Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝVERIÐ birtist í Morgun- blaðinu frétt þess efnis að Háskóli Íslands teldi að rétt væri að gera greinarmun á þeim háskólum sem teldust rannsóknarháskólar og hin- um sem væru kennslustofnanir (fagháskólar). Viðbrögð rektora ann- arra háskóla á Íslandi við þessari frétt eins og þau birtust í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 14. nóvember voru með ýmsu móti. Með frum- kvæði sínu um þetta mál hefur Há- skóla Íslands komið af stað umræðu sem er fyrir löngu orðin tímabær. Fyrirsögn nefndrar greinar í Morgunblaðinu frá 14. nóvember sem byggist á stuttum viðtölum við rektora fimm háskóla er ekki á neinn hátt í takt við það sem eftir þessu ágæta fólki er haft. Hún er neikvæð og til þess fallin að gefa lesendum þá hugmynd að háskólar á Íslandi séu komnir í hár saman. Ég er ósáttur við þessa fyrirsögn, sérstaklega í ljósi þess að margir lesendur láta sér nægja að lesa fyrirsagnir nema eitt- hvað höfði sérstaklega til þeirra. Ég vona að þeir sem að þessu máli koma líti fram hjá fyrirsögninni og hlíti helstu skyldu hvers háskólamanns – að byggja niðurstöðu á upplýsingum og rökrænni umfjöllun. Sagt er að það taki þrjár kynslóðir að búa til enskan sjentilmann. Og einhver bætti við fyrir löngu síðan: Ef til vill tekur það líka þrjár kyn- slóðir að búa til íslenskan vísinda- mann. Það er hverju orði sannara að það tekur langan tíma að móta rann- sóknarhefð, hefð sem í umræddu til- felli tekur mið af sérstöðu íslenskrar menningar, atvinnuvega og náttúru og hinu alþjóðlega samfélagi rann- sóknarmanna. Þetta sannar saga Háskóla Íslands. Sá skóli var fyrst embættismannaskóli, svo kennslu- stofnun og nú rannsóknarstofnun, a.m.k á sumum sviðum. En er nokk- ur þörf á að endurtaka þessa sögu þegar nýir háskólar eru stofnaðir? Hvernig á að standa að verki þegar nýr háskóli er stofnaður? Á hann að verða rannsóknarháskóli eða kennslustofnun? Ég er sammála því sem kemur fram hjá Ólafi Proppe, rektor Kennaraháskóla Íslands, í fyrrnefndri frétt í Morgunblaðinu hinn 14. nóvember að skilgreina þurfi betur háskólastigið og háskóla- hugtakið og koma á fót viðmiðun um hvaða kröfur séu gerðar til háskóla og þeirra sem þar starfa. Sem prófessor er ég fyrir löngu orðinn leiður á þeirri spurningu á hverju vori, hvort kennslunni sé ekki lokið og ég kominn í frí. Ég hef aldrei séð starf mitt með þeim augum að það feli öðru fremur í sér kennslu. Þó er reynsla mín sú að þorri almenn- ings og mikill hluti ráðamanna lítur á háskóla sem kennslustofnanir en ekki sem rannsóknarstofnanir. Rannsóknir við Háskóla Íslands eru í raun lítils metnar af peningavald- inu. Þetta vald lítur á Háskóla Ís- lands sem kennslustofnun. Það kem- ur best fram í þeim forsendum sem fjárveitingar skólans byggjast á. Þessar forsendur endurspegla líka viðhorf sumra innan Háskóla Íslands en ekki allra. Undanfarna áratugi hefur í hinum vestræna heimi orðið gífurleg hlut- fallsleg fjölgun úr hverjum árgangi sem sækir nám á háskólastigi. Heyrt hef ég að Bandaríkjamenn kalli þetta fyrirbæri „massification“. Fjölgunin hefur leitt til breytinga á hlutverki háskóla, eða öllu heldur auknu hlutverki. Fjölgunin er ekki jöfn eftir fræðasviðum eða kyni. Þessi fjölgun segir ekkert um hverj- ar áherslur skulu vera í framhalds- námi og rannsóknum við háskóla. Á Íslandi verður að taka efnislega og rökræna afstöðu til umfangs rann- sókna á hverju fræðasviði með hlið- sjón af íslenskri menningu, náttúru landsins og auðlindum, atvinnuveg- um og hinu alþjóðlega samfélagi rannsóknarmanna. Sama gildir um framhaldsnám. Sumir virðast miða við það sem sjálfsagðan hlut að áhersla í rann- sóknum skuli ráðast af fjölda nem- enda í grunnnámi á hverju fræða- sviði. Þetta kemur t.d. fram í því að allir háskólakennarar skuli steyptir í sama mótið, viss hluti vinnu þeirra fari í kennslu, viss hluti í rannsóknir og viss hluti í stjórnun. Þetta er órökrétt. Eðlilegt væri t.d. að láta samsetningu vinnuskyldu taka mið af aldri. Þeir sem eldri eru skulu hafa meira skyldu við stjórnun og út- vegun fjár til rannsóknarverkefna en þeir sem yngri eru. Fyrirbærið „massification“ leiðir óhjákvæmilega til þess að sumir skólar á háskólastigi fái það hlutverk að vera kennslustofnanir en aðrir að vera rannsóknarstofnanir, a.m.k. að hluta. Nauðsynlegt er að skilgreina hvaða skilyrði háskóli eða hluti há- skóla þurfi að uppfylla til að teljast rannsóknarháskóli. Það er ekki sjálf- gefið að tiltekinn háskóli teljist upp- fylla skilyrði rannsóknarháskóla á öllum sviðum þótt hann geri það á sumum. Eins þarf að skilgreina til hvers er ætlast af þeim sem hafa það hlutverk að stunda rannsóknir og hvaða árangri þeir þurfa að hafa náð til þess að teljast hæfir til að vinna rannsóknarstörf. Eru háskólar kennslustofnanir eða rannsóknastofnanir? Eftir Stefán Arnórsson Höfundur er prófessor í jarð- efnafræði við Háskóla Íslands. „,Hin mikla fjölgun þeirra sem sækja nám á háskólastigi leiðir til þess að sumir skólar á háskólastigi fái það hlutverk að vera kennslustofnanir en aðrir að vera rannsókn- arstofnanir.“ Á SAMA tíma og niðurstöður skýrslna sýna að fólk hefur ekki efni á að senda börnin sín til tann- læknis, almenningur kvartar und- an lágum launum, þá kaupum við sígarettur í miklu magni. Árið 2001 voru seldar sígarettur fyrir 5,5 milljarða króna og í ljósi þess að 25% fullorðina reykja skiptist þessi upphæð ekki á svo ýkja marga. Það er ástæða til að undr- ast það að við skulum eyða 15 milljónum á dag til þess eins að stytta líf okkar og styrkja tóbaks- framleiðendur. Þeir sem reykja pakka á dag greiða fyrir það rúm- lega 160.000 krónur á ári en þurfa að afla kr. 230.000 (fyrir skatta). Fyrir utan þá 5,5 milljarða sem þjóðin eyðir í sígarettukaup á ári ber hún ómældan kostnað og skaða af reykingum, vegna verra heilsufars, ótímabærs dauða og annarra voveiflegra afleiðinga. Sannað þykir að byrji ungt fólk að reykja sé það margfalt líklegra til að verða eiturlyfjum að bráð síðar en ef það léti tóbakið vera. Í ljósi þessara staðreynda ætti að vera öllum augljóst að skynsamlegast er að byrja ekki að reykja! Hvatningarátak – hættum að reykja! Innan skamms verður hleypt af stokkum sérstöku hvatningarátaki gegn reykingum. Átakið er samstarfsverkefni Jó- hanns G. Jóhannssonar, tónlistar- og myndlistarmanns, og Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) en á meðal stuðningsaðila eru; Tóbaks- varnanefnd, Reykjavíkurborg, Reykjanesbær, Vestmannaeyjar, Plús Apótek, Hjartavernd, Spari- sjóðurinn í Keflavík o.fl. Jóhann samdi á sínum tíma nokkur anti- reykingalög sem nutu mikilla vin- sælda; m.a. lögin Tóm tjara með barnastjörnunni Ruth Reginalds árið1977, og lagið Svæla, svæla, reykjarsvæla sem söngkonurnar Eva, Erna, Eva fluttu á plötunni Burt með reykinn sem var gefin út af Samstarfsnefnd um reykinga- varnir í tengslum við reyklausan dag 23. janúar 1979. Við upphaf átaksins kemur út geislaplata með nefndum lögum í nýjum búningi ásamt laginu Furðuverk en ungar og upprennandi söngstjörnur skipta flutningnum á milli sín í laginu sem var áður vinsælt með Ruth. Pétur Hjaltested sér um vinnslu tónlistarinnar og fær rjóma tónlistarfólks til liðs við sig. Á geislaplötunni verður jafnframt instrumental útgáfa af lögunum, einnig undirleikur án söngs ætl- aður þeim sem vilja syngja lögin við undirleik. Markmið átaksins Markmiðið með hvatningarátak- inu HÆTTUM AÐ REYKJA! er að sameina sem flesta til þátttöku og hvetja um leið þá sem þegar reykja með jákvæðum hætti til að leggja þann ósið niður. Setja sér markmið í staðinn um að láta drauma rætast, t.d. sameiginlegan draum fjölskyldunnar um gott sumarfrí og leggja í þeim tilgangi fyrir til ávöxtunar mánaðarlega sömu upphæð og áður fór í sígar- ettukaup. Dæmi: Pakki á dag gerir ríflega 13.000 kr. á mánuði og 160.000 kr. á ári. Tveir pakkar á dag yfir 26.000 á mánuði og 320.000 á ári. Fjölskylda gæti farið í gott sum- arfrí fyrir þá upphæð. Þeir sem ekki reykja gætu lagt fyrir með svipuðum hætti. Bæjarfélög og bankastofnanir Hvatningarátakið HÆTTUM AÐ REYKJA! hefur verið kynnt forsvarsmönnum bankastofnana og sparisjóða í von um stuðning og þátttöku sem stuðlað gæti að því að gera sparnað í stað reykinga að spennandi kosti í huga almennings til söfnunar sparifjár. Þá hefur átakið verið kynnt fyrir öllum bæj- ar- og sveitarfélögum á landinu, og eru mörg þeirra með málið í at- hugun en nokkur hafa þegar gerst aðilar að því. Reykjanesbær efnir til átaks í eigin nafni; hvatningará- taks Reykjanesbæjar – HÆTTUM AÐ REYKJA! og hefur fjöldi fyr- irtækja og stofnana í bæjarfélag- inu lýst yfir stuðningi við fram- takið. Reyklaus dagur Fyrir bæjar- og sveitarfélög er þátttaka í átakinu HÆTTUM AÐ REYKJA! leið til að koma að góðu málefni og styrkja skóla eða ung- mennafélög á sínu svæði, t.d. með því að gefa skólum eða íþrótta- og ungmennafélögum ákveðið magn af geisladiskinum HÆTTUM AÐ REYKJA! til endursölu en þannig rennur ágóðinn af sölunni til ungs fólks sem er að vinna að sameig- inlegum markmiðum. Eftir áramót verður unnið að ýmsum skemmti- legum verkefnum í tengslum við átakið, m.a. efnt til verðlaunaget- raunar og unnið að dagskrá fyrir næsta reyklausa dag sem ætlunin er að gera að sérstaklega skemmtilegum degi. Með þökk fyrir birtinguna. Íslendingar eyða 5,5 milljörð- um króna í sígarettukaup á ári! Eftir Jóhann G. Jóhannsson og Pál Guðmundsson „Sannað þykir að byrji ungt fólk að reykja sé það margfalt líklegra til að verða eiturlyfjum að bráð síðar en ef það léti tóbakið vera.“ Jóhann er tónlistar- og myndlistarmaður og Páll er kynningarfulltrúi UMFÍ. Páll Guðmundsson Jóhann G. Jóhannsson Í HEILBRIGÐISÁÆTLUN til ársins 2010, sem samþykkt var á Al- þingi 20. maí 2001, koma fram áætl- anir um hvernig stjórnvöld vilja sjá heilsufar landsmanna í framtíðinni. Þar er meðal annars rætt um tóbaks- neyslu, fyrirbyggingu alvarlegra sjúkdóma og að allur þorri fólks sé líkamlega virkur í frítíma sínum, iðki viðeigandi líkamsþjálfun sem sam- svarar 30 mínútna langri göngu a.m.k. fimm sinnum í viku (http:// www.althingi.is/altext/126/ s/1469.html). Stefna Reykjalundar er, að hvetja alla sem innritast til endurhæfingar til að huga að lífsstíl sínum með það fyrir augum að fyrirbyggja sjúk- dóma. Þó við séum sérfræðingar í að hjálpa fólki að takast á við lífið eftir ýmiss konar áföll og sjúkdóma, má ekki líta framhjá því að ,,betra er heilt en vel gróið“. Hér á eftir mun- um við lýsa því á hvern hátt Reykja- lundur hefur leitast við að koma til móts við ofangreind atriði sem koma fram í heilbrigðisáætlun til 2010. Endurhæfing hjartasjúklinga hófst á Reykjalundi fyrir 20 árum og hefur allan tímann verið reyklaus. Þar hafa innritast tæplega 4.000 sjúklingar. Lungnadeildin fetaði í fótspor hjartadeildar, þar hefur nú verið rekið öflugt reykingavarn- anámskeið í um 10 ár. Fjöldi sjúk- linga sem hefur innritast í lungna- endurhæfingu frá 1992 er um 1830. Árin 1995–6 var árangur reykinga- varna á lungnadeildinni sá, að af um 60 sjúklingum sem fóru í gegnum reykingavarnanámskeiðið voru um 90% reyklausir við útskrift og 59% enn reyklausir að ári liðnu. (Guð- björg Pétursdóttir og Ingibjörg Margrét Baldursdóttir 1995). Sam- kvæmt niðurstöðu samanburðar- rannsóknar sem er í gangi, kemur í ljós að fjöldi sjúklinga sem fór í gegnum námskeiðið er svipaður, um 90% þeirra eru reyklausir við út- skrift, en um 50% reyklausir eftir eitt ár (Jónína Sigurgeirsdóttir 2002). Á Reykjalundi fer fram endurhæf- ing á 9 sviðum. Af þeim eru hjarta- svið, lungnasvið og næringarsvið reyklaus og allir starfsmenn Reykja- lundar skrifa undir það í ráðningar- samningi að þeir reyki ekki í vinnu- tíma sínum á Reykjalundi. Sú regla er mjög í heiðri höfð. Reyklaust end- urhæfingarsvið þýðir það að reykj- andi sjúklingum stendur sú endur- hæfing ekki til boða nema þeir leggi frá sér tóbakið. Sárafáir einstakling- ar setja það fyrir sig, líta jafnvel á það sem kærkomið tækifæri til að hætta tóbaksnotkun, enda hafa kannanir sýnt að allt að 70% reyk- ingamanna hafa hugsað sér að hætta reykingum. (Sjá könnun Gallup fyrir SHL gegn tóbaki 2000). Fyrir um það bil tveimur árum kom saman hópur áhugafólks um tóbaksvarnir í endurhæfingu og ræddi um þörf á enn samstilltara átaki, til að ná að koma fræðslu til fleiri sjúklingahópa. Hópurinn fékk leyfi stjórnenda til aðgerða. Hann fann út að um 24% sjúklinga sem innrituðust á Reykjalund (allar deildir) reyktu við komu. Af þeim þáðu 16 einstaklingar meðferð til reykleysis, en 29 reyktu áfram, þ.e. 65% þeirra sem komu inn reykjandi, fóru með vandann óleystan heim aft- ur. Niðurstaða hópsins var sú að stefna bæri áfram að reyklausum Reykjalundi og sem áfangi að því Reyklaust líf á Reykjalundi Eftir Jónínu Sigurgeirs- dóttur og Mörtu Guðjónsdóttur „Reykleysismeðferð Reykjalundar er hluti af endurhæfingarmeðferð sjúklingsins.“ Marta Guðjónsdóttir Jónína Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.