mín í stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík, í svæðisráði Reykjavíkur um málefni fatlaðra og í félagsmála- ráði Reykjavíkur á liðnu kjörtímabili hefur aukið skilning minn á því, að það þarf að bæta aðstæður margra úr þessum hópi. Síst af öllu má einangra aldraða og öryrkja, heldur ber að virkja þá til aukinnar þátttöku í þjóð- lífinu. Fráhvarf frá þeirri stefnu leið- ir til lakara heilsufars þessa fólks og felur fráleitt í sér nokkurn sparnað. F-listinn vill efla félagsstarf aldraðra Eftir Ólaf F. Magnússon. „Niðurskurð- ur á fé- lagsstarfi aldraðra er í beinni and- stöðu við stefnuskrá F- listans.“ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.