Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 49 NÝTT orgel verður vígt í Möðru- vallakirkju í Hörgárdal á aðventu- kvöldi fyrsta sunnudag í aðventu. Hefst athöfnin kl. 20.30 með vígslu orgelsins. Orgelið er sex radda pípuorgel, smíðað að Björgvin Tómassyni orgelsmið. Lengi hefur verið stefnt að því að fá nýtt orgel við kirkjuna, en Kvenfélagið Freyja í Arnarnes- hreppi stofnaði á sínum tíma org- elsjóð, sem hefur vaxið fiskur um hrygg með árunum. Eftir að gengið var frá orgel- kaupunum var ákveðið að láta gjöf sem Sigríður Benediktsdóttir frá Hofi gaf kirkjunni renna í orgel- sjóð, en hún ánafnaði kirkjunni all- ar eigur sínar, eftir sinn dag, en Sigríður hefði orðið níræð á þessi ári ef hún hefði lifað. Auk þess hafa borist á síðustu vikum veglegar gjafir frá Spari- sjóði Norðurlands og Glæsibæjar- sókn. Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls hefur einnig staðið fyrir fjáröflun með bingói og sölu jólakorta. Á aðventukvöldinu mun kirkju- kórinn syngja falleg aðventulög undir stjórn organistans Birgis Helgasonar og nýstofnaður barna- kór við Þelamerkurskóla mun láta heyra í sér í fyrsta skipti undir stjórn Svanfríðar Arnardóttur. Þá munu fermingarbörn flytja helgi- leik við flautuleik Söndru Guðjóns- dóttur og stúlkur úr Þelamerkur- skóla munu flytja Lúsíu. Aðalræðu kvöldsins flytur Hjördís Sigur- steinsdóttir, oddviti Arnarnes- hrepps. Aðventukvöldinu lýkur með helgistund. Jólafundur Kvenfélags Óháða safnaðarins JÓLAFUNDUR verður haldinn föstudaginn 6. desember kl 20. All- ir hafi meðferðis jólapakka og hatta. Hefðbundinn jólamatur, happdrætti o.fl. Þátttaka tilkynnist til Esterar í síma 557 7409, gsm 891 8205 eða Dóru í síma 566 6549 fyrir3. des. Kyrrðarstund Hjálparstarfsins FIMMTUDAGINN 28. nóv. verður síðasta kyrrðarstund kirkjuársins í hádegi, kl. 12. Hörður Áskelsson, kantor leikur þekkt orgelverk á orgel kirkjunnar, Adagio eftir Alb- inoni og Air eftir J.S. Bach, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hefur hug- vekju, en eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á fiskisúpu, sem búið er að gefa allt efnið í, en ágóði súpunnar rennur óskiftur til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. N.k. sunnudag hefst aðventu- söfnunHjálparstarfs kirkjunnar og má segja að þessi kyrrðarstund sé upptakturinn af því. Náungi minn í heimsþorpinu NÝSI og nasl í Neskirkju 28. nóv- ember kl. 12.15–13.15. Hver er ábyrgð okkar gangvart umheiminum? Sighvatur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands, flyt- ur 10 mínútna erindi og Auður Ingólfsdóttir, MA, alþjóðastjórn- málafræðingur, bregst við erindi hans. Almennar umræður sem séra Örn Bárður Jónsson stýrir. Súpa, brauð og síld á kr. 500. Málstofan er öllum opin sem hafa áhuga á að ræða þjóðfélags- mál í ljósi kristinnar trúar. Orgelvígsla á Möðruvöllum í Hörgárdal Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14–17 í neðri safn- aðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safn- aðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og mynd- um um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Vinafundur í Setrinu kl. 14. Taizé-messa kl. 20. Landspítali – háskólasjúkrahús. Guðsþjón- usta í Arnarholti kl. 15. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jóns- dóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altaris- göngu lokinni er léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihalds- ríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur, mætir og slær á létta strengi. Umsjón hafa kirkju- vörður, sóknarprestur og þjónustuhópur kirkjunnar. Alfa-námskeið kl. 19–22. Út- skriftarkvöld. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Nes- kirkju laugardaginn 30. nóvember. Jóla- hlaðborð á Hótel Loftleiðum. Brottför frá kirkjunni kl. 13. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Málstofa í Neskirkju kl. 12.15–13 um kirkju, þjóðfélag og umheim. Náungi minn í heimsþorpinu. Hver er ábyrgð okkar gagn- vart umheiminum? Sighvatur Böðvarsson, forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, flytur 10 mín. erindi og Auður Ing- ólfsdóttir, MA, alþjóðastjórnmálafræðingur, bregst við erindi hans. Almennar umræður. Boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. Nedó – unglingaklúbbur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Textarnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guð- fræðinga á dæmisögu Jesú um miskunn- sama Samverjann. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digra- neskirkju kl. 17–19. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samveru- stund. Starf fyrir 10–12 ára börn kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópur- inn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Áfallateymi Suðurnesja verður með lokaðan fræðslufund kl. 9–16 í minni sal Kirkjulundar. Fermingarundirbún- ingur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. Myndasýn- ing, síðasti tími fyrir jól. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking, fundur í dag, fimmtudag, kl. 13–16. Al- mennur fundur. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn – pabbamorgunn. Sam- verustund foreldra með börnum sínum. Spjall og góð stund. Kl. 13 námskeið Húsa- friðunarnefndar Þjóðminjasafnsins og Forn- leifaverndar ríkisins um umhirðu gamalla muna og húsa fyrir starfsfólk og sóknar- nefnd Landakirkju. Námskeiðið er haldið á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Kl. 20 æfing hjá Kór Landakirkju. Hveragerðiskirkja. Kl. 19.30 æskulýðs- fundur, unglingar mega mæta með uppá- haldsdiskinn sinn, æfing fyrir helgileik. Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Fjallað verður um mikilvægi bænarinnar. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri, sér um efni fundarins. Upphafsorð: Gísli Geir Harðarson. Hugleið- ing: Sr. Gísli Jónasson. Allir karlmenn vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf TILKYNNINGAR Áskorun á Tryggingastofnun Skora á Tryggingastofnun ríkisins að láta í té lögfræðiálit sem staðfesti að það samrýmist Öryrkjadómi Hæstaréttar frá 19. des. 2000 að skrá saman fjármagnstekjur hjóna eða sam- búðarfólks við ákvörðun örorku- og ellilífeyris og einnig lögfræðiálita um að örorku- og ellilíf- eyrisþegar skuli auk almennra skatta sæta mikl- um skerðingum á örorku- og ellilífeyrisgreiðsl- um frá TR. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á skipulagsáætlun Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á breytingu á: Deiliskipulagi fyrir „Jófríðar- staði - Skuld“ vegna leikskólans Hvamms í Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 3. sept. 2002. Engar at- hugasemdir bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið deiliskipulagið. Auglýsing um gildis- töku birtist í B-deild Stjórnartíðinda 29. nóv. nk. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjar- skipulagi Hafnarfjarðar á Strandgötu 8-10, 3. hæð, Hafnarfirði. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 6002112819 VIII I.O.O.F. 11  18311288  O.* Almenn samkoma í Þríbúðum Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédik- un: Kristinn P. Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Í kvöld kl. 20.00. Lofgjörðarsamkoma. Umsjón majór Elsabet Daníelsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. KR-KONUR OG MAKAR Munið aðventukvöldið föstu- daginn 29. nóvember kl. 20.15. Glæsileg dagskrá. Allir velkomnir. Stjórnin. KENNSLA R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.